Fleiri fréttir Vilja að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti Bandalag íslenskra listamanna vill að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti þar sem margt bendi til þess að verðmætasköpun framtíðarinnar verði hvað mest í hinum skapandi atvinnugreinum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðlfundi bandalagsins um síðustu helgi. 25.1.2007 15:59 Bandarísk hersveit verður áfram til að berjast við talibana Yfir þrjú þúsund manna bandarískt herlið í Afganistan, sem halda átti heim á leið í næsta mánuði, verður áfram í landinu. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Reiknað er með að hersveitin verði í allt að fjóra mánuði til viðbótar. 25.1.2007 15:45 Fjórir látnir í átökum í Beirút Stúdentar fylgjandi Líbanonstjórn annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar lentu í átökum í dag við Beirut Arab háskólann og breiddust átökin út á nærliggjandi götur. Sjónvarpsstöð Hezbolla í Líbanon segir fjóra hafa látið lífið, en embættismenn öryggismála hafa aðeins staðfest að einn hafi verið skotinn til bana. Öryggissveitir segja að minnsta kosti 17 manns slasaða, en óstaðfestar tölur segja 35 hafa slasast. 25.1.2007 15:36 Nam merki úr neyðarsendi flugvélar sem fórst Bandarískt herskip hefur numið merki frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fórst með 102 manns innborðs í Indónesíu á nýársdag. Bandaríska sendiráðið í Jakarta í Indónesíu greindi frá því að merkin væru úr flugrita og frá kassa með upptökum af samtölum í flugstjórnarklefa. 25.1.2007 15:33 Skrifað undir samninga vegna Djúpvegar á Vestfjörðum Vegagerðin og verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar sömdu í dag um vegagerð á Djúpvegi í framhaldi af útboði sem fram fór í lok síðasta árs. Samningurinn tekur til 14,5 kíómetra kafla Djúpvegar milli Reykjaness og Hörtnár utarlega við vestanverðan Mjóafjörð. 25.1.2007 15:30 Deiliskipulagstillagan þýðir vatnaskil í stækkunarmáli Alcan Lúðvík Gerissson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að vatnaskil hafi orðið með tillögu að nýju og gjörbreyttu deiliskipulagi sem breitt samkomulag hafi náðst um innan Hafnarfjarðarbæjar og gagnvart Alcan. Hann segist vera mjög ánægður með deiliskipulagstillöguna. Forsendur ýmis lykilsatriði í með allt öðrum hætti en fólk hefur mótað afstöðu sína útfrá hingað til. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist hann sáttur og ánægður með málið eins og það lægi fyrir núna,og í þeim anda sem bæjarstjórn hefði samþykkt. En að tvö til þrjú skilyrði þyrfti þó enn að uppfylla. Þessir fyrirvarar lytu að kostnaðarhlutdeild í færslu Reykjanesbrautar, hver ætti að bera kostnað við tilfærslu og breytingar á raflínum og skattauppgjöri álversins eins og það er stafrækt í dag. Að þessum kröfum uppfylltum yrði hann sáttur við fara fram með málið Í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desember fyrir Alcan, voru tæp 51,5 prósent Hafnfirðinga andvíg stækkun álversins í Straumsvík en rúm 39 prósent hlynnt stækkun. 25.1.2007 15:17 Katsav fær tímabundið leyfi frá störfum Ísraelska þingið samþykkti naumlega í dag að veita Moshe Katsav, forseta landsins, launalaust leyfi vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Greint var frá því fyrr í vikunni að saksóknarnir hygðist ákæra forsetann fyrir brotin en hann hefur alla tíð neitað sök. 25.1.2007 15:07 Fimmtungur leikskóla án opinberrar uppeldisstefnu Um fimmtungur leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu og annars eins hópur hefur ekki mótað eigin skólanámskrá samkvæmt könnun sem menntamálaráðnuneytið gerði í fyrra. Fram kemur í vefriti menntamálaráðuneytisins að auk þess hafi um sjö prósent leikskóla hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá. 25.1.2007 14:44 Netperri áreitir unglingsstúlkur á Vestfjörðum Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú mál þar sem ókunnur aðili eða aðilar hafa beðið um leyfi til þess að eiga samtal við unglingsstúlkur í gegnum Netið og hafa síðan jafnvel berað sig í vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna. Bendir lögregla á að slíkt geti geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. 25.1.2007 14:32 Stöðvaði umferð á gatnamótum vegna símtals Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gær að hafa afskipti af ökumanni sem tafði umferð á gatnamótum. Maðurinn hélt kyrru fyrir eftir að græna ljósið kom á umferðarljósin en svo vildi til að lögreglubíll var meðal þeirra sem biðu fyrir aftan bílinn. 25.1.2007 14:24 Saka bæjarstjóra um að taka þátt í kosningabaráttu Alcan Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, saka Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að vera í grímulausri kosningabaráttu með Alcan fyrir stækkun álversins og sömuleiðis um að fara með ósannindi í umræðunni. 25.1.2007 13:49 Byggja þjónustuhús fyrir fiskimenn á Srí Lanka Framkvæmdir eru hafnar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við ellefu byggingar á sex löndunarstöðum á vestur- og suðurströnd Srí Lanka. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að um sé að ræða fiskmarkaðshús, fjarskiptahús og salerni fyrir sjómenn og fiskverkendur sem nýta löndunarstaðina. 25.1.2007 13:29 Hóta áframhaldandi árásum Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni. 25.1.2007 13:15 Herinn kynnir nýtt vopn Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi. 25.1.2007 12:45 HÍ og KHÍ sameinist á næsta ári Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mælti fyrir frumvarpi um sameinginu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands á Alþingi nú fyrir hádegi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir sameinist undir nafni Háskóla Íslands og að sameiningin verði að veruleika 1. júlí á næsta ári. 25.1.2007 12:45 Hóta fleiri árásum í Grikklandi Vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn sem skutu handsprengju að bandaríska sendiráðinu í Aþenu fyrr í mánuðinum hótuðu í morgun fleiri árásum á grísk og bandarísk skotmörk. Byltingarbaráttuhópurinn svonefndi lýstu ábyrgð á hendur sér í fimm síðna yfirlýsingu þar sem ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Grikklands voru gagnrýndar. 25.1.2007 12:30 Ráðherrar sakaðir um að lítilsvirða þingið Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því harðlega í morgun að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum yrði ekki tekin til meðferðar í þinginu. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði þetta lítilsvirðingu við þingið og þingflokksformaður Vinstri - grænna sagði óþolandi að ráðherrar ríkisstjórnarinnar breyttu ráðuneytum sínum í kosningaskrifstofur þegar alþingiskosningar væru í nánd. 25.1.2007 12:17 Safna fé fyrir Líbanon Líbönsku ríkisstjórninni hefur verið lofað jafnvirði tvö hundruð milljarða íslenskra króna til enduruppbyggingar landsins. Þetta var ákveðið í morgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem nú fer fram í Frakklandi. Stjórnarandstæðingar segja að með fjárstuðningnum sé verið að hlaupa undir bagga með stjórnvöldum, ekki þjóðinni. 25.1.2007 12:15 Verð á fiski hækkar Gengislækkun krónunnar og aukin eftirspurn eftir ferskum íslenskum fiski í útlöndum veldur því að fiskur hefur hækkað um tíu til tuttugu prósent í fiskbúðum og fiskborðum stórverslana á höfuðborgarsvæðinu, á einu ári. 25.1.2007 12:03 Öflugur jarðskjálfti á Taívan Öflugur jarðskjálfti hristi upp í Taívan í dag. Ekki hefur frést af manntjóni eða skemmdum. Skjálftinn mældist 6,2 á Richterskalanum. Hann átti upptök sín á 5 kílómetra dýpi undir sjávarbotninum úti fyrir austurströnd eyjunnar. Jarðskjálftar eru tíðir í Taívan. 25.1.2007 11:50 British Airways fellir niður hundruð fluga Búist er við öngþveiti á flugvöllum í Bretlandi í næstu viku þegar British Airways fellir niður hundruð fluga. Allt flug félagsins frá Heathrow flugvelli verður fellt niður í tvo daga í næstu viku. Þá verður allt innanlands- og Evrópuflug fellt niður frá Gatwick flugvelli á sama tíma, frá kl. 1 aðfaranótt þriðjudags til miðnættis á miðvikudegi. Ákvörðunin var tekin eftir að samningaumleitanir flugliða og flugfélagsins sigldu í strand. 25.1.2007 11:30 Núllið úrelt Verið er að skoða fyrirkomulag almenningssalerna í miðborg Reykjavíkur. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar skoðar sérstaklega breytingar á Núllinu, almenningssalerni, sem er neðanjarðar við Bankastræti. 25.1.2007 11:30 Vilja hafa eitthvað um Vatnajökulsþjóðgarð að segja Samtök útivistarfélaga gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin fagna hugmyndum um stofnun þjóðgarðsins en telja útfærslu á þeim ábótavant. 25.1.2007 11:04 Handtekin eftir dauða fallhlífastökkvara Belgíska lögreglan hefur handtekið konu eftir að vinkona hennar hrapaði til bana í hópfallhlífarstökki í Opglabbeek í Belgíu. Konan sem lést hét Els Van Doren. Hún var 37 ára, gift og tveggja barna móðir, en átti í ástarsambandi við annan fallhlífastökkvara. Hún vissi ekki að vinkona hennar Els Clottemans átti líka í ástarsambandi við manninn. Atvikið átti sér stað í nóvember, en þegar lögreglan komst að ástarþríhyrningnum bárust böndin að Clottermans. 25.1.2007 11:02 Gripinn með 50 þúsund bjórdósir Þjóðverji á fimmugsaldri var gripinn af dönskum tollvörðum þegar hann keyrði yfir landamærin til Danmerkur með tæplega 50 þúsund bjórdósir á vörubílspalli og í tengivagni. Einnig leyndust þar 2.376 dósir af gosdrykkjum og 12 lítrar af vodka. Megnið af vörunum hafði maðurinn keypt í landamærabúð í Flensborg í Þýskalandi. 25.1.2007 11:02 Sádi-Arabar gefa rúman milljarð dollara Konungur Sádi-Arabíu tilkynnti í morgun að landið hygðist gefa 1,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 76 milljarða íslenskra króna, til uppbyggingar í Líbanon. Fulltrúar 40 landa eru saman komnir til söfnunarráðstefnu í París. Áður en ráðstefnan hófst höfðu Frakkland og Bandaríkin lofað um 100 milljörðum íslenskra króna í styrk og lán. 25.1.2007 10:52 Starfsmaður þingsins á kóki Starfsmaður danska þjóðþingsins hefur verið handtekinn fyrir að hafa undir höndum örvandi fíkniefni. Dagblaðið Berlingske Tidende greindi frá því í nóvember síðastliðnum að fíkniefnaleifar hefðu fundist á þremur klósettum þinghússins í Kristjánsborgarhöll. 25.1.2007 10:42 Mikil hækkun á fiskverði milli ára Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. 24.1.2007 23:30 Federline vondur fyrir viðskiptin Samtök veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum hafa farið fram á að sýningum á auglýsingu, þar sem Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, er sýndur sem starfsmaður á veitingastað, verði aflýst. 24.1.2007 23:15 Saklaus sveitamorðingi Robert „Willie“ Pickton, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt 26 vændiskonur, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann væri „saklaus lítill sveitadrengur“ sem einhver væri að koma sök á. Þetta kom fram í réttarhaldinu yfir honum sem nú fer fram en hann var handtekinn í febrúar árið 2002. 24.1.2007 22:59 Staða Kosovo að skýrast Rússar, sem hafa hingað til verið á móti hugmyndinni um sjálfstætt Kosovo, gáfu til kynna í dag að þeir gætu samþykkt að það yrði sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Ein af tillögum Sameinuðu þjóðanna um Kosovo hefur lagt þann möguleika til. Í henni segir enn fremur að Kosovo reki eigin utanríkisstefnu og geti orðið aðili að alþjóðasamtökum í eigin nafni. 24.1.2007 22:30 Brotist inn í sumarbústað Lögreglan í Borgarnesi handtók um hádegisbil í dag fjóra einstaklinga um tvítugt sem höfðu brotist inn í sumarbústað í Svínadal í fyrrinótt. Fjórmenningarnir höfðu neytt fíkniefna en lögregla fann á þeim 10 grömm af hassi og eitthvað af alsælu. Fólkið braut rúður til þess að komast inn í sumarbústaðinn og héldu síðan upp á það með partýstandi fram eftir nóttu. 24.1.2007 22:15 Ást við aðra sýn Sjónvarpstöð í Hollandi hefur ákveðið að hefja upptökur á stefnumótaþætti. Það merkilega við þáttinn verður hins vegar að í hann má aðeins koma fólk sem er „sjáanlega óheppið í útliti.“ Þátturinn á að heita „Ást við aðra sýn.“ 24.1.2007 22:00 VG segja samstöðu ekki náð um stækkun álbræðslu Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna. 24.1.2007 21:45 Bandaríkin að veita Líbanon lán Bandaríkin hétu því í dag að veita Líbanon 770 milljón dollara lán, eða um 53 milljarða íslenskra króna, til þess að styrkja við stjórn Foud Siniora í baráttu hans við stjórnarandstöðu Hezbollah. Þetta staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar í dag. 24.1.2007 21:30 Harður árekstur á Álftanesvegi Harður árekstur varð klukkan hálf sjö í kvöld á Álftanesvegi. Um tvo bíla var að ræða og skemmdust báðir töluvert. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki. 24.1.2007 21:15 Bardagar geysa í Bagdad Íraskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag 35 uppreisnarmenn og skutu 30 til bana í bardögum við Haifa götuna í miðborg Bagdad í dag. Bardagar geysuðu þar í rúmar átta klukkustundir en embættismenn Íraka segja götuna vera fylgsni fjölmargra uppreisnarmanna. Í hverfinu í kringum götuna búa mestmegnis súnní múslimar. 24.1.2007 21:00 Friðrik 8. í Bocuse d'Or Íslendingurinn Friðgeir Ingi Eiríksson varð í 8. sæti í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or eftir tveggja daga keppni í borginni Lyon í Frakklandi. Franski kokkurinn Fabrice Desvignes vann þar sigur. 24.1.2007 20:45 al-Kaída varar Bandaríkjamenn við Ayman al-Zawahri, næstráðandi innan al-Kaída hryðjuverkahópsins, sagði í dag að Bandaríkin mættu búast við hefndaraðgerðum sem yrðu „mun verri en nokkuð sem þau hefðu séð." ef ráðamenn í Bandaríkjunum breyttu ekki framkomu sinni í garð íslamskra ríkja. 24.1.2007 20:30 Conte gefur eftir Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur samþykkt að tilnefna nýjan forsætisráðherra til þess að koma til móts við kröfur stéttarfélaga í landinu. Stéttarfélögin standa nú fyrir verkföllum sem hafa lamað nær alla starfsemi í landinu undanfarnar tvær vikur. 24.1.2007 20:15 Grískur hópur lýsir yfir ábyrgð Grískur vinstrisinnaður hryðjuverkahópur hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á bandaríska sendiráðið í Aþenu, höfuðborg Grikklands, sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Hópurinn hótaði jafnframt fleiri árásum gegn stjórnmálamönnum og mikilvægum byggingum en frá þessu skýrði dagblað í Grikklandi í dag. 24.1.2007 20:00 Þingið á móti fjölgun hermanna Utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag harðorða tillögu gegn fjölgun hermanna í Írak. Í nefndinni sitja bæði fulltrúar demókrata og repúblikana og því er samþykkt hennar mikið áfall fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. 24.1.2007 19:45 Fornaldarhákarl gægist upp úr djúpinu Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af sannkölluðum kynjafiski sem þróunarsagan er sögð hafa sneitt að mestu framhjá. Kvikindið kallast kragaháfur og fannst í höfninni í Awashima, nærri Tókýó. 24.1.2007 19:30 Katsav lætur tímabundið af störfum Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur óskað eftir því að fá leyfi frá störfum eftir að greint var frá því að hann yrði að öllum líkindum ákærður fyrir nauðgun og aðra kynferðisglæpi gegn fjórum konum. 24.1.2007 19:00 Vegagerð næstu ára ákveðin Ákvarðanir um vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Verið er að ákveða hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa. 24.1.2007 18:59 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti Bandalag íslenskra listamanna vill að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti þar sem margt bendi til þess að verðmætasköpun framtíðarinnar verði hvað mest í hinum skapandi atvinnugreinum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðlfundi bandalagsins um síðustu helgi. 25.1.2007 15:59
Bandarísk hersveit verður áfram til að berjast við talibana Yfir þrjú þúsund manna bandarískt herlið í Afganistan, sem halda átti heim á leið í næsta mánuði, verður áfram í landinu. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Reiknað er með að hersveitin verði í allt að fjóra mánuði til viðbótar. 25.1.2007 15:45
Fjórir látnir í átökum í Beirút Stúdentar fylgjandi Líbanonstjórn annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar lentu í átökum í dag við Beirut Arab háskólann og breiddust átökin út á nærliggjandi götur. Sjónvarpsstöð Hezbolla í Líbanon segir fjóra hafa látið lífið, en embættismenn öryggismála hafa aðeins staðfest að einn hafi verið skotinn til bana. Öryggissveitir segja að minnsta kosti 17 manns slasaða, en óstaðfestar tölur segja 35 hafa slasast. 25.1.2007 15:36
Nam merki úr neyðarsendi flugvélar sem fórst Bandarískt herskip hefur numið merki frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fórst með 102 manns innborðs í Indónesíu á nýársdag. Bandaríska sendiráðið í Jakarta í Indónesíu greindi frá því að merkin væru úr flugrita og frá kassa með upptökum af samtölum í flugstjórnarklefa. 25.1.2007 15:33
Skrifað undir samninga vegna Djúpvegar á Vestfjörðum Vegagerðin og verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar sömdu í dag um vegagerð á Djúpvegi í framhaldi af útboði sem fram fór í lok síðasta árs. Samningurinn tekur til 14,5 kíómetra kafla Djúpvegar milli Reykjaness og Hörtnár utarlega við vestanverðan Mjóafjörð. 25.1.2007 15:30
Deiliskipulagstillagan þýðir vatnaskil í stækkunarmáli Alcan Lúðvík Gerissson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að vatnaskil hafi orðið með tillögu að nýju og gjörbreyttu deiliskipulagi sem breitt samkomulag hafi náðst um innan Hafnarfjarðarbæjar og gagnvart Alcan. Hann segist vera mjög ánægður með deiliskipulagstillöguna. Forsendur ýmis lykilsatriði í með allt öðrum hætti en fólk hefur mótað afstöðu sína útfrá hingað til. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist hann sáttur og ánægður með málið eins og það lægi fyrir núna,og í þeim anda sem bæjarstjórn hefði samþykkt. En að tvö til þrjú skilyrði þyrfti þó enn að uppfylla. Þessir fyrirvarar lytu að kostnaðarhlutdeild í færslu Reykjanesbrautar, hver ætti að bera kostnað við tilfærslu og breytingar á raflínum og skattauppgjöri álversins eins og það er stafrækt í dag. Að þessum kröfum uppfylltum yrði hann sáttur við fara fram með málið Í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desember fyrir Alcan, voru tæp 51,5 prósent Hafnfirðinga andvíg stækkun álversins í Straumsvík en rúm 39 prósent hlynnt stækkun. 25.1.2007 15:17
Katsav fær tímabundið leyfi frá störfum Ísraelska þingið samþykkti naumlega í dag að veita Moshe Katsav, forseta landsins, launalaust leyfi vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Greint var frá því fyrr í vikunni að saksóknarnir hygðist ákæra forsetann fyrir brotin en hann hefur alla tíð neitað sök. 25.1.2007 15:07
Fimmtungur leikskóla án opinberrar uppeldisstefnu Um fimmtungur leikskóla hefur ekki opinbera uppeldisstefnu og annars eins hópur hefur ekki mótað eigin skólanámskrá samkvæmt könnun sem menntamálaráðnuneytið gerði í fyrra. Fram kemur í vefriti menntamálaráðuneytisins að auk þess hafi um sjö prósent leikskóla hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skólanámskrá. 25.1.2007 14:44
