Ríkisstjórnin vill hækka barnabætur 16. júní 2006 07:45 Halldór Ásgrímsson Ríkisstjórnin er reiðubúin að hækka barnabætur, breyta vaxtabótakerfinu og hækka skattleysismörkin verulega. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, lýsti þessu yfir í gær. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, gerði grein fyrir stöðu mála við endurskoðun kjarasamninga á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann sagði að ríkisstjórnin væri tilbúin að koma að jöfnun lífskjara með öðrum hætti en ætlunin hefði verið. "Það er sjálfsagt að taka tillit til þess sem er verið að gera og þeirrar aðferðar sem höfð er við launabreytingar," sagði hann eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum og bætti við að gerðar yrðu ýmsar breytingar í skattamálunum. "Við leggjum ekki jafnmikla áherslu á prósentulækkun að því er varðar tekjuskattinn og tökum meira tillit til persónuafsláttar. Við höfum lýst því yfir við verkalýðshreyfinguna að við föllumst á tillögur varðandi barnabætur og vaxtabætur. Við teljum að hækka eigi skattleysismörkin verulega í núverandi kerfi en óskynsamlegt sé að skipta um tekjuskattskerfi." Halldór kvaðst hafa vonast til þess að viðræðunum yrði lokið þegar hann léti af embætti forsætisráðherra en það hefði ekki tekist og það myndi taka allt að viku að ljúka samkomulagi. Útlitið sé þó gott. Hvað varðar kröfu um breytingar á lífeyrismálum ráðherra og þingmanna sagði hann frumvarp liggja fyrir í forsætisráðuneytinu og fyrir forsætisnefnd Alþingis en ekki væru allir tilbúnir að fallast á þær. "Þær breytingar sem verða gerðar þurfa líka að hafa stuðning allra flokka. Það þýðir ekki fyrir einstaka flokka að hlaupast undan ábyrgð," sagði hann. Geir Haarde forsætisráðherra sagði að eitt af sínum fyrstu verkum yrði að fá botn í viðræðurnar við aðila vinnumarkaðarins og reyna að greiða úr því og berja niður verðbólguna þannig að "viðunandi verði fyrir alla. Þó að þetta sé tímabundið ástand þá þarf að grípa í taumana." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að fundað hafi verið með formönnum landssambanda ASÍ. Á næstunni verði gengið frá tæknilegum atriðum. "Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þessi atriði eru ekki í lagi. Skilningur verður að vera nákvæmlega sá sami þannig að það er rétt að eyða hugsanlegum misskilningi sem getur komið upp. Síðan er vinna í gangi varðandi vinnumarkaðsmálin." Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra, gerði grein fyrir stöðu mála við endurskoðun kjarasamninga á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann sagði að ríkisstjórnin væri tilbúin að koma að jöfnun lífskjara með öðrum hætti en ætlunin hefði verið. "Það er sjálfsagt að taka tillit til þess sem er verið að gera og þeirrar aðferðar sem höfð er við launabreytingar," sagði hann eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum og bætti við að gerðar yrðu ýmsar breytingar í skattamálunum. "Við leggjum ekki jafnmikla áherslu á prósentulækkun að því er varðar tekjuskattinn og tökum meira tillit til persónuafsláttar. Við höfum lýst því yfir við verkalýðshreyfinguna að við föllumst á tillögur varðandi barnabætur og vaxtabætur. Við teljum að hækka eigi skattleysismörkin verulega í núverandi kerfi en óskynsamlegt sé að skipta um tekjuskattskerfi." Halldór kvaðst hafa vonast til þess að viðræðunum yrði lokið þegar hann léti af embætti forsætisráðherra en það hefði ekki tekist og það myndi taka allt að viku að ljúka samkomulagi. Útlitið sé þó gott. Hvað varðar kröfu um breytingar á lífeyrismálum ráðherra og þingmanna sagði hann frumvarp liggja fyrir í forsætisráðuneytinu og fyrir forsætisnefnd Alþingis en ekki væru allir tilbúnir að fallast á þær. "Þær breytingar sem verða gerðar þurfa líka að hafa stuðning allra flokka. Það þýðir ekki fyrir einstaka flokka að hlaupast undan ábyrgð," sagði hann. Geir Haarde forsætisráðherra sagði að eitt af sínum fyrstu verkum yrði að fá botn í viðræðurnar við aðila vinnumarkaðarins og reyna að greiða úr því og berja niður verðbólguna þannig að "viðunandi verði fyrir alla. Þó að þetta sé tímabundið ástand þá þarf að grípa í taumana." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að fundað hafi verið með formönnum landssambanda ASÍ. Á næstunni verði gengið frá tæknilegum atriðum. "Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þessi atriði eru ekki í lagi. Skilningur verður að vera nákvæmlega sá sami þannig að það er rétt að eyða hugsanlegum misskilningi sem getur komið upp. Síðan er vinna í gangi varðandi vinnumarkaðsmálin."
Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira