Fleiri fréttir Týndir ferðamenn komnir í leitirnar Hópur ferðamanna sem hefur verið týndur síðan á fimmtudag í Eþíópíu er kominn í leitirnar. Hópurinn hafði samband við ferðaskrifstofu sína nú í kvöld. Búist er við því að hópurinn komi til höfuðborgarinnar Addis Ababa á morgun. Ekki er vitað enn hvað fólkið hefur verið að bardúsa en óttast var að uppreisnarmenn frá Erítreu hefðu rænt þeim. 3.3.2007 20:32 Barn brenndist í heitum potti Lögregla var kölluð niður í Fossvog um áttaleytið í kvöld en þar hafði barn dottið ofan í heitan pott sem var allt of heitur. Barnið hlaut annars stigs bruna og var flutt á slysadeild. Rétt er að brýna fyrir fólki að umgangast heita potta af varúð og koma fyrir hitastillum til að slysagildrur af þessu tagi myndist síður. 3.3.2007 20:19 Silikonblandað bensín veldur vanda á Bretlandi Bílar mörg þúsund breskra ökumanna hafa bilað síðustu daga vegna silikonblandaðs bensíns sem þeir hafa dælt á þá. Viðskiptaskrifstofa Bretlands rannsakar málið. 3.3.2007 19:28 Friðsamleg mótmæli í dag Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. 3.3.2007 19:18 Saknaðargrátur í X-Factor Tilfinningarnar báru marga ofurliði þegar Alan þurfti að taka pokann sinn í hæfileikakeppninni X-factor í gær. Það kom í hlut Ellýar að skera úr um hvort dúettinn Hara eða Alan lykju keppni og eftir langan umhugsunarfrest var það Alan sem fékk reisupassann. Hann var í hópi Einars Bárðarsonar sem á nú eftir tvo keppendur. Einar var ekki sáttur við að þurfa að sjá á bak Alani og gat ekki haldið aftur af tárum sínum. Halla Vilhjálmsdóttir, kynnir keppninnar, var einnig beygð þegar í ljós kom að Alan væri dottinn úr leik og því ljóst að Alan hefur tengst samstarfsfólki sínu sterkum böndum og verði sárt saknað. 3.3.2007 18:57 Guðbergur og Álfrún heiðruð Cervantes-stofan var opnuð formlega í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Við það tækifæri voru doktor Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur, heiðruð af spænska ríkinu; hún fyrir kennslu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og hann fyrir þýðingar. Það var Doktor Enrique Bernardez, prófessor við Complitense háskólann í Madríd, sem sæmdi þau heiðursorðu spænskra yfirvalda. 3.3.2007 18:56 Rök menntamálaráðherra ómarktæk Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti. 3.3.2007 18:55 Óljóst hver ber ábyrgð á uppsögnum Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið vísa hvort á annað vegna uppsagna tólf öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli og segjast hvorugt bera ábyrgð. Öryggisverðirnir störfuðu hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, sem áður heyrði undir Utanríkisráðuneytið, en heyrir nú undir Dómsmálaráðuneytið. 3.3.2007 18:52 60 ályktanir Framsóknarmanna Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá. 3.3.2007 18:30 Ekki lengur snjóflóðahætta Ekki er lengur snjóflóðahætta í Hvalsnesskriðum fyrir austan. Þá er færð með ágætu móti víðast hvar. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku stað. Á vestfjörðum eru hálkublettir víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðvesturlandi er aðalleiðir auðar en á Norðausturlandi er víða hálka og snjóþekja. 3.3.2007 17:12 Bush heimsótti hvirfilbyljasvæði George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti í dag þau svæði sem verst urðu úti í hvirfilbyljum í fyrrinótt. Hann lofar þeim ríkjum sem verst urðu úti alríkisaðstoð. Bush kom meðal annars við í borginni Enterprise í Alabama þar sem fimm létust og tugir slösuðust þegar þak rifnaði af skólahúsi í hvirfilbyl. 