Netperri áreitir unglingsstúlkur á Vestfjörðum Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú mál þar sem ókunnur aðili eða aðilar hafa beðið um leyfi til þess að eiga samtal við unglingsstúlkur í gegnum Netið og hafa síðan jafnvel berað sig í vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna. Bendir lögregla á að slíkt geti geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. 25.1.2007 14:32
Stöðvaði umferð á gatnamótum vegna símtals Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gær að hafa afskipti af ökumanni sem tafði umferð á gatnamótum. Maðurinn hélt kyrru fyrir eftir að græna ljósið kom á umferðarljósin en svo vildi til að lögreglubíll var meðal þeirra sem biðu fyrir aftan bílinn. 25.1.2007 14:24
Saka bæjarstjóra um að taka þátt í kosningabaráttu Alcan Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, saka Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að vera í grímulausri kosningabaráttu með Alcan fyrir stækkun álversins og sömuleiðis um að fara með ósannindi í umræðunni. 25.1.2007 13:49
Byggja þjónustuhús fyrir fiskimenn á Srí Lanka Framkvæmdir eru hafnar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við ellefu byggingar á sex löndunarstöðum á vestur- og suðurströnd Srí Lanka. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að um sé að ræða fiskmarkaðshús, fjarskiptahús og salerni fyrir sjómenn og fiskverkendur sem nýta löndunarstaðina. 25.1.2007 13:29
Hóta áframhaldandi árásum Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni. 25.1.2007 13:15
Herinn kynnir nýtt vopn Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi. 25.1.2007 12:45
HÍ og KHÍ sameinist á næsta ári Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mælti fyrir frumvarpi um sameinginu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands á Alþingi nú fyrir hádegi. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir sameinist undir nafni Háskóla Íslands og að sameiningin verði að veruleika 1. júlí á næsta ári. 25.1.2007 12:45
Hóta fleiri árásum í Grikklandi Vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn sem skutu handsprengju að bandaríska sendiráðinu í Aþenu fyrr í mánuðinum hótuðu í morgun fleiri árásum á grísk og bandarísk skotmörk. Byltingarbaráttuhópurinn svonefndi lýstu ábyrgð á hendur sér í fimm síðna yfirlýsingu þar sem ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Grikklands voru gagnrýndar. 25.1.2007 12:30
Ráðherrar sakaðir um að lítilsvirða þingið Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því harðlega í morgun að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum yrði ekki tekin til meðferðar í þinginu. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði þetta lítilsvirðingu við þingið og þingflokksformaður Vinstri - grænna sagði óþolandi að ráðherrar ríkisstjórnarinnar breyttu ráðuneytum sínum í kosningaskrifstofur þegar alþingiskosningar væru í nánd. 25.1.2007 12:17
Safna fé fyrir Líbanon Líbönsku ríkisstjórninni hefur verið lofað jafnvirði tvö hundruð milljarða íslenskra króna til enduruppbyggingar landsins. Þetta var ákveðið í morgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem nú fer fram í Frakklandi. Stjórnarandstæðingar segja að með fjárstuðningnum sé verið að hlaupa undir bagga með stjórnvöldum, ekki þjóðinni. 25.1.2007 12:15
Verð á fiski hækkar Gengislækkun krónunnar og aukin eftirspurn eftir ferskum íslenskum fiski í útlöndum veldur því að fiskur hefur hækkað um tíu til tuttugu prósent í fiskbúðum og fiskborðum stórverslana á höfuðborgarsvæðinu, á einu ári. 25.1.2007 12:03
Öflugur jarðskjálfti á Taívan Öflugur jarðskjálfti hristi upp í Taívan í dag. Ekki hefur frést af manntjóni eða skemmdum. Skjálftinn mældist 6,2 á Richterskalanum. Hann átti upptök sín á 5 kílómetra dýpi undir sjávarbotninum úti fyrir austurströnd eyjunnar. Jarðskjálftar eru tíðir í Taívan. 25.1.2007 11:50
British Airways fellir niður hundruð fluga Búist er við öngþveiti á flugvöllum í Bretlandi í næstu viku þegar British Airways fellir niður hundruð fluga. Allt flug félagsins frá Heathrow flugvelli verður fellt niður í tvo daga í næstu viku. Þá verður allt innanlands- og Evrópuflug fellt niður frá Gatwick flugvelli á sama tíma, frá kl. 1 aðfaranótt þriðjudags til miðnættis á miðvikudegi. Ákvörðunin var tekin eftir að samningaumleitanir flugliða og flugfélagsins sigldu í strand. 25.1.2007 11:30
Núllið úrelt Verið er að skoða fyrirkomulag almenningssalerna í miðborg Reykjavíkur. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar skoðar sérstaklega breytingar á Núllinu, almenningssalerni, sem er neðanjarðar við Bankastræti. 25.1.2007 11:30
Vilja hafa eitthvað um Vatnajökulsþjóðgarð að segja Samtök útivistarfélaga gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin fagna hugmyndum um stofnun þjóðgarðsins en telja útfærslu á þeim ábótavant. 25.1.2007 11:04
Handtekin eftir dauða fallhlífastökkvara Belgíska lögreglan hefur handtekið konu eftir að vinkona hennar hrapaði til bana í hópfallhlífarstökki í Opglabbeek í Belgíu. Konan sem lést hét Els Van Doren. Hún var 37 ára, gift og tveggja barna móðir, en átti í ástarsambandi við annan fallhlífastökkvara. Hún vissi ekki að vinkona hennar Els Clottemans átti líka í ástarsambandi við manninn. Atvikið átti sér stað í nóvember, en þegar lögreglan komst að ástarþríhyrningnum bárust böndin að Clottermans. 25.1.2007 11:02
Gripinn með 50 þúsund bjórdósir Þjóðverji á fimmugsaldri var gripinn af dönskum tollvörðum þegar hann keyrði yfir landamærin til Danmerkur með tæplega 50 þúsund bjórdósir á vörubílspalli og í tengivagni. Einnig leyndust þar 2.376 dósir af gosdrykkjum og 12 lítrar af vodka. Megnið af vörunum hafði maðurinn keypt í landamærabúð í Flensborg í Þýskalandi. 25.1.2007 11:02
Sádi-Arabar gefa rúman milljarð dollara Konungur Sádi-Arabíu tilkynnti í morgun að landið hygðist gefa 1,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 76 milljarða íslenskra króna, til uppbyggingar í Líbanon. Fulltrúar 40 landa eru saman komnir til söfnunarráðstefnu í París. Áður en ráðstefnan hófst höfðu Frakkland og Bandaríkin lofað um 100 milljörðum íslenskra króna í styrk og lán. 25.1.2007 10:52
Starfsmaður þingsins á kóki Starfsmaður danska þjóðþingsins hefur verið handtekinn fyrir að hafa undir höndum örvandi fíkniefni. Dagblaðið Berlingske Tidende greindi frá því í nóvember síðastliðnum að fíkniefnaleifar hefðu fundist á þremur klósettum þinghússins í Kristjánsborgarhöll. 25.1.2007 10:42
Mikil hækkun á fiskverði milli ára Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. 24.1.2007 23:30
Federline vondur fyrir viðskiptin Samtök veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum hafa farið fram á að sýningum á auglýsingu, þar sem Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, er sýndur sem starfsmaður á veitingastað, verði aflýst. 24.1.2007 23:15
Saklaus sveitamorðingi Robert „Willie“ Pickton, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt 26 vændiskonur, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann væri „saklaus lítill sveitadrengur“ sem einhver væri að koma sök á. Þetta kom fram í réttarhaldinu yfir honum sem nú fer fram en hann var handtekinn í febrúar árið 2002. 24.1.2007 22:59
Staða Kosovo að skýrast Rússar, sem hafa hingað til verið á móti hugmyndinni um sjálfstætt Kosovo, gáfu til kynna í dag að þeir gætu samþykkt að það yrði sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Ein af tillögum Sameinuðu þjóðanna um Kosovo hefur lagt þann möguleika til. Í henni segir enn fremur að Kosovo reki eigin utanríkisstefnu og geti orðið aðili að alþjóðasamtökum í eigin nafni. 24.1.2007 22:30
