Lyfsalar buðu ekki upp á ódýrari lyf 16. júní 2006 07:30 Lyfjakaup Allt að 68 prósenta verðmunur er á lyfseðilsskyldum lyfjum milli apóteka samkvæmt verðkönnun ASÍ. Lyfjaverð Aðeins fjögur apótek af ellefu buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands gerði verðkönnun í lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Í könnuninni kom fram að verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun var allt að 69 prósent. Frumlyf eru lyf sem lúta vernd einkaleyfa tiltekinn tíma eftir að þau eru þróuð og framleidd. Eftir að einkaleyfið rennur út getur hver sem er framleitt samheitalyf sem hefur sömu virkni og tiltekið frumlyf. Þegar sjúklingur framvísar lyfseðli með frumlyfi er lyfsölum skylt, samkvæmt reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja, að benda viðkomandi á ódýrara samheitalyf sé það til ef það munar fimm prósentum eða meira í verði. Aðeins fjögur apótek buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs sem var meðal þeirra lyfja sem könnunin náði til. Við eftirgrennslan blaðamanns kom í ljós að öll apótekin höfðu þó samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfsins til sölu hjá sér og alls staðar var verðmunur meiri en fimm prósent milli samheitalyfsins og frumlyfsins. Minnstur var verðmunurinn 27 prósent og mestur 51 prósent. Apótekin sem buðu samheitalyfið eru Árbæjarapótek, Garðsapótek, Laugarnesapótek og Lyfjaver. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir lyfsala bera ábyrgð á að benda á ódýrari samheitalyf en Lyfjastofnun hafi eftirlit með lyfsölum. Landlæknisembættið gerir ráð fyrir að Lyfjastofnun grípi til sinna ráða þar sem lyfsalar virðast ekki vera að standa sig að þessu leyti. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta tiltekna mál verði rætt innan stofnunarinnar. Við höfum rætt um að það þurfi að skerpa á vinnureglum lyfsala og þetta er enn frekari vísbending um að eitthvað þarf að gera. Við alvarleg eða endurtekin brot á reglugerðum getur Lyfjastofnun veitt lyfsölum áminningu. Sé ekki brugðist við henni getur stofnunin lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðkomandi lyfsali verði sviptur leyfi. Í verðkönnuninni sem um ræðir voru sett upp dæmi af tveimur sjúklingum. Í fyrra dæminu var um mígrenilyf, bólgueyðandi verkjalyf og ofnæmislyf fyrir 51 árs konu að ræða. Heildarverðið á þessum þremur lyfjum var lægst í Garðsapóteki eða 6.655 krónur og hæsta verðið í Skipholts apóteki eða 10.279 krónur. Verðmunur var því 54 prósent á milli lyfjabúða. Í seinna dæminu var um blóðþrýstingslyf og sýklalyf fyrir 76 árs ellilífeyrisþega að ræða. Lægsta heildarverð lyfjanna var í Garðsapóteki eða 2.189 krónur. og hæsta verðið var í Skipholtsapóteki og Lyf og heilsu þar sem lyfin kostuðu 4.061 krónur. Verðmunur milli lyfjabúða var 86 prósent. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Lyfjaverð Aðeins fjögur apótek af ellefu buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands gerði verðkönnun í lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Í könnuninni kom fram að verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi með sömu verkun var allt að 69 prósent. Frumlyf eru lyf sem lúta vernd einkaleyfa tiltekinn tíma eftir að þau eru þróuð og framleidd. Eftir að einkaleyfið rennur út getur hver sem er framleitt samheitalyf sem hefur sömu virkni og tiltekið frumlyf. Þegar sjúklingur framvísar lyfseðli með frumlyfi er lyfsölum skylt, samkvæmt reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja, að benda viðkomandi á ódýrara samheitalyf sé það til ef það munar fimm prósentum eða meira í verði. Aðeins fjögur apótek buðu upp á ódýrara samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfs sem var meðal þeirra lyfja sem könnunin náði til. Við eftirgrennslan blaðamanns kom í ljós að öll apótekin höfðu þó samheitalyf bólgueyðandi verkjalyfsins til sölu hjá sér og alls staðar var verðmunur meiri en fimm prósent milli samheitalyfsins og frumlyfsins. Minnstur var verðmunurinn 27 prósent og mestur 51 prósent. Apótekin sem buðu samheitalyfið eru Árbæjarapótek, Garðsapótek, Laugarnesapótek og Lyfjaver. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir lyfsala bera ábyrgð á að benda á ódýrari samheitalyf en Lyfjastofnun hafi eftirlit með lyfsölum. Landlæknisembættið gerir ráð fyrir að Lyfjastofnun grípi til sinna ráða þar sem lyfsalar virðast ekki vera að standa sig að þessu leyti. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta tiltekna mál verði rætt innan stofnunarinnar. Við höfum rætt um að það þurfi að skerpa á vinnureglum lyfsala og þetta er enn frekari vísbending um að eitthvað þarf að gera. Við alvarleg eða endurtekin brot á reglugerðum getur Lyfjastofnun veitt lyfsölum áminningu. Sé ekki brugðist við henni getur stofnunin lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðkomandi lyfsali verði sviptur leyfi. Í verðkönnuninni sem um ræðir voru sett upp dæmi af tveimur sjúklingum. Í fyrra dæminu var um mígrenilyf, bólgueyðandi verkjalyf og ofnæmislyf fyrir 51 árs konu að ræða. Heildarverðið á þessum þremur lyfjum var lægst í Garðsapóteki eða 6.655 krónur og hæsta verðið í Skipholts apóteki eða 10.279 krónur. Verðmunur var því 54 prósent á milli lyfjabúða. Í seinna dæminu var um blóðþrýstingslyf og sýklalyf fyrir 76 árs ellilífeyrisþega að ræða. Lægsta heildarverð lyfjanna var í Garðsapóteki eða 2.189 krónur. og hæsta verðið var í Skipholtsapóteki og Lyf og heilsu þar sem lyfin kostuðu 4.061 krónur. Verðmunur milli lyfjabúða var 86 prósent.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira