Innlent

Rannsaka hnífsstunguna sem tilraun til manndráps

Eldur logaði í húsinu þegar lögregla kom að og er konan illa haldin af brunasárum, til viðbótar við stungusárin.
Eldur logaði í húsinu þegar lögregla kom að og er konan illa haldin af brunasárum, til viðbótar við stungusárin. MYND/Björn Þorláksson
Lögreglan á Húsavík ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni, sem stakk konu og karlmann með fjaðurhnífi í heimahúsi á Húsavík í gærkvöldi, og ógnaði lögreglumönnum. Konan liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri og er málið rannsakað sem tilraun til manndráps.

Gert var að sárum mannsins, sem árásarmaðurinn stakk, á heilsugæslustöðinni á Húsavík í nótt, en konan var flutt meðvitundarlítil með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hún liggur á gjörgæsludeild, með brunasár á brjósti og innvortis meiðsl eftir hnífinn, en er þó ekki í lífshættu. Neyðarlínunni barst hjálparbeiðni laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld.

Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík, segir aðkomuna hafa verið svakalega þar sem eldur hafi verið laus í húsinu en þeir hafi vitað af tveimur slösuðum inni í eldhafinu. Húsið er gjörónýtt en ekki hefur fengist staðfest hvernig eldurinn kviknaði.

Íbúar á Húsavík eru slegnir miklum óhug en lögregla segir óreglu hafi verið í húsinu og að lögreglumenn hafi þurft að hafa afskipti af fólki í húsinu fyrr um helgina. Þá sé árásarmaðurinn góðkunningi lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×