Fleiri fréttir Erfitt að meta áhrif hvalveiða á stuðning við Ísland Sigríður Snævarr, sem leiðir umsóknarferli Íslands um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, segir erfitt að meta hvort hvalveiðar Íslendinga hafi áhrif á framboð landsins. Hún segir mikilvægt að fámennar þjóðir fái fulltrúa í ráðið og ef Íslendingar nái kjöri, verði þeir fámennasta þjóðin sem átt hefur fulltrúa í öryggisráðinu. 24.10.2006 18:33 Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. 24.10.2006 18:25 Bílbeltaátak á suðvesturhorninu Bílbelti hefðu bjargað 7 manneskjum af þeim 23 sem hafa látist í umferðinni á árinu. Lögreglan á suðvesturhorninu stöðvar bíla unnvörpum þessa dagana og sektar þá sem "gleymdu" að spenna beltið og gleymdu að það er hættulegt að tala í gemsa undir stýri. 24.10.2006 18:25 Barnaklám fannst hjá barnaskólakennara Mikið af barnaklámi fannst á heimili grunnskólakennara á Akranesi fyrr í október. Hann var handtekinn í skólanum og húsleit gerð heima hjá honum eftir vísbendingu frá samkennara. 24.10.2006 18:23 Hastert ber vitni fyrir þingnefnd Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bar í dag vitni fyrir siðanefnd þingsins þar sem eiga sæti þingmenn bæði Demókrata og Repúblíkana. Nefndin hefur til umfjöllunar kynlífshneyksli sem hefur haft áhrif á fylgi Repúblíkanaflokksins í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði. 24.10.2006 18:12 Bretar sagðir hafa látið undan kröfum lýðskrumara Calin Popescu Tariceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, segir bresk stjórnvöld hafa látið undan kröfum lýðskrumara með ákvörðun sinni um að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi. Löndin tvö ganga inn í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. 24.10.2006 18:00 Chavez með 35% forskot Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela. 24.10.2006 17:50 Barist gegn fordómum í Þýskalandi Óttast er árásir nýnasista í Þýskalandi í ár verði mun fleiri en hefur mælst á hverju ári frá því Seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er niðurstaða samtaka í Þýskalandi sem berjast gegn kynþáttafordómum þar í landi. Niðurstaða samtakanna er sú að árásir hafa verið margar í júní og júlí þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í Þýskalandi. 24.10.2006 17:28 Takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. 24.10.2006 16:58 Nemendum fjölgar í Reykjanesbæ Nemendum við grunnskóla Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 3,3% á síðastliðnu ári. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en á síðustu tveimur árum hefur nemendum grunnskólanna fjölgað um 7% eða 120. 24.10.2006 16:54 Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra. 24.10.2006 16:28 Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. 24.10.2006 16:12 Átta manns berjast um fimm sæti hjá Framsókn í NV-kjördæmi Átta manns gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður með póstkosningu dagana 3.-17. nóvember. Tveir berjast um efsta sætið, þeir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. 24.10.2006 16:07 Vilja byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á Selfossi Smáratorg ehf., sem meðal annars rekur Rúmfatalagerinn, hefur áhuga á að reisa um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð við Fossanes á Selfossi skammt frá afleggjarnum að Biskupstungnabraut. 24.10.2006 15:57 Aðeins ein eign á söluskrá á Suðureyri Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaðnum á Suðureyri að undanförnu og eftirspurnin er orðin meiri heldur en framboðið. Fram kemur á vefnum suðureyri.is að ein eign sé á söluskrá hjá Fasteignasölu Vestfjarða, og ekki sé vitað um leiguíbúð í boði. Alls hafa 12% íbúða í bænum skipt um eigendur á undaförnum mánuðum. 24.10.2006 15:43 Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet. 24.10.2006 15:20 Hyggjast stefna hollensku fyrirtæki vegna losunar eiturefna Um eitt þúsund fórnarlömb eitraðs úrgangs sem losaður var við Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, í ágúst hyggjast höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu sem ber á ábyrgð á losuninni. 24.10.2006 15:08 Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins. 24.10.2006 14:41 Valgerður til Síberíu á fund Norðurskautsráðsins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er gestgjafi á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á fimmtudag. Ráðið er sameiginlegur vettvangur norrænna ríkja, ríkja Norður-Ameríku og Rússlands auk samtaka frumbyggja. 24.10.2006 14:27 Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda. 24.10.2006 14:16 Níu án öryggisbelta í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum sektaði níu ökumenn og farþega í síðustu viku fyrir að nota ekki öryggisbelti. Lögreglumenn segja ökumenn oft bera það fyrir sig að þeir telji sig ekki þurfa að nota öryggisbelti innanbæjar en noti þau alltaf þegar þeir fari upp á land. 24.10.2006 14:12 Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki. 24.10.2006 13:55 Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit. 24.10.2006 13:49 Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti. 24.10.2006 13:26 BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í. 24.10.2006 13:13 Eindregin samstaða milli frambjóðenda í annað sætið Það var eindregin samstaða milli þeirra þriggja frambjóðenda sem berjast um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem þeir sátu fyrir svörum í Íslandi í dag í gærkvöld. 24.10.2006 13:00 Mótmæli í Kasmír Indverska lögreglan í Kasmír þurfti að beita valdi til þess að dreifa úr hópi 700 mótmælenda. 24.10.2006 12:53 Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota. 24.10.2006 12:30 Margbrotnaði á fæti í vinnuslysi Skipverji af fiskiskipi frá Sauðárkróki sem féll úr stiga og nokkra metra ofan í lest skipsins, þar sem það var statt í Slippstöðinni á Akureyri í nótt hefur verið í aðgerð í allan morgun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er margbrotinn á hægra fæti eftir fallið. Skipverjar voru að vinna í skipinu við að undirbúa sjósetningu í dag. 24.10.2006 12:22 Ráðherrar misnotuðu vald sitt með hlerunum Kjartan Ólafsson segir ljóst að Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein hafi brotið á mannréttindum fólks og misnotað vald sitt, þegar þeir sem dómsmálaráðherrar létu hlera síma Samtaka herstöðvarandstæðinga á sjöunda áratug síðustu aldar. Kjartan hefur fengið afhent gögn um hleranirnar. 24.10.2006 12:15 Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. Magnús Gunnarsson verður formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. en félaginu er ætlað að leiða þróun og umbreytingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not. Stofnfundur félagsins var haldinn í Reykjanesbæ í morgun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum. 24.10.2006 12:05 Grænfriðungar mættir og ætla að kynna baráttuaðferðir sínar Tveir liðsmenn Grænfriðunga eru komnir til Íslands til að kynna baráttuaðferðir samtakanna geng hvalveiðum Íslendinga. Á morgun ætla samtökin að halda fréttamannafund þar sem farið verður yfir hvaða aðgerðir Grænfriðungar ætla að grípa til á næstu mánuðum til að stöðva hvalveiðar Íslendinga. 24.10.2006 11:43 Íraskar öryggissveitir ættu að geta tekið við öryggismálum að fullu eftir 12 - 18 mánuði Á fréttamannafundi í Írak fyrr í dag með sendiherra Bandaríkjanna í Írak og íröskum ráðamönnum kom fram að þeir hafi sæst á áætlun til þess að draga úr ofbeldi í Írak samkvæmt fyrirfram ákveðnum tímaramma. 24.10.2006 11:37 Rannsaka skattframtal Bretaprins Karl Bretaprins mun sæta skattrannsókn þingmannanefndar, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Nefndin rannsakar vangoldna viðskiptaskatta Hertogadæmisins af Cornwall, sem er megintekjulind Karls. Hann borgar fullan tekjuskatt af tekjum sínum Hertogadæminu. 24.10.2006 11:37 Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári. 24.10.2006 11:35 Bræðsluofn frá fyrrihluta 17. aldar í Steingrímsfirði Hátt í 400 ára múrsteinshlaðinn bræðsluofn fannst við fornleifauppgröft í Hveravík við Steingrímsfjörð. Fréttavefurinn www.strandir.is greinir frá þessu. Tilgátur eru um að tóftir á Strákatanga við Steingrímsfjörð séu leifar eftir baskneska hvalfangara og styður þessi fundur við þá kenningu sem og munir sem fyrr höfðu fundist. 24.10.2006 11:30 Jan Egeland hugsanlega að hætta hjá neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna Norska dagblaðið Aftenposten segir frá því á vefsíðu sinni að Jan Egeland hafi gefið í skyn að hann muni hætta í starfi sínu sem formaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. 24.10.2006 11:21 Spænskum ljósmyndara rænt á Gasaströndinni Spænskum ljósmyndara sem starfar fyrir AP-fréttastofuna var rænt á Gasaströndinni í morgun. Maðurinn var leið út úr íbúð sinni í Gasaborg þegar byssumenn á hvítum bíl óku upp að honum og þröngvuðu honum inn í bíl sinn. 24.10.2006 11:11 Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land. 24.10.2006 10:56 Þrýstingur á Blair eykst vegna veru breska hersins í Írak Breska dagblaðið Guardian skýrir frá því á vefsíðu sinni í dag að breskur almenningur vilji kalla herlið sitt frá Írak. 24.10.2006 10:55 Vilja auka veg kvenna á Alþingi Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla. 24.10.2006 10:42 Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út. 24.10.2006 10:24 Íslenskir fjölmiðlar njóta einna mests frelsis Ísland er í fyrsta til fjórða sæti á nýjum lista samtakanna Blaðamenn án landamæra (Reporters sans frontières) yfir þau lönd þar sem fjölmiðlar njóta mests frelsis. Með Íslandi á toppnum eru Finnland, Írland og Holland. Samtökin segja lítið breytast í þeim löndum sem verst búi að blaðamönnum. 24.10.2006 10:19 Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu býðst til þess að segja af sér Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hefur boðist til þess að segja af sér. Uppsögn hans kemur í kjölfar kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu og viðræðna við Bandaríkjamenn í síðastliðinni viku. 24.10.2006 10:16 Leita viðskiptatækifæra á Íslandi Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador, vel á fjórða tug manna frá 14 fyrirtækjum, kemur til Íslands fyrstu vikuna í nóvember til að leita að viðskiptatækifærum á Íslandi, auk þess að kynna sér menningu og sögu landsins. Fyrirtækin eru misstór og vinna meðal annars á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiðavarahluta og bókaútgáfu. 24.10.2006 10:12 Sjá næstu 50 fréttir
Erfitt að meta áhrif hvalveiða á stuðning við Ísland Sigríður Snævarr, sem leiðir umsóknarferli Íslands um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, segir erfitt að meta hvort hvalveiðar Íslendinga hafi áhrif á framboð landsins. Hún segir mikilvægt að fámennar þjóðir fái fulltrúa í ráðið og ef Íslendingar nái kjöri, verði þeir fámennasta þjóðin sem átt hefur fulltrúa í öryggisráðinu. 24.10.2006 18:33
Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. 24.10.2006 18:25
Bílbeltaátak á suðvesturhorninu Bílbelti hefðu bjargað 7 manneskjum af þeim 23 sem hafa látist í umferðinni á árinu. Lögreglan á suðvesturhorninu stöðvar bíla unnvörpum þessa dagana og sektar þá sem "gleymdu" að spenna beltið og gleymdu að það er hættulegt að tala í gemsa undir stýri. 24.10.2006 18:25
Barnaklám fannst hjá barnaskólakennara Mikið af barnaklámi fannst á heimili grunnskólakennara á Akranesi fyrr í október. Hann var handtekinn í skólanum og húsleit gerð heima hjá honum eftir vísbendingu frá samkennara. 24.10.2006 18:23
Hastert ber vitni fyrir þingnefnd Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bar í dag vitni fyrir siðanefnd þingsins þar sem eiga sæti þingmenn bæði Demókrata og Repúblíkana. Nefndin hefur til umfjöllunar kynlífshneyksli sem hefur haft áhrif á fylgi Repúblíkanaflokksins í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði. 24.10.2006 18:12
Bretar sagðir hafa látið undan kröfum lýðskrumara Calin Popescu Tariceanu, forsætisráðherra Rúmeníu, segir bresk stjórnvöld hafa látið undan kröfum lýðskrumara með ákvörðun sinni um að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi. Löndin tvö ganga inn í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. 24.10.2006 18:00
Chavez með 35% forskot Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela. 24.10.2006 17:50
Barist gegn fordómum í Þýskalandi Óttast er árásir nýnasista í Þýskalandi í ár verði mun fleiri en hefur mælst á hverju ári frá því Seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þetta er niðurstaða samtaka í Þýskalandi sem berjast gegn kynþáttafordómum þar í landi. Niðurstaða samtakanna er sú að árásir hafa verið margar í júní og júlí þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór fram í Þýskalandi. 24.10.2006 17:28
Takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. 24.10.2006 16:58
Nemendum fjölgar í Reykjanesbæ Nemendum við grunnskóla Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 3,3% á síðastliðnu ári. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en á síðustu tveimur árum hefur nemendum grunnskólanna fjölgað um 7% eða 120. 24.10.2006 16:54
Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra. 24.10.2006 16:28
Áfengi aðeins afgreitt gegn fingraförum Þeir sem fara á bari eða skemmtistaði gætu brátt þurft að láta taka af sér fingraför á barnum í hvert skipti sem þeir kaupa sér áfengan drykk. Enska dagblaðið Metro segir frá þessu á heimasíðu sinni. 24.10.2006 16:12
Átta manns berjast um fimm sæti hjá Framsókn í NV-kjördæmi Átta manns gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður með póstkosningu dagana 3.-17. nóvember. Tveir berjast um efsta sætið, þeir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. 24.10.2006 16:07
Vilja byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á Selfossi Smáratorg ehf., sem meðal annars rekur Rúmfatalagerinn, hefur áhuga á að reisa um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð við Fossanes á Selfossi skammt frá afleggjarnum að Biskupstungnabraut. 24.10.2006 15:57
Aðeins ein eign á söluskrá á Suðureyri Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaðnum á Suðureyri að undanförnu og eftirspurnin er orðin meiri heldur en framboðið. Fram kemur á vefnum suðureyri.is að ein eign sé á söluskrá hjá Fasteignasölu Vestfjarða, og ekki sé vitað um leiguíbúð í boði. Alls hafa 12% íbúða í bænum skipt um eigendur á undaförnum mánuðum. 24.10.2006 15:43
Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet. 24.10.2006 15:20
Hyggjast stefna hollensku fyrirtæki vegna losunar eiturefna Um eitt þúsund fórnarlömb eitraðs úrgangs sem losaður var við Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, í ágúst hyggjast höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu sem ber á ábyrgð á losuninni. 24.10.2006 15:08
Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins. 24.10.2006 14:41
Valgerður til Síberíu á fund Norðurskautsráðsins Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er gestgjafi á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á fimmtudag. Ráðið er sameiginlegur vettvangur norrænna ríkja, ríkja Norður-Ameríku og Rússlands auk samtaka frumbyggja. 24.10.2006 14:27
Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda. 24.10.2006 14:16
Níu án öryggisbelta í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum sektaði níu ökumenn og farþega í síðustu viku fyrir að nota ekki öryggisbelti. Lögreglumenn segja ökumenn oft bera það fyrir sig að þeir telji sig ekki þurfa að nota öryggisbelti innanbæjar en noti þau alltaf þegar þeir fari upp á land. 24.10.2006 14:12
Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki. 24.10.2006 13:55
Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit. 24.10.2006 13:49
Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti. 24.10.2006 13:26
BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í. 24.10.2006 13:13
Eindregin samstaða milli frambjóðenda í annað sætið Það var eindregin samstaða milli þeirra þriggja frambjóðenda sem berjast um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem þeir sátu fyrir svörum í Íslandi í dag í gærkvöld. 24.10.2006 13:00
Mótmæli í Kasmír Indverska lögreglan í Kasmír þurfti að beita valdi til þess að dreifa úr hópi 700 mótmælenda. 24.10.2006 12:53
Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota. 24.10.2006 12:30
Margbrotnaði á fæti í vinnuslysi Skipverji af fiskiskipi frá Sauðárkróki sem féll úr stiga og nokkra metra ofan í lest skipsins, þar sem það var statt í Slippstöðinni á Akureyri í nótt hefur verið í aðgerð í allan morgun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er margbrotinn á hægra fæti eftir fallið. Skipverjar voru að vinna í skipinu við að undirbúa sjósetningu í dag. 24.10.2006 12:22
Ráðherrar misnotuðu vald sitt með hlerunum Kjartan Ólafsson segir ljóst að Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein hafi brotið á mannréttindum fólks og misnotað vald sitt, þegar þeir sem dómsmálaráðherrar létu hlera síma Samtaka herstöðvarandstæðinga á sjöunda áratug síðustu aldar. Kjartan hefur fengið afhent gögn um hleranirnar. 24.10.2006 12:15
Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. Magnús Gunnarsson verður formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. en félaginu er ætlað að leiða þróun og umbreytingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not. Stofnfundur félagsins var haldinn í Reykjanesbæ í morgun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum. 24.10.2006 12:05
Grænfriðungar mættir og ætla að kynna baráttuaðferðir sínar Tveir liðsmenn Grænfriðunga eru komnir til Íslands til að kynna baráttuaðferðir samtakanna geng hvalveiðum Íslendinga. Á morgun ætla samtökin að halda fréttamannafund þar sem farið verður yfir hvaða aðgerðir Grænfriðungar ætla að grípa til á næstu mánuðum til að stöðva hvalveiðar Íslendinga. 24.10.2006 11:43
Íraskar öryggissveitir ættu að geta tekið við öryggismálum að fullu eftir 12 - 18 mánuði Á fréttamannafundi í Írak fyrr í dag með sendiherra Bandaríkjanna í Írak og íröskum ráðamönnum kom fram að þeir hafi sæst á áætlun til þess að draga úr ofbeldi í Írak samkvæmt fyrirfram ákveðnum tímaramma. 24.10.2006 11:37
Rannsaka skattframtal Bretaprins Karl Bretaprins mun sæta skattrannsókn þingmannanefndar, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Nefndin rannsakar vangoldna viðskiptaskatta Hertogadæmisins af Cornwall, sem er megintekjulind Karls. Hann borgar fullan tekjuskatt af tekjum sínum Hertogadæminu. 24.10.2006 11:37
Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári. 24.10.2006 11:35
Bræðsluofn frá fyrrihluta 17. aldar í Steingrímsfirði Hátt í 400 ára múrsteinshlaðinn bræðsluofn fannst við fornleifauppgröft í Hveravík við Steingrímsfjörð. Fréttavefurinn www.strandir.is greinir frá þessu. Tilgátur eru um að tóftir á Strákatanga við Steingrímsfjörð séu leifar eftir baskneska hvalfangara og styður þessi fundur við þá kenningu sem og munir sem fyrr höfðu fundist. 24.10.2006 11:30
Jan Egeland hugsanlega að hætta hjá neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna Norska dagblaðið Aftenposten segir frá því á vefsíðu sinni að Jan Egeland hafi gefið í skyn að hann muni hætta í starfi sínu sem formaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. 24.10.2006 11:21
Spænskum ljósmyndara rænt á Gasaströndinni Spænskum ljósmyndara sem starfar fyrir AP-fréttastofuna var rænt á Gasaströndinni í morgun. Maðurinn var leið út úr íbúð sinni í Gasaborg þegar byssumenn á hvítum bíl óku upp að honum og þröngvuðu honum inn í bíl sinn. 24.10.2006 11:11
Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land. 24.10.2006 10:56
Þrýstingur á Blair eykst vegna veru breska hersins í Írak Breska dagblaðið Guardian skýrir frá því á vefsíðu sinni í dag að breskur almenningur vilji kalla herlið sitt frá Írak. 24.10.2006 10:55
Vilja auka veg kvenna á Alþingi Femínistafélag Íslands skorar á stjórnmálaflokka sem ekki hafa myndað sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla. 24.10.2006 10:42
Erlendir ríkisborgar fylla þriðjung nýrra starfa Erlendir ríkisborgarar hafa fyllt um þriðjung þeirra um það bil níu þúsund starfa sem orðið hafa til á yfirstandandi hagvaxtarskeiði. Til samanburðar urðu til ellefu þúsund ný störf í síðustu uppsveiflu og þá fylltu erlendir ríkisborgarar um fjórðung þeirra. Þetta kemur fram haustsskýrslu Þjóðarbúskaparins sem fjármálaráðuneytið gefur út. 24.10.2006 10:24
Íslenskir fjölmiðlar njóta einna mests frelsis Ísland er í fyrsta til fjórða sæti á nýjum lista samtakanna Blaðamenn án landamæra (Reporters sans frontières) yfir þau lönd þar sem fjölmiðlar njóta mests frelsis. Með Íslandi á toppnum eru Finnland, Írland og Holland. Samtökin segja lítið breytast í þeim löndum sem verst búi að blaðamönnum. 24.10.2006 10:19
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu býðst til þess að segja af sér Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hefur boðist til þess að segja af sér. Uppsögn hans kemur í kjölfar kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu og viðræðna við Bandaríkjamenn í síðastliðinni viku. 24.10.2006 10:16
Leita viðskiptatækifæra á Íslandi Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Nýfundnalandi og Labrador, vel á fjórða tug manna frá 14 fyrirtækjum, kemur til Íslands fyrstu vikuna í nóvember til að leita að viðskiptatækifærum á Íslandi, auk þess að kynna sér menningu og sögu landsins. Fyrirtækin eru misstór og vinna meðal annars á sviði fata- og skartgripahönnunar, bifreiðavarahluta og bókaútgáfu. 24.10.2006 10:12