Fleiri fréttir

Talibanar ætla að ráðast gegn Evrópubúum

Foringi í liði talibana, Mullah Muhammad Amin, sagði í morgun að talibanar stefndu á árás á Bretland og Evrópu. Í einkaviðtali við Sky fréttastofuna sagði Amin að samtökin ættu gnægð vopna og að óbreyttum borgurum á Vesturlöndum yrði ekki hlíft enda hefðu þeir komið Bush og Blair til valda með atkvæðum sínum.

Vilja að Hvalur eða Norðmenn greiði leiðina

Hvalur 9 er kominn út á miðin og hóf leit að hval upp úr klukkan tíu í morgun. Hrefnuveiðimenn ætla að hefja veiðar í vikunni en þeir búast ekki við að geta selt kjöt á Japansmarkað fyrr en í vor þegar annaðhvort fyrirtækið Hvalur eða Norðmenn hafa greitt leiðina á Japansmarkað.

Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við

Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við.

Breytinga þörf í umhverfismálum

Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra

Landbúnaðarnefnd fjallar um samkeppnismál í næsta mánuði

Landbúnaðarnefnd Alþingis mun í næsta mánuði fjalla um nýfallinn úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem því var beint til landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum svo mjólkuriðnaðurinn yrði ekki undanþeginn samkeppnislögum eins og nú er.

Ísrael krefst aðgerða vegna stefnu Írana

Forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skoraði í dag á alþjóðasamfélagið að refsa forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, fyrir að að hafa krafist eyðileggingar Ísraels

Útgöngubanni komið á í Amara

Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga.

Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum.

Rússneskur hermaður seldur sem þræll

Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Hermaðurinn hafði verið seldur ásamt skurðgröfu á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum

Frú Forseti?

Allar líkur eru á að Nancy Pelosi, 66 ára amma frá San Francisco, fái nafn sitt ritað í sögubækurnar sem fyrsta konan til að gegna embætti forseta fulltrúadeildarinnar verði niðurstaða þingkosninganna í Bandaríkjunum í samræmi við skoðanakannanir.

Ísraelar halda áfram eftirlitsflugi um líbanska lofthelgi

Varnarmálaráðherra Ísraels, Amir Peretz, sagði í gær að Ísraelar myndu halda áfram daglegu eftirlitsflugi sínu yfir líbanska lofthelgi svo lengi sem líbanska ríkisstjórnin sinnti ekki sínum hluta vopnahléssamkomulagsins um að hindra vopnasmygl til Hisbollah. Líbanir hafa gagnrýnt yfirflug Ísraela sem skýlaust brot á vopnahléssamkomulagi öryggisráðsins.

Glitnir spáir 7,4% verðbólgu

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember og að verðbólga á ársgrundvelli verði þá 7,4%. Að mati sérfræðinga Glitnis byggist hækkunin að mestu leyti á hækkuðu fasteignaverði en lítils háttar hækkun á matarverði leggur einnig til hækkunar neysluvísitölunnar.

Stefán nýr aðalendurskoðandi Seðlabankans

Stefán Svavarsson var nýverið ráðinn í starf aðalendurskoðanda Seðlabanka Íslands og hefur hann störf 1. nóvember næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu frá bankanaum að Stefán hafi undanfarið gegnt dósentsstöðu við Háskólann í Reykjavík en hann var áður dósent við Háskóla Íslands.

Önnur umferð nauðsynleg í Búlgaríu

Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu og frambjóðandi sósíalista, vann fyrri umferð forsetakosninga í Búlgaríu með miklum yfirburðum. Hins vegar var þátttaka í kosningunum svo lítil að nauðsynlegt er að kjósa að nýju í annarri umferð milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Paul stefnir á ferðamannastaði í Mexíkó

Hitabeltisstormurinn Paul stefnir nú að Baja California skaganum við Kyrrahafsströnd Mexíkós. Búist er við að veðurhamurinn fari yfir skagann nálægt Los Cabos, sem er vinsæll ferðamannastaður. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að vart hafi verið við storminn yfir Kyrrahafi á laugardag og að hann muni ná miklum styrk á þriðjudag.

Varnarsamningurinn inn bakdyramegin

Össur Skarphéðinsson sagði í þætti Silfri Egils í dag Sjálfstæðismenn lauma varnarsamningnum inn bakdyramegin. Hann deildi hart á að kjörnir einstaklingar á þingi fái ekki að ræða innihald samningsins. Þá sagði Össur klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins ótrúlegan í ljósi tímasetningar rétt fyrir prófkjör.

Meintur læknadópsali sýknaður

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru fyrir brot gegn lyfjalögum, en maðurinn var afhjúpaður af fréttaskýringaþættinum Kompási fyrir ólöglega sölu á svokölluðu læknadópi. Í þætti Kompáss sem sýndur var seint á síðasta ári voru tvær tálbeitur notaðar til þess að kaupa lyf hjá ákærða en þátturinn fjallaði um hversu auðvelt er að nálgast læknadóp á Íslandi.

Hrefnuveiðmenn í startholunum

Hvalur níu fór aftur út til veiða í dag. Hrefnuveiðimenn hyggja einnig á veiðar, Njörður strax um miðja vikuna og aðrir nokkurum dögum síðar.

Fulltrúi Sþ rekinn frá Súdan

Stjórnvöld í Súdan hafa rekið sérstakan sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna úr landi, vegna ummæla sem hann setti á blogg-síðu sína. Honum er gert að fara úr landi innan 72 klukkustunda.

Lögreglan í Reykjavík vissi af hlerunum

Pétur Gunnarsson blaðamaður sem var lögreglumaður fyrir tuttugu árum, segir að á þeim tíma hafi lögreglan í Reykjavík vitað af hlerunum úr símstöð í húsi lögreglunnar. Þetta kom fram í þættinum Silfri Egils nú í hádeginu, en þar sagði Pétur: “Það vissu allir að það var símstöð í húsinu sem var í umsjá útlendingaeftirlitsins og fíkniefnalögreglunnar."

Íslendingar sýna alþjóðasamfélaginu fingurinn

Með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýna Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn. Þannig metur Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu stöðuna. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök segja blóð flæða í íslensku sjávarmáli.

Fjármál Carls Bildt til rannsóknar

Carld Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf nú væntanlega að sæta rannsókn vegna hlutabréfa sem hann á í fyrirtæki sem heitir Vostok Nafta.

Aukin misskipting og möguleg gjaldtaka

Skert þjónusta til innflytjenda getur leitt til aukinnar misskiptingar í samfélaginu. Þetta segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, en borgarstjórn ákvað í vikunni að skerða fjárframlög til hússins um rúmlega þriðjung. Alþjóðahús veitir bæði almenna og sérhæfða ráðgjöf til innflytjenda, en á vegum hússins er meðal annars lögfræðingur í fullu starfi.

Kosið um stækkun Panama skipaskurðarins

Kjósendur í Panama ákveða í dag hvort Panama skipaskurðurinn verði stækkaður. Um væri að ræða stærstu framvkæmdir sem ráðist hefur verið í á skurðinum, sem byggður var fyrir 92 árum.

Fleiri líkamspartar finnast

Enn finnast líkamsleifar á svæðinu þar sem tvíburaturnarnir í New York stóðu fyrir hryðjuverkaárásinu 9.september 2001. Í gær fundu leitarmenn 15 bein eða líkamsparta til viðbótar við þá 80 sem fundust óvænt í holræsisbrunni á svæðinu á föstudag. Leit á svæðinu hefur verið hafin að nýju, en henni var hætt árið 2002 og höfðu þá 20 þúsund líkamspartar fundist.

Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express

Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr átta í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms.

Leita að nýju að líkamsleifum

Leit er hafin að nýju að líkamsleifum fólks sem fórst í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir rúmlega fimm árum, eftir að mannabein fundust í holræsum við svæðið þar sem turnarnir stóðu. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, meðal annars fótleggi og handleggi að því talið er.

Hellisheiðavirkjun vígð

Hellisheiðarvirkjun var vígð í dag að viðstöddu fjölmenni. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni fram til ársins 2025.

Rektor vill auka sjálfsaflafé HÍ

Háskóli Íslands brautskráði í dag 380 kandídata við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir rektor segist vilja auka sjálfsaflafé skólans. Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi.

Sjá næstu 50 fréttir