Fleiri fréttir Skógareldar í Tyrklandi Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin. 4.7.2006 22:00 Geimskotið gekk vel Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á sjöunda tímanum í kvöld. Geimskotið fór að óskum og er ferjan væntanleg aftur til jarðar þann sextánda þessa mánaðar. Geimskotið í dag er það fyrsta á þessu ári og aðeins í annað skipti sem geimferju er skotið á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. 4.7.2006 21:45 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. 4.7.2006 21:30 Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna. 4.7.2006 21:25 Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu. 4.7.2006 21:08 Landamærastöð á Gaza opnuð Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. 4.7.2006 19:17 Lög til styrktar foreldrum langveikra barna gagnast ekki öllum Ný lög hafa tekið gildi sem tryggja foreldrum langveikra barna lágmarkstekjur í allt að níu mánuði. Faðir barns, sem þjáist af sjaldgæfum heilahrörnunarsjúkdómi, mun ekki njóta góðs af lagasetningunni þar sem barn hans var greint áður en lögin voru sett. 4.7.2006 19:13 Minntust Heiðars Þórarins Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu 4.7.2006 18:45 Of margir nota ekki belti Það að farþegi í aftursæti notaði ekki bílbelti er talið hafa átt þátt í að tveir biðu bana í bílslysi á síðasta ári að mati Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík segir lögreglumenn um allt land daglega sjá mikilvægi bílbeltanotkunar. 4.7.2006 18:45 Bowen tækni við verkjum Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn. 4.7.2006 18:45 Melabúðin 50 ára Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær. 4.7.2006 18:30 Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu. 4.7.2006 18:15 Ríkisstjórnin bakkar ekki segir samgönguráðherra Ríkisstjórnin ætlar ekki að bakka með frestun vegaframkvæmda ef það verður til þess að verðbólgan fari af stað. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. 4.7.2006 17:45 Stúlkurnar á batavegi Stúlkurnar tvær, sem slösuðust alvarlega í bílslsysi í Varmahlíð Í Skagafirði um helgina, eru báðar á batavegi og er önnur þeirra komin úr öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu en tveir aðrir farþegar hlutu minniháttar áverka. 4.7.2006 15:41 Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þeir Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipun í embættið er í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fækkun lögregluumdæma á landinu úr 26 í 15 en sjö af embættunum verða skilgreind sem lykilembætti. 4.7.2006 15:19 Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar. Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn. 4.7.2006 14:28 Velti fjórhjóli og slasaðist Kona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli nálægt Sænautaseli á Jökuldalsheiði um klukkan ellefu í morgun. Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og Vopni, voru kallaðar út auk hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Sjúkrabíll flutti konuna til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl konunnar að svo stöddu. 4.7.2006 14:21 Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ástríði Grímsdóttur í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Suðurlands frá og með 1. júlí. Ástríður gengdi áður starfi sýslumanns á Ólafsfirði. 4.7.2006 13:22 Enn á gjörgæslu Unga manninum, sem slasaðist eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Kirkjubraut á Akranesi í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er ekki fullvitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. 4.7.2006 13:16 Búist við frekari samdrætti á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, og blikur eru á lofti um enn frekari samdrátt. 4.7.2006 13:07 Slys í Jökuldal á Austurlandi Björgunarsveitarmenn og lögregla eru nú á leið upp í Jökuldal á Austurlandi vegna tilkynningar um slys, sem þar mun hafa orðið á tólfta tímanum, ekki langt frá Sænautaseli, samkvæmt fyrstu fréttum. Eftir því sem Frétastofan kemst næst mun einn maður hafa slasast, en ekki lífshættulega. Ekkert er nánar vitað um atvik. Landhelgisgæslan hefur þyrlu til taks, ef óskað verður eftir henni. 4.7.2006 12:44 Dimissal to go to Supreme Court 4.7.2006 12:08 Internet Use Is 90% 4.7.2006 12:07 Bush til landsins Georg Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og mun snæða kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann heldur því upp á þjóðhátíðardag Bandarríkjamanna, fjórða júlí, hér á landi. Á morgun heldur hann til laxveiða í boði Orra Vigfússonar fomanns Norður- Atlantshafs fiskverndarsjóðsins. Bush hefur einu sinni áður komið hingað til lands þegar hann gengdi embætti varaforseta í forsetatíð Ronalds Regans og renndi hann þá fyrir lax í Þverá og Kjarrá. 