Fleiri fréttir Olíufyrirtæki reyna að sverta loftslagsskýrslu Samtök sem eru styrkt af bandaríska olíufyrirtækinu Exxon Mobil buðu vísindamönnum og hagfræðingum háar greiðslur til þess að gagnrýna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um ástandið í loftslagsmálum í heiminum. Skýrslan kom út í París í dag. 2.2.2007 17:18 Andri Snær og Ólafur Jóhann fá Íslensku bókmenntaverðlaunin Andri Snær Magnason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Draumalandið og Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis. 2.2.2007 16:49 Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn þegar það var tekið úr búri sínu í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Það táknar að vorið eigi eftir að koma snemma. 2.2.2007 16:49 Jesúbúningar til sölu Embættismenn í Vatikaninu er sagðir fullir viðbjóðs eftir að sala á Jesúbúningum hófst á ítalíu. Búningurinn kostar tæpar 12 hundruð krónur og með honum fylgir þyrnikóróna úr plasti og gerviskegg. Faðir Vittorino Gorss prestur í Vatikaninu sagði að sala búninganna væri guðlast og móðgun við milljónir kristinna manna. Verslunareigandi sem selur búningana fyrir páskaföstuna sagðist ekki sjá vandamálið. "Þetta er bara hárkolla og gerviskegg." 2.2.2007 16:23 Nýr sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar Ragnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts hefur verið ráðinn sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti ráðninguna samhljóða á fundi í gær. Ragnar er með MA próf í stjórnun með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er einnig menntaður kennari í grunn- og framhaldsskóla frá KHÍ og með BS próf í landafræði og jarðfræði frá HÍ. 2.2.2007 16:13 Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. 2.2.2007 16:01 14 fórust í óveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum. 2.2.2007 15:22 Ölvun á framhaldsskólaböllum Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð. 2.2.2007 15:08 Umdeildu hafsvæði loks skipt Samskipti Íslands og Færeyja voru rædd á hádegisverðarfundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra í dag og Jóannesar Eidesgaard lögmanns Færeyja. Undirritaður var samningur um skiptingu umdeilds hafsvæðis milli landanna og sérstaklega farið yfir stöðu og framkvæmd Hoyvíkursamningsins, sem er fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja. 2.2.2007 14:55 Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag. 2.2.2007 14:30 Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt? Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14. Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna. 2.2.2007 14:17 Bardagar geysa í Ramadi Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum. 2.2.2007 14:15 Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. 2.2.2007 14:00 Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. 2.2.2007 14:00 Áhrifaleysi Seðlabankans vex Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á íslenska markaðnum stuðlar að áhrifaleysi Seðlabanka Íslands. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu í dag. Hann sagði að áhrifasvæði vaxtastefnu Seðlabankans í dag væri líklega 13% peningamarkaðarins. Þannig vísaði hann til álits Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. 2.2.2007 13:49 Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. 2.2.2007 13:42 Viðskiptasendinefnd og nýtt sendiráð í S-Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun leiða viðskiptasendinefnd Útflutningsráðs til S-Afríku í lok mánaðarins. Um 15 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í ferðinni. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands kemur fram að skráningarfrestur hafi verið framlengdur til 7. febrúar. Það sé gert til að gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í ferðinni og nýta sér þetta tækifæri til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við rétta aðila í S-Afríku. 2.2.2007 13:33 Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga. 2.2.2007 13:00 Sonur Kim Jong Il í fríi í Macau Japönsk sjónvarpsstöð náði myndum af elsta syni Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann var við fjárhættuspil í Macau, eyju sem tilheyrir Kína og er þekkt fyrir spilavíti. Maðurinn sem heitir Kim Jong Nam neitaði því staðfastlega að vera sá sem hann var talinn og neitaði að svara spurningum ágengra japanskra fréttamanna um viðskiptabann á Norður-Kóreu. 2.2.2007 12:40 Kína fellir niður skuldir Líberíu Kínverjar hafa fellt allar skuldir Líberíu við Kína niður. Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu segir skuldaniðurfellinguna mikilvæga fyrir landið og biðlar til annara skuldunauta landsins að fylgja fordæmi Kínverja. 2.2.2007 12:05 Stórauknar tekjur og fjölgun starfa Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi. 2.2.2007 11:57 Gleypti eitraðan peningaseðil Umferðarlögreglumaður frá Kenýa gleypti eitraðan peningaseðil til að koma í veg fyrir að vera handtekinn þegar lögreglumenn sem vinna að því að uppræta spillingu stóðu hann að mútuþægni. Spillingarlöggurnar leiddu umferðarlögguna í gildru með því að bjóða honum mútur þegar bíll þeirra var stöðvaður við vegtálma. Peningaseðlinum höfðu þeir hinsvegar dýft í efni sem getur verið eitrað til að auðkenna hann örugglega frá öðrum seðlum. 2.2.2007 11:42 Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. 2.2.2007 11:16 Blaðamannasamtök undrast skipan ráðherra Þing norrænu blaðamannasamtakanna hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bréf vegna skipunar fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans, NJC, í Árósum. Að sögn Örnu Schram formanni Blaðamannafélags Íslands tilnefndi félagið tvo aðila að beiðni ráðuneytisins í stjórnina. Menntamálaráðherra skipaði hins vegar aðra aðila í stjórn skólans. 2.2.2007 11:13 Gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi tvo menn á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna. Annar maðurinn fékk úrskurð um gæsluvarðhald til fostudagsins 9. febrúar og hinn til þriðjudagsins 6. febrúar. Lögreglan í Árnessýslu fer með rannsókn málsins en gefur ekki frekari upplýsingar á þessu stigi. 2.2.2007 11:04 Sarkozy með nauma forystu í Frakklandi Spennan magnast fyrir forsetakosningar í Frakklandi en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna hefur nú afmáð forskot Segolene Royal sem er frambjóðandi sósíalista. Í byrjun árs leit allt út fyrir að Royal mundi leiða sósíalista til sigurs í kosningunum, henni skrikaði vart fótur í orðaskaki við sé reyndari pólitíkusa. 2.2.2007 10:59 Netsímaþjónusta í fyrsta sinn hérlendis Lággjaldasímafyrirtækið SKO hefur nú slegist í hóp þeirra sem bjóða upp á svokallaða netsímaþjónustu. Netsíminn verður að sögn Ragnhildar Ágústsdóttur framkvæmdastjóra ódýrari valkostur á netsímamarkaði hérl á landi. Með nýju þjónustunni geta viðskiptavinir SKO hringt og tekið á móti símtölum í tölvum og lækkað þannig símkostnað sinn. 2.2.2007 10:40 Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. 2.2.2007 10:28 Deep Purple og Uriah Heep í Höllinni Hljómsveitirnar fornfrægu Deep Purple og Uriah Heep munu leika á tónleikum hérlendis í Laugardalshöll þann 27. maí næstkomandi. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Böndin voru bæði upp á sitt besta fyrir yfir 30 árum en liðsmenn hafa engu gleymt. 2.2.2007 10:24 Þýskaland og Pólland mætast í úrslitum HM Þýskaland og Pólland leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta en Ísland mætir Spánverjum í leik um sjöunda sætið. Báðir undanúrslitaleikir keppninnar í gær voru tvíframlangdir. Þjóðverjar lögðu Frakka í æsispennandi leik sem þurfti að framlengja tvívegis. Eftir fyrri framlenginguna, var staðan 29-29 þar sem Florian Kehrmann náði að jafna fyrir Þjóðverja á síðustu stundu eftir að Frakkar misnotuðu tækifæri á að komast tveimur mörkum yfir. 2.2.2007 10:22 Verkakar byrjaðir á Djúpvegi Framkvæmdir eru hafnar við Djúpveg í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem boðið hefur verið út í vegagerð hérlendis en samningsupphæðin við verktakana KNH og Vestfirska verktaka er um milljarður króna. Innifalið í verkinu eru þrjár brýr, sú stærsta á Mjóafirði en hún verður um 130 metra löng. 2.2.2007 10:13 73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. 2.2.2007 09:53 Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag. 1.2.2007 23:42 Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. 1.2.2007 22:56 Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. 1.2.2007 22:46 Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ 1.2.2007 22:17 Stúlkan fundin Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina. 1.2.2007 21:56 45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. 1.2.2007 21:49 Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. 1.2.2007 21:00 Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. 1.2.2007 20:52 Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. 1.2.2007 20:35 Skattur lagður á nagladekk? Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk. 1.2.2007 20:17 Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. 1.2.2007 20:09 Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. 1.2.2007 19:45 Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. 1.2.2007 19:35 Sjá næstu 50 fréttir
Olíufyrirtæki reyna að sverta loftslagsskýrslu Samtök sem eru styrkt af bandaríska olíufyrirtækinu Exxon Mobil buðu vísindamönnum og hagfræðingum háar greiðslur til þess að gagnrýna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um ástandið í loftslagsmálum í heiminum. Skýrslan kom út í París í dag. 2.2.2007 17:18
Andri Snær og Ólafur Jóhann fá Íslensku bókmenntaverðlaunin Andri Snær Magnason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Draumalandið og Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis. 2.2.2007 16:49
Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn þegar það var tekið úr búri sínu í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Það táknar að vorið eigi eftir að koma snemma. 2.2.2007 16:49
Jesúbúningar til sölu Embættismenn í Vatikaninu er sagðir fullir viðbjóðs eftir að sala á Jesúbúningum hófst á ítalíu. Búningurinn kostar tæpar 12 hundruð krónur og með honum fylgir þyrnikóróna úr plasti og gerviskegg. Faðir Vittorino Gorss prestur í Vatikaninu sagði að sala búninganna væri guðlast og móðgun við milljónir kristinna manna. Verslunareigandi sem selur búningana fyrir páskaföstuna sagðist ekki sjá vandamálið. "Þetta er bara hárkolla og gerviskegg." 2.2.2007 16:23
Nýr sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar Ragnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts hefur verið ráðinn sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti ráðninguna samhljóða á fundi í gær. Ragnar er með MA próf í stjórnun með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er einnig menntaður kennari í grunn- og framhaldsskóla frá KHÍ og með BS próf í landafræði og jarðfræði frá HÍ. 2.2.2007 16:13
Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. 2.2.2007 16:01
14 fórust í óveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum. 2.2.2007 15:22
Ölvun á framhaldsskólaböllum Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð. 2.2.2007 15:08
Umdeildu hafsvæði loks skipt Samskipti Íslands og Færeyja voru rædd á hádegisverðarfundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra í dag og Jóannesar Eidesgaard lögmanns Færeyja. Undirritaður var samningur um skiptingu umdeilds hafsvæðis milli landanna og sérstaklega farið yfir stöðu og framkvæmd Hoyvíkursamningsins, sem er fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja. 2.2.2007 14:55
Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag. 2.2.2007 14:30
Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt? Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14. Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna. 2.2.2007 14:17
Bardagar geysa í Ramadi Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum. 2.2.2007 14:15
Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. 2.2.2007 14:00
Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. 2.2.2007 14:00
Áhrifaleysi Seðlabankans vex Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á íslenska markaðnum stuðlar að áhrifaleysi Seðlabanka Íslands. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu í dag. Hann sagði að áhrifasvæði vaxtastefnu Seðlabankans í dag væri líklega 13% peningamarkaðarins. Þannig vísaði hann til álits Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. 2.2.2007 13:49
Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. 2.2.2007 13:42
Viðskiptasendinefnd og nýtt sendiráð í S-Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun leiða viðskiptasendinefnd Útflutningsráðs til S-Afríku í lok mánaðarins. Um 15 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í ferðinni. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands kemur fram að skráningarfrestur hafi verið framlengdur til 7. febrúar. Það sé gert til að gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í ferðinni og nýta sér þetta tækifæri til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við rétta aðila í S-Afríku. 2.2.2007 13:33
Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga. 2.2.2007 13:00
Sonur Kim Jong Il í fríi í Macau Japönsk sjónvarpsstöð náði myndum af elsta syni Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann var við fjárhættuspil í Macau, eyju sem tilheyrir Kína og er þekkt fyrir spilavíti. Maðurinn sem heitir Kim Jong Nam neitaði því staðfastlega að vera sá sem hann var talinn og neitaði að svara spurningum ágengra japanskra fréttamanna um viðskiptabann á Norður-Kóreu. 2.2.2007 12:40
Kína fellir niður skuldir Líberíu Kínverjar hafa fellt allar skuldir Líberíu við Kína niður. Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu segir skuldaniðurfellinguna mikilvæga fyrir landið og biðlar til annara skuldunauta landsins að fylgja fordæmi Kínverja. 2.2.2007 12:05
Stórauknar tekjur og fjölgun starfa Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi. 2.2.2007 11:57
