Innlent

Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði

MYND/Magnús Jónasson

Norræna er nú að leggjast að Strandarbakka á Seyðisfirði eftir að skipið slitnaði frá bryggjunni í óveðri í nótt. Fram kemur í tilkynningu að fragt og faþegar verði nú teknir um borð en áætlað er að ferjan fari frá Seyðisfirði undir kvöld.

Litlu munaði að illa færi þegar ferjan slitnaði frá bryggjunni í nótt og rak nokkur hundruð metra út á fjörðinn. Hins vegar tókst áhöfninni að ræsa aðalvélar og snúa skipinu upp í veðrið. Því var síðan silgt út á fjörðinn þar sem beðið var betra veðurs.

Um 200 farþegar voru um borð og áhöfnin telur nokkra tugi en enginn var í hættu eftir að vélin fór í gang. Engar skemmdir urðu á bryggjumannvirkjum þrátt fyri mikil átök og ekki er vitað til að neinar skemmdir hafi orðið um borð nema hvað landfestarnar eru allar skemmdar eða ónýtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×