Innlent

Miklar annir hjá starfsmönnum Hafró

Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar við sýnatöku á Suðurnesjum.
Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar við sýnatöku á Suðurnesjum. MYND/Hafrannsóknarstofnun
Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar keppast nú við að afla sýna úr vertíðarafla til að fá marktækt úrtak úr lönduðum afla. Sýnatakan er grundvöllur stofnstærðarútreikninga og ráðlegginga fiskifræðinga í vor. Undanfarið hefur verið góð veiði á miðum eftir heldur risjótt tíðarfar. Á fréttavef Hafrannsóknarstofunar segir að sýni séu tekin í öllum landsfjórðungum. Þau ásamt mælingum á fiskum í leiðöngrum stofunarinnar eru notuð til að reikna fjölda og stærð landaðra fiska í hverjum aldursflokki. Á síðasta ári voru 1.2 milljónir fiska lengdarmældir. Rúmlega 124 þúsund voru kvarnaðir og 94 þúsund aldursgreindir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×