Innlent

Ikkemut komið af strandstað

Skipið er nú kyrfilega bundið við bryggju á ný.
Skipið er nú kyrfilega bundið við bryggju á ný. MYND/Frikki

Hafsögumönnum og björgunarsveitamönnum í Hafnarfirði tókst að draga grænlenska draugaskipið Ikkemut af strandstað rúmlega þrjú í dag.

Skipið hefur legið þar óhreyft í rúm þrjú ár. Festar skipsins slitnuðu í óveðrinu klukkan átta í morgun og rak út höfnina þar til það tók niður á mjúkum sandbotni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×