Fleiri fréttir Stjórnarskrá ESB bíður til 2008 Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins. 16.6.2006 13:45 Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði. 16.6.2006 13:09 Gudjohnsen signed to Barcelona 16.6.2006 12:46 NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. 16.6.2006 12:41 Mannskæð gassprenging í Moskvu Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja. 16.6.2006 10:15 Svikahrappar safna fé Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska. 16.6.2006 10:00 5 útlendingar festu jeppa sinn Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp. 16.6.2006 09:45 Hjólað í kringum Ísland Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 16.6.2006 09:30 Phoenix selur dótturfyrirtæki Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði. 16.6.2006 09:15 Batamerki síamstvíburastúlkna Síamstvíburastúlkurnar sem aðskildar voru á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum eru farnar að sýna merki um bata. Læknar eru bjartsýnir á að bati stúlknanna muni ganga að óskum. Stúlkurnar gengust undir tólf tíma aðgerð í fyrradag og í gær og þótti aðgerðin heppanst vel. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. 16.6.2006 09:00 Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu. 16.6.2006 08:45 Bíl ekið inn í búð Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um það í nótt að bíl hefði verið ekið inn í búð. Við nánari athugun kom í ljós að famendi bíls var kominn inn í húsgagnaverslun við Hafnargötu og höfðu tvær stórar rúður brotnað. Ökumaður, sem hafði misst stjórn á bílnum þegar hann ók út úr hringtorgi, slapp ómeiddur og sömuleiðis farþegar hans. 16.6.2006 08:15 Tveir menn finnast látnir við Merapi-fjall Tveir menn fundust látnir við rætur eldfjallsins Merapi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Mennirnir höfðu leitað skjóls í hálfniðurgröfnu skýli sem hafði grafist undir möl, grjóti og hrauni. Mennirnir létust af völdum hita og var annar mannanna illa brunninn af völdum gufu. Skýlið sjálft var fullt af ösku. Merapi-fjallið hefur gosið öðru hverju í nokkrar vikur en á miðvikudaginn var stórt gos. Björgunarmenn höfðu reynt að komast til mannanna síðan í gær, en annar þeirra var þorpsbúi en hinn meðlimur björgunarsveita. 16.6.2006 08:15 Óléttar konur sagðar í hættu vegna lokana Ljósmæðrafélag Íslands telur að lokanir eða sameiningar fæðingardeilda geti ógnað öryggi þungaðra kvenna og vill að Landspítalinn hætti við áformin. 16.6.2006 08:00 Norður-Kórea að prófa flaugar sem draga milli heimsálfa Norður-Kóreumenn hafa flýtt undirbúningi að prófun eldflauga sem draga milli heimsálfa segir Bandaríkjastjórn. Sérfræðingar segja að Norður-Kórea hafi yfir að ráða hundruðum flauga, sem stofni Suður-Kóreu og Japan í hættu. Norður-Kóreustjórn naut góðs af samskiptum við Sovétríkin í kalda stríðinu við þróun flaugaáætlunar sinnar. 16.6.2006 08:00 Kostaði meira en hálfa milljón að laga skemmdir Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrra nemur yfir hálfri milljón króna. Grímur Þórisson, formaður húsfélagsins, segir ástandið hafa versnað eftir að verslun 10-11 kom í húsið. Verslunin sé opin fram á 16.6.2006 07:45 Fóðrar hunda sína á hauslausum hestum Hundar í Flekkudal við Meðalfellsvatn eru fóðraðir á hesthræjum sem látin eru liggja undir berum himni dögum saman. Mjög óvenjulegt, segir dýralæknir. 16.6.2006 07:45 Ríkisstjórnin skoði hvað gert verði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin sé nú að fara yfir það hvernig hún geti brugðist við til að draga úr verðbólgu í landinu. Landbúnaðarráðuneytið komi að því eins og önnur ráðuneyti en hann vill ekki tilgreina til hvaða ráða landbúnaðarráðuneytið geti gripið. 