Fleiri fréttir Stefnir í harkalega lendingu Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir. 14.6.2006 13:30 Samkeppniseftirlitið gerði einnig húsleit hjá Kreditkortum Eftir að Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá VISA Ísland í gær fóru fulltrúar stofnunarinnar í höfuðstöðvar Kreditkorta hf. og gerðu upptæk gögn. 14.6.2006 12:33 Bakslag í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að gríðarlegt bakslag hafi orðið í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar við kjör í nefndir, ráð, stjórnir og hverfaráð í gær. Í átta megin ráð borgarstjórnar hafi meirihlutinn kosið konur til formennsku í aðeins tveimur. 14.6.2006 12:00 25 milljónir í sekt og 7 mánuði í fangelsi Karlmaður var í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Manninum er einnig gert að greiða 25 milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði. 14.6.2006 11:40 Síamstvíburar aðskildir Læknar á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófu í morgun aðgerð til að aðskilja símastvíbura. Stúlkurnar heita Regina og Renatta og hófst aðgerðin á þeim nú fyrir hádegið. 14.6.2006 11:15 Taking the P out of public transport 14.6.2006 11:02 Verið að laga Kjalveg Verið er að laga Kjalveg og verður hann væntanlega opnaður fyrir helgi, fyrir jeppa að minnstakosti. Komið hefur í ljós að talsvert mikið hefur runnið úr afleggjaranum í Kerlingafjöll í vatnavöxtum í vetur, og þarf að lagfæra hann nokkuð. Einhver tími mun þó líða þar til vegurinn um Sprengisand verður opnaður. 14.6.2006 10:45 Best Tent Areas 14.6.2006 10:22 Fjórir grunaðir um ölvunarakstur á sama bílnum Fjórir ölvaðir menn eru grunaðir um að hafa ekið einum og sama bílnum í Reykjavík undir morgun. Lögreglan kom að mönnunum við bílinn og var enginn undir stýri, en greinilegt var að bíllinn hafði nýlega numið staðar. Engin mannanna kannast hinsvegar við að hafa ekið honum og liggja þeir því allir undir grun. 14.6.2006 10:15 Danir ætla að styðja tillögu um hvalveiðar í atvinnuskyni Danir, og þar með Færeyingar og Grænlendingar, ætla að styðja tillögu um að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni, á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hefst á föstudaginn kemur. 14.6.2006 10:00 Rafmagnslaust er við Langholtsveg og í hluta af Vogahverfinu Háspennubilun varð fyrir stundu sem veldur rafmagnsleysi við Langholtsveg og í hluta af Vogahverfinu. Unnið er að viðgerð og vonast er að rafmagn verði komið á skamms. 14.6.2006 10:00 Reynt að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Bagdad Tug þúsund íraskir öryggissveitarmenn tóku í morgun þátt í aðgerðum í höfuðborginni, Bagdad, sem miða að því að koma í veg fyrir frekari árásir og hryðjuverk þar. 14.6.2006 09:45 Íslamski klerkurinn Bashir laus úr fangelsi Yfirvöld á Indónesíu létu í morgun lausan hinn herskáa íslamska klerk Abu Bakar Bashir. Hann var hnepptur í fangelsi fyrir rúmum tveimur árum fyrir að hafa tekið þátt í skipulagninu sprenginga á Balí árið 2002. 14.6.2006 09:30 Spáir harkalegri lendingu íslenska hagkerfisins Poul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings sagði á fundi í London í gær að vaxandi líkur væri á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu. Það var Fitch Ratings, sem breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum. 14.6.2006 09:17 Eiður skrifar undir samning við Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen skrifar í dag undir fjögurra ára samning við Evrópumeistara Barcelona. Fréttamannafundur vegna málsins verður klukkan þrjú. 14.6.2006 08:54 Þróa byltingarkennda aðferð Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla um víðtækt samstarf um rannsóknir og kennslu var undirritaður í gær. Með samningnum er verið að formgera samstarf skólanna sem hefur þróast á undanförnum árum. Áhersla verður lögð á verkefni á sviði loftslagsbreytinga. 14.6.2006 08:00 Segja kjötverð ekki hafa ýtt undir verðbólgu Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði. 14.6.2006 08:00 Hlutabréf féllu um allan heim Hlutabréf féllu um allan heim í gær af ótta við frekari vaxtahækkanir sem draga munu úr hagvexti og hagnaði fyrirtækja. Flestar hlutabréfavísitölur heims eru komnar undir það gildi sem þær stóðu í um áramót eftir miklar hækkanir framan af ári. 14.6.2006 07:45 Hefur efasemdir um getu Seðlabankans Gylfi Zoëga, prófessor í þjóðhagfræði, telur að ríkisstjórnin hafi ekki sinnt hagstjórninni nægilega vel. Seðlabankinn hafi staðið einn í baráttunni. Hætta sé á að hann hafi misst trúverðugleika og hafi lítil áhrif á ákvörðun gengis. 14.6.2006 07:30 Veiðimenn hætt komnir Vatnsmagn í Norðurá í Borgarfirði hefur sveiflast undanfarna daga og var yfirborðið á tímabili tveimur metrum hærra en þegar það var sem lægst í maí. Svo hörð var áin í fyrradag að hún hreif með sér bát með fjórum veiðimönnum niður foss, en betur fór en á horfðist og sluppu mennirnir ómeiddir. 14.6.2006 07:15 Unnið samkvæmt álitsgerð Jón Kristjánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, segir vinnu við breytingar á Íbúðalánasjóði vera vel á veg komna en líklegt má telja að breytingarnar nái fram að ganga á þessu ári. 14.6.2006 07:15 Mikilvægur áfangifyrir Háskóla Íslands Háskóli Íslands gerði í gær samkomulag við Jarðarstofnun hins bandaríska Kólumbíuháskóla um fjölþætt samstarf. Áhersla verður lögð á rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga þar sem íslenskir vísindamenn eru í fararbroddi. 14.6.2006 07:15 Telur upptökin hjá samkeppnisaðila "Mér fannst ég vera staddur í ríki sem hefði eitthvað annað réttarfar en við," sagði Halldór Guðbjarnarson, forstjóri Visa Ísland um húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði hjá fyrirtækinu í gærmorgun samkvæmt dómsúrskurði. 14.6.2006 07:00 Fimmtíu hrefnur verða veiddar í ár Ákveðið hefur verið að veiða 50 hrefnur á þessu ári en ekki 39 eins og í fyrra. Skynsamlegt að flýta rannsóknunum, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Markmiðið er að kanna hlutverk hrefnu í vistkerfinu við landið. 14.6.2006 07:00 Stefnt að sátt um samninga í vikunni Halldór Ásgrímsson vonast til þess að samkomulag náist um kjarasamninga fyrir vikulok. Ríkisstjórnin hafnaði kröfum Alþýðusambandsins um nýtt skattþrep og breytingar á eftirlaunakerfi æðstu embættismanna um helgina. 14.6.2006 07:00 Gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar verða mislæg Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða, lækkun leikskólagjalda, útgáfa frístundakorta, opnun gæsluvalla og skipulagning íbúðabyggðar í Örfirisey er meðal þess sem nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að gera á kjörtímabilinu. Þá á að hefja og ljúka framkvæmdum 14.6.2006 07:00 Tíu ára öku-maður tekinn 14.6.2006 07:00 Enn skortur á svínakjöti Skortur er á kjöti og ekki víst að úr rætist þó að landbúnaðarráðuneytið hafi heimilað innflutning á tæplega 320 þúsund kílóum af kjöti. 14.6.2006 06:45 Braut rifbein, borð og rúðu Karlmaður á sextugsaldri var á mánudag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkamsárásir og eignaspjöll, skilorðsbundið til tveggja ára. 14.6.2006 06:45 Kaupmenn tala um kjötskort Matvörukarfan verður stöðugt dýrari. Þetta kemur fram í verðbólgumælingu Hagstofunnar sem kynnt var í gær. Verðbólgan er nú átta prósent og er það fyrst og fremst vegna þess að viðhald á eigin húsnæði er dýrara og svo hefur verð á mat- og drykkjarvörum hækkað verulega. 14.6.2006 06:45 Finn fyrir nokkurri depurð "Ég finn fyrir nokkurri depurð í dag og það er í fyrsta sinn síðan úrslit kosninganna lágu fyrir," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, rétt áður en hún afhenti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, nýjum borgarstjóra, lyklana að skrifstofu borgarstjóra í gær. 14.6.2006 06:45 Geir víðförlasti ráðherrann Þrír nýir ráðherrar munu taka sæti í ríkisstjórn á morgun. Jón Sigurðsson fer í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Jónína Bjartmarz í umhverfisráðuneytið og Magnús Stefánsson í félagsmálaráðuneytið. 14.6.2006 06:45 Færir liðinu gæfu Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel. 14.6.2006 06:45 Karl Rove ekki ákærður Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins. 14.6.2006 06:30 Hert áætlun til að koma á friði Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka. 14.6.2006 06:30 Þrýst á endurkomu Tómasar Lögmaður Tómasar Zoëga læknis hefur sent forstjóra Landspítalans erindi þar sem óskað er eftir því að haft verði samráð við lækningaforstjóra spítalans um það hvenær Tómas taki aftur við starfi yfirlæknis geðsviðs. 14.6.2006 06:15 Rok og rigning í Reykjavík Veðurhorfur eru ekki góðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins næstu vikuna. Samkvæmt veðurstofu byrjar að rigna á þá í dag og verður bleyta og rok fram yfir helgi. Ástæðan er lægð sem er að ganga yfir landið í kjölfar hæðarhryggs, en henni fylgja skýjasvæði sem orsaka rigninguna. 14.6.2006 06:00 Þagði um félagana vegna ótta Maður á þrítugsaldri, Mikael Már Pálsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri afbrot. 14.6.2006 06:00 Eve in China 14.6.2006 06:00 Man ekki eftir að vera sviptur Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum róandi lyfja í tvígang. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt en var gripinn við að aka bifreið tvo daga í röð í ágústmánuði í fyrra. Hann bar við minnisleysi vegna heilablóðfalls. 14.6.2006 05:45 Endurupptöku málsins hafnað Endurupptökubeiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dómsmáls Jóns Ólafssonar gegn Hannesi í Englandi var fyrir nokkru hafnað en í dag verður áfrýjun Hannesar vegna úrskurðarins tekin fyrir í breskum dómstóli. 14.6.2006 05:45 Bush kom óvænt til Írak George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins. 14.6.2006 05:45 Fjögur hringormasmit í fólki Á undanförnum tveimur árum hafa greinst fjögur tilfelli af hringormasmiti í mönnum á Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Þeir sem smitast hafa eiga það sameiginlegt að hafa borðað hráan eða illa soðinn fisk, að því er segir í Farsóttafréttum Landlæknis. 14.6.2006 05:30 Kveikt í blaðabunka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt í fyrrinótt. Þetta er í annað skiptið sem slökkvilið höfuðborgarinnar er kallað út vegna elds í húsinu á rúmum mánuði. 14.6.2006 05:15 274 nemendur brautskráðir Háskólinn í Reykjavík brautskráði 274 nemendur síðastliðinn laugardag. Nemendurnir voru af átján brautum og úr þremur deildum. Úr lagadeild útskrifuðust 53 nemendur, úr viðskiptadeild 119 nemendur, 78 nemendur útskrifuðust úr tækni- og verkfræðideild og 24 voru brautskráðir af frumgreinasviði. 14.6.2006 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Stefnir í harkalega lendingu Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir. 14.6.2006 13:30
