Fleiri fréttir

Óeirðir vegna dauða barns í Kína

Til átaka kom milli hóps manna og lögreglu fyrir utan spítala í borginni Guangan í Suðvestur-Kína í dag eftir að þriggja ára drengur hafði látist eftir að hafa drukkið skordýraeitur sem geymt var í gosflösku. Læknar á spítalanum neituðu honum um þjónustu þar sem afi hans gat ekki greitt fyrir meðferðina.

Kostnaður Guðrúnar við prófkjör um ein milljón króna

Kostnaður Guðrúnar Ögmundóttur alþingiskonu vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík nam einn milljón og sextíu þúsund krónum samkvæmt uppgjöri sem hún birtir á heimasíðu sinni. Þar segir Guðrún að hún hafi ákveðið að hafa að leiðarljósi reglur flokksins um heillindi og leiðbeinandi kostnað, en þar var rætt um eina milljón króna og að bannað væri að auglýsa í sjónvarpi.

TF-LÍF sækir slasaðan sjómann á olíuskip

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er nú á leið til Reykjavíkur með slasaðan sjómann sem hún sótti út á stórt olíuflutningaskip sem statt er 210 sjómílur suðvestur af landinu. Maðurinn mun hafa hlotið opið fótbrot en beiðni barst frá björgunarmiðstöðinni í Sankti Pétursborg um klukkan hálfeitt í dag.

Flugfélög sökuð um samráð

Icelandair og Iceland Express eru sökuð samráð um fjargjalda- og flugskattahækkanir á síðustu þremur árum í nýju blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar er bent á að skattar og gjöld sem þau leggi á fargjöld hafi hækkað um allt að 147 prósent á síðustu þremur árum og þá hafi lægstu fargjöld hækkað um fimmtíu prósent.

Vilja hefja brottflutning hermanna innan hálfs árs

Demókratar vonast til að geta þrýst á um að byrjað verði að kallað heim bandaríska hermenn frá í Írak eftir fjóra til sex mánuði og að herinn verði kallaður heim í áföngum. Þetta kom fram í máli demókratans Carls Levins, sem búist er við að verði nýr formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í dag.

Atvinnuleysi ekki minna í sex ár

Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Varað við óveðri á Norðausturlandi

Vegagerðin varar við hvassviðri með norðausturströndinni og óveðri allt frá Raufarhöfn að Borgarfirði eystra. Jafnframt er varað við óveðri á Fjarðarheiði.

Maliki vill algjöra uppstokkun í ríkisstjórn Íraks

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill stokka ríkisstjórn landsins algjörlega upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Maliki ræddi þetta mál á lokuðum fundi í írakska þinginu í dag í ljósi ástandsins í landinu en ekkert lát er á vígum í Írak.

Stuðningur við Bush forseta í embætti aldrei minni

Stuðningur við George Bush Bandaríkjaforseta mælist aðeins 31 prósent samkvæmt nýrri könnun sem bandaríska tímaritið Newsweek lét gera. Hefur stuðningur við forsetann aldrei mælst minni.

Mikil gremja vegna búsetumála aldraðra

Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimers-sjúklinga, sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árin tvöþúsund og átta og níu. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Leikur að tölum, segir formaður Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga.

Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað

Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti.

Feðradeginum fagnað í fyrsta sinn á Íslandi

Í dag er feðradagurinn hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Því verður fagnað meðal annars með ráðstefnu á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu klukkan 14 í dag á Nordica-hótelinu.

Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld

Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir.

Hálka og stífur vindur á Holtavörðuheiði

Vegir eru víðast orðnir auðir á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni en hálka er á Holtavörðuheiði og stífur vindur. Eins er hálka á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum.

Lokatölur komnar í prófkjöri Samfylkingarinnar

Öll atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í 1. sæti eða 3.326, Össur Skarphéðinsson 2.854 atkvæði í 1.-2. sæti og Jóhanna Sigurðardóttir 2.514 atkvæði í 1.-3. sæti.

Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum

Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu.

Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi - styttist í lokatölur

Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt frá síðustu tölum en von er á lokatölum innan hálftíma. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er í fjórða sæti, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5900 atkvæði.

Alvarlegt umferðarslys við IKEA í Garðabæ

Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ fyrr í kvöld. Að sögn slökkviliðs virðist sem fólksbíl, sem í voru þrír, hafi verið ekið á einhvers konar stólpa sem komið hafði verið fyrir á staðnum vegna framkvæmda og fór bíllinn út af veginum og valt.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sæti

Röð manna í sætum fjögur til sex í Suðvesturkjördæmi hefur enn einu sinni breyst og nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sætið, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir er í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5400 atkvæði.

Árnarnir tveir í efstu sætunum - Guðjón og Gunnar á leið út

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti eftir að 1800 af um fimm þúsund atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi höfðu verið talin nú klukkan 22. Í öðru sæti er Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta.

Sigurstranglegur listi að skapast í kvöld

Þetta er sterkur listi, öflugur og samheldinn hópur sem er að skapast hér í kvöld og mjög sigurstranglegur fyrir okkur sjálfstæðismenn í kosningunum 12. maí. Það er mikil nýliðun, gott kynjahlutfalla og þetta er allt til fyrirmyndar hér," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi oddviti hans í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur höfðu borist frá kjörstjórn í prófkjöri sjálfstæðismanna í kjördæminu.

Það er fínt líf eftir pólitík

„Mér líður bara mjög vel," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þegar hún var innt eftir því hvernig hún hefði það eftir að fyrstu tölur sýndu að hún væri ekki meðal átta efstu frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er það heldur ekki þegar aðeins á eftir að telja um 300 atkvæði.

Sterkur listi með öflugum frambjóðendum

„Þetta er sterkur listi sem er að koma þarna og jafnræði milli kynja," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir að fyrstu tölur í prófkjöri flokksins í Reykjavík höfðu verið tilkynntar.

Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi við fimmtu tölur

Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt eftir að fimmtu tölur bárust nú klukkan níu. Búið er að telja 4900 atkvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdótti, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, er sem fyrr í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Steinunn Valdís tryggir sér áttunda sætið

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, virðist hafa tryggt sér áttunda sætið á lista Samfylkingarinnar, en búið er að telja 4538 atkvæði af 4842. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er í sjötta sæti eins og þegar síðustu tölur voru birtar en Guðrún Ögmundsdóttir er á leið út af þingi.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir dotttin niður í sjötta sæti

Staðan í sætum 4-6 er fljót að breytast í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi því nú er Jón Gunnarsson einn í fjórða sæti, Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er komin niður í sjötta sæti, en hún var í fjórða sæti eftir fyrstu tölur. Búið er að telja 4300 atkvæði.

Kjörstöðum hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi lokað

Talning atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hófst klukkan fimm en flestum kjörstöðum í kjördæminu var lokað nú klukkan átta. Talning fer fram í Tryggvaskála á Selfossi og þar verða fyrstu tölur lesnar upp klukkan tíu. Til stendur að fljúga með atkvæði frá Vestmannaeyjun nú á níunda tímanum en ekki ef verður fært í lofti verða atkvæðin flutt sjóleiðina.

Samgöngurráðherra vill skoða styttingu vegar á þremur stöðum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vill skoða styttingu þjóðvegarins milli Akureyrar og Reykjavíkur á þremur stöðum, samtals um allt að tuttugu kílómetra, samkvæmt svari við fyrirspurn Halldórs Blöndals, fyrrverandi samgönguráðherra. Halldór segir hugmyndir Sturlu óraunhæfar, vegur um Stórasand sé miklu vænlegri leið tl styttingar.

Jón og Ragnheiður jöfn í 4.-5. sæti

Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru jöfn í 4.-5. sæti þegar 3200 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturtkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fyrsta sæti, Bjarni Benediktsson í öðru sæti, Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti.

Staðan óbreytt eftir þriðju talningu

Staðan átta efstu manna er óbreytt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar um 3200 af um 4800 atkvæðum hafa verið talin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa hlotið örugga kosningu í fyrsta sætið, Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja.

Ákærur gegn Rumsfeld íhugaðar

Donald Rumsfeld, fráfarandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, gæti átt yfir höfði sér ákærur í Þýskalandi vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib og Guantanamo-fangelsunum.

Halldór hættir sem framkvæmdastjóri VISA

Halldór Guðbjarnason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri VISA Ísland og hefur Höskuldur H. Ólafsson verið ráðinn í staðinn. Halldór segir starfslok sín í fullri sátt við fyrirtækið.

Ragnheiður og Jón hafa sætaskipti

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur haft sætaskipti við Jón Gunnarsson og fer í sjötta sætið samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, en talin hafa verið 2300 atkvæði. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í fjórða sæti.

Ásta Ragnheiður í sjötta og Steinunn í áttunda

Mikil tíðindi hafa orðið samkvæmt öðrum tölum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ásta Ragnheiður Jóhannessdóttir er komin í sjötta sætið og Steinun Valdís Óskarsdóttir í áttunda sætið en Kristrún Heimisdóttir í níunda sæti en var samkvæmt fyrstu tölum í sjötta.

Össur í öðru og Jóhanna í þriðja - Ágúst Ólafur í fjórða

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa hlotið örugga kosningu í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur þegar 2200 atkvæði af 4800 hafa verið talin. Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í því þriðja.

Þorgerður og Bjarni efst

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson alþingismaður skipa tvö efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmis, samkvæmt fyrstu tölum.

Rafmagnslaust á Reykjanesi

Rafmagnslaust varð á Reykjanesi eftir að eldingu sló niður í Suðurnesjalínu nú á sjötta tímanum. Rafmagn fór af í byggðum og af báðum virkjununum á Reykjanesi, Reykjanesvirkjun og virkjuninni í Svartsengi.

Bandaríkin beita neitunarvaldi gagnvart ályktun um Ísrael

Bandaríkin beittu í dag neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um ályktun þar sem árás Ísraelshers á íbúðabyggð í Beit Hanoun fyrr í vikunni er fordæmd og Ísraelar hvattir til að kalla herlið sitt frá svæðinu. 18 manns féllu í árásinni, þar á meðal konur og börn.

Sjá næstu 50 fréttir