Innlent

Bíll valt út í Hörgá í gærkvöld

MYND/Róbert

Ökumaður fólksbíls slapp með lítils háttar meiðsl þegar bíll hans rann út af veginum í Hörgárdal og endaði á hvolfi ofan í Hörgá um áttaleytið í gærkvöld. Ökumanninum tókst sjálfum að komast út úr bílnum og var hann kominn upp á veg þegar lögreglu bar að. Hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg sem fyrr segir. Lögreglan á Akureyri segir bleytu og krapa hafa verið á veginum þar sem slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×