Fleiri fréttir

Ný þyrla Gæslunnar kemur til Reykjavíkur

Nýr þyrla Landhelgisgæslunnar, sem fengið hefur einkennisstafinu TF-EIR, lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta er fjórða þyrla Gæslunnar og er samskonar og TF-SIF, minni þyrla Gæslunnar.

Kynnti heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt stefnu um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi sem innflytjendaráð hefur unnið á undanförnum misserum. Stefnan var kynnt á blaðamannafundi í félagsmálaráðuneytinu í dag.

Snjór tefur flug- og bílaumferð í Evrópu

Mikill snjór hefur fallið víða í Evrópu í dag og í gær og haft víðtæk áhrif á umferð, bæði í lofti og á láði. Nokkrum flugvöllum var lokað, en 100 flug voru felld niður á alþjóðaflugvellinum í Prag þar sem snjókomunni linnti ekki. Flugumferð í Þýskalandi, Sviss og á Ítalíu truflaðist einnig vegna snjókomunnar. Í Stuttgart voru um eitt þúsund farþegar strandaglópar í nótt þegar 70 flug voru felld niður.

Edinborgarflugvöllur opnaður á ný

Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg hefur nú opnað að nýju eftir að flugvellinum var lokað af ótta við að sprengja leyndist í óþekktum poka í innritunarsal. Flugvöllurinn var rýmdur um tíma í dag og voru farþegar og starfsmenn fluttir á Hilton hótelið á flugvellinum. Starfsemin er nú komin í eðlilegt horf en búist er við einhverjum seinkunum á brottförum fram eftir degi.

Ummæli Bush valda usla meðal Síja í Írak

Síjar í Írak vísa ummælum George Bush Bandaríkjaforseta alfarið á bug um að vígamenn úr hópi þeirra séu jafn hættulegir Bandaríkjunum og vígamenn Súnna í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Í árlegri stefnuræðu sinni varaði Bush við vígamönnum Síja í Írak og miðausturlöndum, og margítrekaði að besta leiðin til að ná árangri í Írak væri að senda þangað fleiri hermenn.

Fundur um rýmingaráætlun vegna hugsanlegs stíflurofs

Almannavarnanefnd Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri ásamt Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans halda á morgun borgarafund að Brúarási á Jökuldal þar sem kynnt verður fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu stöðu rýmingaráætlunar vegna hugsanlegs stíflurofs við Hálslón.

Átök halda áfram í Líbanon

Til skotárásar kom milli fylgjenda ríkisstjórnarinnar í Líbanon og fylgjenda stjórnarandstöðunnar í borginni Trípolí í norðurhluta landsins í dag. Vitni og öryggissveitir sögðu átökin hafa byrjað eftir jarðaför manns sem lést í óeirðum í gær, en þar tókust einnig á fylgjendur stjórnar og stjórnarandstöðu. Öryggissveitir reyndu að stilla til friðar og stöðva átökin en ekki er vitað til að dauðsföll hafi orðið.

Stríðsmálaðir áhangendur Túnis mættir í höllina í Dortmund

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur tekið Arnór Atlason aftur inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Túnis klukkan 16:30 í dag. Arnór kemur inn í stað Ragnars Óskarssonar og þá verður Roland Eradze í markinu í stað Hreiðars Guðmundssonar. Logi Geirsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í leiknum við Frakka.

Meirihluti á móti stækkun álversins í Straumsvík

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru heldur fleiri Hafnfirðingar á móti stækkun álversins í Straumsvík en fylgjandi. Mjög mjótt mun þó vera á munum milli fylkinganna. Þetta kemur fram í könnun sem nýlega var gerð af Capacent-Gallup fyrir Alcan og forsvarsmenn Alcan hafa ekki enn kynnt fyrir almenning.

Greiða atkvæði um deiliskipulag vegna álvers 31. mars

Hafnfirðingar greiða atkvæði um það hvort álverið í Straumsvík verði stækkað þann 31. mars næstkomandi nái tillaga meirihluta Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag fram að ganga. Þetta kom fram á blaðamannafundi Hafnarfjarðarbæjar vegna nýs deiliskipulags í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins í dag.

Önnur loftárás Bandaríkjamanna á Sómalíu

Bandarískir embættismenn sögðu í dag að gerð hefði verið loftárás á Suðurhluta Sómalíu fyrr í vikunni. Þetta er önnur árás Bandaríkjamanna á íslamska öfgamenn. Fyrri árásin var fyrir um það bil tveimur vikum en þá sögðu embættismenn aðgerðina vera gegn öfgamönnum al-Qaida. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna neitaði að tjá sig um málið.

Tæplega áttræður drukkinn undir stýri

Tæplega áttræður ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hann var annar tveggja sem lögreglan stöðvaði vegna ölvunarakstur í nótt. Próflaus ökumaður ók bíl sínum í gegnum grindverk við Hafnafjarðarveg, bíll hans skemmdist nokkuð og er hann óökufær.

Tvö þúsund miðar seldust á Karíus og Baktus á klukkustund

Yfir tvö þúsund miðar seldust á fyrsta klukkutíma miðasölu á leikritið Karíus og Baktus sem Leikfélag Akureyrar sýnir í Borgarleikhúsinu í febrúar og mars. Mikið álag var á bæði símkerfi og heimasíðu leikhússins að sögn Magnúsar Geirs Þórðarssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, en verið er styrkja það.

Heimasíða í minningu Jóns Páls

Vefsíða sem tileinkuð og heiðruð er minningu Jón Páls Sigmarssonar kraftlyftingarmanns og þjóðarhetju! hefur verið opnuð á léninu www.jonpall.is. Á vefsíðunni verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um sögu Jón Páls heitins, myndir, tengla, gestabók og margt fleira.

Frakkar bjóða Líbönum lán

Frakkar hafa boðið ríkisstjórn Líbanons tæplega 45 milljarða íslenskra króna lán á mjög góðum kjörum. Þetta sagði talsmaður Jacques Chirac forseta Frakklands í dag. Chirac sagði sjálfur í sjónvarpsviðtali að Líbanska ríkisstjórnin væri nánast búin með það fjármagn sem hún hefði úr að spila. Forsetinn sagði að mótmæli í Líbanon gegn ríkisstjórninni gætu haft neikvæð áhrif á alþjóðlegan fjárstuðning við Beirút á fjárstuðningsráðstefnu sem fer fram í París á morgun.

Lögregla kölluð til vegna rafmagnsrakvélar

Lögreglumenn voru kallaðir að íbúð í Reykjavík í nótt eftir að húsráðandi varð var við undarleg hljóð sem bárust frá baðherberginu. Þegar betur var að gáð reyndust hljóðin koma frá rafmagnsrakvél sem var í gangi inni í skáp. Lögreglumenn brugðust skjótt við og slökktu á vélinni.

Flugvöllurinn í Edinborg rýmdur

Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg var rýmdur af öryggisástæðum í dag eftir að dularfullur poki fannst í innskráningarsal vallarins. Talsmaður flugvallarins sagði að allt starfsfólk og farþegar hefðu verið fluttir á brott á meðan sprengjusveit rannsakaði pokann og fjarlægði hann. Flugvélum var gefið lendingarleyfi, en allar brottfarir hafa verið stöðvaðar. Ríkisstjórnin telur hættu á hryðjuverkum í Bretlandi verulega og er viðbúnarstig á næst hæsta stigi.

Grunaður um nokkur innbrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem grunaður er um nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Hann er meðal annars grunaður um að hafa stolið tækjabúnaði úr vöruhúsi og bíl aðfaranótt þriðjudags.

Hizbollah hótar áframhaldandi andófi

Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land.

Kynnti tillögur vegna stækkunar álvers

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kynnti á blaðamannafundi í dag nýja deiliskipulagstillögu að fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík og tillögur um fyrirkomulag og tímasetningu á íbúakosningu.

Ólafur fundaði með Kalam og Soniu Gandhi

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átt í dag og í gær fundi með forseta Indlands dr. A.P.J. Kalam og Soniu Gandhi leiðtoga Congressflokksins. Á fundunum kom fram ríkur vilji til að efla tengsl milli landanna og að efnt yrði til samvinnu við Íslendinga á ýmsum sviðum, sem sem í orkumálum, vísindum, tækni og viðskiptum.´

Gerði tilraun til flugráns

Lögreglan í N'Djamena, höfuðborg Tsjad, handtók í morgun súdanskan mann sem rænt hafði farþegaþotu með 103 innanborðs.

Vetrarveður veldur usla á meginlandi Evrópu

Vetrarveður hefur valdið töluverðum usla í Norður- og Mið-Evrópu í dag og eru þrír látnir í umferðarslysum í Þýslandi sem rekja má til hálku á vegum. Þá eru tugir slasaðir í landinu.

Forseti Ísraels í launalaust leyfi

Moshe Katsav forseti Ísraels tilkynnti ísraelska þinginu í dag að hann myndi taka launalaust leyfi. Forseta þingsins var tilkynnt um ákvörðunina eftir að saksóknarar tilkynntu að þeir ætluðu að ákæra Katsav fyrir nauðgun og röð annarra kynferðisglæpa.

Biður um meira svigrúm

Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.

Gripið hafi verið til fullnægjandi aðgera vegna máls barnaníðings

Dómsmálaráðuneytið telur að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða vegna máls dæmds barnaníðings sem greint var frá í fréttaskýringarþætttinum Kompási á sunnudaginn var. Maðurinn reyndi að komast í samband við 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi þegar hann dvaldi á áfangaheimilinu Vernd en stúlkan var tálbeita Kompáss.

110 skilja ekki íslensku á öldrunarstofnunum

110 manns sem starfa á öldrunarstofnunum á landinu skilja ekki íslensku eða geta ekki tjáð sig á íslensku. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Ísland sagt til fyrirmyndar í skattamálum hótela og veitingastaða

Samtök hótel- og veitingasamtaka innan Evrópusambandsríkjanna HOTREC héldu ráðstefnu á föstudaginn í Búdapest um virðisaukaskatt. Samtökin hafa síðastliðin 15 ár barist fyrir tilslökun af hálfu Evrópuráðsins þess efnis að gisting og veitingaþjónusta í aðildarlöndunum verði í lægra þrepi virðisaukaskatts.

Red Hot Chili Peppers á Hróarskeldu

Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar voru að tilkynna að Red Hot Chili Peppers yrðu eitt stærsta nafnið á hátíðinni nú í sumar. Kaliforníska rokksveitin hefur einu sinni áður spilað í Hróarskeldu.

TF-EIR, ný þyrla Landhelgisgæslunnar, á leið til landsins

Landhelgisgæslan fær nýja þyrlu í dag og hefur hún hlotið einkennisstafina TF-EIR. Þetta verður fjórða þyrla Gæslunnar og er samskonar og TF-SIF, minni þyrlan. Hún er leigð frá Noregi og fljúga flugmenn Landhelgisgæslunnar henni til Íslands.

Kópavogur kaupir mun ódýrara en Reykjavík

Lóðarverð á hverja íbúð sem Kópavogsbær greiðir landeiganda Elliðavatns samkvæmt eignarnámssamkomulagi við hann er vel innan við tvær milljónir á íbúð, að sögn Gunnars Birgissonar bæjarstjóra.

Ríkisfyrirtæki gagnrýnt á Alþingi fyrir að kaupa prentsmiðju

Ríkið var sakað á Alþingi í morgun um að gera strandhögg á prentmarkaði með kaupum Íslandspósts á fyrirtækinu Samskiptum. Samgönguráðherra varði kaupin en þingmaður Framsóknarflokks sem og Samfylkingarþingmenn gagnrýndu þau harðlega.

Jade Goody í kuldanum eftir Big brother

Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody reynir nú að klóra í bakkann eftir umtalaða þáttaröð raunveruleikaþáttarins Big brother. Hún skapaði sér mikla óvild í þáttunum með stríðni og dónaskap við indverska leikkonu og var sökuð um kynþáttahatur. Sjónvarpsstöðin Living TV og ilmvatnsframleiðandi sem var í samstarfi við hana hafa sagt upp samningum.

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Ákveðið hefur verið að úthluta úr Framkvæmdasjóði aldraðra um 712 milljónum króna á þessu ári til uppbyggingar verkefna í öldrunarþjónustu. Af þessu verða 441 milljón króna veitt vegna fjölgunar hjúkrunarrýma.

Vínræktarhéraðið Skandinavía

Danmörk og Svíþjóð verða eitt besta hvítvínssvæði í heimi í framtíðinni þegar andrúmsloftið hlýnar. Þetta er álit vínsérfræðinga og loftslagsfræðinga sem Los Angeles Times spurði álits. Þá verður Þýskaland eitt virtasta rauðvínsland heims.

Valgerður í opinbera heimsókn til Lichtenstein

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til Lichtenstein á morgun og mun meðal annars eiga fundi með forsætis-og utanríkisráðherra landsins. Á föstudaginn mun Valgerður síðan sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem málefni Afghanistans og Kósóvó verða meðal annars á dagskrá.

Eðlilegt að Íslandspóstur hafi keypt Samskipti

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra varði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þá ákvörðun Íslandspósts hf. að kaupa fyrirtækið Samskipti ehf. á síðasta ári. Sagði hann það hafa verið eðlilega ákvörðun til að styrkja fyrirtækið í vaxandi samkeppni.

Eldur í húsi í Norðlingaholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú við hús í Lækjarvaði í Norðlingaholti en tilkynning barst um eld í herbergi þar. Ekki er vitað nánar um atvik að svo stöddu.

Reikna með að Kínverjar verði fjölmennastir á netinu

Internetnotendur í Kína gætu orðið fleiri en nettengdir Bandaríkjamenn innan tveggja ára, að mati Kínversku netstofnunarinnar. Þá yrðu Kínverjar fjölmennasta þjóðin á netinu. 137 milljónir Kínverja voru nettengdar í lok árs 2006, sem er 23% fjölgun frá árinu á undan. Þeir eiga samt enn langt í land að ná Bandaríkjamönnum með sína 210 milljón netnotendur.

Mistakist í Írak geta afleiðingarnar orðið víðtækar

George Bush Bandaríkjaforseti segir að mistakist Bandaríkjaher að ná tökum á ástandinu í Írak hafi það bæði alvarlegar og víðtækar afleiðingar. Bush flytur í klukkan tvö í nótt, að íslenskum tíma, stefnuræðu sína þar sem hann ver meðal annars þá ákvörðun að fjölga hermönnum í Írak.

Aldraðir og öryrkjar bjóða fram til Alþingiskosninga

Hópur aldraðra og öryrkja hefur ákveðið að stofna til framboðs fyrir komandi Alþingiskosningar. Aðalmarkmið hópsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja. Lögð hafa verið drög að helstu áhersluatriðum framboðsins og verða þau fullmótuð á næstu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir