Fleiri fréttir

Enn í sjokki

Þegar starfsmenn líkhúss á sjúkrahúsi í Dublin komu til þess að sækja mann sem hafði látist á einni deild sjúkrahússins byrjuðu þeir á að breiða lak fyrir andlit hans. Svo ýttu þeir rúminu á undan sér út af sjúkrastofnunni. Þá vaknaði líkið og settist upp.

Bakkelsi lækkaði minna en virðisaukinn

Verð í flestum bakaríum lækkaði minna en sem nemur lækkun virðisaukaskatts 1. mars síðastliðinn. Þetta eru niðurstöður verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ í tuttugu og einu bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð algengt var að verð lækkaði niður í næsta jafna tug í stað nákvæmrar lækkunar um rúm sex prósent til samræmis við lækkun virðisaukaskatts. Algengast var að verð lækkaði milli fjögur og sex prósent.

Úthlutað úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

Katrín Ólafsdóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2007 en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Alls hlýtur Katrín 500 þúsund króna styrk fyrir rannsókn hennar sem ber heiti "Er íslenskur vinnumarkaður sveigjanlegur?"

Tuttugu milljónum úthlutað úr Þróunarsjóði grunnskóla

Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir næsta skólaár en alls voru veittar tuttugu milljón króna úr sjóðnum. Hæsta styrkinn fékk Borgarbyggð, 1,5 milljón króna, fyrir verkefnið Borgarfjarðarbrúin.

Hjálmlaus börn send gangandi heim

Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa undanfarið fylgst með hjálmanotkun barna á reiðhjólum. Í umferðarlögum er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hjálma við hjólreiðar. Nokkur börn hafa verið send gangandi heim til að sækja hjálminn í fylgd með lögreglu, sem ræddi síðan við barnið og forráðamenn þess um hjálmaskylduna.

Illa ígrundað stríð

Forsætisráðherra Ísraels er harkalega gagnrýndur í skýrslu rannsóknarnefndar sem fjallaði um stríðið gegn Hisbolla í Líbanon, á síðasta ári. Ehud Olmert er sagður hafa hrundið stríðinu af stað án þess að hafa nokkra ígrundaða áætlun um framgang þess. Olmert hefur enga reynslu sem hershöfðingi, og það sem Ísraelum finnst jafnvel enn verra; það hefur varnarmálaráðherrann ekki heldur. Ísraelskir fjölmiðlar segja að þar leiði haltur blindan.

Verðmætasti hlutur einkaaðila í orkufyrirtæki

Geysir Green Energy bauð hæst í eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Tilboðin voru opnuð á Hótel Sögu í dag. Geysir bauð rúmlega sjö og hálfan milljarð króna í hlutinn. Það er næstum tvöfalt hærra verð en næsthæsta tilboðið hljóðaði upp á. „Þetta er án efa verðmætasti hlutur einkaaðila í orkufyrirtæki hér á landi,“ segir Árni Magnússon forstöðumaður fjárfestinga hjá Glitni.

Skjalda -hættu að prumpa

Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum.

Scotty er kominn upp

"Beam me up Scotty," er líklega ein af frægustu setningum kvikmyndasögunnar, þótt hún hafi í raun aldrei verið sögð í Star Trek þáttunum sem hún var hermd uppá. Scotty var Montgomery Scott, yfirvélstjóri á geimfarinu Enterprise. Réttu nafni hét hann James Doohan.

Tískudrósin Björk slær í gegn

Gallinn sem Björk var í á tónleikum sem hún tók þátt í í Kaliforníu á föstudag (sjá mynd) , þótti slaga hátt upp í svanadressið sem vakti hvað mesta athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Á hátíðinni í Kaliforníu voru saman komin þrjátíu og sjö bönd og plötusnúðar, sem drógu að sér yfir 50 þúsund áhorfendur. Björk var tekið með drynjandi fögnuði.

Karlmaður slasast illa í bílveltu

Karlmaður slasaðist illa þegar vörubifreið sem hann ók valt á brúnni við Brú í Hrútafirði laust fyrir klukkan tólf í morgun. Maðurinn sat fastur inni í bifreiðinni áður en björgunarmönnum tókst að losa hann fyrir skemmstu.

Ísraelsk stjórnvöld gagnrýnd

Búist er við að stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar krefjist afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsrekstur Ísraela í Líbanon í fyrra verður birt í dag. Olmert og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, eru harðlega gagnrýndir fyrir mistök í starfi.

Fólk hvatt til að mæta á baráttufundi

Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkamanna verður haldinn hátíðlegur með baráttufundum um allt land á morgun. Fólk er hvatt til að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi.

Vörubíll valt á brú við Brú í Hrútafirði

Búið er að kalla út þyrlu landhelgisgæslunnar vegna umferðaróhapps við Brú í Hrútafirðir. Vörubíll valt á brúnni og situr ökumaður fastur í bílnum. Þjóðvegur eitt er lokaður á svæðinu vegna slyssins.

Yfirlæknir á Kárahnjúkum harðlega gagnrýndur

Impregilo gagnrýnir yfirlækninn á Kárahnjúkum harkalega í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér nú rétt fyrir hádegi. Ásakanir hans eru sagðar ýktar, misvísandi og rangar.

Vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins vænir félaga sína í allsherjarnefnd þingsins um ósannindi í pistli á heimasíðu sinni í dag. Veiting ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra er tilefni pistilsins, sem ber yfirskriftina "Bjarni Benediktsson segir ósatt".

Dómari víkur ekki sæti

Héraðasdómur Reykjavíkur hafnaði í nú rétt fyrir hádegi kröfu lögmanna olíufélanna að Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, viki sæti í máli olíufélaganna gegn samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu.

Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm

Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna.

Fimm Bretar sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuherferð

Fimm Bretar voru í morgun sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuárásir víðsvegar um Bretland. Lestir, verslunarmiðstöð og næturklúbbar áttu að vera skotmörk fimmennninganna. Mennirnir hugðust notast við 600 kíló af heimagerðu sprengjuefni sem framleiða átti úr áburði.

Lokuðu fyrirvaralaust salernisaðstöðu bílstjóranna

Bílstjórar hjá leigubílastöðinni BSH í Hafnarfirði segjast hafa verið beittir órétti eftir að eigendur stöðvarinnar brugðu á það ráð að loka fyrirvaralaust hvíldar- og salernisaðstöðu bílstjóranna síðastliðinn laugardag. Formaður bílstjórafélagsins Fylkir segir að með þessu séu eigendurnir að ná sér niðri á bílstjórunum en þeir hafa allir sagt upp hjá stöðinni. Einn eigandi leigubílastöðvarinnar BSH segir málið byggt á misskilningi.

Hópkynlíf stundað á steinöld

Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum.

Grunnskólanemendur á Stöðvarfirði kanna mengun í þorpinu

Stöðfirðingar aka að meðaltali 188 kílómetra innanbæjar og heila 1108 kílómetra utanbæjar. Bifreiðar bæjarbúa blása því um 370 tonnum af koltvísíringi á ár eða um 30,8 tonnum á mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans hafa unnið að í vetur.

Aftökum fjölgar í Saudi-Arabíu

Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega.

Strokufangi saknaði klefafélaganna

Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra. Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí.

Árás á lögreglustöð í Aþenu

Handsprengju var kastað á lögreglustöð í Aþenu í morgun, og sautjan skotum skotið á hana úr skammbyssum. Enginn slasaðist en skemmdir urðu á húsinu og lögreglubílum. Talið er að árásarmennirnir tilheyri einhverjum hópi stjórnleysingja og vinstri manna, sem hafa gert margar árásir á lögreglustöðvar og banka undanfarnar vikur.

Brýnt að bæta búsetuúrræði fyrir fatlaða á Suðurlandi

Búsetuúrræði fatlaðra á Suðurlandi hafa þróast til verri vegar á síðustu árum um leið of stöðug fjölgun íbúa hefur verið á svæðinu. Í ályktun frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi kemur fram að brýn þörf sé á því að auka þjónustu á svæðinu og að biðlistar hafi verið að lengjast jafnt og þétt á liðnum árum.

Ákveðið í dag hvort dómari víki sæti í olíumálinu

Kveðinn verður upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag hvort Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, víki sæti í máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Lögmaður Olís telur Sigrúnu hafa gert sig vanhæfa eftir að hafa dæmt í öðrum skaðabótamálum gegn olíufélögunum.

Miklir eldar í Manchester

Eldur logar nú í miðbæ Manchester borgar á Englandi og fimm hæða bygging er að hruni komin. Eldurinn hefur náð að læsa sig nærliggjandi hús. Rúmlega 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn.

Iðrast barsmíðar á hesti

Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Maðurinn segist ekki eiga sér neinar málsbætur í þessu máli. Það sem komi fram á þessu myndbandi sé ekki fögur sjón og hann sjái mikið eftir þessu. Hesturinn sem um ræðir er 12 vetra barnahestur. "Ég var að ná úr honum kergjunni," segir hann.

Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi

Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall

Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað.

Hitamet slegin á Norðurlandi

Hitamet var slegið í Ásbyrgi í dag þegar hitinn mældist tuttugu og tvær komma sex gráður. Aldrei áður hefur hiti mælst svo hár í þessum mánuði. Aprílmetið var tuttugu og ein komma átta gráður sem mældust á Sauðanesi í apríl 2003. Og það var heldur enginn kalsi á Akureyri en þar var rösklega þrítugt hitamet slegið þegar hitinn komst í tuttugu og eina komma fimm gráður.

Samningur um dvöl vesturíslendinga hérlendis

Þjóðræknisfélag Íslendinga og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem næstu fimm árin gerir vesturíslenskum ungmennum kleift að koma hingað til dvalar. Undirritun samningsins fór fram í Winnipeg í Manitoba.

Stórfyrirtæki áhugasöm um netþjónabú á Íslandi

Orkuveita Reykjavíkur á í viðræðum við tvö erlend stórfyrirtæki um netþjónabú á Íslandi. Rysjótt veðurfar er meðal þess sem gerir Ísland að fýsilegum kosti fyrir slík tölvubú. Fyrirtækið Data Íslandia áformar að reisa tíu gagnageymslur hér á næstu tveimur árum. Geymslurnar eiga að skapa 200 störf.

Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt

Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt.

Varað við lyfi gegn magakveisu ungbarna

Lyfið Minifom, sem fjölmörgum hvítvoðungum er gefið við magakveisu, inniheldur rotvarnarefni sem geta haft hormónatruflandi áhrif. Norska lyfjastofnunin hefur því varað við notkun þess. Málið er til athugunar hjá Lyfjastofnun Íslands.

Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár

Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig.

Foreldrar bannaðir í unglingahóp

Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins.

Sjá næstu 50 fréttir