16.6.2006 07:45 Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun barnabóta og breyta á vaxtabótakerfinu í samræmi við fasteignamarkaðinn. Fráfarandi forsætisráðherra segir að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. 16.6.2006 07:45 Ahmadinejad segist vera að skoða tilboð fastra meðlima Öryggisráðsins Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var spurður um tilboð fastra meðlima Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í opinberri heimsókn í Kína í morgun. Hann sagðist hafa beðið samstarfsfólk sitt að fara yfir tilboðið sem gengur út á hvata og refsiaðgerðir til að fá Íran til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Spurður um helförina og Ísraelsríki sagði Ahmadinejad enga misklíð vera á milli gyðinga, kristinna og múslima. 16.6.2006 07:45 Tveggja og hálfs árs fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.6.2006 07:30 Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf Aðeins fjögur apótek buðu í verðkönnun ASÍ upp á ódýrara samheitalyf eins og reglur kveða á um. Munur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 69 prósent. Lyfsalar standa sig ekki nógu vel segir aðstoðarlandlæknir. 16.6.2006 07:30 Bóluefni vegna heimsfaraldurs Norrænir heilbrigðisráðherrar eru sammála um að vinna áfram að því að framleitt verði sameiginlegt bóluefni vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Þessi niðurstaða kom fram á ráðherrafundi í Noregi sem stóð dagana 11. til 13. júní. 16.6.2006 07:30 Allir bátarnir enn í höfn Hvalveiðitímabilið þetta árið hófst í fyrradag en vegna talsverðrar brælu á miðunum, hélt enginn hvalveiðibátanna út til veiða á miðin. 16.6.2006 07:30 Eitt karlavígi á eftir að falla Valgerður Sverrisdóttir tók við utanríkisráðuneytinu í gær af Geir H. Haarde og er því fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún lét þau orð falla að nú væri forsætisráðuneytið eina ósigraða karlavígið. 16.6.2006 07:30 Vísitala íbúðaverðs lækkar í fyrsta sinn síðan í desember Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum. 16.6.2006 07:30 Áætlanir sagðar hafa staðist Samdráttur í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnarliðsins á Miðnesheiði gengur samkvæmt áætlun, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Lokanir stofnana hófust í byrjun maí og hefur meðal annars háskólaútibúi, sérverslunum og miðbylgjuútvarpi verið lokað. 16.6.2006 07:15 Brunar á Akranesi og í Húsavík Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði. 16.6.2006 07:15 Ofsaakstur á sæbraut Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 16.6.2006 07:15 Fótboltabullur til vandræða Þýska lögreglan stendur í ströngu þessa dagana vegna óláta í fótboltabullum. Hefur hún fengið aðstoð frá pólskum og breskum lögreglumönnum. 16.6.2006 07:00 Stóriðjustefnan heldur áfram Nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, segir komu sína í ráðuneytið ekki marka stefnubreytingu í málefnum stóriðju. "Það er unnið af mikilli varúð. Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir. Við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma." 16.6.2006 07:00 Braut nef eftir rifrildi á Dalvík Tæplega nítján ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á Dalvík í október síðastliðnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í fyrradag. 16.6.2006 07:00 Köttur sveltur í nokkrar vikur Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir brot á dýraverndunarlögum í febrúar á síðasta ári. 16.6.2006 07:00 Bill Gates að hætta Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta að sjá um almennan rekstur fyrirtækisins en hann er einn af stofnendum þess. Í staðinn ætlar Gates að nýta tíma sinn í baráttu fyrir bættri heilsu fólks og eflingu menntunar á vegum stofnunar Bill og Melindu Gates. Fyrirtækið tilkynnti að tveggja ára ferli, sem á að tryggja að breytingarnar myndu ganga vel fyrir sig, væri farið í gang. 16.6.2006 07:00 Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. 