Vegagerð næstu ára ákveðin 24. janúar 2007 18:59 Ákvarðanir um allar helstu vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Búist er við að ríkisstjórnin kynni þingflokkum sínum eftir helgi tillögur um hvernig hún vill ráðstafa eitthundrað milljörðum króna í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára og þrjúhundruð milljörðum króna í langtímaáætlun til tólf ára. Samgönguáætlun verður sennilega stærsta mál þingsins það sem eftir lifir vetrar. Ekki aðeins er verið að ráðstafa stærstum hluta framkvæmdaframlaga ríkisins næstu árin heldur einnig verið að móta hvað eigi að gera, hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa. Og þau verkefni sem ekki komast inn á listann nú, - ja, þau gætu þurft að bíða fram til ársins 2020. Það er því tekist á um gríðarlega hagsmuni þessa dagana þvert á flokka en milli landshluta því verið er að móta bæði 4urra ára áætlun og tólf ára áætlun. Mesta spennan ríkir um hvernig staðið verður að tvöföldun þjóðvega út frá Reykjavík, bæði Suðurlandsvegar til Selfoss og Vesturlandsvegar til Borgarness. Samgönguráðherra gaf engin svör þegar spurt var á Alþingi í morgun og sagði að fyrst yrðu ríkisstjórn og þingflokkar hennar að komast að pólitískri niðurstöðu áður en unnt yrði að kynna áætlunina á Alþingi. Örlög Sundabrautar munu skýrast, hversu hratt verður unnið að gerð hennar á næstu árum. Ákvarðanir um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum verða mótaðar. Líklegt þykir að Vestfirðingar fái bæði Arnarfjarðar og Óshlíðargöng og Austfirðingar ný Norðfjarðargöng. Þá mun ráðast hvaða mislæg gatnamót verða byggð á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verið að ráðstafa fjármunum til hafna og flugvalla og þar gæti framtíð Reykjavíkurflugvallar skýrst með ákvörðun um samgöngumiðstöð. Þingmenn er farið að lengja eftir tillögum og átaldi Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, ráðherra fyrir að hafa ekki lagt þær fyrir Alþingi.Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er stefnt að því að ríkisstjórnin afgreiði samgönguáætlunina á föstudag og kynni hana formlega í þingflokkum sínum á mánudag. Tillögurnar gætu birst á Alþingi í næstu viku. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ákvarðanir um allar helstu vegaframkvæmdir í landinu fram til ársins 2020 eru að mótast þessa dagana. Búist er við að ríkisstjórnin kynni þingflokkum sínum eftir helgi tillögur um hvernig hún vill ráðstafa eitthundrað milljörðum króna í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára og þrjúhundruð milljörðum króna í langtímaáætlun til tólf ára. Samgönguáætlun verður sennilega stærsta mál þingsins það sem eftir lifir vetrar. Ekki aðeins er verið að ráðstafa stærstum hluta framkvæmdaframlaga ríkisins næstu árin heldur einnig verið að móta hvað eigi að gera, hvaða jarðgöng eigi að grafa, hvaða vegi eigi að tvöfalda og hvaða firði eigi að brúa. Og þau verkefni sem ekki komast inn á listann nú, - ja, þau gætu þurft að bíða fram til ársins 2020. Það er því tekist á um gríðarlega hagsmuni þessa dagana þvert á flokka en milli landshluta því verið er að móta bæði 4urra ára áætlun og tólf ára áætlun. Mesta spennan ríkir um hvernig staðið verður að tvöföldun þjóðvega út frá Reykjavík, bæði Suðurlandsvegar til Selfoss og Vesturlandsvegar til Borgarness. Samgönguráðherra gaf engin svör þegar spurt var á Alþingi í morgun og sagði að fyrst yrðu ríkisstjórn og þingflokkar hennar að komast að pólitískri niðurstöðu áður en unnt yrði að kynna áætlunina á Alþingi. Örlög Sundabrautar munu skýrast, hversu hratt verður unnið að gerð hennar á næstu árum. Ákvarðanir um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum verða mótaðar. Líklegt þykir að Vestfirðingar fái bæði Arnarfjarðar og Óshlíðargöng og Austfirðingar ný Norðfjarðargöng. Þá mun ráðast hvaða mislæg gatnamót verða byggð á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verið að ráðstafa fjármunum til hafna og flugvalla og þar gæti framtíð Reykjavíkurflugvallar skýrst með ákvörðun um samgöngumiðstöð. Þingmenn er farið að lengja eftir tillögum og átaldi Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, ráðherra fyrir að hafa ekki lagt þær fyrir Alþingi.Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er stefnt að því að ríkisstjórnin afgreiði samgönguáætlunina á föstudag og kynni hana formlega í þingflokkum sínum á mánudag. Tillögurnar gætu birst á Alþingi í næstu viku.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira