Fleiri fréttir

Fíkniefnamál mörg um helgina

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum.

Ramadan hengdur á morgun

Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir.

94 umferðaróhöpp um helgina

94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks.

Tíu vilja Kjalarnersbrauð

Tíu umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 15. mars s.l. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi.

Hamas gerir árás

Hinn vopnaði armur Hamas samtakanna tilkynnti í dag að það hefðu gert sína fyrstu árás á Ísrael, síðan samið var um vopnahlé í nóvember síðastliðinn. Ísraelskur verkamaður var særður alvarlega í skotárás, og vörpusprengjum skotið á ísraelska hermenn. Talsmaður Hamas sagði jafnframt að árásum yrði haldið áfram, þótt hann tilkynnti ekki formlega að vopnhlénu hefði verið einhliða aflýst.

Feginn lokum aðalmeðferðar

Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna.

Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði

Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra.

Ungt fólk borðar minni fisk

Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára.

Tveir nýliðar í landsliðinu í Spánarleiknum

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby.

Aha, þessi reykir

Reykingar geta ekki aðeins gert andlit hrukkótt og gul, heldur allan líkamann, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímariti bandarískra húðsjúkdómalækna. Samkvæmt henni hafa reykingar áhrif á húð hvar sem hún er á líkamanum, jafnvel á stöðum sem eru verndaðir fyrir sólarljósi.

Hvalreki í Ólafsfirði

Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór. Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr. Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó.

Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp

Tveir lögreluþjónar í New York hafa verið ákærðir fyrir manndráp og sá þriðji fyrir að stofna mannslífi í hættu, þegar þeir skutu óvopnaðan blökkumann til bana á brúðkaupsdegi hans. Sean Bell fór í vasa sinn til þess að ná í skilríki, þegar lögreglumennirnir hófu skothríð. Þeir skutu alls fimmtíu skotum á Bell og félaga hans, sem særðist alvarlega.

Borgin reki framhaldsskóla

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í dag að leggja til að borgin taki við rekstri eins framhaldsskóla í Reykjavík. Góð raun er að rekstri borgarinnar á grunnskólum eftir að rekstur þeirra fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Mikill áhugi er innan ráðsins á þessu tilraunaverkefni.

Banaslys á Reyðarfirði

Karlmaður lést í vinnuslysi rétt fyrir hádegi í dag við Hjallanes á Reyðarfirði. Maðurinn var starfsmaður BM Vallár og var að tengja dráttarvagn við bifreið þegar hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og lést maðurinn af áverkum þeim er hann hlaut í slysinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reyðarfirði.

Sjóðandi vatnsleki í gamla Morgunblaðshúsinu

Sjóðandi heitt vatn lak inn á loftræstikerfi í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni þar sem Háskólinn í Reykjavík rekur nú kennslustofur. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatnið niður á milliþil og náði eitthvað að fara niður um eina hæð. Kennsla var í gangi í kennslustofum þegar lekinn uppgötvaðist. Lítil truflun varð þó á kennslu þrátt fyrir störf slökkviliðsmanna.

Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni

,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér.

Danir verjast reykbanni

Danskir veitingamenn hyggjast verja um tveim milljörðum króna til þess að tryggja að viðskiptavinir þeirra geti haldið áfram að fá sér smók, þegar reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Danmörku um miðjan ágúst næstkomandi. Peningunum verður varið til þess að útbúa reykingaaðstöðu bæði innan dyra og utan.

Eldfjallagarður á Reykjanesskaga

Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman.

Samtök fyrir fólk af opinberum barnaheimilum

Á fjórða tug manna var á fundi í Laugarneskirkju í gær þar sem ákveðið var að stofna formlega samtök fólks sem var á opinberum barnaheimilum í æsku, Breiðavík og öðrum stöðum. Aðstandendur verða einnig í þessum samtökum.

Fjárhagslegur ávinningur brostinn

Samtökin Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík, segja í yfirlýsingu að fjárhagslegur ávinningur bæjarins af stækkun álversins sé brostinn.

Versta veðrið gengið yfir í bili

Holtavörðuheiði var lokuð í nótt vegna ófærðar og þurftu ökumenn því að aka Laxárdalsheiði og Heydal til að komast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Áhlaupið er nú gengið yfir landið og í hönd fer hláka með tilheyrandi vatnsaga víða um land.

