Innlent

Aukin misskipting og möguleg gjaldtaka

Skert þjónusta til innflytjenda getur leitt til aukinnar misskiptingar í samfélaginu. Þetta segir Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, en borgarstjórn ákvað í vikunni að skerða fjárframlög til hússins um rúmlega þriðjung.

Alþjóðahús veitir bæði almenna og sérhæfða ráðgjöf til innflytjenda, en á vegum hússins er meðal annars lögfræðingur í fullu starfi. Hann veitir í hverri viku 30 innflytjendum viðtöl. Með skertu fjárframlagi frá borginni, úr rúmlega 30 milljónum í 20 er ljóst að endurskoða þarf þjónustuna og breyta áherslum. Einar segir að skoða þurfi hvort Alþjóðahús byrji að taka gjald fyrir þá þjónustu sem hingað til hefur verið ókeypis. Hann segir tímasetninguna afar slæma þar sem fjölgun innflytjenda hefur aldrei verið jafn mikil og álag á starfsmenn Alþjóðahúss í samræmi við það.

 

 

Stefán Jón Hafstein fulltrúi minnihluta í borgarstjórn segir Samfylkingunni lítast vel á að færa hluta þjónustunnar til þjónustumiðstöðva, en það komi í bakið á Samfylkingunni ef óvissa ríki í málefnum Alþjóðahúss.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×