16.6.2006 06:45 Rokka upp Evrópulagið Finnskir embættismenn mættu með bunka af dreifimiðum á leiðtogafund Evrópusambandsins og réttu hverjum sem vildi. 16.6.2006 06:45 Sjö menn dæmdir fyrir skattalagabrot Þrír dómar vegna vangoldins virðisaukaskatts og brota á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda féllu í Héraðsdómum Reykjavíkur og Suðurlands á miðvikudag og á mánudag. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 25 milljónum fyrir stórfellt skattalagabrot í fyrradag. 16.6.2006 06:45 Niðurgangspest á skipum Landlæknisembættinu hafa verið að berast fregnir af svokölluðum nóróveirusýkingum um borð í skemmtiferðaskipum í Norður-Atlantshafi að undanförnu. Í júníbyrjun þessa árs geisaði magakveisa um borð í skemmtiferðaskipi sem kom til hafnar á Akureyri. Skipslæknirinn sendi saursýni úr tveimur sjúklingum um borð við komu til hafnar. 16.6.2006 06:45 Sátu fyrir framan loftpúða Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa birt niðurstöður úr árlegri könnun sinni á öryggi barna í bílum. 16.6.2006 06:45 Kaupa finnska Pizza Hut Pizza Hut á Íslandi, sem er í eigu Péturs Jónssonar og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, gekk í gær frá samningum um kaup á Pizza Hut-vörumerkinu í Finnlandi af fjölmiðlafyrirtækinu Rautakirja. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. 16.6.2006 06:45 Bætt þekking er lykilatriði Sænski lýðheilsuprófessorinn Stig Wall við Háskólann í Umeå hlaut norrænu lýðheilsuverðlaunin þetta árið. 16.6.2006 06:45 Læknir kvað brotið ólíklegt Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað dóttur sinni fyrir tæpum tveimur árum, þá tíu ára gamalli. 16.6.2006 06:45 Kona hætt komin í eldsvoða Kona var hætt komin þegar nágrannar hennar komu henni til hjálpar í brennandi íbúðarhúsi að bænum Hólmaseli í Villingaholtshreppi, fyrir austan Selfoss laust fyrir miðnætti. Þegar nágrannanrir komu á vettvang heyrðist kallað á hjálp og brutu þeir glugga og hjálpuðu konunni út. Hana sakaði ekki. Þegar slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar var húsið alelda og brann allt sem brunnið gat. Eldsupptök eru ókunn, en ekki er útilokað að kviknað hafi í út frá kerti. 16.6.2006 06:45 Hamas-samtökin tilbúin að endurnýja vopnahléssamkomulag við Ísrael Hamas-samtökin hafa lýst yfir vilja Palestínumanna til að endurnýja vopnahléssamkomulag sitt við Ísrael. Talsmaður samtakanna sagði í gær að heimastjórn Hamas vildi sem fyrst sjá vopnahlé á öllu heimastjórnarsvæðinu. Fyrst þyrfti þó Ísraelsher að hætta hernaðaraðgerðum sínum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Hamas lýstu því yfir í síðustu viku að sextán mánaða vopnahlé væri fallið úr gildi eftir að átta Palestínumenn létu lífið í sprengingu á baðströnd. 16.6.2006 06:45 Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. 16.6.2006 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnarskrá ESB bíður til 2008 Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins. 16.6.2006 13:45
Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði. 16.6.2006 13:09
NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. 16.6.2006 12:41
Mannskæð gassprenging í Moskvu Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja. 16.6.2006 10:15
Svikahrappar safna fé Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska. 16.6.2006 10:00
5 útlendingar festu jeppa sinn Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp. 16.6.2006 09:45
Hjólað í kringum Ísland Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 16.6.2006 09:30
Phoenix selur dótturfyrirtæki Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði. 16.6.2006 09:15
Batamerki síamstvíburastúlkna Síamstvíburastúlkurnar sem aðskildar voru á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum eru farnar að sýna merki um bata. Læknar eru bjartsýnir á að bati stúlknanna muni ganga að óskum. Stúlkurnar gengust undir tólf tíma aðgerð í fyrradag og í gær og þótti aðgerðin heppanst vel. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. 16.6.2006 09:00
Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu. 16.6.2006 08:45
Bíl ekið inn í búð Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um það í nótt að bíl hefði verið ekið inn í búð. Við nánari athugun kom í ljós að famendi bíls var kominn inn í húsgagnaverslun við Hafnargötu og höfðu tvær stórar rúður brotnað. Ökumaður, sem hafði misst stjórn á bílnum þegar hann ók út úr hringtorgi, slapp ómeiddur og sömuleiðis farþegar hans. 16.6.2006 08:15
Tveir menn finnast látnir við Merapi-fjall Tveir menn fundust látnir við rætur eldfjallsins Merapi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Mennirnir höfðu leitað skjóls í hálfniðurgröfnu skýli sem hafði grafist undir möl, grjóti og hrauni. Mennirnir létust af völdum hita og var annar mannanna illa brunninn af völdum gufu. Skýlið sjálft var fullt af ösku. Merapi-fjallið hefur gosið öðru hverju í nokkrar vikur en á miðvikudaginn var stórt gos. Björgunarmenn höfðu reynt að komast til mannanna síðan í gær, en annar þeirra var þorpsbúi en hinn meðlimur björgunarsveita. 16.6.2006 08:15
Óléttar konur sagðar í hættu vegna lokana Ljósmæðrafélag Íslands telur að lokanir eða sameiningar fæðingardeilda geti ógnað öryggi þungaðra kvenna og vill að Landspítalinn hætti við áformin. 16.6.2006 08:00
Norður-Kórea að prófa flaugar sem draga milli heimsálfa Norður-Kóreumenn hafa flýtt undirbúningi að prófun eldflauga sem draga milli heimsálfa segir Bandaríkjastjórn. Sérfræðingar segja að Norður-Kórea hafi yfir að ráða hundruðum flauga, sem stofni Suður-Kóreu og Japan í hættu. Norður-Kóreustjórn naut góðs af samskiptum við Sovétríkin í kalda stríðinu við þróun flaugaáætlunar sinnar. 16.6.2006 08:00
Kostaði meira en hálfa milljón að laga skemmdir Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrra nemur yfir hálfri milljón króna. Grímur Þórisson, formaður húsfélagsins, segir ástandið hafa versnað eftir að verslun 10-11 kom í húsið. Verslunin sé opin fram á 16.6.2006 07:45
Fóðrar hunda sína á hauslausum hestum Hundar í Flekkudal við Meðalfellsvatn eru fóðraðir á hesthræjum sem látin eru liggja undir berum himni dögum saman. Mjög óvenjulegt, segir dýralæknir. 16.6.2006 07:45
Ríkisstjórnin skoði hvað gert verði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin sé nú að fara yfir það hvernig hún geti brugðist við til að draga úr verðbólgu í landinu. Landbúnaðarráðuneytið komi að því eins og önnur ráðuneyti en hann vill ekki tilgreina til hvaða ráða landbúnaðarráðuneytið geti gripið. 16.6.2006 07:45
Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun barnabóta og breyta á vaxtabótakerfinu í samræmi við fasteignamarkaðinn. Fráfarandi forsætisráðherra segir að skattleysismörkin verði hækkuð verulega. 16.6.2006 07:45
Ahmadinejad segist vera að skoða tilboð fastra meðlima Öryggisráðsins Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var spurður um tilboð fastra meðlima Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í opinberri heimsókn í Kína í morgun. Hann sagðist hafa beðið samstarfsfólk sitt að fara yfir tilboðið sem gengur út á hvata og refsiaðgerðir til að fá Íran til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Spurður um helförina og Ísraelsríki sagði Ahmadinejad enga misklíð vera á milli gyðinga, kristinna og múslima. 16.6.2006 07:45
Tveggja og hálfs árs fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri, Stefán Hjaltested Ófeigsson, var í gær dæmdur í Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.6.2006 07:30
Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf Aðeins fjögur apótek buðu í verðkönnun ASÍ upp á ódýrara samheitalyf eins og reglur kveða á um. Munur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun er allt að 69 prósent. Lyfsalar standa sig ekki nógu vel segir aðstoðarlandlæknir. 16.6.2006 07:30
Bóluefni vegna heimsfaraldurs Norrænir heilbrigðisráðherrar eru sammála um að vinna áfram að því að framleitt verði sameiginlegt bóluefni vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Þessi niðurstaða kom fram á ráðherrafundi í Noregi sem stóð dagana 11. til 13. júní. 16.6.2006 07:30
Allir bátarnir enn í höfn Hvalveiðitímabilið þetta árið hófst í fyrradag en vegna talsverðrar brælu á miðunum, hélt enginn hvalveiðibátanna út til veiða á miðin. 16.6.2006 07:30
Eitt karlavígi á eftir að falla Valgerður Sverrisdóttir tók við utanríkisráðuneytinu í gær af Geir H. Haarde og er því fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún lét þau orð falla að nú væri forsætisráðuneytið eina ósigraða karlavígið. 16.6.2006 07:30
Vísitala íbúðaverðs lækkar í fyrsta sinn síðan í desember Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði eða um 0,2 prósent. Þetta kom fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. Þetta gæti táknað kólnun fasteignamarkaðarins að mati sérfræðinga bankans en þó ber að varast að draga of miklar ályktanir af lækkuninni núna, því sveiflur eru talsverðar á milli mánaða á fasteignamarkaðinum. 16.6.2006 07:30
Áætlanir sagðar hafa staðist Samdráttur í þjónustu og lokun þjónustustofnana Varnarliðsins á Miðnesheiði gengur samkvæmt áætlun, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins. Lokanir stofnana hófust í byrjun maí og hefur meðal annars háskólaútibúi, sérverslunum og miðbylgjuútvarpi verið lokað. 16.6.2006 07:15
Brunar á Akranesi og í Húsavík Eldur var kveiktur í rusli við olíubirgðastöð Olís á Akranesi í gærkvöldi og munaði minnstu að hann næði í tunnu með eldfimu efni með ófyrirséðum afleiðingum. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það en brennuvargurinn er ófundinn. Um svipað leyti kviknaði í íbúðarhúsi úr timbri á Húsavík þegar unnið var að viðgerðum þar. Slökkviliðið slökkti þar á augabragði. 16.6.2006 07:15
Ofsaakstur á sæbraut Glæfraakstur ölvaðs ökumanns endaði úti í móa á Laugarnesinu í Reykjavík laust fyrir miðnætti, en þá hafði hann nýverið ekið utan í þrjá bíla og hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Vegfarendur tilkynntu lögreglu um háskalegt ökulag mannsins en þegar hún ætlaði að hafa afskipti af honum á Sæbraut jók hann hraðann og ók til vesturs. Þar sem Sæbrautin sveigir til vinstri á Laugarnesinu missti maðurinn stjórn á bílnum, enda gatan rennblaut, svo hann þeyttist út af. Maðurinn og tveir farþegar sluppu ómeiddir. 16.6.2006 07:15
Fótboltabullur til vandræða Þýska lögreglan stendur í ströngu þessa dagana vegna óláta í fótboltabullum. Hefur hún fengið aðstoð frá pólskum og breskum lögreglumönnum. 16.6.2006 07:00
Stóriðjustefnan heldur áfram Nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, segir komu sína í ráðuneytið ekki marka stefnubreytingu í málefnum stóriðju. "Það er unnið af mikilli varúð. Það má ekki dæma stóriðjustefnuna eftir mestu og stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar, sem standa nú yfir. Við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma." 16.6.2006 07:00
Braut nef eftir rifrildi á Dalvík Tæplega nítján ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á Dalvík í október síðastliðnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í fyrradag. 16.6.2006 07:00
Köttur sveltur í nokkrar vikur Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir brot á dýraverndunarlögum í febrúar á síðasta ári. 16.6.2006 07:00
Bill Gates að hætta Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta að sjá um almennan rekstur fyrirtækisins en hann er einn af stofnendum þess. Í staðinn ætlar Gates að nýta tíma sinn í baráttu fyrir bættri heilsu fólks og eflingu menntunar á vegum stofnunar Bill og Melindu Gates. Fyrirtækið tilkynnti að tveggja ára ferli, sem á að tryggja að breytingarnar myndu ganga vel fyrir sig, væri farið í gang. 16.6.2006 07:00
Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. 16.6.2006 06:45
Rokka upp Evrópulagið Finnskir embættismenn mættu með bunka af dreifimiðum á leiðtogafund Evrópusambandsins og réttu hverjum sem vildi. 16.6.2006 06:45
Sjö menn dæmdir fyrir skattalagabrot Þrír dómar vegna vangoldins virðisaukaskatts og brota á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda féllu í Héraðsdómum Reykjavíkur og Suðurlands á miðvikudag og á mánudag. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 25 milljónum fyrir stórfellt skattalagabrot í fyrradag. 16.6.2006 06:45
Niðurgangspest á skipum Landlæknisembættinu hafa verið að berast fregnir af svokölluðum nóróveirusýkingum um borð í skemmtiferðaskipum í Norður-Atlantshafi að undanförnu. Í júníbyrjun þessa árs geisaði magakveisa um borð í skemmtiferðaskipi sem kom til hafnar á Akureyri. Skipslæknirinn sendi saursýni úr tveimur sjúklingum um borð við komu til hafnar. 16.6.2006 06:45
Sátu fyrir framan loftpúða Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa birt niðurstöður úr árlegri könnun sinni á öryggi barna í bílum. 16.6.2006 06:45
Kaupa finnska Pizza Hut Pizza Hut á Íslandi, sem er í eigu Péturs Jónssonar og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, gekk í gær frá samningum um kaup á Pizza Hut-vörumerkinu í Finnlandi af fjölmiðlafyrirtækinu Rautakirja. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. 16.6.2006 06:45
Bætt þekking er lykilatriði Sænski lýðheilsuprófessorinn Stig Wall við Háskólann í Umeå hlaut norrænu lýðheilsuverðlaunin þetta árið. 16.6.2006 06:45
Læknir kvað brotið ólíklegt Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað dóttur sinni fyrir tæpum tveimur árum, þá tíu ára gamalli. 16.6.2006 06:45
Kona hætt komin í eldsvoða Kona var hætt komin þegar nágrannar hennar komu henni til hjálpar í brennandi íbúðarhúsi að bænum Hólmaseli í Villingaholtshreppi, fyrir austan Selfoss laust fyrir miðnætti. Þegar nágrannanrir komu á vettvang heyrðist kallað á hjálp og brutu þeir glugga og hjálpuðu konunni út. Hana sakaði ekki. Þegar slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar var húsið alelda og brann allt sem brunnið gat. Eldsupptök eru ókunn, en ekki er útilokað að kviknað hafi í út frá kerti. 16.6.2006 06:45
Hamas-samtökin tilbúin að endurnýja vopnahléssamkomulag við Ísrael Hamas-samtökin hafa lýst yfir vilja Palestínumanna til að endurnýja vopnahléssamkomulag sitt við Ísrael. Talsmaður samtakanna sagði í gær að heimastjórn Hamas vildi sem fyrst sjá vopnahlé á öllu heimastjórnarsvæðinu. Fyrst þyrfti þó Ísraelsher að hætta hernaðaraðgerðum sínum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Hamas lýstu því yfir í síðustu viku að sextán mánaða vopnahlé væri fallið úr gildi eftir að átta Palestínumenn létu lífið í sprengingu á baðströnd. 16.6.2006 06:45
Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. 16.6.2006 06:30