Innlent

Nýskráðum bílum fækkar um 40 prósent í janúar og febrúar

MYND/GVA

Samdráttur varð á nýskráningu bíla um nærri 40 prósent á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt Hagvísum Hagstofu Íslands.

Ríflega 2600 nýir bílar voru skráðir í landinu í janúar og febrúar í ár en hins vegar voru þeir rúmlega 4200 í sömu mánuðum í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði, til loka febrúar, voru nýskráningar bíla tæplega 21.500 en það er nærri fimmtungs samdráttur frá fyrra tólf mánaða tímabili.

Hins vegar jókst innlend greiðslukortavelta heimilanna í mánuðunum tveimur um 11 prósent frá janúar og febrúar í fyrra. Þar jókst kreditkortavelta mun meira heldur en debetkortavelta, eða um 17 prósent á móti fjórum og hálfu prósenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×