Gleypti eitraðan peningaseðil Umferðarlögreglumaður frá Kenýa gleypti eitraðan peningaseðil til að koma í veg fyrir að vera handtekinn þegar lögreglumenn sem vinna að því að uppræta spillingu stóðu hann að mútuþægni. Spillingarlöggurnar leiddu umferðarlögguna í gildru með því að bjóða honum mútur þegar bíll þeirra var stöðvaður við vegtálma. Peningaseðlinum höfðu þeir hinsvegar dýft í efni sem getur verið eitrað til að auðkenna hann örugglega frá öðrum seðlum. 2.2.2007 11:42
Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. 2.2.2007 11:16
Blaðamannasamtök undrast skipan ráðherra Þing norrænu blaðamannasamtakanna hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bréf vegna skipunar fulltrúa í stjórn Norræna blaðamannaskólans, NJC, í Árósum. Að sögn Örnu Schram formanni Blaðamannafélags Íslands tilnefndi félagið tvo aðila að beiðni ráðuneytisins í stjórnina. Menntamálaráðherra skipaði hins vegar aðra aðila í stjórn skólans. 2.2.2007 11:13
Gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi tvo menn á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna. Annar maðurinn fékk úrskurð um gæsluvarðhald til fostudagsins 9. febrúar og hinn til þriðjudagsins 6. febrúar. Lögreglan í Árnessýslu fer með rannsókn málsins en gefur ekki frekari upplýsingar á þessu stigi. 2.2.2007 11:04
Sarkozy með nauma forystu í Frakklandi Spennan magnast fyrir forsetakosningar í Frakklandi en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna hefur nú afmáð forskot Segolene Royal sem er frambjóðandi sósíalista. Í byrjun árs leit allt út fyrir að Royal mundi leiða sósíalista til sigurs í kosningunum, henni skrikaði vart fótur í orðaskaki við sé reyndari pólitíkusa. 2.2.2007 10:59
Netsímaþjónusta í fyrsta sinn hérlendis Lággjaldasímafyrirtækið SKO hefur nú slegist í hóp þeirra sem bjóða upp á svokallaða netsímaþjónustu. Netsíminn verður að sögn Ragnhildar Ágústsdóttur framkvæmdastjóra ódýrari valkostur á netsímamarkaði hérl á landi. Með nýju þjónustunni geta viðskiptavinir SKO hringt og tekið á móti símtölum í tölvum og lækkað þannig símkostnað sinn. 2.2.2007 10:40
Skelfileg framtíð Indlands Hlýnandi loftslag er þegar farið að taka þungan toll af Indlandi og það er verra í vændum. Eitt alvarlegasta vandamálið er að bráðnun jökla hefur tvöfaldast. Gangotri jökullinn sem hörfaði 19 metra á ári árið 1971 minnkar nú um 34 metra á ári. Bráðnun jöklanna í Himalayafjöllum mun hafa skelfilegar afleiðingar í framtíðinni. 2.2.2007 10:28
Deep Purple og Uriah Heep í Höllinni Hljómsveitirnar fornfrægu Deep Purple og Uriah Heep munu leika á tónleikum hérlendis í Laugardalshöll þann 27. maí næstkomandi. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Böndin voru bæði upp á sitt besta fyrir yfir 30 árum en liðsmenn hafa engu gleymt. 2.2.2007 10:24
Þýskaland og Pólland mætast í úrslitum HM Þýskaland og Pólland leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta en Ísland mætir Spánverjum í leik um sjöunda sætið. Báðir undanúrslitaleikir keppninnar í gær voru tvíframlangdir. Þjóðverjar lögðu Frakka í æsispennandi leik sem þurfti að framlengja tvívegis. Eftir fyrri framlenginguna, var staðan 29-29 þar sem Florian Kehrmann náði að jafna fyrir Þjóðverja á síðustu stundu eftir að Frakkar misnotuðu tækifæri á að komast tveimur mörkum yfir. 2.2.2007 10:22
Verkakar byrjaðir á Djúpvegi Framkvæmdir eru hafnar við Djúpveg í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem boðið hefur verið út í vegagerð hérlendis en samningsupphæðin við verktakana KNH og Vestfirska verktaka er um milljarður króna. Innifalið í verkinu eru þrjár brýr, sú stærsta á Mjóafirði en hún verður um 130 metra löng. 2.2.2007 10:13
73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. 2.2.2007 09:53
Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag. 1.2.2007 23:42
Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. 1.2.2007 22:56
Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. 1.2.2007 22:46
Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ 1.2.2007 22:17
Stúlkan fundin Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina. 1.2.2007 21:56
45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. 1.2.2007 21:49
Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. 1.2.2007 21:00
Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. 1.2.2007 20:52
Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. 1.2.2007 20:35
Skattur lagður á nagladekk? Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk. 1.2.2007 20:17
Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. 1.2.2007 20:09
Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. 1.2.2007 19:45
Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. 1.2.2007 19:35