Innlent

Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar

Neytendasamtökin greiða fyrir málsókn Sigurðar.
Neytendasamtökin greiða fyrir málsókn Sigurðar. MYND/Ljósmyndadeild
Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna er greint frá því að Sigurður hafi verið einn af þeim fjölmörgu neytendum sem leituðu til Neytendasamtakanna eftir að ljóst var að stóru olíufélögin þrjú höfðu haft með sér ólöglegt samráð á árunum1993 til 2001. Neytendasamtökin ákváðu að greiða kostnað vegna málsóknar fyrir einn úr hópnum enda var litið á það sem prófmál. Mál Sigurðar varð fyrir valinu og tók Lögfræðistofa Reykjavíkur að sér að reka málið fyrir dómi. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×