Innlent

Flutt á sjúkrahús eftir bílveltu nærri Grundartanga

MYND/Róbert

Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af Vesturlandsvegi um einn kílómetra norðan við afleggjarann að Grundartanga um tvöleytið í dag. Tvennt var í bílnum og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr honum.

Það var svo flutt á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglunnar þar voru meiðsl þess ekki talin alvarleg. Mikill halli er á vegöxlinni þar sem slysið varð og segir lögregla mildi að ekki hafi farið verr.

Töluverð hálka er á veginum en vegfarandi sem var á leið frá Vík í Mýrdal og upp á Snæfellsnes hafði samband við fréttastofu og sagði allt aðrar aðstæður vera norðan Hvalfjarðarganga en sunnan. Frá Hvolsvelli til munna Hvalfjarðarganganna virtist búið að salta veginn og færðin góð en þegar upp úr göngunum kæmi Akranessmegin tæki við hálka og snjór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×