Innlent

Hrossagaukurinn kominn og hunangsflugur að vakna

Hrossagaukurinn er kominn til landsins en fuglaáhugamenn í Hornafirði heyrðu fyrst í hrossagauk á mánudag. Á heimasíðu þeirra má lesa nýjar tilkynningar daglega um komur farfugla. Þannig sáust tveir lóuhópar, með á annað hundrað fuglum hvor, á túnum vestan við Reynisfjall í Mýrdal og þá voru allmargir skúmar komnir á Breiðamerkursand. Skordýrin hafa einnig verið að vakna til lífsins. Hunangsflugur sáust í Einarslundi við Höfn í veðurblíðunni í fyrradag en hætt er við að kuldakast sem nú er í kortunum geti gert öllum þessum vorboðum erfitt fyrir næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×