Fleiri fréttir

Fimmtán látnir eftir sjálfsmorðsárás í Ramadi

Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.

Rooney hetja Manchester United gegn Milan

Wayne Rooney var hetja Manchester United sem lagði AC Milan 3-2 í fyrri leik undanúrslita í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Rooney tryggði United sigur með marki þegar hálf mínúta var komin fram yfir venjlegan leiktíma.

Myrtu yfir 70 manns á olíuvinnslusvæði í Eþíópíu

Uppreisnarmenn í Eþíópíu myrtu í dag að minnsta kosti 74 menn í árás á olíuvinnslusvæði nærri landamærum Sómalíu. 65 þeirra voru Eþíópíumenn en níu kínverskir verkamenn. Þá voru sjö Kínverjar teknir í gíslingu í árásinni.

Hundruð manna votta Jeltsín virðingu sína

Hundruð manna hafa lagt leið sína Frelsarakirkjuna í Moskvu í dag þar sem lík Borisar Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseta, hefur staðið uppi á viðhafnarbörum.

Eltu uppi bílþjóf í Ölfusi

Lögreglan á Selfossi veitti í morgun manni eftirför sem stolið hafði sendibíl í Keflavík í nótt. Eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglu var hún að svipast um eftir bílnum í sínu umdæmi og mættu lögreglumenn honum á Krísuvíkuvegir í Selvogi.

Þurfum að passa upp á sama heimilið, jörðina

Það er sama hvar við staðsetjum okkur á pólitíska litrófinu, á endanum þurfum við að passa upp á sama heimilið, jörðina. Þetta segir Orri Vigfússon sem í gærkvöldi tók við hinum virtu Goldman-verðlaunum fyrir baráttu sína til verndar villtum laxi í Atlantshafinu.

Kosningafundur um velferðarmál

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum á opnum fundi um velferðarmál sem hófst klukkan 20 á Grand-hóteli. Bein útsending var frá fundinum á Vísi.

Segir fátt koma í veg fyrir álver í Helguvík

Fátt kemur í veg fyrir byggingu álvers í Helguvík eftir undirritun orkusamnings í gær segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. En álversandstæðingar Sólar á Suðurnesjum eru á öðru máli.

Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum

Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.

ABC berast milljónir eftir umfjöllun Kompáss

ABC bjarnahjálpinni hafa borist milljónir í fjárstuðning og aðstoð eftir að fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 fjallaði um starf samtakanna í Kenýa á sunnudagskvöld.

Misáberandi frambjóðendur í baráttunni

Það var setið í hverju sæti í Litlu kaffistofunni í hádeginu þegar Árni Johnsen, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, og Bjarni Harðarson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í kjördæminu, héldu þar kosningafund.

Svíar gefa Íslendingum 800 fornmuni

Svíar hafa ákveðið að afhenda Íslendingum til eignar hunduð fornmuna sem nú eru í geymslu í Norræna safninu í Stokkhólmi. Munirnir verða í framtíðinni geymdir í Þjóðminjasafni Íslands.

Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka

Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla.

Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn

Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu amfetamíns

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu rúmlega 40 gramma af amfetamíni, en efnið fannst í bíl hans við leit lögreglu í september í fyrra.

Lygi að matarskortur sé á Kárahnjúkum

Verkamennirnir fjörutíu á Kárahnjúkum sem fengu magakveisu fyrir helgi hafa náð sér, segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilos. Hann segir ummæli fyrrum starfsmanns um að mennirnir hafi unnið tólf tíma samfleytt neðanjarðar án matar eða drykkjar í besta falli ósönn en í versta falli hreinar lygar.

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir gáleysislegan akstur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Pólverja í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, og svipt hann ökuleyfi í þrjú ár fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis en bíllinn endaði á steinblokkum skammt frá IKEA-versluninni í Garðabæ og lést farþegi í bílnum við það.

Færri umferðaróhöpp vegna umferðaröryggisviku?

Átján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring og segir lögregla það með minnsta móti. Óhöppin voru nær öll minni háttar og ekki er vitað um nein teljandi meiðsli á fólki.

Fimm ára útlegð fyrir rangan klæðaburð

Yfirsaksóknarinn í Teheran sagði í dag að konur sem ekki klæddu sig siðsamlega verði gerðar útlægar frá höfuðborginni í fimm ár. Eftir múslimabyltinguna sem gerð var í Íran árið 1979 voru sett sharía lög sem kveða á um að konur skuli hylja hár sitt og klæðast síðum víðum flíkum til þess að hylja kvenleika sinn.

Nokkuð um innbrot í gær

Sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að sögn lögreglu var farið inn á þrjú heimili í austurborginni og eitt í Breiðholti en mismiklu var stolið. Á síðastnefnda staðnum var lyfjum meðal annars stolið en í austurborginni hurfu ferðatölva og myndavél á einum stað og sparibaukur á öðrum

Hjóluðu 172 hringi í kringum landið

Fyrirtækjakeppnin „Hjólað í vinnuna“ fer fram um land allt dagana 2.-22. maí. Þetta er fimmta árið sem hvatningarverkefnið fer fram, en þáttakan hefur tífaldast á tímabilinu. Í fyrra voru farnir rúmlega 230 þúsund kílómetrar. Það samsvarar 172 hringjum í kringum landið eða tæplega sex hringjum í kringum hnöttinn.

Velferð fyrir alla í beinni á visir.is

Bein útsending verður á visir.is frá opnum fundi um velferðarmál sem haldinn verður í kvöld klukkan átta á Grand hótel. „Velferð fyrir alla“ er yfirskrift fundarins.

BBC maður við góða heilsu

Fréttamaður BBC sjónvarpsstöðvarinnar, sem rænt var á Gaza ströndinni í síðasta mánuði er við góða heilsu, að sögn aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna. Alan Johnston var rænt þar sem hann var á ferð í bíl sínum 12. mars síðastliðinn. Hann hafði flutt fréttir frá Miðausturlöndum í þrjú ár.

Dagur umhverfisins - hrein orka og loftslagsmál

Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn á morgun. Að þessu sinni er hann tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Í tilefni dagsins verður samkoma á Kjarvalsstöðum í hádeginu. Þar verða meðal annars veittar viðukenningar í verkefnasamkeppni grunnskólanna, Varðliðum umhverfisins.

Vinnueftirlitið lokaði aðrennslisgöngum Kárahnjúka

Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar vegna loftmengunar í göngunum, og hefur þeim verið lokað. Í tvígang í síðustu viku komu menn úr göngunum með veruleg eitrunareinkenni vegna eiturefna í loftinu; fjórir menn í hvort skipti. Vegna ólofts glíma menn við andþyngsli og asma.

Slæmar fréttir fyrir Súpermann

Nýtt steinefni hefur fundist í námu í Serbíu sem hefur samskonar efnasamsetningu og grænu Kryptónít kristallarnir úr kvikmyndinni „Superman Returns“.

Amtsbókasafnið á Akureyri 180 ára

Amtsbókasafnið á Akureyri er 180 ára á morgun. Í tilefni þess verður boðið upp á ýmislegt góðgæti, útlán verða frí auk þess sem morgundagurinn verður sektarlaus dagur. Amtbókasafnið var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni amtmanni á Möðruvöllum. Hann fékk dyggan stuðning frá ýmsum aðilum bæði hérlendis og í Danmörku.

Hamas gerir árás -aflýsir vopnahléi

Hamas samtökin skutu í dag 30 eldflaugum og 60 vörpusprengjum á Ísrael, frá Gaza ströndinni. Jafnframt lýsti einn talsmanna þeirra því yfir að fimm mánaða vopnahléi væri lokið. Heimastjórn Palestínumanna hvatti hinsvegar til þess að staðið væri við vopnahléið.

