Innlent

Rektor vill auka sjálfsaflafé HÍ

Háskóli Íslands brautskráði í dag 380 kandídata við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir rektor segist vilja auka sjálfsaflafé skólans.

Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi. Við athöfnina í dag voru þrír sæmdir heiðursdoktorsnafnbót en þeir hafa verið í rannsóknarsamstarfi með Háskólanum. Það voru þeir Robert A. Mundell nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia háskóla, Assar Lindebeck prófessor í alþjóðahagfræði við háskólann í Stokkhólmi og Kristján Sæmundsson vísindamaður í eldfjalla-og jarðhitafræðum. Þeir hafa unnið að vísindarannsóknum með Háskólanum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor, telur mjög mikilvægt að efla vísindarannsóknir og hlutverk háskólans sem alþjóðlegs háskóla.

Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi.

Við athöfnina í dag voru þrír sæmdir heiðursdoktorsnafnbót en þeir hafa verið í rannsóknarsamstarfi með Háskólanum. Það voru þeir Robert A. Mundell nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia háskóla, Assar Lindebeck prófessor í alþjóðahagfræði við háskólann í Stokkhólmi og Kristján Sæmundsson vísindamaður í eldfjalla-og jarðhitafræðum. Þeir hafa unnið að vísindarannsóknum með Háskólanum.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor, telur mjög mikilvægt að efla vísindarannsóknir og hlutverk háskólans sem alþjóðlegs háskóla.

Í ræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi háskólamenntunar fyrir þekkingarsamfélagið og samstarf við virta erlenda háskóla, en Háskólinn er í samstarfi við skóla á borð við Harvard, Stanford og Columbia.

Rektor sagði markmið skólans vera að komast í hóp sjö bestu háskóla á Norðurlöndum og komast þannig í hóp hundrað bestu skóla í heimi. Þess vegna væri mikilvægt að fjárframlög frá ríkinu yrðu aukin, en Kristín sagðist hafa hug á að auka sjálfsaflafé skólans.

Þá sagði hún mikilvægt að styrkja háskólanám þannig að sú þekking sem fæst flytjist ekki úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×