Fleiri fréttir

Hafa játað á sig árás á unglinga í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjögur ungmenni sem réðust á sextán ára dreng og fjórtán ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í gær,þar sem þau biðu eftir strætó. Þau játuðu á sig árásina.

Skoða verður óvenju mikla íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði

Íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði var sjötíu prósentum meiri en í mánuðunum á undan og munar um 130 manns. Formaður Hags Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöld verði að skoða betur hvað þarna gerðist. Samtökin ætla að ákveða síðar í dag hvort álverskosningin verður kærð.

Friðsöm mótmæli í Kænugarði

Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum.

Horfur á að maður lifi af hnífstunguárás

Horfur eru á að karlmaður á fimmtugsaldri, sem var stunginn lífshættulegri stungu í brjóstið með eldhúshnífi á heimili við Hátún í Reykjavík í gærkvöldi, lifi árásina af.

Tíu hafa áhuga á hlut ríkisins í HS

Tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í ríflega 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en frestur til að bjóða í hlutinn rann út á mánudaginn.

Kaupmannahafnarlögreglan skráir klíkur

Skrá yfir klíkufélaga, nafnlausar ábendingar til lögreglu og bann við akstri á veitingahúsagötum Kaupmannahafnar á næturnar er meðal hugmynda sem dómsmálayfirvöld í Danmörku eru að skoða til þess að reyna að stöðva uppgang klíkna í borginni.

Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna.

Sendi páskaegg til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í útlöndum fengu send páskaegg frá Íslandspósti nú fyrir páskana. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að 20 egg hafi verið send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og komust þau örugglega í hendur viðtakenda.

Sex þúsund fleiri karlar en konur í landinu

Alls voru nærri 310 þúsund íbúar í landinu þann 1. apríl síðastliðinn samkvæmt áætlunum Hagstofu Íslands. Hefur þeim því fjölgað um rúmlega tvö þúsund frá áramótum en þá voru þeir nærri 308 þúsund. 158 þúsund karlar eru í landinu 152 þúsund konur.

Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB

Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni.

Samfarir í 12 ára bekk

Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára.

Bjóða fyrrum nýlendum óheftan aðgang

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í morgun að það ætlaði sér að bjóða öllum fyrrum nýlendum Evrópu óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aðlögunartímabil verða þó á hrísgrjónum og sykri. Flestar útflutningsvörur nærri 80 Afríku- og Kyrrahafsríkja eru ekki tollbundnar og komast án álagningar inn á Evrópumarkað.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að myrða fatlaðan son sinn

Fullorðin áströlsk hjón sem myrtu alvarlega fatlaðan son sinn til þess að binda enda á þjáningar hans komust hjá fangelsisdómi í dag þegar að dómari ákvað að þau hefðu þjáðst nóg. Margaret, 60 ára, og Raymond Sutton, 63 ára, lýstu sig sek fyrir að hafa árið 2001 myrt 28 ára son sinn Matthew. Hann var blindur frá fæðingu, var með skerta heilastarfsemi og sá fram á aðgerð sem að hefði gert hann heyrnarlausan og skert hann bragðskyni.

Einn síðasti aðstoðarmaður Hitlers látinn

Barón Bernd Freytag von Loringhoven einn af aðstoðarmönnum Adolfs Hitlers í byrgi hans í Berlín lést 27. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldan kaus að skýra ekki frá andláti hans fyrr en nú. Loringhoven, sem var 93 ára gamall var einn af síðustu eftirlifandi aðstoðarmönnum Hitlers, frá lokum heimsstyrjaldarinnar.

Landsframleiðsla jókst mun minna í fyrra en árin tvö á undan

Landsframleiðsla á síðasta ári var rúmir 1.140 milljarðar í fyrra samkvæmt áætlunum Hagstofunnar og jókst að raungildi um 2,6 prósent frá fyrra ári. Aukningin er minni en en verið hefur undanfarin tvö ár en vöxturinn nam yfir sjö prósentum bæði 2004 og 2005.

Gistinóttum fjölgaði um 14% í febrúar

Gistinóttum á hótelum í febrúar síðastliðnum fjölgaði um 14 prósent. Í ár voru þær um 63.500 en voru 55.900 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 7.600 nætur. Þá fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem þeim fækkaði um 9 prósent, úr 5.600 í 5.100.

Með minna en 65 krónur á tímann

Stéttarfélag í Kína staðhæfir að skyndibitakeðjurnar McDonalds, Pizza Hut og KFC hafi brotið lög um lágmarkslaun í Kína. Í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína kom fram að keðjurnar hefðu borgað minna en lágmarkslaun til starfsmanna sinna en lágmarkslaun þar eru tæpar 65 íslenskar krónur á tímann.

Spá miklum fjölda fellibylja

Sérfræðingar spá miklum fjölda fellibylja á komandi tímabili, en nú þegar eru fyrirséðir 17 stormar sem hefur verið gefið nafn. Talið er að níu þeirra verði að fellibyljum. Fellibyljatímabilið í ár stendur yfir frá byrjun júní til loka nóvembermánaðar. Veðurfræðingar við Colorado State háskólann segja að á síðasta ári hafi sérfræðingar spáð fyrir um fleiri storma en raun varð, segir á fréttavef BBC. Árið 2005 var hins vegar metár fellibylja í Ameríku, með 15 sterkum fellibyljum, þar á meðal Katrinu sem gjöreyðilagði meirihluta New Orleans.

Rauðar kindur auðga tilveru ökumanna

Skoskur bóndi hefur litað 54 kindur sínar rauðar í því augnamiði að auðga útsýni ökumanna sem lenda í umferðarteppu á nærliggjandi hraðbraut. Andrew Jack er bóndi við M8 hraðbrautina í Vestur Lothian. Hann sagði í viðtali við dagblaðið the Schotsman að kindurnar vektu verðskuldaða athygli.

Óttaðist um líf sitt

Rúmlega tvítugur maður sem bundinn er við hjólastól segist hafa óttast um líf sitt þegar ráðist var á hann um kvöldmatarleytið síðastliðið sunnudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að stórauka þurfi öryggisgæslu í miðbænum alla daga því enginn sé óhultur.

Heimsmet í hraða járnbrautarlestar

Heimsmet var slegið í Frakklandi í dag þegar járnbrautarlest af hefðbundinni gerð var ekið eftir teinum sínum á 574,8 km hraða á klukkustund. Þrír vagnar og tvær eimreiðar mynduðu lestina en kraftur véla þeirra hafði verið sérstaklega aukinn og vagnhjólin stækkuð.

Mikil fákeppni á íslenskum farsímamarkaði

Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið.

Óttast neyðarástand á Salómonseyjum

Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans.

Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg

Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans.

30 milljónir plastpoka urðaðir á ári

San Fransiscoborg hefur nýlega bannað plastpoka í stórmörkuðum. Engin áform eru um slíkt á Íslandi, jafnvel þótt Íslendingar noti gríðarlegan fjölda af þeim á hverju ári.

Ríflega 66 prósenta fjölgun hótelherbergja í Reykjavík

Framboð á hótelrými í Reykjavík hefur aukist um 66 prósent á síðustu fimm árum og ferðamönnum til landsins heldur áfram að fjölga. Erfitt getur reynst að fá flugferðir til útlanda á mestu annatímunum, þótt framboð þeirra hafi verið aukið og flugfélögin bætt við sig fjölmörgum nýjum áfangastöðum.

Kennarar meiri þátttakendur í einelti en nemendur

Kennarar eiga meiri þátt í einelti gagnvart börnum en nemendur samkvæmt nýrri könnun. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir niðurstöðurnar sláandi en þó komi þær ekki algjörlega á óvart. Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri lagði ýmsar spurningar fyrir grunnskólabörn á Akureyri þar sem einelti var meðal annars kannað.

Visir.is og mbl.is á topp 100 á Norðurlöndum

Fréttamiðlarnir visir.is og mbl.is eru einu íslensku vefirnir sem komast inn á listann Topp-100 Nordic Internet Index. Listinn er birtur vikulega yfir mest sóttu vefi á Norðurlöndum. Íslensku vefirnir eru hlið við hlið í 91. og 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Modernus, teljari.is.

Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til 23. apríl

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni til 23. apríl eða þar til dómur gengur í málum hans. Manninum er gefið að sök að hafa á tveggja mánaða tímabili, frá 30. nóvember 2006 til 30. janúar 2007, framið fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot auk fíkniefna- og umferðarlagabrota.

Rosalega dýr bleyja

Kona sem var á leið frá Dusseldorf, í Þýskalandi, til Kosovo ásamt þriggja mánaða barni sínu var handtekin þegar öryggisverðir á flugvellinum fundu 100 þúsund evrur í bleyju barnsins. Í ljós kom að peningarnir komu frá gjaldþrota fyrirtæki sem ættingi móðurinnar átti, og hún var að reyna að smygla þeim úr landi.

Stórfellt smygl á fólki til Norðurlanda

Þýska lögreglan handtók í dag níu Íraka sem eru grunaðir um að hafa smyglað fólki til Danmerkur og Svíþjóðar. Talið er að mennirnir hafi smyglað um eitthundrað Írökum til þessara landa. Smyglararnir höfðu höfuðstöðvar í Þýskalandi, þar sem þeir sjálfir höfðu sótt um hæli sem flóttamenn.

Verðlækkanir í lágvöruverslunum í samræmi við skattalækkanir

Verðlækkanir í lágvöruverðsverslunarkeðjum í tengslum við lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars voru í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á tilætluðum áhrifum aðgerðanna. Þetta leiða fyrstu niðurstöður úr viðamiklum verðmælingum verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum á tímabilinu í ljós.

Samið um að vakta lífríki Þingvallavatns

Samið hefur verið um vöktun á lífríki Þingvallavatns til þess að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta eins og nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar og vegagerðar.

Ók um ölvuð með barn sitt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af konu á fertugsaldri sem tekin var fyrir ölvunarakstur í gærmorgun. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á leikskólaaldri.

Bang Gang gefur út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum

Hljómsveitin Bang Gang gaf í dag út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum þegar Something Wrong leit dagsins ljós í bandarískum plötubúðum. Í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu From Nowhere Records, sem gefur plötuna út, segir að hljómsveitin og fyrirtækið hafi undanfarna mánuði kynnt sig í Bandaríkjunum og vakið töluverða athygli.

Hommafælinn biskup undir lögregluvernd

Ítalskur biskup er undir lögregluvernd eftir að hafa líkt samkynhneigð við blóðskömm og barnaníðslu. Viðbrögð við orðum hans voru meðal annars þau að einhver málaði með úðabrúsa á dyrnar á kirkju hans; Skömm sé þér Bagnasco. Angelo Bagnasco, erkibiskup hefur verið opinskár í fordæmingu sinni á samkynhneigð. Kirkja hans er dómkirkjan í Genúa.

Kínverjar kynna nýjan tungl-jeppa

Kínverskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð nýs tunglrannsóknarbúnaðs sem þeir hafa hannað. Um er ræða svokallaðan tungljeppa á sex hjólum sem ætlað er að keyra um tunglið og safna gögnum.

Mamma leysti vandann

Dönsk kona sem var á ferð í Þýskalandi ásamt 15 ára gömlum syni sínum dó ekki ráðalaus þegar sonurinn læsti sig inn í bílnum og neitaði að opna. Konan hafði stoppað við stórmarkað og farið þar inn til að versla. Danir skreppa mikið yfir landamærin til þess að ná sér í ódýrar vörur.

Sjá næstu 50 fréttir