4.7.2006 11:03 Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. 4.7.2006 11:00 Óskað eftir tilboðum í flug Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum, fyrir hönd Vegagerðarinnar, í rekstur á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Bíldudals og Reykjavíkur og Gjögurs. Á fréttavefurinn Bæjarins besta kemur fram að um er að ræða útboð á endugreiðslu kosnaðar að frádregnum tekjum vegna farþegaflutninga á áætlunarflugi á umræddum flugleiðum og vöruflutninga hluta úr ári milli Gjögurs og Reykjavík. Opnað verður fyrir tilboð næstkomandi fimmtudag. 4.7.2006 10:35 Fíkniefnafundur á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók tvo unga menn í bænum í gærkvöldi eftir að fíkniefni fundust á þeim. Í framhaldi af því fundust líka fíkniefni á heimili annars og gista báðir mennirnir fangageymslur þar til yfirheyrslum verður fram haldið í dag. Ekki liggur fyrir hversu mikið af fíkniefnum um ræðir.- 4.7.2006 10:34 Vill skerpa áherslur í umhverfismálum Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum. 4.7.2006 10:28 Á annað hundrað manns minntust hins látna Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. 4.7.2006 10:19 Öllum kríueggjum rænt af friðlýstu svæði Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er öll kría farin úr eyjunni, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Gunnarssyni bónda í Vatnsskarðshólum. Þorsteinn telur að þetta hafi gerst í síðustu viku og hafi stórum bil verið ekið utan vegar. Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur málið til rannsóknar, en síðast þegar eggjum var rænt í Dyrhólaey, fyrir all nokkrum árum, verpti engin kría þar í nokkur ár á eftir.- 4.7.2006 10:14 Gefa ekki frekari upplýsingar um hermanninn Palenstínsku skæruliðarnir sem hafa ísraelskan hermann í haldi sögðu í morgun að þeir ætluðu ekki að gefa frekari upplýsingar um líðan hans eftir að stjórnvöld í Ísrael höfnuðu tilboði um skipti á hermanninum og palenstínskum föngum. Skæruliðarnir höfðu gefið stjórnvöldum frest til klukkan þrjú í nótt til að verða við tilboði þeirra. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á Gaza í nótt og í morgun en meðal skotmarka að þessu sinni var íslamski háskólinn í Gazaborg. 4.7.2006 10:06 Hundruð létust í flóðum Í það minnsta 350 manns létust í flóðum, aurskriðum og öðrum náttúruhamförum í Kína í júní. Hamfarirnar má rekja til mikilla rigninga og er búist við enn meiri úrkomu næstu daga. Allt að hundrað manns er enn saknað. Tjónið af völdum hamfaranna er metið á tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala. Hundruð manna látast ár hvert í rigningum og hamförum þeim tengdum í Kína. 4.7.2006 09:58 Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður. 4.7.2006 09:55 Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin. 4.7.2006 09:52 Talið að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum Talið er að neðanjarðarlestinni, sem fór út af sporinu í Valencia á Spáni í gær, hafi verið ekið of hratt og að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum. Í það minnsta 41 fórst og 47 slösuðust. 4.7.2006 09:31 Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. 4.7.2006 09:28 Ísraelar hyggjast halda áfram aðgerðum á Gaza Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað því að láta fimmtán þúsund Palestínumenn lausa úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í rúma viku. Ísarelum var gefinn frestur til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til að verða við þessum kröfum ellegar yrði gripið til óyndisúrræða. Hryðjuverkamennirnir skilgreindu ekki nánar hvað gert yrði. 3.7.2006 23:00 Sprengjuárás á olíuleiðslu í Írak Sprengjuárás var gerð á olíuleiðslu í Norður-Írak í dag. Ekki er talið að árásin hafi áhrif á olíuútflutning frá landinu. Leiðslan dælir olíu til stöðva í bænum Kirkuk, tæpa þrjú hundruð kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad. Sú olía er síðan flutt til Tyrklands. Í síðustu viku tilkynnti olíumálaráðherra Íraks að framleiðsla í Írak hefði nú náð tveimur og hálfri milljón tunna á dag sem er það mesta síðan innrásin í Írak var gerði í mars 2003. 3.7.2006 22:45 Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. 3.7.2006 22:30 Minningarathöfn um Heiðar Þórarinn við minnisvarða hans Minningarathöfn var haldin í kvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í gær. Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallinn" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í kvöld til að heiðra minningu Heiðars. 3.7.2006 22:30 Mannskæð flóð við Svartahaf Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum. 3.7.2006 22:15 Lögreglubílvelta Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði. 3.7.2006 22:00 Héldu áfram för sinni eftir bílveltu Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og 52 fyrir hraðakstur. Auk þessa varð bílvelta snemma á sunnudagsmorgun á Biskupstungnabraut skammt neðan við Geysi í Haukadal. Þrennt var í bifreiðinni, tveir ungir karlar og unglingsstúlka. Fólkið var á leið frá Gullfossi að Laugarvatni þegar ökumaður missti stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Talið er að bíllinn hafi farið eina og hálfa veltu. 3.7.2006 21:00 Viðræður hefjast að nýju um Landsvirkjun Viðræður um kaup ríkisins á eignarhlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun eru að hefjast að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri vonast til að borgin selji fyrir haustið. 3.7.2006 19:05 Samgöngunefnd Alþingis boðuð til aukafundar vegna niðurskurðar í vegamálum Formaður samgöngunefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Guðmundur Hallvarðsson, segir óskynsamlegt að fresta vegagerð í dreifbýli. Hann hefur ákveðið að kalla þingnefndina saman til aukafundar vegna málsins síðar í vikunni, að ósk stjórnarandstæðinga. 3.7.2006 18:57 Sjá næstu 50 fréttir
Skógareldar í Tyrklandi Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin. 4.7.2006 22:00
Geimskotið gekk vel Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída á sjöunda tímanum í kvöld. Geimskotið fór að óskum og er ferjan væntanleg aftur til jarðar þann sextánda þessa mánaðar. Geimskotið í dag er það fyrsta á þessu ári og aðeins í annað skipti sem geimferju er skotið á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs. 4.7.2006 21:45
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. 4.7.2006 21:30
Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna. 4.7.2006 21:25
Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu. 4.7.2006 21:08
Landamærastöð á Gaza opnuð Ísraelar opnuðu í dag mikilvæga flutningaleið inn á Gazasvæðið til að tryggja íbúum þar hjálpargögn. Ekkert lát virðist ætla að verða á aðgerðum Ísarela þar því ekki hyllir undir samkomulag um lausn ísraelsks hermanns sem er í haldi herskárra Palestínumanna. Talsmaður Ísarelsstjórnar segir hann enn á lífi. 4.7.2006 19:17
Lög til styrktar foreldrum langveikra barna gagnast ekki öllum Ný lög hafa tekið gildi sem tryggja foreldrum langveikra barna lágmarkstekjur í allt að níu mánuði. Faðir barns, sem þjáist af sjaldgæfum heilahrörnunarsjúkdómi, mun ekki njóta góðs af lagasetningunni þar sem barn hans var greint áður en lögin voru sett. 4.7.2006 19:13
Minntust Heiðars Þórarins Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu 4.7.2006 18:45
Of margir nota ekki belti Það að farþegi í aftursæti notaði ekki bílbelti er talið hafa átt þátt í að tveir biðu bana í bílslysi á síðasta ári að mati Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík segir lögreglumenn um allt land daglega sjá mikilvægi bílbeltanotkunar. 4.7.2006 18:45
Bowen tækni við verkjum Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn. 4.7.2006 18:45
Melabúðin 50 ára Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær. 4.7.2006 18:30
Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu. 4.7.2006 18:15
Ríkisstjórnin bakkar ekki segir samgönguráðherra Ríkisstjórnin ætlar ekki að bakka með frestun vegaframkvæmda ef það verður til þess að verðbólgan fari af stað. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. 4.7.2006 17:45
Stúlkurnar á batavegi Stúlkurnar tvær, sem slösuðust alvarlega í bílslsysi í Varmahlíð Í Skagafirði um helgina, eru báðar á batavegi og er önnur þeirra komin úr öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu en tveir aðrir farþegar hlutu minniháttar áverka. 4.7.2006 15:41
Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þeir Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipun í embættið er í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fækkun lögregluumdæma á landinu úr 26 í 15 en sjö af embættunum verða skilgreind sem lykilembætti. 4.7.2006 15:19
Flugvellinum í Dyflinni lokað vegna sprengjuhótunar Flugvöllurinn í Dyflinni var rýmdur í dag eftir að maður gekk inn í flughöfnina og sagðist vera með sprengju í tösku. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn skömmu síðar. Ekki er vitað hvort eitthvað var að finna í töskunni en óhætt er að álykta að svo hafi ekki verið þar sem búið er að hleypa fólki aftur inn í bygginguna. Maðurinn hefur verið handtekinn. 4.7.2006 14:28
Velti fjórhjóli og slasaðist Kona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli nálægt Sænautaseli á Jökuldalsheiði um klukkan ellefu í morgun. Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og Vopni, voru kallaðar út auk hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Sjúkrabíll flutti konuna til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl konunnar að svo stöddu. 4.7.2006 14:21
Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ástríði Grímsdóttur í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Suðurlands frá og með 1. júlí. Ástríður gengdi áður starfi sýslumanns á Ólafsfirði. 4.7.2006 13:22
Enn á gjörgæslu Unga manninum, sem slasaðist eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Kirkjubraut á Akranesi í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er ekki fullvitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. 4.7.2006 13:16
Búist við frekari samdrætti á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, og blikur eru á lofti um enn frekari samdrátt. 4.7.2006 13:07
Slys í Jökuldal á Austurlandi Björgunarsveitarmenn og lögregla eru nú á leið upp í Jökuldal á Austurlandi vegna tilkynningar um slys, sem þar mun hafa orðið á tólfta tímanum, ekki langt frá Sænautaseli, samkvæmt fyrstu fréttum. Eftir því sem Frétastofan kemst næst mun einn maður hafa slasast, en ekki lífshættulega. Ekkert er nánar vitað um atvik. Landhelgisgæslan hefur þyrlu til taks, ef óskað verður eftir henni. 4.7.2006 12:44
Bush til landsins Georg Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og mun snæða kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann heldur því upp á þjóðhátíðardag Bandarríkjamanna, fjórða júlí, hér á landi. Á morgun heldur hann til laxveiða í boði Orra Vigfússonar fomanns Norður- Atlantshafs fiskverndarsjóðsins. Bush hefur einu sinni áður komið hingað til lands þegar hann gengdi embætti varaforseta í forsetatíð Ronalds Regans og renndi hann þá fyrir lax í Þverá og Kjarrá. 4.7.2006 11:03
Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. 4.7.2006 11:00
Óskað eftir tilboðum í flug Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum, fyrir hönd Vegagerðarinnar, í rekstur á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Bíldudals og Reykjavíkur og Gjögurs. Á fréttavefurinn Bæjarins besta kemur fram að um er að ræða útboð á endugreiðslu kosnaðar að frádregnum tekjum vegna farþegaflutninga á áætlunarflugi á umræddum flugleiðum og vöruflutninga hluta úr ári milli Gjögurs og Reykjavík. Opnað verður fyrir tilboð næstkomandi fimmtudag. 4.7.2006 10:35
Fíkniefnafundur á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók tvo unga menn í bænum í gærkvöldi eftir að fíkniefni fundust á þeim. Í framhaldi af því fundust líka fíkniefni á heimili annars og gista báðir mennirnir fangageymslur þar til yfirheyrslum verður fram haldið í dag. Ekki liggur fyrir hversu mikið af fíkniefnum um ræðir.- 4.7.2006 10:34
Vill skerpa áherslur í umhverfismálum Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum. 4.7.2006 10:28
Á annað hundrað manns minntust hins látna Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. 4.7.2006 10:19
Öllum kríueggjum rænt af friðlýstu svæði Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er öll kría farin úr eyjunni, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Gunnarssyni bónda í Vatnsskarðshólum. Þorsteinn telur að þetta hafi gerst í síðustu viku og hafi stórum bil verið ekið utan vegar. Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur málið til rannsóknar, en síðast þegar eggjum var rænt í Dyrhólaey, fyrir all nokkrum árum, verpti engin kría þar í nokkur ár á eftir.- 4.7.2006 10:14
Gefa ekki frekari upplýsingar um hermanninn Palenstínsku skæruliðarnir sem hafa ísraelskan hermann í haldi sögðu í morgun að þeir ætluðu ekki að gefa frekari upplýsingar um líðan hans eftir að stjórnvöld í Ísrael höfnuðu tilboði um skipti á hermanninum og palenstínskum föngum. Skæruliðarnir höfðu gefið stjórnvöldum frest til klukkan þrjú í nótt til að verða við tilboði þeirra. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á Gaza í nótt og í morgun en meðal skotmarka að þessu sinni var íslamski háskólinn í Gazaborg. 4.7.2006 10:06
Hundruð létust í flóðum Í það minnsta 350 manns létust í flóðum, aurskriðum og öðrum náttúruhamförum í Kína í júní. Hamfarirnar má rekja til mikilla rigninga og er búist við enn meiri úrkomu næstu daga. Allt að hundrað manns er enn saknað. Tjónið af völdum hamfaranna er metið á tvo og hálfan milljarð bandaríkjadala. Hundruð manna látast ár hvert í rigningum og hamförum þeim tengdum í Kína. 4.7.2006 09:58
Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður. 4.7.2006 09:55
Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin. 4.7.2006 09:52
Talið að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum Talið er að neðanjarðarlestinni, sem fór út af sporinu í Valencia á Spáni í gær, hafi verið ekið of hratt og að hjól hafi brotnað undan fremsta vagninum. Í það minnsta 41 fórst og 47 slösuðust. 4.7.2006 09:31
Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. 4.7.2006 09:28
Ísraelar hyggjast halda áfram aðgerðum á Gaza Ísraelsk stjórnvöld hafa hafnað því að láta fimmtán þúsund Palestínumenn lausa úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir ísraelska hermanninn, Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í rúma viku. Ísarelum var gefinn frestur til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til að verða við þessum kröfum ellegar yrði gripið til óyndisúrræða. Hryðjuverkamennirnir skilgreindu ekki nánar hvað gert yrði. 3.7.2006 23:00
Sprengjuárás á olíuleiðslu í Írak Sprengjuárás var gerð á olíuleiðslu í Norður-Írak í dag. Ekki er talið að árásin hafi áhrif á olíuútflutning frá landinu. Leiðslan dælir olíu til stöðva í bænum Kirkuk, tæpa þrjú hundruð kílómetra norður af höfuðborginni Bagdad. Sú olía er síðan flutt til Tyrklands. Í síðustu viku tilkynnti olíumálaráðherra Íraks að framleiðsla í Írak hefði nú náð tveimur og hálfri milljón tunna á dag sem er það mesta síðan innrásin í Írak var gerði í mars 2003. 3.7.2006 22:45
Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð og nauðgun Fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum verður á næstu dögum ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og myrt hana og fjölskyldu hennar. Þetta mun hafa gerst í mars síðastliðnum. Maðurinn var leystur frá störfum í hernum þar sem hann var sagður þjást af persónuleikaröskun. 3.7.2006 22:30
Minningarathöfn um Heiðar Þórarinn við minnisvarða hans Minningarathöfn var haldin í kvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í gær. Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallinn" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í kvöld til að heiðra minningu Heiðars. 3.7.2006 22:30
Mannskæð flóð við Svartahaf Minnst átján manns hafa drukknað og þriggja er saknað í flóðum sem hefur herjað á íbúa í fjórum ríkjum sem liggja að Svartahafi. Töluvert hefur rignt á svæðinu með þessum hörmulegu afleiðingum. Í Úkraínu fóru um fimm hundruð heimili í sjö þorpum á kaf þegar stífla gaf sig. Tvær konur drukknuðu. Úrhellið á svæðinu stóð í margar klukkustundir og eru íbúar í einu þorpi án vatns og matar en flætt hefur í alla vatnsbrunna þar. Fæstum þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sín tókst að bjarga einhverju af eigum sínum. 3.7.2006 22:15
Lögreglubílvelta Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði. 3.7.2006 22:00
Héldu áfram för sinni eftir bílveltu Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina og 52 fyrir hraðakstur. Auk þessa varð bílvelta snemma á sunnudagsmorgun á Biskupstungnabraut skammt neðan við Geysi í Haukadal. Þrennt var í bifreiðinni, tveir ungir karlar og unglingsstúlka. Fólkið var á leið frá Gullfossi að Laugarvatni þegar ökumaður missti stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Talið er að bíllinn hafi farið eina og hálfa veltu. 3.7.2006 21:00
Viðræður hefjast að nýju um Landsvirkjun Viðræður um kaup ríkisins á eignarhlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun eru að hefjast að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri vonast til að borgin selji fyrir haustið. 3.7.2006 19:05
Samgöngunefnd Alþingis boðuð til aukafundar vegna niðurskurðar í vegamálum Formaður samgöngunefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Guðmundur Hallvarðsson, segir óskynsamlegt að fresta vegagerð í dreifbýli. Hann hefur ákveðið að kalla þingnefndina saman til aukafundar vegna málsins síðar í vikunni, að ósk stjórnarandstæðinga. 3.7.2006 18:57