Fleiri fréttir Hundruðum bjargað eftir að ís brotnaði og rak á haf út Hátt fimm hundruð manns sem voru við veiðar við strendur Okhotsk í Síberíu var bjargað eftir að ís sem fólkið stóð á brotnaði og rak á haf út. 3.2.2007 15:57 Ekki fyllilega sáttur við áttunda sætið Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist ekki alfarið ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta eftir 36-40 tap í leiknum um sjöunda sætið við Spánverja og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu. 3.2.2007 15:29 Engar sérstakar ráðstafanir hér á landi vegna fuglaflensu í Suffolk Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að ekki verði gripið til neinna sérstakra ráðstafana hér á landi vegna frétta af því að fuglaflensa af H5N1-stofni hafi greinst á bóndabýli í Suffolk í Englandi. 3.2.2007 15:21 Mikið mannfall í bílsprengjuárás í Bagdad 45 eru látnir og 95 særðir eftir að vörubíll fullur af sprengiefni sprakk við fjölfarinn markað í miðborg Bagdad í dag. Sprengingin varð í Sadriya-hverfinu þar sem sjíar eru fjölmennir en sprengjuárásir hafa áður verið gerðar þar. 3.2.2007 15:04 Ráðast gegn talibönum í Musa Qala Afganskar hersveitir munu með stuðningi hersveita NATO ráðast til atlögu við talibana í bænum Musa Qala í suðurhluta Afganistans að því er fráfarandi yfirmaður NATO-liðsins greindi frá í dag. 3.2.2007 14:56 Hótar að fresta knattspyrnuleikjum ótímabundið vegna óláta Ítalska knattspyrnusambandið hefur hótað því að fresta öllum knattspyrnuleikjum í ótilgreindan tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í gær í tengslum við átök milli hópa áhangenda sikileysku liðanna Catania og Palermo. 3.2.2007 14:41 Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum - enduðu í áttunda sæti Íslendingar enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi en liðið tapaði fyrir Spánverjum í dag, 40-36. Staðan í leikhléi var 19-13 fyrir Spánverja og tókst íslenska liðinu aldrei að vinna upp forystu sem Spánverjar náðu um miðbik fyrri hálfleiks. 3.2.2007 14:20 Átök þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé Til átaka hefur komið milli stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-liða á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé. Tólf særðust snemma í morgun átökum og þá sökuðu Fatah-liðar Hamas um að hafa rænt 40 öryggisvörðum á eftirlitsstöðvum á Gasa. 3.2.2007 13:56 Íslendingar sex mörkum undir í hálfleik Íslenska landsliðið er sex mörkum undir, 19-13, þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureigninni við Spánverja um sjöunda sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi. 3.2.2007 13:38 Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag. 3.2.2007 13:33 Fundu 30 þúsund steratöflur í gær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund steratöflur á nokkrum stöðum í borginni. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn í tengslum við málið en hluti taflnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, er þetta líklega mesta magn sterataflna sem hald hefur lagt á hér á landi. 3.2.2007 13:17 Athugar hvort minnka þurfi sandburð vegna svifryks Formaður framkvæmdaráðs á Akureyri segir til skoðunar að minnka sandburð í hálku en vill ekki skipta sandinum út fyrir salt. Bærinn þarf að finna leiðir til að minnka svifryksmengun. 3.2.2007 13:00 Kjarnorkuveri lokað í Svíþjóð í nótt vegna gúmmíþéttingar Forsmark-kjarnorkuverinu í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að í ljós kom við prófanir að slit var í gúmmíþéttingu. Stjórnendur versins tóku enga áhættu og voru sérfræðingar kallaðir til til að rannsaka kjarnorkuverið frekar. 