Samkeppniseftirlitið gerði einnig húsleit hjá Kreditkortum Eftir að Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá VISA Ísland í gær fóru fulltrúar stofnunarinnar í höfuðstöðvar Kreditkorta hf. og gerðu upptæk gögn. 14.6.2006 12:33
Bakslag í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að gríðarlegt bakslag hafi orðið í jafnréttismálum Reykjavíkurborgar við kjör í nefndir, ráð, stjórnir og hverfaráð í gær. Í átta megin ráð borgarstjórnar hafi meirihlutinn kosið konur til formennsku í aðeins tveimur. 14.6.2006 12:00
25 milljónir í sekt og 7 mánuði í fangelsi Karlmaður var í gær dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár í Héraðsdómi Suðurlands fyrir stórfelld skattalagabrot og bókhaldsbrot. Manninum er einnig gert að greiða 25 milljónir króna í sekt. Greiði hann ekki sekt sína innan fjögurra vikna skal hann sæta fangelsi í sex mánuði. 14.6.2006 11:40
Síamstvíburar aðskildir Læknar á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófu í morgun aðgerð til að aðskilja símastvíbura. Stúlkurnar heita Regina og Renatta og hófst aðgerðin á þeim nú fyrir hádegið. 14.6.2006 11:15
Verið að laga Kjalveg Verið er að laga Kjalveg og verður hann væntanlega opnaður fyrir helgi, fyrir jeppa að minnstakosti. Komið hefur í ljós að talsvert mikið hefur runnið úr afleggjaranum í Kerlingafjöll í vatnavöxtum í vetur, og þarf að lagfæra hann nokkuð. Einhver tími mun þó líða þar til vegurinn um Sprengisand verður opnaður. 14.6.2006 10:45
Fjórir grunaðir um ölvunarakstur á sama bílnum Fjórir ölvaðir menn eru grunaðir um að hafa ekið einum og sama bílnum í Reykjavík undir morgun. Lögreglan kom að mönnunum við bílinn og var enginn undir stýri, en greinilegt var að bíllinn hafði nýlega numið staðar. Engin mannanna kannast hinsvegar við að hafa ekið honum og liggja þeir því allir undir grun. 14.6.2006 10:15
Danir ætla að styðja tillögu um hvalveiðar í atvinnuskyni Danir, og þar með Færeyingar og Grænlendingar, ætla að styðja tillögu um að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni, á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hefst á föstudaginn kemur. 14.6.2006 10:00
Rafmagnslaust er við Langholtsveg og í hluta af Vogahverfinu Háspennubilun varð fyrir stundu sem veldur rafmagnsleysi við Langholtsveg og í hluta af Vogahverfinu. Unnið er að viðgerð og vonast er að rafmagn verði komið á skamms. 14.6.2006 10:00
Reynt að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Bagdad Tug þúsund íraskir öryggissveitarmenn tóku í morgun þátt í aðgerðum í höfuðborginni, Bagdad, sem miða að því að koma í veg fyrir frekari árásir og hryðjuverk þar. 14.6.2006 09:45
Íslamski klerkurinn Bashir laus úr fangelsi Yfirvöld á Indónesíu létu í morgun lausan hinn herskáa íslamska klerk Abu Bakar Bashir. Hann var hnepptur í fangelsi fyrir rúmum tveimur árum fyrir að hafa tekið þátt í skipulagninu sprenginga á Balí árið 2002. 14.6.2006 09:30
Spáir harkalegri lendingu íslenska hagkerfisins Poul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings sagði á fundi í London í gær að vaxandi líkur væri á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu. Það var Fitch Ratings, sem breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum. 14.6.2006 09:17
Eiður skrifar undir samning við Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen skrifar í dag undir fjögurra ára samning við Evrópumeistara Barcelona. Fréttamannafundur vegna málsins verður klukkan þrjú. 14.6.2006 08:54
Þróa byltingarkennda aðferð Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Jarðarstofnunar Kólumbíuháskóla um víðtækt samstarf um rannsóknir og kennslu var undirritaður í gær. Með samningnum er verið að formgera samstarf skólanna sem hefur þróast á undanförnum árum. Áhersla verður lögð á verkefni á sviði loftslagsbreytinga. 14.6.2006 08:00
Segja kjötverð ekki hafa ýtt undir verðbólgu Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði. 14.6.2006 08:00
Hlutabréf féllu um allan heim Hlutabréf féllu um allan heim í gær af ótta við frekari vaxtahækkanir sem draga munu úr hagvexti og hagnaði fyrirtækja. Flestar hlutabréfavísitölur heims eru komnar undir það gildi sem þær stóðu í um áramót eftir miklar hækkanir framan af ári. 14.6.2006 07:45
Hefur efasemdir um getu Seðlabankans Gylfi Zoëga, prófessor í þjóðhagfræði, telur að ríkisstjórnin hafi ekki sinnt hagstjórninni nægilega vel. Seðlabankinn hafi staðið einn í baráttunni. Hætta sé á að hann hafi misst trúverðugleika og hafi lítil áhrif á ákvörðun gengis. 14.6.2006 07:30
Veiðimenn hætt komnir Vatnsmagn í Norðurá í Borgarfirði hefur sveiflast undanfarna daga og var yfirborðið á tímabili tveimur metrum hærra en þegar það var sem lægst í maí. Svo hörð var áin í fyrradag að hún hreif með sér bát með fjórum veiðimönnum niður foss, en betur fór en á horfðist og sluppu mennirnir ómeiddir. 14.6.2006 07:15
Unnið samkvæmt álitsgerð Jón Kristjánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, segir vinnu við breytingar á Íbúðalánasjóði vera vel á veg komna en líklegt má telja að breytingarnar nái fram að ganga á þessu ári. 14.6.2006 07:15
Mikilvægur áfangifyrir Háskóla Íslands Háskóli Íslands gerði í gær samkomulag við Jarðarstofnun hins bandaríska Kólumbíuháskóla um fjölþætt samstarf. Áhersla verður lögð á rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga þar sem íslenskir vísindamenn eru í fararbroddi. 14.6.2006 07:15
Telur upptökin hjá samkeppnisaðila "Mér fannst ég vera staddur í ríki sem hefði eitthvað annað réttarfar en við," sagði Halldór Guðbjarnarson, forstjóri Visa Ísland um húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði hjá fyrirtækinu í gærmorgun samkvæmt dómsúrskurði. 14.6.2006 07:00
Fimmtíu hrefnur verða veiddar í ár Ákveðið hefur verið að veiða 50 hrefnur á þessu ári en ekki 39 eins og í fyrra. Skynsamlegt að flýta rannsóknunum, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Markmiðið er að kanna hlutverk hrefnu í vistkerfinu við landið. 14.6.2006 07:00
Stefnt að sátt um samninga í vikunni Halldór Ásgrímsson vonast til þess að samkomulag náist um kjarasamninga fyrir vikulok. Ríkisstjórnin hafnaði kröfum Alþýðusambandsins um nýtt skattþrep og breytingar á eftirlaunakerfi æðstu embættismanna um helgina. 14.6.2006 07:00
Gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar verða mislæg Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða, lækkun leikskólagjalda, útgáfa frístundakorta, opnun gæsluvalla og skipulagning íbúðabyggðar í Örfirisey er meðal þess sem nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að gera á kjörtímabilinu. Þá á að hefja og ljúka framkvæmdum 14.6.2006 07:00
Enn skortur á svínakjöti Skortur er á kjöti og ekki víst að úr rætist þó að landbúnaðarráðuneytið hafi heimilað innflutning á tæplega 320 þúsund kílóum af kjöti. 14.6.2006 06:45
Braut rifbein, borð og rúðu Karlmaður á sextugsaldri var á mánudag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkamsárásir og eignaspjöll, skilorðsbundið til tveggja ára. 14.6.2006 06:45
Kaupmenn tala um kjötskort Matvörukarfan verður stöðugt dýrari. Þetta kemur fram í verðbólgumælingu Hagstofunnar sem kynnt var í gær. Verðbólgan er nú átta prósent og er það fyrst og fremst vegna þess að viðhald á eigin húsnæði er dýrara og svo hefur verð á mat- og drykkjarvörum hækkað verulega. 14.6.2006 06:45
Finn fyrir nokkurri depurð "Ég finn fyrir nokkurri depurð í dag og það er í fyrsta sinn síðan úrslit kosninganna lágu fyrir," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, rétt áður en hún afhenti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, nýjum borgarstjóra, lyklana að skrifstofu borgarstjóra í gær. 14.6.2006 06:45
Geir víðförlasti ráðherrann Þrír nýir ráðherrar munu taka sæti í ríkisstjórn á morgun. Jón Sigurðsson fer í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Jónína Bjartmarz í umhverfisráðuneytið og Magnús Stefánsson í félagsmálaráðuneytið. 14.6.2006 06:45
Færir liðinu gæfu Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel. 14.6.2006 06:45
Karl Rove ekki ákærður Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins. 14.6.2006 06:30
Hert áætlun til að koma á friði Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka. 14.6.2006 06:30
Þrýst á endurkomu Tómasar Lögmaður Tómasar Zoëga læknis hefur sent forstjóra Landspítalans erindi þar sem óskað er eftir því að haft verði samráð við lækningaforstjóra spítalans um það hvenær Tómas taki aftur við starfi yfirlæknis geðsviðs. 14.6.2006 06:15
Rok og rigning í Reykjavík Veðurhorfur eru ekki góðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins næstu vikuna. Samkvæmt veðurstofu byrjar að rigna á þá í dag og verður bleyta og rok fram yfir helgi. Ástæðan er lægð sem er að ganga yfir landið í kjölfar hæðarhryggs, en henni fylgja skýjasvæði sem orsaka rigninguna. 14.6.2006 06:00
Þagði um félagana vegna ótta Maður á þrítugsaldri, Mikael Már Pálsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri afbrot. 14.6.2006 06:00
Man ekki eftir að vera sviptur Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka bifreið án ökuréttinda og undir áhrifum róandi lyfja í tvígang. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt en var gripinn við að aka bifreið tvo daga í röð í ágústmánuði í fyrra. Hann bar við minnisleysi vegna heilablóðfalls. 14.6.2006 05:45
Endurupptöku málsins hafnað Endurupptökubeiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dómsmáls Jóns Ólafssonar gegn Hannesi í Englandi var fyrir nokkru hafnað en í dag verður áfrýjun Hannesar vegna úrskurðarins tekin fyrir í breskum dómstóli. 14.6.2006 05:45
Bush kom óvænt til Írak George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins. 14.6.2006 05:45
Fjögur hringormasmit í fólki Á undanförnum tveimur árum hafa greinst fjögur tilfelli af hringormasmiti í mönnum á Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Þeir sem smitast hafa eiga það sameiginlegt að hafa borðað hráan eða illa soðinn fisk, að því er segir í Farsóttafréttum Landlæknis. 14.6.2006 05:30
Kveikt í blaðabunka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt í fyrrinótt. Þetta er í annað skiptið sem slökkvilið höfuðborgarinnar er kallað út vegna elds í húsinu á rúmum mánuði. 14.6.2006 05:15
274 nemendur brautskráðir Háskólinn í Reykjavík brautskráði 274 nemendur síðastliðinn laugardag. Nemendurnir voru af átján brautum og úr þremur deildum. Úr lagadeild útskrifuðust 53 nemendur, úr viðskiptadeild 119 nemendur, 78 nemendur útskrifuðust úr tækni- og verkfræðideild og 24 voru brautskráðir af frumgreinasviði. 14.6.2006 05:00