Innlent

Varnarsamningurinn inn bakdyramegin

Össur Skarphéðinsson í Silfri Egils í dag
Össur Skarphéðinsson í Silfri Egils í dag

Össur Skarphéðinsson sagði í þætti Silfri Egils í dag Sjálfstæðismenn lauma varnarsamningnum inn bakdyramegin. Hann deildi hart á það að kjörnir einstaklingar á þingi fái ekki að ræða innihald samningsins.

Þá sagði Össur klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins ótrúlega í ljósi tímasetningar rétt fyrir prófkjör og að Geir Haarde hafi með "ástarjátningu" sinni til Björns Bjarnasonar á fundi Sjálfstæðisflokksins í gær, reynt að breiða yfir klofninginn.

Jón Baldvin Hannibalsson sagði í sama þætti að hann hafi ekki vitað um leyniþjónustu hér á landi eins og Þór Whitehead heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag. Það hafi komið sér á óvart síðustu daga að fá vitneskju um það. Jón segist nú hafa vitneskju um að íslenska leyniþjónustan hafi verið í þágu CIA leyniþjónustu Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×