Brotist inn í sumarbústað Lögreglan í Borgarnesi handtók um hádegisbil í dag fjóra einstaklinga um tvítugt sem höfðu brotist inn í sumarbústað í Svínadal í fyrrinótt. Fjórmenningarnir höfðu neytt fíkniefna en lögregla fann á þeim 10 grömm af hassi og eitthvað af alsælu. Fólkið braut rúður til þess að komast inn í sumarbústaðinn og héldu síðan upp á það með partýstandi fram eftir nóttu. 24.1.2007 22:15
Ást við aðra sýn Sjónvarpstöð í Hollandi hefur ákveðið að hefja upptökur á stefnumótaþætti. Það merkilega við þáttinn verður hins vegar að í hann má aðeins koma fólk sem er „sjáanlega óheppið í útliti.“ Þátturinn á að heita „Ást við aðra sýn.“ 24.1.2007 22:00
VG segja samstöðu ekki náð um stækkun álbræðslu Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna. 24.1.2007 21:45
Bandaríkin að veita Líbanon lán Bandaríkin hétu því í dag að veita Líbanon 770 milljón dollara lán, eða um 53 milljarða íslenskra króna, til þess að styrkja við stjórn Foud Siniora í baráttu hans við stjórnarandstöðu Hezbollah. Þetta staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar í dag. 24.1.2007 21:30
Harður árekstur á Álftanesvegi Harður árekstur varð klukkan hálf sjö í kvöld á Álftanesvegi. Um tvo bíla var að ræða og skemmdust báðir töluvert. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki. 24.1.2007 21:15
Bardagar geysa í Bagdad Íraskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag 35 uppreisnarmenn og skutu 30 til bana í bardögum við Haifa götuna í miðborg Bagdad í dag. Bardagar geysuðu þar í rúmar átta klukkustundir en embættismenn Íraka segja götuna vera fylgsni fjölmargra uppreisnarmanna. Í hverfinu í kringum götuna búa mestmegnis súnní múslimar. 24.1.2007 21:00
Friðrik 8. í Bocuse d'Or Íslendingurinn Friðgeir Ingi Eiríksson varð í 8. sæti í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or eftir tveggja daga keppni í borginni Lyon í Frakklandi. Franski kokkurinn Fabrice Desvignes vann þar sigur. 24.1.2007 20:45
al-Kaída varar Bandaríkjamenn við Ayman al-Zawahri, næstráðandi innan al-Kaída hryðjuverkahópsins, sagði í dag að Bandaríkin mættu búast við hefndaraðgerðum sem yrðu „mun verri en nokkuð sem þau hefðu séð." ef ráðamenn í Bandaríkjunum breyttu ekki framkomu sinni í garð íslamskra ríkja. 24.1.2007 20:30
Conte gefur eftir Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur samþykkt að tilnefna nýjan forsætisráðherra til þess að koma til móts við kröfur stéttarfélaga í landinu. Stéttarfélögin standa nú fyrir verkföllum sem hafa lamað nær alla starfsemi í landinu undanfarnar tvær vikur. 24.1.2007 20:15
Grískur hópur lýsir yfir ábyrgð Grískur vinstrisinnaður hryðjuverkahópur hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á bandaríska sendiráðið í Aþenu, höfuðborg Grikklands, sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Hópurinn hótaði jafnframt fleiri árásum gegn stjórnmálamönnum og mikilvægum byggingum en frá þessu skýrði dagblað í Grikklandi í dag. 24.1.2007 20:00
Þingið á móti fjölgun hermanna Utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag harðorða tillögu gegn fjölgun hermanna í Írak. Í nefndinni sitja bæði fulltrúar demókrata og repúblikana og því er samþykkt hennar mikið áfall fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. 24.1.2007 19:45
Fornaldarhákarl gægist upp úr djúpinu Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af sannkölluðum kynjafiski sem þróunarsagan er sögð hafa sneitt að mestu framhjá. Kvikindið kallast kragaháfur og fannst í höfninni í Awashima, nærri Tókýó. 24.1.2007 19:30
Katsav lætur tímabundið af störfum Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur óskað eftir því að fá leyfi frá störfum eftir að greint var frá því að hann yrði að öllum líkindum ákærður fyrir nauðgun og aðra kynferðisglæpi gegn fjórum konum. 24.1.2007 19:00
Vegagerð næstu ára ákveðin Ákvarðanir um vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Verið er að ákveða hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa. 24.1.2007 18:59