Fleiri fréttir

Félag íslenskra fjölmiðlakvenna stofnað í næsta mánuði

Félag íslenskra fjölmiðlakvenna verður stofnað í næsta mánuði og hafa þegar um 40 konur skráð sig sem stofnfélagar. Greint var frá áformunum á Pressukvöldi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna stóðu fyrir í gærkvöld.

Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum

Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur mannsins sat í framsæti bifreiðarinnar.

Japanar hafna kjarnorkuvopnum

Forsætisráðherra Japans ítrekaði í dag þá stefnu landsins að smíða ekki kjarnorkuvopn og leyfa þau ekki á japönsku landi.

Pétur Blöndal sinnir eftirliti með ÖSE

Pétur H. Blöndal, alþingismaður, hefur tekið að sér að vera eftirlistmaður með fjármálum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Það var Göran Lennmarker, forseti ÖSE-þingsins, sem óskaði eftir því við Pétur að hann tæki þetta starf að sér. Stafið er nýtt en því er ætlað að tryggja að þingið fái aukið vægi í umfjöllun um fjárreiður ÖSE.

Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi

Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til.

Uppsagnir fram undan hjá Akureyrarbæ

Uppsagnir eru fram undan hjá Akureyrarbæ vegna stjórnsýslubreytinga sem nú standa yfir. Formaður bæjarrráðs segir breytingarnar til bóta og vísar gagnrýni á bug.

Árni Þór stefnir á eitt af efstu sætunum

ÁrnI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, hyggst sækjast eftir einu af efstu sætunum á lista flokksins í sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í vor.

Humarþjófnaður upplýstur

Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna.

Íbúar úthverfanna afhenda þingmönnum umkvartanir

Undirskriftir tuga þúsunda óánægðra íbúa í úthverfum Parísar og víðar í Frakklandi verða afhentar þingmönnum í dag. Hópur sem kallar sig AC le Feu hefur síðan á síðasta ári ferðast um Frakkland og safnað undirskriftum og umkvörtunum íbúa úthverfanna sem finnast þeir afskiptir af frönskum stjórnmálamönnum og þjóðfélagi.

Litlir kassar við Hallgrímskirkju

Lögreglan lokaði af litlu svæði við Hallgrímskirkju rétt eftir hádegi eftir að tilkynning barst frá vegfaranda um tvo torkennilega kassa fyrir utan kirkjuna. Fljótt kom þó í ljós að ekkert athugavert var í kössunum og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Norður-Kórea sendir Suður-Kóreu tóninn

Í morgun varaði Norður-Kórea Suður-Kóreu við því að taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn ætla sér að setja koma á og sögðust ennfrekar taka til aðgerða ef svo skyldi verða.

Fannst látinn í klefa sínum í Norrænu

Rúmlega sextugur íslenskur karlmaður fannst látinn í klefa sínum um borð í ferjunni Norrænu, skömmu áður en skipið kom til hafnar í Færeyjum fyrir tæpri viku.

Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt

Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar.

Reynt að draga úr spennu í Líbanon

Í morgun var ákveðið að halda fund milli pólitískra fylkinga í Líbanon til þess að draga úr þeirri spennu sem hefur myndast þeirra á milli eftir að 34 daga stríðinu við Ísrael lauk í sumar.

Norðmönnum fjölgar hraðar en Íslendingum

Norðmenn hafa tekið við af Íslendingum sem sú Norðurlandaþjóð sem fjölgar hvað hraðast samkvæmt tölum í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006. Þar segir að í fyrra hafi 15.500 fleiri fæðst í Noregi en látist en Norðmenn voru rúmar 4,6 milljónir í upphafi árs.

Óvissa um hlutverk danskra hermanna í Írak

Á fréttamannafundi sem Anders Fogh Rasmussen hélt í gær kom fram að ekki er ljóst hvert hlutverk danskra hermanna á eftir að verða í Írak eftir stefnubreytingu bandamanna.

Íslendingum í háskólanámi fjölgar hratt

Ísland er ásamt Svíþjóð í öðru sæti á Norðurlöndum þegar horft er til þess hversu margt ungt fólk er í háskólanámi. Þetta kemur fram í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006 sem kemur út í dag.

Segjast hafa drepið andófsmenn sem undirbjuggu árás

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði vegið 12 andófsmenn í borginni Ramadi í Vestur-Írak í gær. Herinn segir í tilkynningu að mennirnir hafi verið að koma fyrir sprengju í vegkanti í borginni svipaðri þeim sem notaðar hafa verið gegn herbílalestum undanfarin misseri og hafa kostað fjölmarga hermenn lífið.

Myndaði hálfnakta viðskiptavini

Verslunarstjóri Intersport verslunar, í Svíþjóð, á yfir höfði sér eins árs fangelsi fyrir að mynda viðskiptavini sína mismunandi mikið fáklædda.

Grass sagður hafa farið í kringum dönsk lög

Svo virðist sem rithöfundurinn Güther Grass, fyrrverandi bókmenntaverðlaunahafi Nóbels, hafi fengið sérmeðferð hjá dönskum yfirvöldum því hann hefur fengið að leigja sumarhús í Danmörku í aldarfjórðung þrátt fyrir að bannað sé að selja útlendingum sumarhús í Danmörku. Formaður Félags fasteignasala í Danmörku segir að svo langur leigusamningur jafngildi kaupum á húsinu.

400 hafa greitt atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna

Um fjögur hundruð manns hafa þegar kosið utankjörfundar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi þingkosninga. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 11. október en hið eiginlega prófkjör fer fram á föstudag og laugardag.

Hillary og Obama keppa um útnefningu 2008

Gott gengi demókrata í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar hefur beint sjónum manna að baráttunni um Hvíta húsið eftir tvö ár. Tveir mögulegir frambjóðendur demókrata vekja mesta athygli enn sem komið er og myndi kosning hvors þeirra verða söguleg því annar er kona en hinn blökkumaður. Margir telja kjósendur reiðubúna til breytinga þegar átta ára stjórnartíð repúblikanans George W. Bush lýkur.

FL Group tekur sambankalán

FL Group hefur undirritað lánssaming fyrir 250 milljón evrur eða um 21,5 milljarða krónur, til fjármögnunar á hluta af hlutafjáreign FL Group í Glitni. Lánið er til þriggja ára með endurgreiðslu höfuðstóls í lok lánstíma. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir lántökuna marka tímamót fyrir félagið auk þess sem sveigjanleiki til fjárfestinga aukist til muna.

Framlengja framboðsfrest vegna forvals í NA-kjördæmi

Framboðsfrestur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur verið framlengdur um fjóra daga, eða til 5. nóvember. Valgerður Jónsdóttir, formaður uppstillingarnefndar, segir 12 einstaklinga hafa gefið kost á sér. Kynjahlutföll eru jöfn í þessum 12 manna hópi og dreifingin um kjördæmið nokkuð góð, að sögn Valgerðar.

Vilja kalla hermenn heim frá Írak innan árs

Breski herinn gerir sér vonir um að geta kallað hermenn sína heim frá Írak innan árs. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum talsmanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann segir bresk hermálayfirvöld vilji leggja áherslu á ástandið í Afganistan og því verði hermenn sendir þangað.

Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri

Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum.

Olmert sagður hafa þegið mútur

Dómsmálaráðherra Ísraels rannsakar nú ásakanir þess efnis að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, hafi þegið mútur sem starfandi fjármálaráðherra í fyrra.

Hótaði þjálfara sonar síns

Fertugur Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist, vopnaður byssu, á ruðningsþjálfara sonar síns í Philadelphiu. Honum þótti sonur sinn ekki fá að spila nægilega mikið með í leik 6 og 7 ára drengja á sunnudaginn síðasta.

Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda

Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum.

Morenatti látinn laus

Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis.

Gámur fór af tengivagni

Engin slys urðu á fólki þegar gámur valt af tengivagni flutningabíls á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á áttunda tímanum í kvöld. Veginum var lokað á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi og hreinsað var á svæðinu en því starfi er nú lokið og var opnað aftur fyrir umferð upp úr kl. 21. Á meðan var umferð hleypt í gegn í hollum.

Lestarvagn fór af sporinu í Lundúnum

Aftasti vagn á lest, sem var að koma að Waterloo lestarstöðinni í Lundúnum, fór af sporinu á mesta annatíma síðdegis í dag. Engan sakaði. Tafir urðu á lestarferðum á meðan fulltrúar lögreglu og samgönguyfirvalda rannsókuðu vettvanginn til að greina orsök óhappsins.

Stutt í að ljósmyndari AP verði látinn laus

Útlit er fyrir því að ljósmyndari Associated Press, sem rænt var á Gaza-svæðinu í dag, verði látinn laus innan stundar. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum palestínskum fulltrúa.

Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins

Framtíð varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli hefur verið falin þróunarfélagi, sem stofnað var í Reykjanesbæ í dag. Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, stýrir félaginu en með honum í stjórn sitja þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Þórarinsson verkfræðingur.

Feitari en sú fyrri

Önnur langreyðurin, sem búið er að veiða eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni hófust að nýju, kom að landi um miðjan dag. Hún er jafn stór þeirri fyrri en feitari.

Bjóða fram Halldór

Íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fram sem næsta aðalritara norrænu ráðherranefndarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps. Í samtali við fréttastofu NFS í kvöld vildi Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra Norðurlandanna, hvorki neita þessu né játa.

Sjá næstu 50 fréttir