Fleiri fréttir Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt. 16.4.2007 10:51 Kviknað í nokkrum klósettum Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins. 16.4.2007 10:43 Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin. 16.4.2007 10:34 BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum. 16.4.2007 10:27 Fimm börn brunnu inni Fimm börn dóu í íkveikju sem var St. Louis í Bandaríkjunum í morgun. Börnin voru á aldrinum 5 mánaða upp í tíu ára gömul. Fjórir aðrir særðust lítilháttar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda og vissu þeir ekki af börnunum inn í húsinu, en foreldrar þeirra voru ekki á svæðinu. 16.4.2007 10:04 Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005 Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu. 16.4.2007 10:03 Skemmdarvargar í Hveragerði Alls voru 56 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá braust óprúttinn þjófur inn í bíl í Hveragerði og stal myndavél og um eitt hundrað geisladiskum. Miklar skemmdir voru unnar í gróðrastöðinni Fagrahvammi á fimmtudaginn. 16.4.2007 09:52 Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið. 16.4.2007 09:35 Kvenréttindakonur fagna jöfnu kynjahlutfalli Fjöldi kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða hefur farið vaxandi á undanförnum árum og í dag eru stjórnir þriggja sjóða með jafnt kynjahlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands. Kvenréttindakonur hafa í tilefni af þessu ákveðið að afhenda sjóðunum þremur blóm á morgun í viðurkenningarskyni. 16.4.2007 09:34 Þurftu að flýja heimili sín Nokkrir þurftu að flýja heimili sín á Sauðárkróki í nótt vegna skemmda á íbúðum þeirra. Hreinsun hófst á ný snemma í morgun og miðar vel. Vitað er að neðanjarðar timburstokkur gaf sig með þeim afleiðingum að aurflóðið féll fram af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók á meðan starfsmenn RARIK unnu að viðgerð á honum. 16.4.2007 09:04 Blair: Látið Vilhjálm og Kate í friði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bæði fjölmiðla og bresku þjóðina að gefa Vilhjálmi prins og Kate Middleton frið eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði. 15.4.2007 21:00 Mið- og hægristjórn mynduð í Finnlandi Samkomulag hefur náðst um nýja fjögurra flokka ríkisstjórn í Finnlandi undir forystu Mattis Vanhanens, forsætisráðherra. Ríkisstjórninn telst hægri- og miðstjórn og aðild að henni eiga Miðflokkur Vanhanens, Þjóðarbandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn. 15.4.2007 20:14 Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna. 15.4.2007 20:01 Wolfowitz ekki rekinn úr starfi Stjórn Alþjóðabankans lýsti yfir miklum af áhyggjum af orðspori bankans vegna mál Pauls Wolfowitz, forstjóra bankans, eftir fund í kvöld. Hins vegar var ekki ákveðið að reka hann úr starfi. 15.4.2007 19:45 Vel á annað hundrað látinn eftir helgina í Írak Vel á annað hundrað hafa fallið í hrinu ofbeldisverka í Írak um helgina. Mörg hundruð liggja þungt haldnir eftir röð bílsprengjuárása um allt landið í dag og í gær. Þá fórust tveir breskir hermenn þegar tvær herþyrlur skullu saman rétt utan við höfuðborgina Bagdad í morgun. 15.4.2007 19:45 Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa í sumar Það stefnir í metfjölda ferðalanga til Íslands með skemmtiferðaskipum í sumar. Tekjur af þessum ferðalöngum eru vanmetnar, segir markaðsstjóri Akureyrarhafnar. 15.4.2007 19:30 Hlupu nakin um götur Akureyrar Gríðarlegt annríki var hjá lögreglu á Akureyri í gær þar sem mikill fjöldi unglinga var í bænum langt fram á morgun. Lögregla segir þó að nóttin hafi gengið vonum framar. 15.4.2007 19:15 Þurfa að flytja tímabundið vegna aurflóðs Gríðarlegt eignatjón varð á Sauðárkróki í morgun þegar vatnsstokkur fyrir ofan bæinn sprakk. Mikið mildi þykir að ekki fór fer þegar vatnselgurinn steyptist niður Nafirnar. Hreinsunarstarf tekur nokkurn tíma og því þurfa tvær fjölskyldur að flytjast búferlum á meðan. 15.4.2007 19:00 Hlutu bæði rússneska kosningu í embætti Landsfundi Sjálfstæðismanna lauk í dag með kosningum í miðstjórn flokksins og í embætti formanns og varaformanns. Bæði formaður og varaformaður flokksins fengu rússneska kosningu í embættin. 15.4.2007 19:00 Þrír flokkar vilja græna skatta Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. 15.4.2007 18:40 Skuldayfirlýsing skaðar líklega ekki VSP Skuldayfirlýsingin sem framkvæmdarstjóri VSP gaf út kemur líklega ekki til með að skaða fyrirtækið. Snarræði starfsmanna þjónustunnar í síðustu viku gerði það að verkum að að hægt var að kalla yfirlýsinguna til baka. 15.4.2007 18:30 Byrjað að selja aðgöngumiða á Ólympíuleikana Byrjað var að selja miða á Ólympíuleikana í Peking, sem fram fara á næsta ári, í dag. Í boði eru yfir sjö milljónir miða til almennings og er búist við að Kínverjar kaupi þrjá af hverjum fjórum þeirra. 15.4.2007 18:16 Saka Bandaríkjamenn um hræðsluáróður Yfirvöld í Alsír sökuðu í dag talsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í landinu um um að vera óábyrgir með því að vara við hugsanlegum árásum í höfuðborginni Algeirsborg á næstunni. 15.4.2007 17:43 Herskár hópur segist hafa drepið Johnston Herskár palestínskur hópur sem nefnist Al Tawhid Al Jihad hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið Alan Johnston, fréttamann BBC á Gasa, af lífi. Johnston var numinn á brott á Gasa þann 12. mars en fyrr í vikunni bárust fregnir af því að hann væri á lífi. 15.4.2007 17:15 Búfjárrækt stunduð á um þrjú þúsund býlum Um 4.300 lögbýli eru í ábúð á Íslandi og er búfjárrækt stunduð á þrjú þúsund þeirrra. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi Bændasamtaka Íslands sem nefnist Sveit og borg - saman í starfi og hefur að geyma helstu hagstærðir í landbúnaði. 15.4.2007 17:03 Hvalreki í Þorlákshafnarfjöru Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um hvalreka í fjörunni austan við Þorlákshöfn um hálftvö í dag. Að sögn lögreglunnar er skepnan um 10-12 metrar á lengd en ekki er vitað um hvaða tegund er að ræða. Hvalurinn er í flæðarmálinu en ekki liggur fyrir hvað varð dýrinu að aldurtila. 15.4.2007 16:55 Miðjarðarhafsveður í Bretlandi Sannkallað Miðjarðarhafsveður hefur verið á Bretlandi um helgina og hefur hitinn farið yfir 25 stig sums staðar í landinu. Það er um 10 gráðum heitara en venja er á þessum árstíma. 15.4.2007 16:27 Rætt um framtíð landbúnaðarins á fjórum fundum Bændasamtök Íslands og frambjóðendur til Alþingis standa á næstu dögum fyrir fjórum fundum um stöðu og framtíð landbúnaðarins. 15.4.2007 16:10 Hreinsunarstarf á Króknum fram á kvöld Hreinsunarstarf á Sauðárkróki eftir að aurflóð féllu þar á hús og vegi í morgun gengur vel að sögn lögreglu en hún reiknar með að ekki verið lokið við að moka aurnum burt fyrr en í kvöld. 15.4.2007 16:02 Enn á gjörgæsludeild eftir sundlaugarslys Maðurinn sem slasaðist á hálsi þegar hann stakk sér í grunnan hluta Laugardalslaugar á föstudagskvöld er enn á gjörgæsludeild en er kominn úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi lækniS er hann á batavegi en verður áfram til eftirlits á gjörgæslu. 15.4.2007 15:38 Vill áframhaldandi umboð til að stýra ríkisstjórninni Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við fundarslit á landsfundi flokksins í dag að hann byði sig fram til að stýra ríkisstjórninni áfram og að hann væri sannfærður um að það myndi takast með stuðningi allra sjálfstæðismanna. 15.4.2007 15:07 Þorgerður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll. Alls greiddu 979 manns atkvæði kjörinu og hlaut Þorgerður Katrín 894 atkvæði eða 91,3 prósent. 15.4.2007 14:52 Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. 15.4.2007 14:45 Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hittust á fundi í dag þar sem meðal annars átti að ræða öryggis- og mannréttindamál auk þess sem ætlunin var að ræða mál ísraelsks hermanns sem handtekinn var á Gaza í fyrra. 15.4.2007 14:26 Geir endurkjörinn formaður með um 96 prósentum atkvæða Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu. Hann hlaut 95,8 prósent atkvæða í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem er um það bil að ljúka. 15.4.2007 14:10 Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Verðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. 15.4.2007 13:57 Kjartan fékk flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar Kjartan Gunnarsson flest atkvæði, eða 709, í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll í dag. Kosið var um ellefu sæti af 29 í miðstjórnina á fundinum. 15.4.2007 13:47 Slys og eignatjón í jarðskjálfta í Japan Snarpur jarðskjálfti upp á 5,4 á Richter skók mið- og vesturhluta Japans í nótt. Fimm manns slösuðust þegar hlutir féllu á þá og hátt í 50 hús skemmdust í skjálftanum. Þá urðu urðu 4300 heimili rafmagnslaus í nokkurn tíma. 15.4.2007 13:32 Íbúar í Bronx æfir yfir þýsku myndbandi Íbúar í Bronx eru æfir vegna myndbands úr þýska hernum þar sem liðþjálfi segir hermanni að ímynda sér að hann sé að skjóta á svertingja í Bronx. Embættismenn í New York hafa krafist afsökunarbeiðni. 15.4.2007 13:30 Páfinn áttræður í dag Páfinn er áttræður í dag. Tugþúsundir kaþólikka báðu fyrir Benedikt sextánda á Péturstorginu í Róm í morgun þar sem hann hélt sjálfur kraftmikla ræðu. 15.4.2007 13:15 Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri -grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi. 15.4.2007 13:00 Kjarnorkukapphlaup í Miðausturlöndum veldur áhyggjum Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku, af ótta við þróunina í Íran. Kjarnorkukapphlaupið veldur miklum áhyggjum hjá sérfræðingum í Pentagon. 15.4.2007 12:45 Loftræstikerfi sjúkrahúss lokað vegna sinubruna Loka þurfti loftræstiskerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna sinubruna í gærkvöld. Öll vakt slökkviliðsins var kölluð út til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega. 15.4.2007 12:30 Kristinnn í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður velti bíl sínum við Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Kristinn hafa verið á leið frá Ísafirði eftir kosningafund Frjálslynda flokksins í bænum þegar bíll hann rann út af í krapa og bleytu og valt 15.4.2007 12:22 Gríðarlegt tjón á Sauðárkróki þegar vatnsstokkur brast Gríðarlegt tjón varð á húsum og bílum á Sauðárkróki í morgun þegar vatnstokkur í eigu RARIKgaf sig. Engin slys urðu á mönnum en tjónið nemur tugum milljóna króna. 15.4.2007 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gefa út leiðarvísi fyrir bestu kynlífsstaðina í danskri náttúru Dönsk náttúruverndarsamtök róa nú á ný mið en þau ætla að gefa út leiðarvísi yfir þá staði í danskri náttúru þar sem best er að njóta ásta. Haft er eftir upplýsingafulltrúa samtakanna á vef Jótlandspóstins að með þessu vilji samtökin vekja athygli á að það megi nýta náttúruna og njóta hennar á ýmsan hátt. 16.4.2007 10:51
Kviknað í nokkrum klósettum Kviknað hefur í nokkrum klósettum sem hafa sér hitablásara, lyktarsprey, og setu hitara í frá fyrirtækinu Toto. Ltd. í Japan. Svo virðist sem hitaseturnar hafi brunnið yfir um og reykur byrjað að stíga upp frá þeim. Fyrirtækið segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki, þó svo þeir viðurkenni að það sé mjög óþægileg staða þegar kvikni í klósetti heimilisins. 16.4.2007 10:43
Stríðið hefur alvarleg áhrif á íröksk börn Sjö af hverjum tíu börnum í grunnskólum í hverfi í Norður-Bagdad þjást af áfallaröskun þannig að þau stama eða pissa undir. Þetta leiðir ný skýrsla á vegum írakska heilbrigðisráðuneytisins í ljós en í rannsókninni var kannað hvaða áhrif stríðið í Írak hefði á börnin. 16.4.2007 10:34
BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum. 16.4.2007 10:27
Fimm börn brunnu inni Fimm börn dóu í íkveikju sem var St. Louis í Bandaríkjunum í morgun. Börnin voru á aldrinum 5 mánaða upp í tíu ára gömul. Fjórir aðrir særðust lítilháttar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda og vissu þeir ekki af börnunum inn í húsinu, en foreldrar þeirra voru ekki á svæðinu. 16.4.2007 10:04
Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005 Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu. 16.4.2007 10:03
Skemmdarvargar í Hveragerði Alls voru 56 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá braust óprúttinn þjófur inn í bíl í Hveragerði og stal myndavél og um eitt hundrað geisladiskum. Miklar skemmdir voru unnar í gróðrastöðinni Fagrahvammi á fimmtudaginn. 16.4.2007 09:52
Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið. 16.4.2007 09:35
Kvenréttindakonur fagna jöfnu kynjahlutfalli Fjöldi kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða hefur farið vaxandi á undanförnum árum og í dag eru stjórnir þriggja sjóða með jafnt kynjahlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands. Kvenréttindakonur hafa í tilefni af þessu ákveðið að afhenda sjóðunum þremur blóm á morgun í viðurkenningarskyni. 16.4.2007 09:34
Þurftu að flýja heimili sín Nokkrir þurftu að flýja heimili sín á Sauðárkróki í nótt vegna skemmda á íbúðum þeirra. Hreinsun hófst á ný snemma í morgun og miðar vel. Vitað er að neðanjarðar timburstokkur gaf sig með þeim afleiðingum að aurflóðið féll fram af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók á meðan starfsmenn RARIK unnu að viðgerð á honum. 16.4.2007 09:04
Blair: Látið Vilhjálm og Kate í friði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bæði fjölmiðla og bresku þjóðina að gefa Vilhjálmi prins og Kate Middleton frið eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði. 15.4.2007 21:00
Mið- og hægristjórn mynduð í Finnlandi Samkomulag hefur náðst um nýja fjögurra flokka ríkisstjórn í Finnlandi undir forystu Mattis Vanhanens, forsætisráðherra. Ríkisstjórninn telst hægri- og miðstjórn og aðild að henni eiga Miðflokkur Vanhanens, Þjóðarbandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn. 15.4.2007 20:14
Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna. 15.4.2007 20:01
Wolfowitz ekki rekinn úr starfi Stjórn Alþjóðabankans lýsti yfir miklum af áhyggjum af orðspori bankans vegna mál Pauls Wolfowitz, forstjóra bankans, eftir fund í kvöld. Hins vegar var ekki ákveðið að reka hann úr starfi. 15.4.2007 19:45
Vel á annað hundrað látinn eftir helgina í Írak Vel á annað hundrað hafa fallið í hrinu ofbeldisverka í Írak um helgina. Mörg hundruð liggja þungt haldnir eftir röð bílsprengjuárása um allt landið í dag og í gær. Þá fórust tveir breskir hermenn þegar tvær herþyrlur skullu saman rétt utan við höfuðborgina Bagdad í morgun. 15.4.2007 19:45
Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa í sumar Það stefnir í metfjölda ferðalanga til Íslands með skemmtiferðaskipum í sumar. Tekjur af þessum ferðalöngum eru vanmetnar, segir markaðsstjóri Akureyrarhafnar. 15.4.2007 19:30
Hlupu nakin um götur Akureyrar Gríðarlegt annríki var hjá lögreglu á Akureyri í gær þar sem mikill fjöldi unglinga var í bænum langt fram á morgun. Lögregla segir þó að nóttin hafi gengið vonum framar. 15.4.2007 19:15
Þurfa að flytja tímabundið vegna aurflóðs Gríðarlegt eignatjón varð á Sauðárkróki í morgun þegar vatnsstokkur fyrir ofan bæinn sprakk. Mikið mildi þykir að ekki fór fer þegar vatnselgurinn steyptist niður Nafirnar. Hreinsunarstarf tekur nokkurn tíma og því þurfa tvær fjölskyldur að flytjast búferlum á meðan. 15.4.2007 19:00
Hlutu bæði rússneska kosningu í embætti Landsfundi Sjálfstæðismanna lauk í dag með kosningum í miðstjórn flokksins og í embætti formanns og varaformanns. Bæði formaður og varaformaður flokksins fengu rússneska kosningu í embættin. 15.4.2007 19:00
Þrír flokkar vilja græna skatta Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. 15.4.2007 18:40
Skuldayfirlýsing skaðar líklega ekki VSP Skuldayfirlýsingin sem framkvæmdarstjóri VSP gaf út kemur líklega ekki til með að skaða fyrirtækið. Snarræði starfsmanna þjónustunnar í síðustu viku gerði það að verkum að að hægt var að kalla yfirlýsinguna til baka. 15.4.2007 18:30
Byrjað að selja aðgöngumiða á Ólympíuleikana Byrjað var að selja miða á Ólympíuleikana í Peking, sem fram fara á næsta ári, í dag. Í boði eru yfir sjö milljónir miða til almennings og er búist við að Kínverjar kaupi þrjá af hverjum fjórum þeirra. 15.4.2007 18:16
Saka Bandaríkjamenn um hræðsluáróður Yfirvöld í Alsír sökuðu í dag talsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í landinu um um að vera óábyrgir með því að vara við hugsanlegum árásum í höfuðborginni Algeirsborg á næstunni. 15.4.2007 17:43
Herskár hópur segist hafa drepið Johnston Herskár palestínskur hópur sem nefnist Al Tawhid Al Jihad hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið Alan Johnston, fréttamann BBC á Gasa, af lífi. Johnston var numinn á brott á Gasa þann 12. mars en fyrr í vikunni bárust fregnir af því að hann væri á lífi. 15.4.2007 17:15
Búfjárrækt stunduð á um þrjú þúsund býlum Um 4.300 lögbýli eru í ábúð á Íslandi og er búfjárrækt stunduð á þrjú þúsund þeirrra. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi Bændasamtaka Íslands sem nefnist Sveit og borg - saman í starfi og hefur að geyma helstu hagstærðir í landbúnaði. 15.4.2007 17:03
Hvalreki í Þorlákshafnarfjöru Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um hvalreka í fjörunni austan við Þorlákshöfn um hálftvö í dag. Að sögn lögreglunnar er skepnan um 10-12 metrar á lengd en ekki er vitað um hvaða tegund er að ræða. Hvalurinn er í flæðarmálinu en ekki liggur fyrir hvað varð dýrinu að aldurtila. 15.4.2007 16:55
Miðjarðarhafsveður í Bretlandi Sannkallað Miðjarðarhafsveður hefur verið á Bretlandi um helgina og hefur hitinn farið yfir 25 stig sums staðar í landinu. Það er um 10 gráðum heitara en venja er á þessum árstíma. 15.4.2007 16:27
Rætt um framtíð landbúnaðarins á fjórum fundum Bændasamtök Íslands og frambjóðendur til Alþingis standa á næstu dögum fyrir fjórum fundum um stöðu og framtíð landbúnaðarins. 15.4.2007 16:10
Hreinsunarstarf á Króknum fram á kvöld Hreinsunarstarf á Sauðárkróki eftir að aurflóð féllu þar á hús og vegi í morgun gengur vel að sögn lögreglu en hún reiknar með að ekki verið lokið við að moka aurnum burt fyrr en í kvöld. 15.4.2007 16:02
Enn á gjörgæsludeild eftir sundlaugarslys Maðurinn sem slasaðist á hálsi þegar hann stakk sér í grunnan hluta Laugardalslaugar á föstudagskvöld er enn á gjörgæsludeild en er kominn úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi lækniS er hann á batavegi en verður áfram til eftirlits á gjörgæslu. 15.4.2007 15:38
Vill áframhaldandi umboð til að stýra ríkisstjórninni Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við fundarslit á landsfundi flokksins í dag að hann byði sig fram til að stýra ríkisstjórninni áfram og að hann væri sannfærður um að það myndi takast með stuðningi allra sjálfstæðismanna. 15.4.2007 15:07
Þorgerður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll. Alls greiddu 979 manns atkvæði kjörinu og hlaut Þorgerður Katrín 894 atkvæði eða 91,3 prósent. 15.4.2007 14:52
Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. 15.4.2007 14:45
Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hittust á fundi í dag þar sem meðal annars átti að ræða öryggis- og mannréttindamál auk þess sem ætlunin var að ræða mál ísraelsks hermanns sem handtekinn var á Gaza í fyrra. 15.4.2007 14:26
Geir endurkjörinn formaður með um 96 prósentum atkvæða Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu. Hann hlaut 95,8 prósent atkvæða í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem er um það bil að ljúka. 15.4.2007 14:10
Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Verðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. 15.4.2007 13:57
Kjartan fékk flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar Kjartan Gunnarsson flest atkvæði, eða 709, í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll í dag. Kosið var um ellefu sæti af 29 í miðstjórnina á fundinum. 15.4.2007 13:47
Slys og eignatjón í jarðskjálfta í Japan Snarpur jarðskjálfti upp á 5,4 á Richter skók mið- og vesturhluta Japans í nótt. Fimm manns slösuðust þegar hlutir féllu á þá og hátt í 50 hús skemmdust í skjálftanum. Þá urðu urðu 4300 heimili rafmagnslaus í nokkurn tíma. 15.4.2007 13:32
Íbúar í Bronx æfir yfir þýsku myndbandi Íbúar í Bronx eru æfir vegna myndbands úr þýska hernum þar sem liðþjálfi segir hermanni að ímynda sér að hann sé að skjóta á svertingja í Bronx. Embættismenn í New York hafa krafist afsökunarbeiðni. 15.4.2007 13:30
Páfinn áttræður í dag Páfinn er áttræður í dag. Tugþúsundir kaþólikka báðu fyrir Benedikt sextánda á Péturstorginu í Róm í morgun þar sem hann hélt sjálfur kraftmikla ræðu. 15.4.2007 13:15
Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri -grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi. 15.4.2007 13:00
Kjarnorkukapphlaup í Miðausturlöndum veldur áhyggjum Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku, af ótta við þróunina í Íran. Kjarnorkukapphlaupið veldur miklum áhyggjum hjá sérfræðingum í Pentagon. 15.4.2007 12:45
Loftræstikerfi sjúkrahúss lokað vegna sinubruna Loka þurfti loftræstiskerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna sinubruna í gærkvöld. Öll vakt slökkviliðsins var kölluð út til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega. 15.4.2007 12:30
Kristinnn í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður velti bíl sínum við Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Kristinn hafa verið á leið frá Ísafirði eftir kosningafund Frjálslynda flokksins í bænum þegar bíll hann rann út af í krapa og bleytu og valt 15.4.2007 12:22
Gríðarlegt tjón á Sauðárkróki þegar vatnsstokkur brast Gríðarlegt tjón varð á húsum og bílum á Sauðárkróki í morgun þegar vatnstokkur í eigu RARIKgaf sig. Engin slys urðu á mönnum en tjónið nemur tugum milljóna króna. 15.4.2007 12:00