Innlent

Vilja að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti

Menningarmál heyra nú undir menntamálaráðuneytið.
Menningarmál heyra nú undir menntamálaráðuneytið.

Bandalag íslenskra listamanna vill að stofnað verði sérstakt menningarráðuneyti þar sem margt bendi til þess að verðmætasköpun framtíðarinnar verði hvað mest í hinum skapandi atvinnugreinum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðlfundi bandalagsins um síðustu helgi. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé löngu tímabært að mikilvægi lista í íslensku samfélagi verði viðurkennt.

Þá vill bandalagið að listamönnum á starfslaunum verði fjölgað. Fjöldinn hafi staðið í stað í heilan áratug á meðan þjófélagið hafi tekið örum breytingum og landsmönnum til að mynda fjölgað um 13 prósent.

Bandalag íslenskra listamanna skorar enn fremur á stjórnvöld að viðurkenna hugverk sem eign sem lúti sömu lögmálum og aðrar eignir á borð við húsnæði, hlutabréf og kvóta og beri samkvæmt því 10 prósenta fjármagnstekjuskatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×