Óléttar konur sagðar í hættu vegna lokana 16. júní 2006 08:00 Kvennadeild LSH Ljósmæður hafa þungar áhyggjur af því að lokanir og sameiningar fæðingadeilda hafi í för með sér mikil óþægindi og jafnvel hættu fyrir þungaðar konur. MYND/vilhelm Meðgöngudeild og sængurkvennadeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss voru sameinaðar 1. júní síðastliðinn og var það liður í árlegum samdrætti sjúkrahússins vegna sumarleyfa starfsfólks. Sameining deildanna átti að standa til 27. júní en aðeins tveimur dögum seinna var starfsemi þeirra aftur skilin að vegna álags á starfsfólk. Fyrirhugað er að sameina deildirnar frá 21. júlí til 24. ágúst næstkomandi en Hildur Harðardóttir, yfirlæknir sængurkvenna- og meðgöngudeildar, segir að unnið sé að því að koma í veg fyrir það. Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessara fyrirætlana og telur að aðgerðir sem þessar geti valdið barnshafandi konum miklum óþægindum og jafnvel hættu. Meðgöngudeild þjónar konum með vandamál á meðgöngu. Þar er rekin bæði göngudeildarþjónusta og þjónusta við konur sem þurfa innlögn vegna vandamála sem upp koma á meðgöngu. Á sængurkvennadeild eru konur sem hafa tekist á við erfiðar fæðingar eða átt fyrirbura. Auk þess liggja þar konur eftir keisaraskurði. Á deildinni eru tuttugu rúm og er þetta eina sængurkvennadeildin á höfuðborgarsvæðinu. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að þessar deildir séu yfirfullar flesta daga og þá sérstaklega sængurkvennadeildin. "Á meðgöngudeildinni liggja konur ekki upp á grín heldur er um að ræða fársjúkar barnshafandi konur sem að þurfa á mesta eftirlitinu og þjónustunni að halda á meðgöngunni. Þetta eru konur sem eru í áhættumeðgöngu vegna meðgöngueitrunar, yfirvofandi fyrirburafæðinga og annarra sjúkdóma sem stefna móður í hættu eða barninu sem hún gengur með." Guðlaug segir að konurnar séu lagðar inn til að njóta rólegheita og hvíldar en einnig til rannsókna og eftirlits. Slíkt næði fái þær ekki verði þeim gert að liggja fimm saman á einni stofu á sængurkvennadeildinni í sumar. Ljósmæðrafélagið hefur einnig lýst áhyggjum sínum vegna kvenna á Suðurnesjum sem munu þurfa að sækja þjónustu til Reykjavíkur vegna lokunar fæðingardeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 9. júlí til 7. ágúst. Félagið telur að lokunin á Suðurnesjum hafi í för með sér stóraukið álag á ljósmæður LSH, sem munu þurfa að sinna þeim konum sem annars myndu fæða í sinni heimabyggð. Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Meðgöngudeild og sængurkvennadeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss voru sameinaðar 1. júní síðastliðinn og var það liður í árlegum samdrætti sjúkrahússins vegna sumarleyfa starfsfólks. Sameining deildanna átti að standa til 27. júní en aðeins tveimur dögum seinna var starfsemi þeirra aftur skilin að vegna álags á starfsfólk. Fyrirhugað er að sameina deildirnar frá 21. júlí til 24. ágúst næstkomandi en Hildur Harðardóttir, yfirlæknir sængurkvenna- og meðgöngudeildar, segir að unnið sé að því að koma í veg fyrir það. Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands hefur lýst yfir áhyggjum vegna þessara fyrirætlana og telur að aðgerðir sem þessar geti valdið barnshafandi konum miklum óþægindum og jafnvel hættu. Meðgöngudeild þjónar konum með vandamál á meðgöngu. Þar er rekin bæði göngudeildarþjónusta og þjónusta við konur sem þurfa innlögn vegna vandamála sem upp koma á meðgöngu. Á sængurkvennadeild eru konur sem hafa tekist á við erfiðar fæðingar eða átt fyrirbura. Auk þess liggja þar konur eftir keisaraskurði. Á deildinni eru tuttugu rúm og er þetta eina sængurkvennadeildin á höfuðborgarsvæðinu. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að þessar deildir séu yfirfullar flesta daga og þá sérstaklega sængurkvennadeildin. "Á meðgöngudeildinni liggja konur ekki upp á grín heldur er um að ræða fársjúkar barnshafandi konur sem að þurfa á mesta eftirlitinu og þjónustunni að halda á meðgöngunni. Þetta eru konur sem eru í áhættumeðgöngu vegna meðgöngueitrunar, yfirvofandi fyrirburafæðinga og annarra sjúkdóma sem stefna móður í hættu eða barninu sem hún gengur með." Guðlaug segir að konurnar séu lagðar inn til að njóta rólegheita og hvíldar en einnig til rannsókna og eftirlits. Slíkt næði fái þær ekki verði þeim gert að liggja fimm saman á einni stofu á sængurkvennadeildinni í sumar. Ljósmæðrafélagið hefur einnig lýst áhyggjum sínum vegna kvenna á Suðurnesjum sem munu þurfa að sækja þjónustu til Reykjavíkur vegna lokunar fæðingardeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 9. júlí til 7. ágúst. Félagið telur að lokunin á Suðurnesjum hafi í för með sér stóraukið álag á ljósmæður LSH, sem munu þurfa að sinna þeim konum sem annars myndu fæða í sinni heimabyggð.
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira