Innlent

SVÞ vilja skýringu á samningi um öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli

MYND/Teitur

Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á skriflega skýringu frá utanríkisráðherra á þeirri ákvörðun að fela sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli alla öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli, þar með talda skimun farþega og handfarangurs. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna. Þar kemur einnig fram að einkafyrirtæki hafi annast hluta verkefnanna frá miðju þessu ári en hætta þvó nú um áramótin þar sem samningar þeirra renna þá út.

„Einkafyrirtækin hafa sýnt fram á að kostnaður við starf þeirra er næstum helmingi ódýrara á farþega en sambærileg störf starfsmanna sýslumannsins og þrjár úttektir erlendra og innlendra aðila hafa einnig gefið þeim hæstu einkunn. Þrátt fyrir þetta og nýja útvistunarstefnu ríkisins sem leggur þá skyldu á herðar stjórnendum ráðuneyta og ríkisstofnana að kanna hvort með útvistun sé hægt að fá hagkvæmari og betri þjónustu en með eigin starfsemi, þá gerði utanríkisráðuneytið samning við sýslumann án útboðs um þessa starfsemi fyrir árið 2007," segir í fréttabréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×