3.2.2007 12:45 Næstmannskæðasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída Björgunarsveitir leita nú fólks í rústum húsa í bæjum í miðhluta Flórídaríkis þar sem óveður gekk yfir í gær. Nítján hafa fundist látnir eftir illviðrið og eru hundruð heimila í rúst. 3.2.2007 12:30 Dúettinn Já féll úr leik í X-factor í gærkvöld Dúettinn Já, sem skipaður er systkinunum Ásdísi og Hans Júlíusi, féll úr leik í Hæfileikakeppninni X-Factor í gærkvöldi. Í síðustu viku féll Tinna úr leik og því er Einar Bárðarson sá eini af dómurunum þremur sem ekki hefur misst keppanda úr sínum hópi. 3.2.2007 12:15 Forseti skuldar ekki Alþingi skýringar Forsetinn skuldar Alþingi engar skýringar vegna setu sinnar í Þróunarráði Indlands að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Segir hann að þau indversku stórfyrirtæki sem annist rekstur Þróunarráðs Indlands fylgi öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum og standast þau fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði 3.2.2007 12:10 Mikill munur á afstöðu karla og kvenna í skoðanakönnunum Miklu munar á afstöðu karla og kvenna í þeim skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur hefur reiknað út að munur á afstöðu kynjanna til flokka ráðist af því hvort konur séu í forsvari flokkanna og sé hlutfallslega mestur hér í samanburði við önnur Norðurlönd. 3.2.2007 11:59 Fuglaflensa staðfest á bóndabýli í Suffolk á Englandi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að 2500 kalkúnar sem drápust á bóndabæ í Sullfolk á Englandi á fimmtudag hafi verið smitaðir af hinum banvæna H5N1-stofni fuglaflensunnar. 3.2.2007 11:35 Hundrað þúsund manns flýja heimili sín vegna flóða í Djakarta Fimm hafa fundist látnir og hundrað þúsund hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar hefur ringt án afláts í tvo daga og eru stórir hlutar borgarinnar á floti og hefur björgunarlið þurft að notast við báta til að koma nauðstöddum til aðstoðar. 3.2.2007 11:30 Viðurkennir íkveikju í húsí í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í nærri tvær vikur vegna íkveikju í Þorlákshöfn þann 20. janúar, hefur játað að hafa brotist inn í húsið, stolið þaðan ýmsum munum og síðan borið eld að því. 3.2.2007 11:15 Hálka og éljagangur víða um land Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku og éljagangi á á Sandskeiði, Þrengslum og Hellisheiði. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir og þá er hálka á öllum vegum á Vesturlandi og auk þess éljagangur á Holtavörðuheiði. 3.2.2007 11:00 Vesturlandsvegur verði tvöfaldaður frá Kjalarnesi til Borgarness Gert er ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar frá Kjalarnhesi til Borgarness í drögum að vegaáætlun sem nú er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Þetta hefur Skessuhorn eftir heimildarmönnum sínum. 3.2.2007 10:52 Breyting á aðalskipulagi auglýst vegna álvers í Helguvík Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar verður auglýst en breytingin er gerð vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls við Helguvík. Samþykkt var að auglýsa skipulagsbreytinguna á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær. 3.2.2007 10:45 Tennur slegnar úr manni í átökum í nótt Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar eftir skemmtanahald næturinnar. Ein líkamsárás var kærð eftir slagsmál í miðborginni og gékk þar einn lemstraður af velli, tveimur tönnum fátækari. Einn af gestum fangageymslu tengist því máli. 3.2.2007 10:30 Allir vilja breytingar nema Bush Ríkisstjórnir um allan heim segja brýnt að bregðast snarlega við til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir að svört skýrsla sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna birtist í gær. Ekki þó George Bush Bandaríkjaforseti sem hyggst ekki gangast undir alþjóðlegar skuldbindingar. 3.2.2007 10:30 Bíll valt út í Hörgá í gærkvöld Ökumaður fólksbíls slapp með lítils háttar meiðsl þegar bíll hans rann út af veginum í Hörgárdal og endaði á hvolfi ofan í Hörgá um áttaleytið í gærkvöld. Ökumanninum tókst sjálfum að komast út úr bílnum og var hann kominn upp á veg þegar lögreglu bar að. 3.2.2007 09:59 Nítján látnir eftir illviðri í Flórída Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að skýstrókar gengu yfir miðhluta Flórída í gær og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Verst var ástandið í bæðum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake. 3.2.2007 09:54 Rottweilerinn sér um lömbin Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb. 2.2.2007 23:30 Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. 2.2.2007 23:07 Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. 2.2.2007 22:34 K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. 2.2.2007 22:15 Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. 2.2.2007 22:00 Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta. 2.2.2007 21:45 Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp. 2.2.2007 21:30 Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi. 2.2.2007 20:45 Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur. 2.2.2007 20:30 Syndir upp Amasón-fljótið Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga. 2.2.2007 20:15 Bush mun biðja um 100 milljarða George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara. 2.2.2007 20:00 14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. 2.2.2007 19:44 Sextán milljóna króna skuld ógreidd Byrgið fékk aukafjárveitingu árið 2002 til að greiða upp í tæplega sextán milljóna króna skuld við Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan sá ekki krónu af þeim peningum. 2.2.2007 19:27 Spennandi að skoða ókeypis strætó Stjórnarformaður Strætó telur spennandi að prófa að hafa ókeypis í almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu en telur óvíst að notkunin aukist við það. Álitlegra sé að fjölga sérakreinum fyrir strætó til að gera kostinn vænni í umferðarþunganum. 2.2.2007 19:25 Svört framtíðarsýn Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. 2.2.2007 19:17 Misskilja eðli Þróunarráðs Indlands Loftslagsskýrslan, sem boðuð var í dag, boðar ógnvænleg tíðindi að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir að samkvæmt henni geta áhrifin orðið verri en af báðum heimstyrjöldum síðustu aldar. Hann telur að gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé að hluta byggð á misskilningi og skorti á þekkingu á eðli ráðsins. 2.2.2007 18:56 Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. 2.2.2007 18:45 240 íslenskar þjónustuíbúðir á Spáni Tvöhundruð og fjörutíu þjónustuíbúðir fyrir íslenska eldri borgara verða byggðar á Spáni á næstunni. Ellilífeyririnn margfaldast á Spáni, segir forstjóri Gloria Casa. 2.2.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Hundruðum bjargað eftir að ís brotnaði og rak á haf út Hátt fimm hundruð manns sem voru við veiðar við strendur Okhotsk í Síberíu var bjargað eftir að ís sem fólkið stóð á brotnaði og rak á haf út. 3.2.2007 15:57
Ekki fyllilega sáttur við áttunda sætið Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist ekki alfarið ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta eftir 36-40 tap í leiknum um sjöunda sætið við Spánverja og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu. 3.2.2007 15:29
Engar sérstakar ráðstafanir hér á landi vegna fuglaflensu í Suffolk Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að ekki verði gripið til neinna sérstakra ráðstafana hér á landi vegna frétta af því að fuglaflensa af H5N1-stofni hafi greinst á bóndabýli í Suffolk í Englandi. 3.2.2007 15:21
Mikið mannfall í bílsprengjuárás í Bagdad 45 eru látnir og 95 særðir eftir að vörubíll fullur af sprengiefni sprakk við fjölfarinn markað í miðborg Bagdad í dag. Sprengingin varð í Sadriya-hverfinu þar sem sjíar eru fjölmennir en sprengjuárásir hafa áður verið gerðar þar. 3.2.2007 15:04
Ráðast gegn talibönum í Musa Qala Afganskar hersveitir munu með stuðningi hersveita NATO ráðast til atlögu við talibana í bænum Musa Qala í suðurhluta Afganistans að því er fráfarandi yfirmaður NATO-liðsins greindi frá í dag. 3.2.2007 14:56
Hótar að fresta knattspyrnuleikjum ótímabundið vegna óláta Ítalska knattspyrnusambandið hefur hótað því að fresta öllum knattspyrnuleikjum í ótilgreindan tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í gær í tengslum við átök milli hópa áhangenda sikileysku liðanna Catania og Palermo. 3.2.2007 14:41
Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum - enduðu í áttunda sæti Íslendingar enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi en liðið tapaði fyrir Spánverjum í dag, 40-36. Staðan í leikhléi var 19-13 fyrir Spánverja og tókst íslenska liðinu aldrei að vinna upp forystu sem Spánverjar náðu um miðbik fyrri hálfleiks. 3.2.2007 14:20
