Fleiri fréttir Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess. 21.10.2006 16:00 Öldruð kynbomba giftir sig Ítalska þokkagyðjan og leikkonan Gina Lollobrigida gekk í dag að eiga spánverjann Javier Rigau y Rafols. Brúðkaupið fór fram New York en parið kynntist fyrst í Monte Carlo fyrir 22 árum. Leikkonan sem er orðin 79 ára gömul er af mörgum talin ein fallegasta kona í heima. Eiginmaður hennar er töluvert yngri eða þrjátíu og fjórum árum. 21.10.2006 15:45 Sækja slasað barn á Esjuna Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna. 21.10.2006 15:40 Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. 21.10.2006 15:15 Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. 21.10.2006 14:45 Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. 21.10.2006 14:30 Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. 21.10.2006 14:12 Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. 21.10.2006 14:00 Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. 21.10.2006 13:30 Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. 21.10.2006 13:15 Borgaryfirvöld í New York fyrirskipa nýja leit að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því. 21.10.2006 12:45 Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. 21.10.2006 12:30 Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. 21.10.2006 12:15 Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. 21.10.2006 12:00 Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. 21.10.2006 11:30 Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. 21.10.2006 11:15 Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. 21.10.2006 11:00 Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. 21.10.2006 11:00 Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. 21.10.2006 10:45 Óttast um framgang friðarviðræðna Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. 21.10.2006 10:30 Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 21.10.2006 10:15 Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið. 21.10.2006 10:00 Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. 21.10.2006 09:58 Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. 21.10.2006 09:52 Hættir viðræðum við Farc-skæruliða Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur hætt viðræðum um fangaskipti við Farc-skæruliða. Uribe kennir skæruliðunum um sprengjuárás í höfuðborginni, Bogota, í gær. Rúmlega 20 særðust í árásinni. Uribe segir nú ekki hægt að gera annað en að senda herinn til að bjarga gíslum úr klóm skæruliðanna. Um það bil 3.000 gíslar eru í haldi skæruliðanna, þar á meðal um það bil 60 stjórnmálamenn og útlendingar. 20.10.2006 23:50 34 ára aldursmunur Ítalska kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida, sem eitt sinn var sögð fallegasta kona í heimi, ætlar að ganga að eiga mann sem er 34 árum yngri en hún. Lollobrigida, sem er 79 ára, segir í viðtali við spænska glanstímaritið Hola að hún ætli að ganga að eiga spænska kaupsýslumanninn Javier Rigau, sem er 45 ára. Hún kynntist honum í samkvæmi í Monte Carlo árið 1984 og hafa þau hittst á laun síðan þá, eða í 22 ár. 20.10.2006 23:39 Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. 20.10.2006 23:06 Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. 20.10.2006 22:13 Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. 20.10.2006 21:53 Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. 20.10.2006 21:33 NBC sýnir ekki krossfestingu Madonnu Upptaka af sviðsettri krossfesting poppsöngkonunnar Madonnu á frá nýjustu tónleikaferð hennar verður ekki meðal þess sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC helypir í loftið þegar hún sjónvarpar upptöku af tónleikum hennar í næsta mánuði. Athæfi söngkonunnar hefur vakið mikla reiði meðal kristinna trúarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar þeirra hafa fordæmt Madonnu sagt hana and-kristna og fremja helgispjöll og guðlast. Því neitar söngkonan og segir þetta gert á þeim hluta tónleikanna þegar hún kalla á fjárframlög til góðagerðarsamtaka sem hjálpa alnæmissjúkum í Afríku. 20.10.2006 21:27 Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. 20.10.2006 21:00 Jarðskjálfti skók norð vestur hluta Tyrklands Jarðskjálfti sem mældist 5,2 á Richter skók norð-vesturhluta Tyrklands í dag. Íbúar í Istanbúl fundu fyrir skjálftanum. Upptök hans voru í Balikesir-héraði sem er hinumegin við Marmarahafið frá Istanbúl. Ekki hafa borist fregnir af því að nokkur hafi týnt lífi eða hve margir hafi slast og ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið. 20.10.2006 20:45 Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. 20.10.2006 20:41 Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar. 20.10.2006 20:15 Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. 20.10.2006 20:08 Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. 20.10.2006 19:51 Peningar McCartneys og orðspor í húfi Skilnaður bítilsins Pauls McCartney stefnir í að verða einn sá stærsti og umtalaðasti á okkar tímum. Vægðarlaus umfjöllun fjölmiðla, sem fylgjast með hverju spori beggja aðila, heldur áfram. Nú hefur fyrrverandi kona bítilsins, Heather, sakað hann um heimilisofbeldi, drykkjuskap og fíkniefnaneyslu, en lögmenn hans segja hann neita því alfarið. 20.10.2006 19:15 Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. 20.10.2006 19:14 Ekki frekari kjarnorkutilraunir Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ekki verði af frekari kjarnorkutilraunum í landinu, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn tilrauninni í síðustu viku. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu sagði um 100 þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni Pyongyang til að fagna áfanganum. 20.10.2006 18:58 Þúsundir fá leiðréttingu á vaxtabótum Þeim sem fá vaxtabætur á þessu ári fjölgar um rúmlega fimm þúsund, nái frumvarp fjármálaráðherra um leiðréttingu vaxtabóta fram að ganga. Þá mun mikill fjöldi fólks fá hækkun á þegar greiddum vaxtabótum. Fjármálaráðherra segir rangt að ekki hafi verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna áður en frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 20.10.2006 18:57 Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt. 20.10.2006 18:45 Fær bara aðgang að hlerunargögnum um sjálfan sig Þjóðskjalasafnið veitti nú síðdegis Kjartani Ólafssyni, sagnfræðingi og fyrrverandi alþingismanni, leyfi til að skoða gögn sem varða hleranir á honum sjálfum. Kjartan er ekki sáttur við úrskurðinn og vill fá sama aðgang að gögnum og Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk og ætlar með málið til dómsstóla, ef menntamálaráðherra skikkar ekki þjóðskjalasafnið til að breyta úrskurði sínum. 20.10.2006 18:45 Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. 20.10.2006 18:40 Vann eineltismál vegna andlitsblæju Íslömsk kennslukona í Bretlandi hefur unnið eineltismál sem hún höfðaði gegn barnaskólanum sem hún kenndi við. Konan var leyst frá störfum þegar hún neitaði að fjarlægja andlitsblæju í skólastofunni. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og umræður um rétt múslímakvenna til að bera andlitsslæður sem hylja mesta hluta andlitsins. 20.10.2006 18:40 Sjá næstu 50 fréttir
Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess. 21.10.2006 16:00
Öldruð kynbomba giftir sig Ítalska þokkagyðjan og leikkonan Gina Lollobrigida gekk í dag að eiga spánverjann Javier Rigau y Rafols. Brúðkaupið fór fram New York en parið kynntist fyrst í Monte Carlo fyrir 22 árum. Leikkonan sem er orðin 79 ára gömul er af mörgum talin ein fallegasta kona í heima. Eiginmaður hennar er töluvert yngri eða þrjátíu og fjórum árum. 21.10.2006 15:45
Sækja slasað barn á Esjuna Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna. 21.10.2006 15:40
Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. 21.10.2006 15:15
Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. 21.10.2006 14:45
Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. 21.10.2006 14:30
Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. 21.10.2006 14:12
Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. 21.10.2006 14:00
Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. 21.10.2006 13:30
Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. 21.10.2006 13:15
Borgaryfirvöld í New York fyrirskipa nýja leit að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því. 21.10.2006 12:45
Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. 21.10.2006 12:30
Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. 21.10.2006 12:15
Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. 21.10.2006 12:00
Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. 21.10.2006 11:30
Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. 21.10.2006 11:15
Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. 21.10.2006 11:00
Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. 21.10.2006 11:00
Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. 21.10.2006 10:45
Óttast um framgang friðarviðræðna Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. 21.10.2006 10:30
Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 21.10.2006 10:15
Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið. 21.10.2006 10:00
Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. 21.10.2006 09:58
Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. 21.10.2006 09:52
Hættir viðræðum við Farc-skæruliða Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur hætt viðræðum um fangaskipti við Farc-skæruliða. Uribe kennir skæruliðunum um sprengjuárás í höfuðborginni, Bogota, í gær. Rúmlega 20 særðust í árásinni. Uribe segir nú ekki hægt að gera annað en að senda herinn til að bjarga gíslum úr klóm skæruliðanna. Um það bil 3.000 gíslar eru í haldi skæruliðanna, þar á meðal um það bil 60 stjórnmálamenn og útlendingar. 20.10.2006 23:50
34 ára aldursmunur Ítalska kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida, sem eitt sinn var sögð fallegasta kona í heimi, ætlar að ganga að eiga mann sem er 34 árum yngri en hún. Lollobrigida, sem er 79 ára, segir í viðtali við spænska glanstímaritið Hola að hún ætli að ganga að eiga spænska kaupsýslumanninn Javier Rigau, sem er 45 ára. Hún kynntist honum í samkvæmi í Monte Carlo árið 1984 og hafa þau hittst á laun síðan þá, eða í 22 ár. 20.10.2006 23:39
Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. 20.10.2006 23:06
Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. 20.10.2006 22:13
Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. 20.10.2006 21:53
Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. 20.10.2006 21:33
NBC sýnir ekki krossfestingu Madonnu Upptaka af sviðsettri krossfesting poppsöngkonunnar Madonnu á frá nýjustu tónleikaferð hennar verður ekki meðal þess sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC helypir í loftið þegar hún sjónvarpar upptöku af tónleikum hennar í næsta mánuði. Athæfi söngkonunnar hefur vakið mikla reiði meðal kristinna trúarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar þeirra hafa fordæmt Madonnu sagt hana and-kristna og fremja helgispjöll og guðlast. Því neitar söngkonan og segir þetta gert á þeim hluta tónleikanna þegar hún kalla á fjárframlög til góðagerðarsamtaka sem hjálpa alnæmissjúkum í Afríku. 20.10.2006 21:27
Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. 20.10.2006 21:00
Jarðskjálfti skók norð vestur hluta Tyrklands Jarðskjálfti sem mældist 5,2 á Richter skók norð-vesturhluta Tyrklands í dag. Íbúar í Istanbúl fundu fyrir skjálftanum. Upptök hans voru í Balikesir-héraði sem er hinumegin við Marmarahafið frá Istanbúl. Ekki hafa borist fregnir af því að nokkur hafi týnt lífi eða hve margir hafi slast og ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið. 20.10.2006 20:45
Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. 20.10.2006 20:41
Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar. 20.10.2006 20:15
Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. 20.10.2006 20:08
Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. 20.10.2006 19:51
Peningar McCartneys og orðspor í húfi Skilnaður bítilsins Pauls McCartney stefnir í að verða einn sá stærsti og umtalaðasti á okkar tímum. Vægðarlaus umfjöllun fjölmiðla, sem fylgjast með hverju spori beggja aðila, heldur áfram. Nú hefur fyrrverandi kona bítilsins, Heather, sakað hann um heimilisofbeldi, drykkjuskap og fíkniefnaneyslu, en lögmenn hans segja hann neita því alfarið. 20.10.2006 19:15
Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. 20.10.2006 19:14
Ekki frekari kjarnorkutilraunir Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ekki verði af frekari kjarnorkutilraunum í landinu, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn tilrauninni í síðustu viku. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu sagði um 100 þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni Pyongyang til að fagna áfanganum. 20.10.2006 18:58
Þúsundir fá leiðréttingu á vaxtabótum Þeim sem fá vaxtabætur á þessu ári fjölgar um rúmlega fimm þúsund, nái frumvarp fjármálaráðherra um leiðréttingu vaxtabóta fram að ganga. Þá mun mikill fjöldi fólks fá hækkun á þegar greiddum vaxtabótum. Fjármálaráðherra segir rangt að ekki hafi verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna áður en frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 20.10.2006 18:57
Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt. 20.10.2006 18:45
Fær bara aðgang að hlerunargögnum um sjálfan sig Þjóðskjalasafnið veitti nú síðdegis Kjartani Ólafssyni, sagnfræðingi og fyrrverandi alþingismanni, leyfi til að skoða gögn sem varða hleranir á honum sjálfum. Kjartan er ekki sáttur við úrskurðinn og vill fá sama aðgang að gögnum og Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk og ætlar með málið til dómsstóla, ef menntamálaráðherra skikkar ekki þjóðskjalasafnið til að breyta úrskurði sínum. 20.10.2006 18:45
Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. 20.10.2006 18:40
Vann eineltismál vegna andlitsblæju Íslömsk kennslukona í Bretlandi hefur unnið eineltismál sem hún höfðaði gegn barnaskólanum sem hún kenndi við. Konan var leyst frá störfum þegar hún neitaði að fjarlægja andlitsblæju í skólastofunni. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og umræður um rétt múslímakvenna til að bera andlitsslæður sem hylja mesta hluta andlitsins. 20.10.2006 18:40