Innlent

Glitnir spáir 7,4% verðbólgu

Krónan verður sífellt minna virði.
Krónan verður sífellt minna virði. MYND/Gunnar V. Andrésson

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember og að verðbólga á ársgrundvelli verði þá 7,4%. Að mati sérfræðinga Glitnis byggist hækkunin að mestu leyti á hækkuðu fasteignaverði en lítils háttar hækkun á matarverði leggur einnig til hækkunar neysluvísitölunnar.

Sérfræðingar Glitnis segjast þó einnig sjá fyrir endann á verðbólgunni: hún haldist nokkuð há fram í mars en þá lækki hún nokkuð skarpt og nái verðbólgumarkmiðum Seðlabankans seinnipart næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×