Innlent

Íslendingar sýna alþjóðasamfélaginu fingurinn

Með því að draga dauða langreyði á land í Hvalfirði sýna Íslendingar alþjóðasamfélaginu fingurinn. Þannig metur Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástralíu stöðuna. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök segja blóð flæða í íslensku sjávarmáli.

Í viðtali við ástralska fjölmiðla sagði Campbell að héðan í frá væri ekki hægt að taka mark á Íslendingum í neinu umhverfismáli.

Langreyðurin, sem teljist til dýra í útrýmingarhættu, hefði ekki bara verið skutluð. Íslendingar hefðu veifað fingrinum framan í alla heimsbyggðina og forsmáð alþjóðasamþykktir.

Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn, IFAW, mótmælir hvalveiðum Íslendinga og segir að með drápinu í gær hafi Íslendingar ekki bara saurgað hafsvæðið við landið heldur orðstír sinn á alþjóðavettvangi. Í fréttatilkynningu segja samtökin að líklega sé ætlunin að selja hvalkjötið til Japans, en það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðasamningum um verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu. Framvæmdastjóra IFAW fagnar því að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Nýja hafi mótmælt veiðunum og

kallað er eftir aðgerðum frá stuðningsmönnum samtakanna sem telja tvær og hálfa milljón víðs vegar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×