3.3.2007 17:07 Fimm breskum ferðamönnum rænt í Eþíópíu Leit stendur yfir á fimm breskum sendiráðsstarfsmönnum sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag þegar þeim var rænt í Eþíópíu um 800 km norðaustur af höfuðborginni Addis Ababa. Liðsmenn eþíópísku lögreglunnar og hersins vinna nú að því í samráði við breska sendinefnd að finna fólkið. Uppreisnarmönnum frá Erítreu er kennt um mannránið. 3.3.2007 17:04 Mótmælin hafa verið friðsamleg í dag Mótmæli í Kaupmannahöfn hafa gengið friðsamlega fyrir sig í dag. Um 2000 mótmælendur gengu fylktu liði frá Ráðhústorgi upp á Norðurbrú og sungu stuðningssöngva við Ungdomshuset. 3.3.2007 16:45 Maðurinn kominn til meðvitundar Maður á fimmtugsaldri sem fannst meðvitundarlaus við húsgagnaverslun í Bæjarlind í Kópavogi um klukkan níu í morgun, er kominn til meðvitundar. Lögreglan hefur ekki náð að tala við manninn sem er nú sofandi, en síðast sást til mannsins áður en hann fannst nokkrum klukkustundum áður á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. 3.3.2007 16:38 Alexandra gekk í það heilaga í dag Alexandra fyrrverandi prinsessa Dana og eiginkona Jóakims prins, giftist í dag ljósmyndaranum Martin Jørgensen í Öster Egede kirkjunni á suður Sjálandi. Prinsessan gekk inn kirkjugólfið ásamt sonum sínum og kom út klukkutíma síðar sem greifynja. 3.3.2007 15:58 Maliki fordæmir morð á lögreglumönnum Nouri Maliki forsætisráðherra Íraks heitir því að að elta uppi þá sem myrtu í gær 14 lögreglumenn í borginni Baquba, norður af Bagdad í gær. Þá hefur Maliki fordæmt morðin. Uppreisnarmennirnir sem myrtu lögreglumennina létu hafa það eftir sér áður en þeir hurfu á braut að þeir hefðu verið að hefna fyrir nauðgun á súnníakonu nýverið, sem lögreglumaður er sakaður um. 3.3.2007 15:09 Mótmæli hafin á ný Mótmæli eru hafin á ný eftir rólegan morgunn í Kaupmannahöfn. Fólk hefur hópast saman bæði á Vesturbrú og í Kristjánshöfn. Hóparnir stefna báðir niður á Ráðhústorg. Lögregla áætlar að um 1000 manns séu nú að mótmæla. Mótmælin hafa verið friðsamleg til þessa í dag en lögregla hefur handtekið nær 500 manns síðustu tvo daga vegna mótmælanna. 3.3.2007 14:21 Lá meðvitundarlaus í blóði sínu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan níu í morgun tilkynning um mann sem lá meðvitundarlaus í blóði sínu fyrir utan húsið við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Maðurinn var með alvarlega áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild og er enn ekki kominn til meðvitundar en að sögn lögreglu er líðan hans stöðug. 3.3.2007 13:37 Líkamsræktarstöð má ekki selja áfengi Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni líkamsræktarstöðvar um sölu á áfengi. Eigandi stöðvarinnar segir ósamræmi í reglum innanlands. 3.3.2007 13:00 Ósanngjörn þjóðlendustefna Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu. 3.3.2007 12:45 Marel keypti Póls til að eyða samkeppni Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum. 3.3.2007 12:45 Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa. 3.3.2007 12:30 Lögreglan ræðst gegn óeirðaseggjum Danska lögreglan hefur farið hús úr húsi í Kaupmannahöfn í morgun og handtekið grunaða óeirðaseggi. Vel á annað hundrað mótmælendur voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú og í Kristjánshöfn í nótt. Til átaka kom þar aðra nóttina í röð. Mótmælendur boða aðgerðir víða í Kaupmannahöfn í dag. 3.3.2007 11:48 Þrjú tonn af hassi Holland er heimsþekkt fyrir væga löggjöf þegar kemur að hassreykingum - þar er auðvelt að kveikja sér í pípu án þess að lenda í vanda gagnvart yfirvöldum. Eðli málsins samkvæmt hefur það mikil áhrif á það magn sem neytt er í landinu. Í öllu falli hafa lögreglumenn í Hollandi nýverið lagt hald á þrjú tonn af hassi í lestarvagni á leið til Amsterdam. 3.3.2007 11:43 Almyrkvi á tungli í kvöld Ástæða er til að hvetja fólk til að horfa til himins í kvöld upp úr átta en þá hefst almyrkvi á tungli. Myrkvin verður algjör upp úr ellefu í kvöld. Myrkvun tunglsins er algjör í allri Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku og eins í austurhluta Norður-Ameríku. 3.3.2007 11:02 Mannskæðar aurskriður í Indónesíu Minnst 20 létust í aurskriðum á eyjunni Flores í Indónesíu í gær. Margra er enn saknað eftir skriðurnar. Björgunarmenn reyna að grafa fólk úr skriðunum en hafa lent í vandræðum vegna þess að veður er enn mjög slæmt, rigning og rok. 3.3.2007 10:55 Ráðherra landhersins segir af sér Ráðherra bandaríska landhersins, Francis Harvey, hefur sagt af sér. Hann átti að sjá um að herinn gengi eins og smurð vél. Á meðal verka hans var að sjá um hermenn sem höfðu slasast í Írak eða Afganistan. 2.3.2007 23:33 Þriggja bíla árekstur í kvöld Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur. 2.3.2007 22:48 Enn varað við snjóflóðahættu Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík.Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum. 2.3.2007 22:14 Tunglmyrkvi annað kvöld Stjörnuáhugamenn bíða nú með óþreyju tunglmyrkvans sem á að vera á morgun. Hann á eftir að sjást best í Evrópu. Hann byrjar klukkan 18 mínútur yfir átta annað kvöld og verður tunglið alfarið í skugga jarðarinnar á milli 22:44 og 23:58 að íslenskum tíma. Hann mun sjást skýrt og greinilega á Íslandi, ef skýjafar leyfir. 2.3.2007 22:06 Búa sig undir erfiða nótt Lögreglan í Kaupmannahöfn býr sig nú undir erfiða nótt. Viðbúnaður er í hámarki þar sem fjölmenn mótmæli hófust klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Búist er við því að mesti óróleikinn verði mestur á Nörrebro. Lögregla hefur talsverðar áhyggjur af því að ástandið gæti orðið eins og það var í París árið 2005 en þá kveiktu ungmenni í borginni í bílum og gengu berserksgang um fjölmörg hverfi borgarinnar. 2.3.2007 21:53 Nowak ákærð fyrir tilraun til mannráns Lisa Nowak, geimfarinn sem keyrði yfir hálf Bandaríkin íklædd bleyju, til þess að geta náð sér niðri á konu sem hún taldi keppinaut sinn um ástir annars geimfara, hefur verið ákærð fyrir tilraun til mannráns. 2.3.2007 20:45 Árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu Árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu rétt í þessu. Sem stendur er ekki vitað hvort að það hafi verið slys á fólki en sjúkrabílar eru þó komnir á staðinn. Ekki er vitað hversu margir bílar lentu í árekstrinum. Við verðum með fleiri fregnir af þessu máli um leið og þær berast. 2.3.2007 20:30 Gatnakerfið á Akureyri hættulegt Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. 2.3.2007 20:15 Miklir viðskiptamöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki Íslensk fyrirtæki telja mikla möguleika felast í viðskiptum við Suður-Afríku, ekki síst vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem þar fer fram árið 2010. Landsvirkjun er á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í afrísku útrásinni. 2.3.2007 20:02 Vill greiða fyrir viðskiptum Á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg í vikunni kom fram gagnkvæmur áhugi á samningum á sviði loftferða og tvísköttunar. Samkomulag um slíkt myndi greiða verulega fyrir viðskiptum landanna. 2.3.2007 19:51 Stálu 5 hundum Fjölskylda, í Los Angeles, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gær þegar vopnaðir glæpamenn réðust inn á heimili hennar og rændu þaðan fimm hundum, þar af fjórum hvolpum sem voru til sölu. Atgangurinn náðist allur á myndband. 2.3.2007 19:21 Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra. 2.3.2007 19:12 Siv hótar stjórnarslitum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hótaði nú síðdegis stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þetta kom fram í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. 