Átök þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé Til átaka hefur komið milli stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-liða á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé. Tólf særðust snemma í morgun átökum og þá sökuðu Fatah-liðar Hamas um að hafa rænt 40 öryggisvörðum á eftirlitsstöðvum á Gasa. 3.2.2007 13:56
Íslendingar sex mörkum undir í hálfleik Íslenska landsliðið er sex mörkum undir, 19-13, þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureigninni við Spánverja um sjöunda sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi. 3.2.2007 13:38
Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag. 3.2.2007 13:33
Fundu 30 þúsund steratöflur í gær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund steratöflur á nokkrum stöðum í borginni. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn í tengslum við málið en hluti taflnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, er þetta líklega mesta magn sterataflna sem hald hefur lagt á hér á landi. 3.2.2007 13:17
Athugar hvort minnka þurfi sandburð vegna svifryks Formaður framkvæmdaráðs á Akureyri segir til skoðunar að minnka sandburð í hálku en vill ekki skipta sandinum út fyrir salt. Bærinn þarf að finna leiðir til að minnka svifryksmengun. 3.2.2007 13:00
Kjarnorkuveri lokað í Svíþjóð í nótt vegna gúmmíþéttingar Forsmark-kjarnorkuverinu í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að í ljós kom við prófanir að slit var í gúmmíþéttingu. Stjórnendur versins tóku enga áhættu og voru sérfræðingar kallaðir til til að rannsaka kjarnorkuverið frekar. 3.2.2007 12:45
Næstmannskæðasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída Björgunarsveitir leita nú fólks í rústum húsa í bæjum í miðhluta Flórídaríkis þar sem óveður gekk yfir í gær. Nítján hafa fundist látnir eftir illviðrið og eru hundruð heimila í rúst. 3.2.2007 12:30
Dúettinn Já féll úr leik í X-factor í gærkvöld Dúettinn Já, sem skipaður er systkinunum Ásdísi og Hans Júlíusi, féll úr leik í Hæfileikakeppninni X-Factor í gærkvöldi. Í síðustu viku féll Tinna úr leik og því er Einar Bárðarson sá eini af dómurunum þremur sem ekki hefur misst keppanda úr sínum hópi. 3.2.2007 12:15
Forseti skuldar ekki Alþingi skýringar Forsetinn skuldar Alþingi engar skýringar vegna setu sinnar í Þróunarráði Indlands að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Segir hann að þau indversku stórfyrirtæki sem annist rekstur Þróunarráðs Indlands fylgi öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum og standast þau fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði 3.2.2007 12:10
Mikill munur á afstöðu karla og kvenna í skoðanakönnunum Miklu munar á afstöðu karla og kvenna í þeim skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur hefur reiknað út að munur á afstöðu kynjanna til flokka ráðist af því hvort konur séu í forsvari flokkanna og sé hlutfallslega mestur hér í samanburði við önnur Norðurlönd. 3.2.2007 11:59
Fuglaflensa staðfest á bóndabýli í Suffolk á Englandi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að 2500 kalkúnar sem drápust á bóndabæ í Sullfolk á Englandi á fimmtudag hafi verið smitaðir af hinum banvæna H5N1-stofni fuglaflensunnar. 3.2.2007 11:35
Hundrað þúsund manns flýja heimili sín vegna flóða í Djakarta Fimm hafa fundist látnir og hundrað þúsund hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar hefur ringt án afláts í tvo daga og eru stórir hlutar borgarinnar á floti og hefur björgunarlið þurft að notast við báta til að koma nauðstöddum til aðstoðar. 3.2.2007 11:30
Viðurkennir íkveikju í húsí í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í nærri tvær vikur vegna íkveikju í Þorlákshöfn þann 20. janúar, hefur játað að hafa brotist inn í húsið, stolið þaðan ýmsum munum og síðan borið eld að því. 3.2.2007 11:15
Hálka og éljagangur víða um land Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku og éljagangi á á Sandskeiði, Þrengslum og Hellisheiði. Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir og þá er hálka á öllum vegum á Vesturlandi og auk þess éljagangur á Holtavörðuheiði. 3.2.2007 11:00
Vesturlandsvegur verði tvöfaldaður frá Kjalarnesi til Borgarness Gert er ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar frá Kjalarnhesi til Borgarness í drögum að vegaáætlun sem nú er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Þetta hefur Skessuhorn eftir heimildarmönnum sínum. 3.2.2007 10:52
Breyting á aðalskipulagi auglýst vegna álvers í Helguvík Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar verður auglýst en breytingin er gerð vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls við Helguvík. Samþykkt var að auglýsa skipulagsbreytinguna á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær. 3.2.2007 10:45
Tennur slegnar úr manni í átökum í nótt Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru allar fangageymslur fullar eftir skemmtanahald næturinnar. Ein líkamsárás var kærð eftir slagsmál í miðborginni og gékk þar einn lemstraður af velli, tveimur tönnum fátækari. Einn af gestum fangageymslu tengist því máli. 3.2.2007 10:30
Allir vilja breytingar nema Bush Ríkisstjórnir um allan heim segja brýnt að bregðast snarlega við til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir að svört skýrsla sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna birtist í gær. Ekki þó George Bush Bandaríkjaforseti sem hyggst ekki gangast undir alþjóðlegar skuldbindingar. 3.2.2007 10:30
Bíll valt út í Hörgá í gærkvöld Ökumaður fólksbíls slapp með lítils háttar meiðsl þegar bíll hans rann út af veginum í Hörgárdal og endaði á hvolfi ofan í Hörgá um áttaleytið í gærkvöld. Ökumanninum tókst sjálfum að komast út úr bílnum og var hann kominn upp á veg þegar lögreglu bar að. 3.2.2007 09:59
Nítján látnir eftir illviðri í Flórída Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að skýstrókar gengu yfir miðhluta Flórída í gær og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Verst var ástandið í bæðum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake. 3.2.2007 09:54
Rottweilerinn sér um lömbin Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb. 2.2.2007 23:30
Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. 2.2.2007 23:07
Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. 2.2.2007 22:34
K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. 2.2.2007 22:15
Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. 2.2.2007 22:00
Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta. 2.2.2007 21:45
Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp. 2.2.2007 21:30
Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi. 2.2.2007 20:45
Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur. 2.2.2007 20:30
Syndir upp Amasón-fljótið Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga. 2.2.2007 20:15
Bush mun biðja um 100 milljarða George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara. 2.2.2007 20:00
14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. 2.2.2007 19:44
Sextán milljóna króna skuld ógreidd Byrgið fékk aukafjárveitingu árið 2002 til að greiða upp í tæplega sextán milljóna króna skuld við Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan sá ekki krónu af þeim peningum. 2.2.2007 19:27
Spennandi að skoða ókeypis strætó Stjórnarformaður Strætó telur spennandi að prófa að hafa ókeypis í almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu en telur óvíst að notkunin aukist við það. Álitlegra sé að fjölga sérakreinum fyrir strætó til að gera kostinn vænni í umferðarþunganum. 2.2.2007 19:25
Svört framtíðarsýn Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. 2.2.2007 19:17
Misskilja eðli Þróunarráðs Indlands Loftslagsskýrslan, sem boðuð var í dag, boðar ógnvænleg tíðindi að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir að samkvæmt henni geta áhrifin orðið verri en af báðum heimstyrjöldum síðustu aldar. Hann telur að gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé að hluta byggð á misskilningi og skorti á þekkingu á eðli ráðsins. 2.2.2007 18:56
Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. 2.2.2007 18:45
240 íslenskar þjónustuíbúðir á Spáni Tvöhundruð og fjörutíu þjónustuíbúðir fyrir íslenska eldri borgara verða byggðar á Spáni á næstunni. Ellilífeyririnn margfaldast á Spáni, segir forstjóri Gloria Casa. 2.2.2007 18:45