Innlent

Kynþokkafyllstur

MYND/Þorvaldur Ö. Kristmundsson
Gísli Örn Garðarson leikari var valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins á Rás 2 í dag. Hlustendur Rásar 2 tilnefndu fjöldann allan af frambærilegum karlmönnum og einvalalið smekkkvenna valdi úr hreystimennunum, eins og venja er á bóndadegi.

Í öðru sæti varð Davíð Þór tónlistarmaður,

Þriðja sætið skipaði Hallgrímur Helgason rithöfundur,

4. sætið hlaut Pétur Ben tónlistarmaður

og í 5. sæti var Jón Baldvin Hannibalsson.

Gísli Örn er kunnastur fyrir hlutverk sín með leikhópnum Vesturporti. Sérstaklega þótti hann eftirminnilegur, - og nær óþekkjanlegur, í hlutverki handrukkara í kvikmyndinni Börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×