Innlent

Fór fram á sex vikna gæsluvarðhald yfir hnífamanni

MYND/Guðmundur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á það að maðurinn sem stakk annan mann með eldhúshnífi í húsi við Hátún í gærkvöld yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald í sex vikur. Að sögn lögreglu hefur maðurinn játað að hafa stungið fórnarlamb sitt en lítið er um skýringar á því háttarlagi.

Mennirnir sátu að sumbli ásamt þremur öðrum í húsinu þegar eitthvað slettist upp á vinskapinn og sótti árásarmaðurinn hníf og stakk hinn án frekari orðalenginga.

 Maðurinn, sem var stunginn, var fluttur í skyndingu á slysadeild þar sem læknum tókst að stöðva blæðingar en hann hafði misst mikið blóð þegar þangað var komið. Líðan hans er þannig að hann er að líkindum úr lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×