Yfirheyrslur hafnar yfir meintum nauðgara

Yfirheyrslur eru hafnar yfir ungum útlendingi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi, grunuðum um að hafa nauðgað ungri konu á kvennasalerni á Hótel Sögu aðfaranótt laugardags.

Dauðskelkaður á fyrsta klassa

Farþegi með flugi British Airways var illa brugðið þegar hann vaknaði eftir blund á fyrsta farrými með lík sér við hlið. Sætið var autt þegar Paul Trinder sofnaði í fluginu á leið frá Delhi á Indlandi. Konan lést á almennu farrými stuttu eftir flugtak. Að sögn talsmanns British Airways var líkið flutt á fyrsta klassa þar sem afturhluti vélarinnar var fullsetinn.

Enn logar ófriðarbál

Þrjár bílsprengjur og tvær aðrar sprengjur hafa grandað 18 og sært 37 til viðbótar í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Í nótt verða 4 ár liðin frá innrás bandamanna í Írak. Ekkert lát virðist vera á ófriðaröldunni í landinu, þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir.

Hvessir á morgun með snjókomu og slyddu

Stíf norðanátt verður fram á daginn á austanverðu landinu með snjóéljum og víða skafrenningi, en síðdegis eða í kvöld verður vindur yfirleitt orðinn hægur víðast hvar á landinu. Á morgun snýst vindur hins vegar til hvassrar sunnanáttar áttar á vestanverðu landinu með snjókomu sem smám saman þróast yfir í slyddu og síðar rigningu.

Alveg bannað að mæta fullur á árshátíð

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni hefur verið skipaður skólameistari þar áfram til næstu fimm ára. Hann hefur sinnt starfinu frá því að fyrrverandi skólameistari fór í námsleyfi árið 2001 og var formlega skipaður haustið 2002.

Hellisheiði opnuð fyrir vel búna bíla

Hellisheiði var opnuð nú í kvöld fyrir fjórhjóladrifnum bílum en fyrr í dag þurfti að loka heiðinni vegna skafrennings og slæmrar færðar. Snjómokstursbílar eru enn á ferðinni og er reiknað með að heiðin verið orðin opin öllum bílum síðar í kvöld.

Lögregla á inni mikið frí vegna óeirða

Kostnaðurinn við óeirðirnar í Kaupmannahöfn í tengslum við niðurif Ungómshússins í byrjun mánaðarins tekur á sig ýmsar myndir ef marka má frétt á vef Politiken.

Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í dag sex ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 150 kílómetra hraða, annar á 142 kílómetra hraða og tveir á rúmlega 120 km hraða.

Réttur þriðjungur Bandaríkjamanna styður stríðið í Írak

Rétt liðlega þriðjungur Bandaríkjamanna styður hernaðinn í Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem bandaríska fréttastöðin CNN birti í dag en hún var gerð í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak ásamt stuðningsmönnum sínum og steyptu Saddam Hussein af stóli.

Skeytti skapi sínu á stórverslun

Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun.

Grunur um að árásir tengist átökum gengja

15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja.

Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin

Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum.

Málþófshótun kæfði áfengisfrumvarp

Lagafrumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, var hársbreidd frá því að ná í gegn. Allsherjarnefnd Alþingis hafði samþykkt málið en áður en kom að lokaafgreiðslu í gær var því kippt út af dagskrá af ótta við málþóf.

Aur flæddi niður fjallshlíðina

Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær.

Miðjuflokkurinn með forystu eftir fyrstu tölur í Finnlandi

Miðjuflokkur Mattis Vahanens, forsætisráðherra Finnlands, hefur forystu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í þingkosningum í Finnlandi en búið er að telja fjórðung atkvæða. Hafði flokkurinn fengið 24,8 prósent atkvæða en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, Jafnaðarmannaflokkurinn, er með 22,9 prósent.

Óvenju mikil endurnýjun framundan á Alþingi

Óvenju mikil endurnýjun verður á Alþingi Íslendinga í kosningum eftir átta vikur og má ætla að um helmingur þeirra þingmanna, sem kosnir voru fyrir fjórum árum, setjist ekki á þing á ný. Í hópi þeirra sem yfirgáfu þennan starfsvettvang í síðasta sinn í nótt voru nokkrir með um og yfir tuttugu ára þingreynslu.

Sjá næstu 50 fréttir