Fleiri fréttir Fór fram á sex vikna gæsluvarðhald yfir hnífamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á það að maðurinn sem stakk annan mann með eldhúshnífi í húsi við Hátún í gærkvöld yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald í sex vikur. Að sögn lögreglu hefur maðurinn játað að hafa stungið fórnarlamb sitt en lítið er um skýringar á því háttarlagi. 4.4.2007 15:54 Sjóliðar fluttir heim í dag Bresk stjórnvöld fögnuðu í dag þeirri ákvörðun íranskra yfirvalda að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem verið hafa í haldi í Íran frá 23. mars. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti um það á fréttamannafundi í dag að sjóliðunum yrði sleppt og að farið yrði með þá á flugvöllin í Teheran í dag og þeim flogið heim. 4.4.2007 15:27 Ríkið selur hlut sinn í Baðfélagi Mývatnssveitar Iðnaðarráðherra hefur falið einkavæðingarnefnd að annast sölu á 16 prósenta hlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu er nafnvirði hlutarins er 20 milljónir króna. 4.4.2007 15:06 Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði Norræna er nú að leggjast að Strandarbakka á Seyðisfirði eftir að skipið slitnaði frá bryggjunni í óveðri í nótt. Fram kemur í tilkynningu að fragt og faþegar verði nú teknir um borð en áætlað er að ferjan fari frá Seyðisfirði undir kvöld. 4.4.2007 14:55 Icelandair fellst á tilmæli talsmanns neytenda Icelandair hefur fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að nefna ekki hluta heildarverðs „gjöld" nema um sé að ræða annaðhvort valkvæða aukaþjónustu fyrir flugfarþega eða gjöld sem skylt er að greiða í hlutfalli við fjölda farþega. 4.4.2007 14:47 Forsetinn heimsótti Harvard og MIT Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær gestur við Harvard-háskóla þar sem hann flutti fyrirlestur í boði hins virta prófessors Michaels Porter sem þekktur er fyrir rannsóknir sínar á samkeppnishæfni þjóða. Í dag heimsótti hann svo MIT, tækniháskólann í Boston í Massachusetts. 4.4.2007 14:22 Þú þarna í rauðu peysunni Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun. 4.4.2007 14:21 Páskakvíga í Húsdýragarðinum Sannkallaður páskaglaðningur leit dagsins ljós í Húsdýragarðinum í nótt þegar kýrin Branda bar myndarlegri kvígu. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Húsdýragarðinum er faðirinn tuddinn Týr sem einnig býr í garðinum en hann er afkvæmi hins landsþekkta Guttorms sem lengi gladdi gesti Húsdýragarðsins. 4.4.2007 14:09 15 ára fangelsi fyrir að skrifa Fogh Rasmussen Saksóknari í Tyrklandi hefur krafist allt að 15 ára fangelsis yfir 53 borgarstjórum sem skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur bréf árið 2005. Í bréfinu báðu þeir Rasmussen um að hlífa kúrdisku sjónvarpsstöðinni Roj-TV sem sendir út á kúrdisku, frá Kaupmannahöfn. Stöðin nær meðal annars til Þýskalands, þar sem býr mikill fjöldi Kúrda. 4.4.2007 14:00 Hótaði afgreiðslukonu með hamri Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað. 4.4.2007 13:53 Sex fíkniefnamál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt að því er kemur fram í frétt frá lögreglunni. Um miðnætti hafði lögregla afskipti af þremur mönnum á þrítugsaldri í þremur aðskildum málum en í fórum þeirra fundust fíkniefni sem talið er að sé marijúana. 4.4.2007 13:36 Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. 4.4.2007 13:30 Íranar ætla að sleppa breskum sjóliðum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti í ávarpi í dag að Íranar myndu sleppa bresku sjóliðunum fimmtán sem þeir hafa haft í haldi og það væri gjöf til Bretlands. 4.4.2007 13:16 Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. 4.4.2007 13:15 Könnun gefur til kynna miklar breytingar á pólitísku landslagi nyrðra Fréttastofan heldur áfram kosningahringferð sinni um landið og blæs í kvöld til fundar með oddvitum allra flokka sem lagt hafa fram framboðslista í Norðausturkjördæmi. 4.4.2007 13:00 Millilandaflug eyskt um 10 prósent á fyrsta ársfjórðungi Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fram kemur á heimasíðu Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli að flugvélum í almennu flugi hafi fjölgað um 15 prósent en viðkoma herflugvéla hefur minnkað lítillega 4.4.2007 12:45 Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. 4.4.2007 12:30 Straumurinn liggur vestur um páskana Straumurinn liggur vestur um páskahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands þar sem hátíðin Aldrei fór ég suður virðist ætla að slá öll aðsóknarmet. 4.4.2007 12:30 Hafa játað á sig árás á unglinga í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjögur ungmenni sem réðust á sextán ára dreng og fjórtán ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í gær,þar sem þau biðu eftir strætó. Þau játuðu á sig árásina. 4.4.2007 12:15 Tafir á umferð við Oddskarðsgöng vegna skemmda á hurðum Vegagerðin bendir á að vegna skemmda á hurðum við Oddskarðsgöng verða tafir þar á umferð vegna viðgerða. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi. 4.4.2007 12:09 Skoða verður óvenju mikla íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði Íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði var sjötíu prósentum meiri en í mánuðunum á undan og munar um 130 manns. Formaður Hags Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöld verði að skoða betur hvað þarna gerðist. Samtökin ætla að ákveða síðar í dag hvort álverskosningin verður kærð. 4.4.2007 12:04 Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. 4.4.2007 12:01 Horfur á að maður lifi af hnífstunguárás Horfur eru á að karlmaður á fimmtugsaldri, sem var stunginn lífshættulegri stungu í brjóstið með eldhúshnífi á heimili við Hátún í Reykjavík í gærkvöldi, lifi árásina af. 4.4.2007 12:00 Tíu hafa áhuga á hlut ríkisins í HS Tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í ríflega 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en frestur til að bjóða í hlutinn rann út á mánudaginn. 4.4.2007 11:47 Kaupmannahafnarlögreglan skráir klíkur Skrá yfir klíkufélaga, nafnlausar ábendingar til lögreglu og bann við akstri á veitingahúsagötum Kaupmannahafnar á næturnar er meðal hugmynda sem dómsmálayfirvöld í Danmörku eru að skoða til þess að reyna að stöðva uppgang klíkna í borginni. 4.4.2007 11:34 Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna. 4.4.2007 11:32 Sendi páskaegg til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í útlöndum fengu send páskaegg frá Íslandspósti nú fyrir páskana. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að 20 egg hafi verið send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og komust þau örugglega í hendur viðtakenda. 4.4.2007 11:12 Skemmtistaðir mega vera opnir aðfaranótt páskadags Veitinga- og skemmtistöðum er heimilt að hafa opið til klukkan þrjú í nótt eða hálfsex eftir atvikum en hins vegar má aðeins vera opið til miðnættis annað kvöld. 4.4.2007 11:02 Sex þúsund fleiri karlar en konur í landinu Alls voru nærri 310 þúsund íbúar í landinu þann 1. apríl síðastliðinn samkvæmt áætlunum Hagstofu Íslands. Hefur þeim því fjölgað um rúmlega tvö þúsund frá áramótum en þá voru þeir nærri 308 þúsund. 158 þúsund karlar eru í landinu 152 þúsund konur. 4.4.2007 10:50 Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni. 4.4.2007 10:42 Samfarir í 12 ára bekk Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára. 4.4.2007 10:41 Bjóða fyrrum nýlendum óheftan aðgang Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í morgun að það ætlaði sér að bjóða öllum fyrrum nýlendum Evrópu óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aðlögunartímabil verða þó á hrísgrjónum og sykri. Flestar útflutningsvörur nærri 80 Afríku- og Kyrrahafsríkja eru ekki tollbundnar og komast án álagningar inn á Evrópumarkað. 4.4.2007 10:30 Fluttir á sjúkrahús eftir veltu á Vatnsleysustrandarvegi Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll valt á Vatnsleysustrandarvegi skammt austan við Voga um klukkan 20 í gærkvöld. 4.4.2007 10:23 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að myrða fatlaðan son sinn Fullorðin áströlsk hjón sem myrtu alvarlega fatlaðan son sinn til þess að binda enda á þjáningar hans komust hjá fangelsisdómi í dag þegar að dómari ákvað að þau hefðu þjáðst nóg. Margaret, 60 ára, og Raymond Sutton, 63 ára, lýstu sig sek fyrir að hafa árið 2001 myrt 28 ára son sinn Matthew. Hann var blindur frá fæðingu, var með skerta heilastarfsemi og sá fram á aðgerð sem að hefði gert hann heyrnarlausan og skert hann bragðskyni. 4.4.2007 10:07 Einn síðasti aðstoðarmaður Hitlers látinn Barón Bernd Freytag von Loringhoven einn af aðstoðarmönnum Adolfs Hitlers í byrgi hans í Berlín lést 27. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldan kaus að skýra ekki frá andláti hans fyrr en nú. Loringhoven, sem var 93 ára gamall var einn af síðustu eftirlifandi aðstoðarmönnum Hitlers, frá lokum heimsstyrjaldarinnar. 4.4.2007 09:58 Nýskráðum bílum fækkar um 40 prósent í janúar og febrúar Samdráttur varð á nýskráningu bíla um nærri 40 prósent á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt Hagvísum Hagstofu Íslands. 4.4.2007 09:50 Landsframleiðsla jókst mun minna í fyrra en árin tvö á undan Landsframleiðsla á síðasta ári var rúmir 1.140 milljarðar í fyrra samkvæmt áætlunum Hagstofunnar og jókst að raungildi um 2,6 prósent frá fyrra ári. Aukningin er minni en en verið hefur undanfarin tvö ár en vöxturinn nam yfir sjö prósentum bæði 2004 og 2005. 4.4.2007 09:37 Gistinóttum fjölgaði um 14% í febrúar Gistinóttum á hótelum í febrúar síðastliðnum fjölgaði um 14 prósent. Í ár voru þær um 63.500 en voru 55.900 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 7.600 nætur. Þá fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem þeim fækkaði um 9 prósent, úr 5.600 í 5.100. 4.4.2007 09:15 Með minna en 65 krónur á tímann Stéttarfélag í Kína staðhæfir að skyndibitakeðjurnar McDonalds, Pizza Hut og KFC hafi brotið lög um lágmarkslaun í Kína. Í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína kom fram að keðjurnar hefðu borgað minna en lágmarkslaun til starfsmanna sinna en lágmarkslaun þar eru tæpar 65 íslenskar krónur á tímann. 4.4.2007 09:12 Spá miklum fjölda fellibylja Sérfræðingar spá miklum fjölda fellibylja á komandi tímabili, en nú þegar eru fyrirséðir 17 stormar sem hefur verið gefið nafn. Talið er að níu þeirra verði að fellibyljum. Fellibyljatímabilið í ár stendur yfir frá byrjun júní til loka nóvembermánaðar. Veðurfræðingar við Colorado State háskólann segja að á síðasta ári hafi sérfræðingar spáð fyrir um fleiri storma en raun varð, segir á fréttavef BBC. Árið 2005 var hins vegar metár fellibylja í Ameríku, með 15 sterkum fellibyljum, þar á meðal Katrinu sem gjöreyðilagði meirihluta New Orleans. 3.4.2007 23:13 Rauðar kindur auðga tilveru ökumanna Skoskur bóndi hefur litað 54 kindur sínar rauðar í því augnamiði að auðga útsýni ökumanna sem lenda í umferðarteppu á nærliggjandi hraðbraut. Andrew Jack er bóndi við M8 hraðbrautina í Vestur Lothian. Hann sagði í viðtali við dagblaðið the Schotsman að kindurnar vektu verðskuldaða athygli. 3.4.2007 21:06 Óttaðist um líf sitt Rúmlega tvítugur maður sem bundinn er við hjólastól segist hafa óttast um líf sitt þegar ráðist var á hann um kvöldmatarleytið síðastliðið sunnudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að stórauka þurfi öryggisgæslu í miðbænum alla daga því enginn sé óhultur. 3.4.2007 19:12 Heimsmet í hraða járnbrautarlestar Heimsmet var slegið í Frakklandi í dag þegar járnbrautarlest af hefðbundinni gerð var ekið eftir teinum sínum á 574,8 km hraða á klukkustund. Þrír vagnar og tvær eimreiðar mynduðu lestina en kraftur véla þeirra hafði verið sérstaklega aukinn og vagnhjólin stækkuð. 3.4.2007 19:10 Mikil fákeppni á íslenskum farsímamarkaði Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið. 3.4.2007 19:04 Óttast neyðarástand á Salómonseyjum Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans. 3.4.2007 19:03 Sjá næstu 50 fréttir
Fór fram á sex vikna gæsluvarðhald yfir hnífamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á það að maðurinn sem stakk annan mann með eldhúshnífi í húsi við Hátún í gærkvöld yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald í sex vikur. Að sögn lögreglu hefur maðurinn játað að hafa stungið fórnarlamb sitt en lítið er um skýringar á því háttarlagi. 4.4.2007 15:54
Sjóliðar fluttir heim í dag Bresk stjórnvöld fögnuðu í dag þeirri ákvörðun íranskra yfirvalda að sleppa fimmtán breskum sjóliðum sem verið hafa í haldi í Íran frá 23. mars. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti um það á fréttamannafundi í dag að sjóliðunum yrði sleppt og að farið yrði með þá á flugvöllin í Teheran í dag og þeim flogið heim. 4.4.2007 15:27
Ríkið selur hlut sinn í Baðfélagi Mývatnssveitar Iðnaðarráðherra hefur falið einkavæðingarnefnd að annast sölu á 16 prósenta hlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu er nafnvirði hlutarins er 20 milljónir króna. 4.4.2007 15:06
Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði Norræna er nú að leggjast að Strandarbakka á Seyðisfirði eftir að skipið slitnaði frá bryggjunni í óveðri í nótt. Fram kemur í tilkynningu að fragt og faþegar verði nú teknir um borð en áætlað er að ferjan fari frá Seyðisfirði undir kvöld. 4.4.2007 14:55
Icelandair fellst á tilmæli talsmanns neytenda Icelandair hefur fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að nefna ekki hluta heildarverðs „gjöld" nema um sé að ræða annaðhvort valkvæða aukaþjónustu fyrir flugfarþega eða gjöld sem skylt er að greiða í hlutfalli við fjölda farþega. 4.4.2007 14:47
Forsetinn heimsótti Harvard og MIT Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær gestur við Harvard-háskóla þar sem hann flutti fyrirlestur í boði hins virta prófessors Michaels Porter sem þekktur er fyrir rannsóknir sínar á samkeppnishæfni þjóða. Í dag heimsótti hann svo MIT, tækniháskólann í Boston í Massachusetts. 4.4.2007 14:22
Þú þarna í rauðu peysunni Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun. 4.4.2007 14:21
Páskakvíga í Húsdýragarðinum Sannkallaður páskaglaðningur leit dagsins ljós í Húsdýragarðinum í nótt þegar kýrin Branda bar myndarlegri kvígu. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Húsdýragarðinum er faðirinn tuddinn Týr sem einnig býr í garðinum en hann er afkvæmi hins landsþekkta Guttorms sem lengi gladdi gesti Húsdýragarðsins. 4.4.2007 14:09
15 ára fangelsi fyrir að skrifa Fogh Rasmussen Saksóknari í Tyrklandi hefur krafist allt að 15 ára fangelsis yfir 53 borgarstjórum sem skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur bréf árið 2005. Í bréfinu báðu þeir Rasmussen um að hlífa kúrdisku sjónvarpsstöðinni Roj-TV sem sendir út á kúrdisku, frá Kaupmannahöfn. Stöðin nær meðal annars til Þýskalands, þar sem býr mikill fjöldi Kúrda. 4.4.2007 14:00
Hótaði afgreiðslukonu með hamri Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað. 4.4.2007 13:53
Sex fíkniefnamál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt að því er kemur fram í frétt frá lögreglunni. Um miðnætti hafði lögregla afskipti af þremur mönnum á þrítugsaldri í þremur aðskildum málum en í fórum þeirra fundust fíkniefni sem talið er að sé marijúana. 4.4.2007 13:36
Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. 4.4.2007 13:30
Íranar ætla að sleppa breskum sjóliðum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti í ávarpi í dag að Íranar myndu sleppa bresku sjóliðunum fimmtán sem þeir hafa haft í haldi og það væri gjöf til Bretlands. 4.4.2007 13:16
Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. 4.4.2007 13:15
Könnun gefur til kynna miklar breytingar á pólitísku landslagi nyrðra Fréttastofan heldur áfram kosningahringferð sinni um landið og blæs í kvöld til fundar með oddvitum allra flokka sem lagt hafa fram framboðslista í Norðausturkjördæmi. 4.4.2007 13:00
Millilandaflug eyskt um 10 prósent á fyrsta ársfjórðungi Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fram kemur á heimasíðu Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli að flugvélum í almennu flugi hafi fjölgað um 15 prósent en viðkoma herflugvéla hefur minnkað lítillega 4.4.2007 12:45
Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. 4.4.2007 12:30
Straumurinn liggur vestur um páskana Straumurinn liggur vestur um páskahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands þar sem hátíðin Aldrei fór ég suður virðist ætla að slá öll aðsóknarmet. 4.4.2007 12:30
Hafa játað á sig árás á unglinga í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjögur ungmenni sem réðust á sextán ára dreng og fjórtán ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í gær,þar sem þau biðu eftir strætó. Þau játuðu á sig árásina. 4.4.2007 12:15
Tafir á umferð við Oddskarðsgöng vegna skemmda á hurðum Vegagerðin bendir á að vegna skemmda á hurðum við Oddskarðsgöng verða tafir þar á umferð vegna viðgerða. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi. 4.4.2007 12:09
Skoða verður óvenju mikla íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði Íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði var sjötíu prósentum meiri en í mánuðunum á undan og munar um 130 manns. Formaður Hags Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöld verði að skoða betur hvað þarna gerðist. Samtökin ætla að ákveða síðar í dag hvort álverskosningin verður kærð. 4.4.2007 12:04
Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. 4.4.2007 12:01
Horfur á að maður lifi af hnífstunguárás Horfur eru á að karlmaður á fimmtugsaldri, sem var stunginn lífshættulegri stungu í brjóstið með eldhúshnífi á heimili við Hátún í Reykjavík í gærkvöldi, lifi árásina af. 4.4.2007 12:00
Tíu hafa áhuga á hlut ríkisins í HS Tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í ríflega 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en frestur til að bjóða í hlutinn rann út á mánudaginn. 4.4.2007 11:47
Kaupmannahafnarlögreglan skráir klíkur Skrá yfir klíkufélaga, nafnlausar ábendingar til lögreglu og bann við akstri á veitingahúsagötum Kaupmannahafnar á næturnar er meðal hugmynda sem dómsmálayfirvöld í Danmörku eru að skoða til þess að reyna að stöðva uppgang klíkna í borginni. 4.4.2007 11:34
Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna. 4.4.2007 11:32
Sendi páskaegg til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í útlöndum fengu send páskaegg frá Íslandspósti nú fyrir páskana. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að 20 egg hafi verið send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og komust þau örugglega í hendur viðtakenda. 4.4.2007 11:12
Skemmtistaðir mega vera opnir aðfaranótt páskadags Veitinga- og skemmtistöðum er heimilt að hafa opið til klukkan þrjú í nótt eða hálfsex eftir atvikum en hins vegar má aðeins vera opið til miðnættis annað kvöld. 4.4.2007 11:02
Sex þúsund fleiri karlar en konur í landinu Alls voru nærri 310 þúsund íbúar í landinu þann 1. apríl síðastliðinn samkvæmt áætlunum Hagstofu Íslands. Hefur þeim því fjölgað um rúmlega tvö þúsund frá áramótum en þá voru þeir nærri 308 þúsund. 158 þúsund karlar eru í landinu 152 þúsund konur. 4.4.2007 10:50
Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni. 4.4.2007 10:42
Samfarir í 12 ára bekk Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára. 4.4.2007 10:41
Bjóða fyrrum nýlendum óheftan aðgang Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í morgun að það ætlaði sér að bjóða öllum fyrrum nýlendum Evrópu óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aðlögunartímabil verða þó á hrísgrjónum og sykri. Flestar útflutningsvörur nærri 80 Afríku- og Kyrrahafsríkja eru ekki tollbundnar og komast án álagningar inn á Evrópumarkað. 4.4.2007 10:30
Fluttir á sjúkrahús eftir veltu á Vatnsleysustrandarvegi Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll valt á Vatnsleysustrandarvegi skammt austan við Voga um klukkan 20 í gærkvöld. 4.4.2007 10:23
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að myrða fatlaðan son sinn Fullorðin áströlsk hjón sem myrtu alvarlega fatlaðan son sinn til þess að binda enda á þjáningar hans komust hjá fangelsisdómi í dag þegar að dómari ákvað að þau hefðu þjáðst nóg. Margaret, 60 ára, og Raymond Sutton, 63 ára, lýstu sig sek fyrir að hafa árið 2001 myrt 28 ára son sinn Matthew. Hann var blindur frá fæðingu, var með skerta heilastarfsemi og sá fram á aðgerð sem að hefði gert hann heyrnarlausan og skert hann bragðskyni. 4.4.2007 10:07
Einn síðasti aðstoðarmaður Hitlers látinn Barón Bernd Freytag von Loringhoven einn af aðstoðarmönnum Adolfs Hitlers í byrgi hans í Berlín lést 27. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldan kaus að skýra ekki frá andláti hans fyrr en nú. Loringhoven, sem var 93 ára gamall var einn af síðustu eftirlifandi aðstoðarmönnum Hitlers, frá lokum heimsstyrjaldarinnar. 4.4.2007 09:58
Nýskráðum bílum fækkar um 40 prósent í janúar og febrúar Samdráttur varð á nýskráningu bíla um nærri 40 prósent á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt Hagvísum Hagstofu Íslands. 4.4.2007 09:50
Landsframleiðsla jókst mun minna í fyrra en árin tvö á undan Landsframleiðsla á síðasta ári var rúmir 1.140 milljarðar í fyrra samkvæmt áætlunum Hagstofunnar og jókst að raungildi um 2,6 prósent frá fyrra ári. Aukningin er minni en en verið hefur undanfarin tvö ár en vöxturinn nam yfir sjö prósentum bæði 2004 og 2005. 4.4.2007 09:37
Gistinóttum fjölgaði um 14% í febrúar Gistinóttum á hótelum í febrúar síðastliðnum fjölgaði um 14 prósent. Í ár voru þær um 63.500 en voru 55.900 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 7.600 nætur. Þá fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem þeim fækkaði um 9 prósent, úr 5.600 í 5.100. 4.4.2007 09:15
Með minna en 65 krónur á tímann Stéttarfélag í Kína staðhæfir að skyndibitakeðjurnar McDonalds, Pizza Hut og KFC hafi brotið lög um lágmarkslaun í Kína. Í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína kom fram að keðjurnar hefðu borgað minna en lágmarkslaun til starfsmanna sinna en lágmarkslaun þar eru tæpar 65 íslenskar krónur á tímann. 4.4.2007 09:12
Spá miklum fjölda fellibylja Sérfræðingar spá miklum fjölda fellibylja á komandi tímabili, en nú þegar eru fyrirséðir 17 stormar sem hefur verið gefið nafn. Talið er að níu þeirra verði að fellibyljum. Fellibyljatímabilið í ár stendur yfir frá byrjun júní til loka nóvembermánaðar. Veðurfræðingar við Colorado State háskólann segja að á síðasta ári hafi sérfræðingar spáð fyrir um fleiri storma en raun varð, segir á fréttavef BBC. Árið 2005 var hins vegar metár fellibylja í Ameríku, með 15 sterkum fellibyljum, þar á meðal Katrinu sem gjöreyðilagði meirihluta New Orleans. 3.4.2007 23:13
Rauðar kindur auðga tilveru ökumanna Skoskur bóndi hefur litað 54 kindur sínar rauðar í því augnamiði að auðga útsýni ökumanna sem lenda í umferðarteppu á nærliggjandi hraðbraut. Andrew Jack er bóndi við M8 hraðbrautina í Vestur Lothian. Hann sagði í viðtali við dagblaðið the Schotsman að kindurnar vektu verðskuldaða athygli. 3.4.2007 21:06
Óttaðist um líf sitt Rúmlega tvítugur maður sem bundinn er við hjólastól segist hafa óttast um líf sitt þegar ráðist var á hann um kvöldmatarleytið síðastliðið sunnudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að stórauka þurfi öryggisgæslu í miðbænum alla daga því enginn sé óhultur. 3.4.2007 19:12
Heimsmet í hraða járnbrautarlestar Heimsmet var slegið í Frakklandi í dag þegar járnbrautarlest af hefðbundinni gerð var ekið eftir teinum sínum á 574,8 km hraða á klukkustund. Þrír vagnar og tvær eimreiðar mynduðu lestina en kraftur véla þeirra hafði verið sérstaklega aukinn og vagnhjólin stækkuð. 3.4.2007 19:10
Mikil fákeppni á íslenskum farsímamarkaði Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið. 3.4.2007 19:04
Óttast neyðarástand á Salómonseyjum Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans. 3.4.2007 19:03