Löggan með blikkljós á völdum gatnamótum

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða lögreglubifreiðar áberandi og með kveikt á bláum og blikkandi forgangsljósum á þrennum gatnamótum í Reykjavík þar sem mikið er um umferðaróhöpp. Þetta er gert í tilefni alþjóðlegrar umferðaröryggisviku sem stendur yfir dagana 23. - 27. apríl en hún er haldin að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna

Pétur Pétursson þulur látinn

Pétur Pétursson fyrrverandi þulur á Ríkisútvarpinu lést í gær. Hann varð 88 ára. Hann hóf störf sem þulur hjá Útvarpinu árið 1941 og starfaði þar samfleytt til ársins 1955. Eftir 15 ára hlé hóf hann aftur störf hjá RUV og starfaði þar meðan aldur leyfði. Á fréttavef RUV kemur fram að Pétur hafi stundað nám í Svíþjóð og á Bretlandi á fjórða áratugnum.

Ganga til viðræðna við borgina um Lækjargötu 2

Borgarstjóri getur ekki lofað þeim sem voru með rekstur í Lækjargötu 2 áður en húsið brann, að þeir geti haldið rekstrinum áfram eftir að húsið hefur verið endurbyggt. Það skýrist á næstu tveimur vikum eða svo, hvort borgin kaupir lóðir húsanna sem brunnu í miðborginni, en eigendur Lækjargötu 2 hafa samþykkt að ganga til viðræðna við borgina.

Veðjað um nafn á nýfæddu prinsessunni

Talið er nær öruggt að nýfædd prinsessa Dana beri nafnið Margrét ef marka má veðbanka. Nöfnin Benedikta og Elísabet þykja einnig koma til greina.

Þjóðarsorg í Rússlandi

Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Borísar Jeltsíns, forvera hans í embætti. Jeltsín lést í gær.

Varnarasamkomulag við Dani og Norðmenn í höfn

Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum.

SAMAN hópurinn fær Íslensku lýðheilsuverðlaunin

Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 voru veitt við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Handhafi verðlaunanna í ár er SAMAN hópurinn og veitti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hópnum verðlaunin fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra.

Einmana börn frekar fórnarlömb kynferðisbrota

Á síðustu fimmtán mánuðunum hefur tuttugu og eitt kynferðisbrotamál verið kært þar sem gerandi komst í kynni við fórnarlambið í gegnum netið. Sérfræðingur Barnahúss telur einmana börn frekar verða fórnarlömb í slíkum málum þar sem þau hafi oft lága sjálfsmynd og eigi erfitt með að segja nei. Einmana börn voru umræðuefnið á morgunverðarfundi á Grand hóteli í morgun.

Svíar skila fornmunum til Íslands

Hundruð íslenskra fornmuna sem hafa verið geymslu í Det Nordiske Museum í Stokkhólmi verða fluttir hingað til lands á næstunni. Munirnir verða gefnir Þjóðminjasafni Íslands og er það samkvæmt samkomulagi íslenskra og sænskra stjórnvalda.

Háhýsi í stað gömlu húsanna í miðbænum

Lítið lát er á hugmyndum landsmanna um húsakost við Lækjartorg og sýnist sitt hverjum hvort varðveita eigi gömlu húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis eða byggja þar ný hús. Arkitektar og skipulagsfræðingar kasta nú á milli sín margskonar hugmyndum í þessu efni. Þær byggja meðal annars á hugmyndum Hrafns Gunnlaugssonar um stórhýsi á grunnum brunarústanna við Lækjartorg.

Árituð smásaga eftir Kjarval boðin upp

Á uppboðsvefnum ebay.com er nú til sölu hefti eftir Jóhannes S. Kjarval sem ber heitið „Hvalasagan frá átján hundruð nítíu og sjö,“ auk fleiri muna. Innan á kápu heftisins er áritun frá Kjarval til Ástu, sem eigandi heftisins, sem ekki vill láta nafns síns getið, telur að sé amma sín. Hann segir heftið einstakt, ekki síst vegna áritunarinnar, og opnunarboðið á ebay hljóðar upp á 58.500.00 dollara, eða tæpar 3,8 milljónir íslenskra króna.

Fólk tvírukkað fyrir skil á ónýtum dekkjum

Brögð eru að því að dekkjaverkstæði rukki fólk fyrir að skila inn ónýtum dekkjum þrátt að þau gjöld séu innifalin í kaupverði dekkjanna að sögn verkefnastjóra Úrvinnslusjóðs. Fólk er því í sumum tilvikum að tvígreiða úrvinnslugjaldið.

Sjá næstu 50 fréttir