2.3.2007 18:53 Loftslagsbreytingar jafn mikil ógn og stríð Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir loftslagsbreytingar jafn mikla ógn við mannkynið og styrjaldir. Loftslagsmál verði sett á oddinn meðan hann stýri samtökunum. Skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu segir sjö leiðir hugsanlega færar til lausnar á vandanum. 2.3.2007 18:45 Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. 2.3.2007 18:30 Bílvelta á Hellisheiði Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd. 2.3.2007 18:23 Tæplega sjö milljarða króna tap hjá 365 á síðasta ári 365 hf, sem áður var Dagsbrún hf. og rekur meðal annars Vísir.is, tapaði sjö milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgöri sem birt var í dag. Er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar hagnaður Dagsbrúnar var um 700 milljónir króna. 2.3.2007 17:34 18 lögreglumenn myrtir í Írak Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem kallar sig „Íslamska ríkið í Írak“ og segist tengjast al-Kaída, skýrði frá því í dag að þeir hefðu rænt og myrt 18 lögreglumenn. Þeir sögðust hafa myrt mennina þar sem stjórnvöld í Írak virtu að vettugi kröfur þeirra. 2.3.2007 17:25 Svíar lána Dönum lögreglubíla Danska lögreglan hefur fengið tuttugu lögreglubíla að láni frá Svíþjóð, vegna átakanna í Kaupmannahöfn í tenglum við rýmingu Ungdómshússins. Sænsku bílarnir eru brynvarðir og ætlaðir til þess að setja í fólk sem er handtekið í óeirðum. Torsten Hesselberg ríkislögreglustjóri Danmerkur, segir þetta til marks um hversu alvarlegt ástandið sé. 2.3.2007 17:11 Sjá næstu 50 fréttir
Týndir ferðamenn komnir í leitirnar Hópur ferðamanna sem hefur verið týndur síðan á fimmtudag í Eþíópíu er kominn í leitirnar. Hópurinn hafði samband við ferðaskrifstofu sína nú í kvöld. Búist er við því að hópurinn komi til höfuðborgarinnar Addis Ababa á morgun. Ekki er vitað enn hvað fólkið hefur verið að bardúsa en óttast var að uppreisnarmenn frá Erítreu hefðu rænt þeim. 3.3.2007 20:32
Barn brenndist í heitum potti Lögregla var kölluð niður í Fossvog um áttaleytið í kvöld en þar hafði barn dottið ofan í heitan pott sem var allt of heitur. Barnið hlaut annars stigs bruna og var flutt á slysadeild. Rétt er að brýna fyrir fólki að umgangast heita potta af varúð og koma fyrir hitastillum til að slysagildrur af þessu tagi myndist síður. 3.3.2007 20:19
Silikonblandað bensín veldur vanda á Bretlandi Bílar mörg þúsund breskra ökumanna hafa bilað síðustu daga vegna silikonblandaðs bensíns sem þeir hafa dælt á þá. Viðskiptaskrifstofa Bretlands rannsakar málið. 3.3.2007 19:28
Friðsamleg mótmæli í dag Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. 3.3.2007 19:18
Saknaðargrátur í X-Factor Tilfinningarnar báru marga ofurliði þegar Alan þurfti að taka pokann sinn í hæfileikakeppninni X-factor í gær. Það kom í hlut Ellýar að skera úr um hvort dúettinn Hara eða Alan lykju keppni og eftir langan umhugsunarfrest var það Alan sem fékk reisupassann. Hann var í hópi Einars Bárðarsonar sem á nú eftir tvo keppendur. Einar var ekki sáttur við að þurfa að sjá á bak Alani og gat ekki haldið aftur af tárum sínum. Halla Vilhjálmsdóttir, kynnir keppninnar, var einnig beygð þegar í ljós kom að Alan væri dottinn úr leik og því ljóst að Alan hefur tengst samstarfsfólki sínu sterkum böndum og verði sárt saknað. 3.3.2007 18:57
Guðbergur og Álfrún heiðruð Cervantes-stofan var opnuð formlega í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands. Við það tækifæri voru doktor Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur, heiðruð af spænska ríkinu; hún fyrir kennslu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og hann fyrir þýðingar. Það var Doktor Enrique Bernardez, prófessor við Complitense háskólann í Madríd, sem sæmdi þau heiðursorðu spænskra yfirvalda. 3.3.2007 18:56
Rök menntamálaráðherra ómarktæk Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti. 3.3.2007 18:55
Óljóst hver ber ábyrgð á uppsögnum Utanríkisráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið vísa hvort á annað vegna uppsagna tólf öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli og segjast hvorugt bera ábyrgð. Öryggisverðirnir störfuðu hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, sem áður heyrði undir Utanríkisráðuneytið, en heyrir nú undir Dómsmálaráðuneytið. 3.3.2007 18:52
60 ályktanir Framsóknarmanna Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá. 3.3.2007 18:30
Ekki lengur snjóflóðahætta Ekki er lengur snjóflóðahætta í Hvalsnesskriðum fyrir austan. Þá er færð með ágætu móti víðast hvar. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku stað. Á vestfjörðum eru hálkublettir víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðvesturlandi er aðalleiðir auðar en á Norðausturlandi er víða hálka og snjóþekja. 3.3.2007 17:12
Bush heimsótti hvirfilbyljasvæði George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti í dag þau svæði sem verst urðu úti í hvirfilbyljum í fyrrinótt. Hann lofar þeim ríkjum sem verst urðu úti alríkisaðstoð. Bush kom meðal annars við í borginni Enterprise í Alabama þar sem fimm létust og tugir slösuðust þegar þak rifnaði af skólahúsi í hvirfilbyl. 3.3.2007 17:07
Fimm breskum ferðamönnum rænt í Eþíópíu Leit stendur yfir á fimm breskum sendiráðsstarfsmönnum sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag þegar þeim var rænt í Eþíópíu um 800 km norðaustur af höfuðborginni Addis Ababa. Liðsmenn eþíópísku lögreglunnar og hersins vinna nú að því í samráði við breska sendinefnd að finna fólkið. Uppreisnarmönnum frá Erítreu er kennt um mannránið. 3.3.2007 17:04
Mótmælin hafa verið friðsamleg í dag Mótmæli í Kaupmannahöfn hafa gengið friðsamlega fyrir sig í dag. Um 2000 mótmælendur gengu fylktu liði frá Ráðhústorgi upp á Norðurbrú og sungu stuðningssöngva við Ungdomshuset. 3.3.2007 16:45
Maðurinn kominn til meðvitundar Maður á fimmtugsaldri sem fannst meðvitundarlaus við húsgagnaverslun í Bæjarlind í Kópavogi um klukkan níu í morgun, er kominn til meðvitundar. Lögreglan hefur ekki náð að tala við manninn sem er nú sofandi, en síðast sást til mannsins áður en hann fannst nokkrum klukkustundum áður á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. 3.3.2007 16:38
Alexandra gekk í það heilaga í dag Alexandra fyrrverandi prinsessa Dana og eiginkona Jóakims prins, giftist í dag ljósmyndaranum Martin Jørgensen í Öster Egede kirkjunni á suður Sjálandi. Prinsessan gekk inn kirkjugólfið ásamt sonum sínum og kom út klukkutíma síðar sem greifynja. 3.3.2007 15:58
Maliki fordæmir morð á lögreglumönnum Nouri Maliki forsætisráðherra Íraks heitir því að að elta uppi þá sem myrtu í gær 14 lögreglumenn í borginni Baquba, norður af Bagdad í gær. Þá hefur Maliki fordæmt morðin. Uppreisnarmennirnir sem myrtu lögreglumennina létu hafa það eftir sér áður en þeir hurfu á braut að þeir hefðu verið að hefna fyrir nauðgun á súnníakonu nýverið, sem lögreglumaður er sakaður um. 3.3.2007 15:09
Mótmæli hafin á ný Mótmæli eru hafin á ný eftir rólegan morgunn í Kaupmannahöfn. Fólk hefur hópast saman bæði á Vesturbrú og í Kristjánshöfn. Hóparnir stefna báðir niður á Ráðhústorg. Lögregla áætlar að um 1000 manns séu nú að mótmæla. Mótmælin hafa verið friðsamleg til þessa í dag en lögregla hefur handtekið nær 500 manns síðustu tvo daga vegna mótmælanna. 3.3.2007 14:21
Lá meðvitundarlaus í blóði sínu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan níu í morgun tilkynning um mann sem lá meðvitundarlaus í blóði sínu fyrir utan húsið við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Maðurinn var með alvarlega áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild og er enn ekki kominn til meðvitundar en að sögn lögreglu er líðan hans stöðug. 3.3.2007 13:37
Líkamsræktarstöð má ekki selja áfengi Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni líkamsræktarstöðvar um sölu á áfengi. Eigandi stöðvarinnar segir ósamræmi í reglum innanlands. 3.3.2007 13:00
Ósanngjörn þjóðlendustefna Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu. 3.3.2007 12:45
Marel keypti Póls til að eyða samkeppni Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum. 3.3.2007 12:45
Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa. 3.3.2007 12:30
Lögreglan ræðst gegn óeirðaseggjum Danska lögreglan hefur farið hús úr húsi í Kaupmannahöfn í morgun og handtekið grunaða óeirðaseggi. Vel á annað hundrað mótmælendur voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú og í Kristjánshöfn í nótt. Til átaka kom þar aðra nóttina í röð. Mótmælendur boða aðgerðir víða í Kaupmannahöfn í dag. 3.3.2007 11:48
Þrjú tonn af hassi Holland er heimsþekkt fyrir væga löggjöf þegar kemur að hassreykingum - þar er auðvelt að kveikja sér í pípu án þess að lenda í vanda gagnvart yfirvöldum. Eðli málsins samkvæmt hefur það mikil áhrif á það magn sem neytt er í landinu. Í öllu falli hafa lögreglumenn í Hollandi nýverið lagt hald á þrjú tonn af hassi í lestarvagni á leið til Amsterdam. 3.3.2007 11:43
Almyrkvi á tungli í kvöld Ástæða er til að hvetja fólk til að horfa til himins í kvöld upp úr átta en þá hefst almyrkvi á tungli. Myrkvin verður algjör upp úr ellefu í kvöld. Myrkvun tunglsins er algjör í allri Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku og eins í austurhluta Norður-Ameríku. 3.3.2007 11:02
Mannskæðar aurskriður í Indónesíu Minnst 20 létust í aurskriðum á eyjunni Flores í Indónesíu í gær. Margra er enn saknað eftir skriðurnar. Björgunarmenn reyna að grafa fólk úr skriðunum en hafa lent í vandræðum vegna þess að veður er enn mjög slæmt, rigning og rok. 3.3.2007 10:55
Ráðherra landhersins segir af sér Ráðherra bandaríska landhersins, Francis Harvey, hefur sagt af sér. Hann átti að sjá um að herinn gengi eins og smurð vél. Á meðal verka hans var að sjá um hermenn sem höfðu slasast í Írak eða Afganistan. 2.3.2007 23:33
Þriggja bíla árekstur í kvöld Þriggja bíla árekstur varð í kvöld á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu. Ökumenn bílanna tveggja voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli en ökumaður í þriðja bílnum slapp ómeiddur. 2.3.2007 22:48
Enn varað við snjóflóðahættu Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík.Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum. 2.3.2007 22:14
Tunglmyrkvi annað kvöld Stjörnuáhugamenn bíða nú með óþreyju tunglmyrkvans sem á að vera á morgun. Hann á eftir að sjást best í Evrópu. Hann byrjar klukkan 18 mínútur yfir átta annað kvöld og verður tunglið alfarið í skugga jarðarinnar á milli 22:44 og 23:58 að íslenskum tíma. Hann mun sjást skýrt og greinilega á Íslandi, ef skýjafar leyfir. 2.3.2007 22:06
Búa sig undir erfiða nótt Lögreglan í Kaupmannahöfn býr sig nú undir erfiða nótt. Viðbúnaður er í hámarki þar sem fjölmenn mótmæli hófust klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Búist er við því að mesti óróleikinn verði mestur á Nörrebro. Lögregla hefur talsverðar áhyggjur af því að ástandið gæti orðið eins og það var í París árið 2005 en þá kveiktu ungmenni í borginni í bílum og gengu berserksgang um fjölmörg hverfi borgarinnar. 2.3.2007 21:53
Nowak ákærð fyrir tilraun til mannráns Lisa Nowak, geimfarinn sem keyrði yfir hálf Bandaríkin íklædd bleyju, til þess að geta náð sér niðri á konu sem hún taldi keppinaut sinn um ástir annars geimfara, hefur verið ákærð fyrir tilraun til mannráns. 2.3.2007 20:45
Árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu Árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu rétt í þessu. Sem stendur er ekki vitað hvort að það hafi verið slys á fólki en sjúkrabílar eru þó komnir á staðinn. Ekki er vitað hversu margir bílar lentu í árekstrinum. Við verðum með fleiri fregnir af þessu máli um leið og þær berast. 2.3.2007 20:30
Gatnakerfið á Akureyri hættulegt Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. 2.3.2007 20:15
Miklir viðskiptamöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki Íslensk fyrirtæki telja mikla möguleika felast í viðskiptum við Suður-Afríku, ekki síst vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem þar fer fram árið 2010. Landsvirkjun er á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í afrísku útrásinni. 2.3.2007 20:02
Vill greiða fyrir viðskiptum Á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg í vikunni kom fram gagnkvæmur áhugi á samningum á sviði loftferða og tvísköttunar. Samkomulag um slíkt myndi greiða verulega fyrir viðskiptum landanna. 2.3.2007 19:51
Stálu 5 hundum Fjölskylda, í Los Angeles, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gær þegar vopnaðir glæpamenn réðust inn á heimili hennar og rændu þaðan fimm hundum, þar af fjórum hvolpum sem voru til sölu. Atgangurinn náðist allur á myndband. 2.3.2007 19:21
Aumkunarverðir útúrsnúningar Framsóknar Steingrímur J. Sigfússon kallar það aumkunarverða útúrsnúninga Framsóknar að segja að hann hafi stutt virkjanir í neðri Þjórsá. Hann segir ljóst, nú þegar útfærsla þeirra liggur fyrir, að þær séu enn verri kostur en virtist í fyrra. 2.3.2007 19:12
Siv hótar stjórnarslitum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hótaði nú síðdegis stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði ekki við það ákvæði stjórnarsáttmálans að sameign þjóðarinnar á auðlindum verði fest í stjórnarskrá. Þetta kom fram í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. 2.3.2007 18:53
Loftslagsbreytingar jafn mikil ógn og stríð Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir loftslagsbreytingar jafn mikla ógn við mannkynið og styrjaldir. Loftslagsmál verði sett á oddinn meðan hann stýri samtökunum. Skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu segir sjö leiðir hugsanlega færar til lausnar á vandanum. 2.3.2007 18:45
Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. 2.3.2007 18:30
Bílvelta á Hellisheiði Nú rétt í þessu varð bílvelta á Hellisheiði. Um jeppling var að ræða og virðist hann hafa skemmst mikið í veltunni. Að sögn sjónarvotta skreið ökumaðurinn, kona af erlendu bergi brotin, út úr bílnum án aðstoðar og virðist hafa sloppið ómeidd. 2.3.2007 18:23
Tæplega sjö milljarða króna tap hjá 365 á síðasta ári 365 hf, sem áður var Dagsbrún hf. og rekur meðal annars Vísir.is, tapaði sjö milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgöri sem birt var í dag. Er það mikill viðsnúningur frá árinu 2005 þegar hagnaður Dagsbrúnar var um 700 milljónir króna. 2.3.2007 17:34
18 lögreglumenn myrtir í Írak Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem kallar sig „Íslamska ríkið í Írak“ og segist tengjast al-Kaída, skýrði frá því í dag að þeir hefðu rænt og myrt 18 lögreglumenn. Þeir sögðust hafa myrt mennina þar sem stjórnvöld í Írak virtu að vettugi kröfur þeirra. 2.3.2007 17:25
Svíar lána Dönum lögreglubíla Danska lögreglan hefur fengið tuttugu lögreglubíla að láni frá Svíþjóð, vegna átakanna í Kaupmannahöfn í tenglum við rýmingu Ungdómshússins. Sænsku bílarnir eru brynvarðir og ætlaðir til þess að setja í fólk sem er handtekið í óeirðum. Torsten Hesselberg ríkislögreglustjóri Danmerkur, segir þetta til marks um hversu alvarlegt ástandið sé. 2.3.2007 17:11
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent