Fleiri fréttir Sýn tryggir sér Formúluna Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 kappakstrinum. Sýningarrétturinn er til þriggja ára. Sýn byrjar útsendingar á Formúlunni með mótaröðinni sem hefst í ársbyrjun 2008 og stendur til loka ársins 2010. 20.3.2007 16:00 Ísraelar hunsa Norðmann Ísraelar hafa aflýst öllum fundum með Raymond Johansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins. Johansen er í Miðausturlöndum og átti í gær fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas í þjóðstjórn Palestínumanna. Hann átti að hitta ísraelska ráðamenn í dag, en þeim fundum var aflýst. 20.3.2007 15:36 Nokkuð um minniháttar slys í gær Þrjár konur á níræðisaldri voru fluttar undir læknishendur í Reykjavík í gær. Tvær þeirra duttu í hálku og voru fluttar á slysadeild. Sú þriðja datt í Kringlunni. Þá skarst maður á tíræðisaldri á höfði þegar hann féll í Austurveri og þurfti læknisaðstoð. Fimm ára drengur rann á tré á skíðum í Fossvogi í gær. Hann var með hjálm en fékk stóra kúlu á ennið. 20.3.2007 15:24 Lélegur brandari Tuttugu og níu ára gamall Kaupmannahafnarbúi hefur verið dæmdur í tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að segja að hann væri með skammbyssu. Það þótti lélegur brandari á Kastrup flugvelli, þar sem maðurinn var að fara um borð í flugvél til útlanda. 20.3.2007 15:20 Varðskip á leið til bjargar fiskiskipi Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið suður fyrir Reykjanessskaga til að draga vélarvana fiskiskip í land. Gæslunni var tilkynnt um skipið út af Reykjanesi á þriðja tímanum í dag. Skipið er 70 tonna snurvoðabátur með fimm manna áhöfn. Það bilaði upp úr hádegi og liggur fyrir akkerum stutt frá landi. 20.3.2007 15:08 Hætta á niðurföll stíflist Búast má við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn samfara hlýindum. Hætta er á að niðurföll stíflist en þau eru mörg hver eru full af ís eftir kuldakastið síðustu daga. 20.3.2007 15:07 Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður. 20.3.2007 14:33 Íslendingar fara yngstir í klámið Börn og unglingar á Norðurlöndunum eru stórfelldir klámneytendur og íslensk börn byrja langfyrst að skoða það. Samnorræn könnun náði til ungmenna á aldrinum 12-20 ára og þriðjungur þeirra skoðar klám nánast á hverjum einasta degi. Könnunin var gerð á vegum samtakanna NIKK sem er "Nordisk institut for kvinde- og könsforskning." Drengir skoða klám meira en stúlkur. Þeir eru oftast einir og helsti tilgangur þeirra að fróa sér. Stúlkur skoða aðallega klám vegna þess að þær eru forvitnar, eða bara sér til gamans 20.3.2007 14:28 Rúta með 30 unglingum fauk útaf Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. 20.3.2007 14:19 Yfirbygging fauk af flutningabíl Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins. 20.3.2007 14:05 Kinnbeinin orsökuðu hrakfarir Kínverskur maður lét minnnka kinnbeinin í lýtaaðgerð til að eiginkonan myndi lifa lengur. Spákonur sögðu Lang Qiang að konan myndi deyja á undan honum, vegna kinnbeinanna. Lang var sannfærður um að það væri rétt þar sem konan var einstaklega óheppin, en hann ekki. 20.3.2007 14:01 Suðurlandsvegur opinn á ný - Ekkert ferðaveður enn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur. Honum var lokað á tólfta tímanum vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. Vonskuveður er víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ekki ferðaveður og versnandi færð, segir Vegagerðin. 20.3.2007 13:41 Strætó fauk út af á Kjalanesi Fimmtíu manna rúta með sjö manns innanborðs fauk út af á Kjalarnesi á ellefta tímanum í morgun. Atvikið átti sér stað rétt ofan við Hvalfjarðargöngin í snarpri vindhviðu. Farþega og ökumann sakaði ekki og engar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem er í eigu Teits Jónassonar. Fyrirtækið sér um áætlunarferðir á Kjalarnesi fyrir Strætó bs. 20.3.2007 12:46 Hjólbarðar í hættu á Akureyri Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. 20.3.2007 12:45 Semja þurfi um frestun stækkunar álvers Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins. 20.3.2007 12:21 Samherji kaupir Engey Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. 20.3.2007 12:13 Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands 20.3.2007 12:11 Fiskverð upp úr öllu valdi Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir. 20.3.2007 12:05 Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00 Flóttamannabúðir að fyllast Flóttamannabúðir sem ætlaðar eru fyrir þá sem þurft hafa að flýja frá heimilum sínum í Darfur-héraði í Súdan eru að fyllast. Þetta segja embættismenn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Meira en 80 þúsund manns hafa flúið heimili sín það sem af er ári og alls hafast um 2 milljónir manna við í flóttamannabúðum. Flestir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna sem geysað hafa milli Janjaweed hersveitanna sem eru hliðhollar stjórnvöldum og uppreisnarhópa. Minnst 200 þúsund hafa farist í átökunum. 20.3.2007 11:42 Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32 Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29 Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28 Bíræfnir súkkulaðieggjaþjófar Vörubíl fullum af Cadbury súkkulaðieggjum var stolið í Stafford-skíri í Englandi í dag. Eggin eru 70 þúsund punda virði. Þrír þjófar nörruðu bílstjóra vörubílsins til að stöðva við hraðbraut og til að stíga út úr bílnum með því að segja honum að vörur væru að detta úr bílnum. Þegar hann stökk út til að athuga málið stukku þjófarnir aftur inn í vörubílinn og brunuðu í burtu. Súkkulaðieggjaþjófarnir eru enn ófundnir. 20.3.2007 11:23 Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22 Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03 Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu. 20.3.2007 11:03 Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59 Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus). 19.3.2007 23:45 Reyndi að refsa Lampard Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu. 19.3.2007 23:10 Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið. 19.3.2007 22:59 Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir. 19.3.2007 22:36 88 ára kona skotin fimm sinnum í svefni 88 ára kona er nú á batavegi á sjúkrahúsi í Flórídaríki í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotin fimm sinnum á meðan hún var sofandi heima hjá sér. Lögreglan í Orange County er ennþá að rannsaka hvers vegna ráðist var á hana. Hún telur að skotárásin hafi ekki verið tilviljun en er enn að leita að hugsanlegu tilefni. Lögreglan hefur enn enga grunaða í málinu. 19.3.2007 22:13 Lýstu yfir sakleysi sínu Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir. 19.3.2007 22:01 78 hafa látið lífið í námuslysi 78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni. 19.3.2007 21:36 Þingmenn ætla að brjótast til valda Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins. 19.3.2007 21:08 Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51 Vilja auka völd lögreglu Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. 19.3.2007 20:32 250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45 Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44 Milljarð vantar í barnatennurnar Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs. 19.3.2007 19:26 Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist. 19.3.2007 19:25 Lyfti konum og fékk bágt fyrir Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. 19.3.2007 19:25 Segja endurreisn hafa mistekist Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003. 19.3.2007 18:45 Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. 19.3.2007 18:43 Sjá næstu 50 fréttir
Sýn tryggir sér Formúluna Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 kappakstrinum. Sýningarrétturinn er til þriggja ára. Sýn byrjar útsendingar á Formúlunni með mótaröðinni sem hefst í ársbyrjun 2008 og stendur til loka ársins 2010. 20.3.2007 16:00
Ísraelar hunsa Norðmann Ísraelar hafa aflýst öllum fundum með Raymond Johansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins. Johansen er í Miðausturlöndum og átti í gær fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas í þjóðstjórn Palestínumanna. Hann átti að hitta ísraelska ráðamenn í dag, en þeim fundum var aflýst. 20.3.2007 15:36
Nokkuð um minniháttar slys í gær Þrjár konur á níræðisaldri voru fluttar undir læknishendur í Reykjavík í gær. Tvær þeirra duttu í hálku og voru fluttar á slysadeild. Sú þriðja datt í Kringlunni. Þá skarst maður á tíræðisaldri á höfði þegar hann féll í Austurveri og þurfti læknisaðstoð. Fimm ára drengur rann á tré á skíðum í Fossvogi í gær. Hann var með hjálm en fékk stóra kúlu á ennið. 20.3.2007 15:24
Lélegur brandari Tuttugu og níu ára gamall Kaupmannahafnarbúi hefur verið dæmdur í tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að segja að hann væri með skammbyssu. Það þótti lélegur brandari á Kastrup flugvelli, þar sem maðurinn var að fara um borð í flugvél til útlanda. 20.3.2007 15:20
Varðskip á leið til bjargar fiskiskipi Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið suður fyrir Reykjanessskaga til að draga vélarvana fiskiskip í land. Gæslunni var tilkynnt um skipið út af Reykjanesi á þriðja tímanum í dag. Skipið er 70 tonna snurvoðabátur með fimm manna áhöfn. Það bilaði upp úr hádegi og liggur fyrir akkerum stutt frá landi. 20.3.2007 15:08
Hætta á niðurföll stíflist Búast má við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn samfara hlýindum. Hætta er á að niðurföll stíflist en þau eru mörg hver eru full af ís eftir kuldakastið síðustu daga. 20.3.2007 15:07
Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður. 20.3.2007 14:33
Íslendingar fara yngstir í klámið Börn og unglingar á Norðurlöndunum eru stórfelldir klámneytendur og íslensk börn byrja langfyrst að skoða það. Samnorræn könnun náði til ungmenna á aldrinum 12-20 ára og þriðjungur þeirra skoðar klám nánast á hverjum einasta degi. Könnunin var gerð á vegum samtakanna NIKK sem er "Nordisk institut for kvinde- og könsforskning." Drengir skoða klám meira en stúlkur. Þeir eru oftast einir og helsti tilgangur þeirra að fróa sér. Stúlkur skoða aðallega klám vegna þess að þær eru forvitnar, eða bara sér til gamans 20.3.2007 14:28
Rúta með 30 unglingum fauk útaf Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. 20.3.2007 14:19
Yfirbygging fauk af flutningabíl Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins. 20.3.2007 14:05
Kinnbeinin orsökuðu hrakfarir Kínverskur maður lét minnnka kinnbeinin í lýtaaðgerð til að eiginkonan myndi lifa lengur. Spákonur sögðu Lang Qiang að konan myndi deyja á undan honum, vegna kinnbeinanna. Lang var sannfærður um að það væri rétt þar sem konan var einstaklega óheppin, en hann ekki. 20.3.2007 14:01
Suðurlandsvegur opinn á ný - Ekkert ferðaveður enn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur. Honum var lokað á tólfta tímanum vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. Vonskuveður er víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ekki ferðaveður og versnandi færð, segir Vegagerðin. 20.3.2007 13:41
Strætó fauk út af á Kjalanesi Fimmtíu manna rúta með sjö manns innanborðs fauk út af á Kjalarnesi á ellefta tímanum í morgun. Atvikið átti sér stað rétt ofan við Hvalfjarðargöngin í snarpri vindhviðu. Farþega og ökumann sakaði ekki og engar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem er í eigu Teits Jónassonar. Fyrirtækið sér um áætlunarferðir á Kjalarnesi fyrir Strætó bs. 20.3.2007 12:46
Hjólbarðar í hættu á Akureyri Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. 20.3.2007 12:45
Semja þurfi um frestun stækkunar álvers Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins. 20.3.2007 12:21
Samherji kaupir Engey Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. 20.3.2007 12:13
Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands 20.3.2007 12:11
Fiskverð upp úr öllu valdi Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir. 20.3.2007 12:05
Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00
Flóttamannabúðir að fyllast Flóttamannabúðir sem ætlaðar eru fyrir þá sem þurft hafa að flýja frá heimilum sínum í Darfur-héraði í Súdan eru að fyllast. Þetta segja embættismenn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Meira en 80 þúsund manns hafa flúið heimili sín það sem af er ári og alls hafast um 2 milljónir manna við í flóttamannabúðum. Flestir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna sem geysað hafa milli Janjaweed hersveitanna sem eru hliðhollar stjórnvöldum og uppreisnarhópa. Minnst 200 þúsund hafa farist í átökunum. 20.3.2007 11:42
Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32
Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29
Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28
Bíræfnir súkkulaðieggjaþjófar Vörubíl fullum af Cadbury súkkulaðieggjum var stolið í Stafford-skíri í Englandi í dag. Eggin eru 70 þúsund punda virði. Þrír þjófar nörruðu bílstjóra vörubílsins til að stöðva við hraðbraut og til að stíga út úr bílnum með því að segja honum að vörur væru að detta úr bílnum. Þegar hann stökk út til að athuga málið stukku þjófarnir aftur inn í vörubílinn og brunuðu í burtu. Súkkulaðieggjaþjófarnir eru enn ófundnir. 20.3.2007 11:23
Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22
Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03
Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu. 20.3.2007 11:03
Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59
Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus). 19.3.2007 23:45
Reyndi að refsa Lampard Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu. 19.3.2007 23:10
Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið. 19.3.2007 22:59
Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir. 19.3.2007 22:36
88 ára kona skotin fimm sinnum í svefni 88 ára kona er nú á batavegi á sjúkrahúsi í Flórídaríki í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotin fimm sinnum á meðan hún var sofandi heima hjá sér. Lögreglan í Orange County er ennþá að rannsaka hvers vegna ráðist var á hana. Hún telur að skotárásin hafi ekki verið tilviljun en er enn að leita að hugsanlegu tilefni. Lögreglan hefur enn enga grunaða í málinu. 19.3.2007 22:13
Lýstu yfir sakleysi sínu Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir. 19.3.2007 22:01
78 hafa látið lífið í námuslysi 78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni. 19.3.2007 21:36
Þingmenn ætla að brjótast til valda Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins. 19.3.2007 21:08
Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51
Vilja auka völd lögreglu Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. 19.3.2007 20:32
250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45
Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44
Milljarð vantar í barnatennurnar Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs. 19.3.2007 19:26
Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist. 19.3.2007 19:25
Lyfti konum og fékk bágt fyrir Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. 19.3.2007 19:25
Segja endurreisn hafa mistekist Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003. 19.3.2007 18:45
Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. 19.3.2007 18:43