Fleiri fréttir

Forsprakkar eiturlyfjahrings dæmdir til dauða í Indónesíu

Dómstóll í Indónesíu dæmdi í morgun tvö forsprakka eiturlyfjahrings til dauða. Mennirnir ráku verksmiðju sem framleiddi 30 þúsund e-töflur í viku hverri þar til henni var lokað fyrir ári. Mennirnir verða dregnir fyrir aftökusveit.

Hugsanlegt að Bandaríkjamenn hætti að aðstoða Níkaragva

Allt útlit er fyrir að Daniel Ortega, leiðtogi Sandinista, hafi sigrað í forsetakosningunum í Níkaragva sem fram fóru í gær. Verði þetta úrslitin getur svo farið að Bandaríkjamenn láti af aðstoð við þetta fátæka land.

Samfellt net virkjana og verksmiðja

Samfellt net virkjana og verksmiðja verður frá Keflavík að Landmannalaugum ef ráðist verður í fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá, segir Ómar Ragnarsson. Önnur og mikilvægari svæði séu hins vegar í hættu og náttúruverndarmenn þurfi að forgangsraða.

Segir hrikta í stoðum kerfisins vegna innflytjendamála

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra.

Enn ólga eftir dauðadóm Saddams

Þrír bandarískir hermenn voru drepnir í dag og útgöngubann er enn í gildi í Bagdad annan daginn í röð, í kjölfar þess að Saddam Hussein var dæmdur til hengingar í gær. Bush Bandaríkjaforseti hreykir sér af því að hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann sendi Bandaríkjaher til að steypa Saddam af stóli og draga hann fyrir dóm, til að vinna flokki sínum kosningafylgi.

Rannsaka hnífsstunguna sem tilraun til manndráps

Lögreglan á Húsavík ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni, sem stakk konu og karlmann með fjaðurhnífi í heimahúsi á Húsavík í gærkvöldi, og ógnaði lögreglumönnum. Konan liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri og er málið rannsakað sem tilraun til manndráps.

Ung kona lést og tveir veikir eftir að hafa tekið inn e-töflur

Lögreglan í Reykjavík vill vara sérstaklega við notkun e-taflna en aðfaranótt laugardags lést ung kona sem hafði tekið inn e-töflu. Talið er að hún hafi keypt e-töflu af óþekktum aðila, sennilega á föstudagskvöld. Þá voru tveir ungir menn fluttir alvarlega veikir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun. Þeir höfðu sömuleiðis tekið inn e-töflur.

Spennan magnast fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum

Spennan fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum heldur áfram að magnast, degi áður en Bandaríkjamenn ganga til kosninga. Ný skoðanakönnun sem dagblaðið USA Today og Gallup hafa gert sýnir að forskot demókrata í kosningunum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur minnkað nokkuð á síðustu tveimur vikum og þá er mjög mjótt á munum í kosningum til öldungadeildarinnar.

Óeirðir vegna erfiðra inntökuprófa í lögreglu á Indlandi

Hundruðu manna gengu berserksgang í borginni Ghaziabad í norðurhluta Indlands í gærkvöld til þess að mótmæla erfiðum inntökuprófum í lögregluna. Mennirnir réðust bæði á fólk og farartæki sem á vegi þeirra varð og voru hátt í 30 menn handteknir í óeirðunum.

Vegir opna á ný

Lögreglan á Egilsstöðum hefur opnað alla vegi, sem voru lokaðir fyrr í dag, á ný. Veður hefur gengið niður en er þó enn það slæmt að ekki er mælt með að fólk sé á ferli að óþörfu.

Bush fagnar dauðadómi Saddams

George W. Bush fagnaði niðurstöðu dómstólsins í Bagdad í dag. Hann sagði hann mikilvægan áfanga á leið Íraks til friðar og velsæmdar er hann talaði við fréttamenn á leið sinni um Texas í dag.

Nýjar reglur um handfarangur

Nýjar reglur um handfarangur í millilandaflugi taka gildi á morgun en þar með verður ekki hægt að vera með vökva í handfarangri nema í þar til gerðum plastpokum.

Ekstrablaðið sendir fjármálaráðherra bréf

Blaðamenn Ekstrablaðsins danska hafa sent Árna Mathiesen fjármálaráðherra bréf þar sem hann er spurður um tengsl íslenskra kaupsýslumanna við skúffufyrirtæki á Bresku jómfrúaeyjum. Hann hefur ekki svarað.

Fjölskyldu bjargað úr grjótroki

Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis.

Tveimur skipum bjargað af strandstað

Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga skipin af strandstað og koma þeim aftur að bryggju.

Málsmeðferðin gagnrýnd

Súnníar í Írak eru æfir vegna dauðadóms yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, en á sama tíma fagna sjíar. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gagnrýnisverða. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum og segja hann fyrsta skrefið í átt að nýrri framtíð fyrir Íraka.

Litlu munaði í baráttunni um fyrsta sætið

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, varð í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, eftir spennandi kosningavöku í gærkvöldi og skaust þar með upp fyrir þrjá sitjandi þingmenn. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir urðu í öðru og þriðja sæti en Valdimar Leó Friðriksson náði ekki kjöri í fyrstu átta sætin.

Segir Frjálslynda kynda undir kynþáttafordómum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Hún segir að skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi og spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Maður sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir þann þriðja nóvember síðastliðinn, Kristófer Örn Sigurðsson, er fundinn. Hann fannst nú rétt undir kvöld.

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Bandarískur prestur leystur frá störfum vegna kynlífshneykslis

Einn af áhrifamestu predikurum kristinnar trúar í Bandaríkjunum, Ted Haggard, var rekinn af kirkjuráði sínu nú um helgina. Haggard, sem er mikið á móti hjónabandi samkynhneigðra, viðurkenndi nú á föstudaginn að hann hefði keypt sér eiturlyf og farið í nuddtíma til karlkyns hóru.

Forsetakosningar haldnar í Níkaragva

Fimm eru í framboði í Níkaragva en baráttan er helst sögð standa milli Daniel Ortega, fyrrverandi forseta og skæruliðaleiðtoga, og athafnamannsins Eduardo Montealegre.

Ikkemut komið af strandstað

Hafsögumönnum og björgunarsveitamönnum í Hafnarfirði tókst að draga grænlenska draugaskipið Ikkemut af strandstað rúmlega þrjú í dag.

Veður á Austurlandi versnar enn

Lögreglan á Egilsstöðum skýrði frá því í dag að vegurinn á Möðrudalsöræfum væri lokaður vegna veðurs, sem og leiðin frá Egilsstöðum til Mývatns. Veginum á Sandvíkurheiði, sem liggur milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, hefur einnig verið lokað.

Skutu 12 ára stúlku til bana

Ísraelskar leyniskyttur skutu 12 ára palestínska stúlku til bana í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í gær. Aðgerðir Ísraela þar síðan á miðvikudag hafa kostað á fimmta tug Palestínumanna lífið. Á sama tíma er þjóðstjórn Palestínumanna sögð ná næsta leyti.

Millilandaflug hefst á ný

Millilandaflug á að hefjast á ný klukkan eitt í dag. Þetta kemur fram á vef Keflavíkurflugvallar.

Saddam Hússein dæmdur til dauða

Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Sjíar fagna dómnum en Súnníar fordæma hann. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gallaða. Málinu verður áfrýjað.

Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnafjarðarhöfn

Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga minna skipið af strandstað á ellefta tímanum.

Ísraelar halda árásum sínum á Gaza áfram

Ísraelskar leyniskyttur skutu tvo Palestínumenn til bana í dag og var annar þeirra tólf ára stelpa. Sex í viðbót létust í árásum Ísraela á Gazasvæðið og er talið að fjórir þeirra hafi verið vígamenn.

Kúbverjar undirbúa 50 ára afmæli byltingarinnar

Hermenn marseruðu á götum úti í Kúbu í dag á meðan orrustuflugvélar þutu um loftin. Verið er að undirbúa hátíðarhöld fyrir 2. desember næstkomandi vegna 50 ára byltingarafmælis Kúbumanna og um leið er það 80 ára afmæli Fídels Kastró sem haldið verður upp á.

Haukar snúa baki við Bush

Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak.

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

Umhverfisverndarsinnar mótmæltu víða um heim

Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Mótmælendur komu einnig saman í Brussel í Belgíu í dag og í Ástralíu í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir