Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið Fuglaflensa af H5-stofni hefur greinst í dauðum svani í Fife í Austur-Skotlandi, að því er kemur fram í vefriti BBC. Nær allir íslenskir farfuglar koma við á Bretlandseyjum og sérstaklega á Skotlandi og hafa yfirvöld því ekki viljað fara á viðbúnaðarstig 2 fyrr en sjúkdómurinn greinist á Bretlandseyjum. Ef kemur í ljós að veiran er af H5N1-stofni sem berst í menn verður þess líklega ekki langt að bíða. 5.4.2006 20:47 Fyrsti dökki þingmaðurinn á Ítalíu? Hörundsdökkur þingmaður gæti í fyrsta sinn náð þingsæti á Ítalíu og það sem meira er, þingmannsefnið er líka kona. Auglýsingar Aminötu Fofana stinga nokkuð í stúf í öllu auglýsingafarganinu sem fylgir síðustu dögunum fyrir þingkosningarnar. Hún er konungborin og fæddist í Gíneu í Afríku. 5.4.2006 19:30 Hús rýmd í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu Verið er að rýma 8 hús í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu og á það að verða búið fyrir klukkan 21:00. Þessi hús standa við Dísarland og Traðarland, sem er það svæði á Bolungarvík sem er hvað oftast rýmt vegna snjóflóðahættu. Fólkið gistir flest hjá ættingjum og vinum. 5.4.2006 19:13 Fékk nærri fjórar milljónir til sjóntækjakaupa Átta ára drengur sem fæddist með gallaða augasteina og önnur börn í svipaðri stöðu sjá fram á betri tíma. Sjónstöð Íslands fékk í dag stjórgjöf til tækjakaupa eftir umfjöllun drenginn í fréttaskýringaþættinum Kompás. 5.4.2006 19:05 Bækur til varnar Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum í dag fjölda bóka um varnarmál. Sendiherra Bandaríkjanna vonar að bækurnar hjálpi Íslendingum að byggja upp sérþekkingu á varnarmálum sem utanríkisráðherra hefur sagt skorta hér á landi. Forstöðumaður meistaranáms HÍ í alþjóðasamskiptum segir gjöfina ekki sárabót fyrir brottför hersins. 5.4.2006 18:59 Vill vitnavernd í íslensk lög Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi. 5.4.2006 18:56 Bjuggu til fyrirtæki Bandaríska leyniþjónustan hefur kerfisbundið notfært sér tilbúin fyrirtæki sem ekkert er á bakvið til að halda leynd yfir fangaflugi. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsókna Amnesty International á fangafluginu. 5.4.2006 18:45 Mun kalla þekkta viðskiptamenn til vitnis í Baugsmálinu Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi. 5.4.2006 18:14 Snjóflóð féll á björgunarmenn Einn maður slasaðist nokkuð þegar hann klemmdist á milli bíla á Súðarvíkurvegi rétt eftir klukkan þrjú í dag. Maðurinn var við björgunarstörf á vegum Landsbjargar þegar slysið varð. Bílar höfðu lokast inni á milli tveggja snjóflóða sem fallið höfðu á Súðavíkurveg og var maðurinn ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum að bjarga fólki úr einum bílnum 5.4.2006 17:32 Fleiri taka þátt í setuverkfalli Starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, hafa bæst í hóp þeirra starfsmanna sem ætla að mótmæla lélegum kjörum með setuverkfalli á morgun og á föstudag. Hópur þessa starfsfólks mun koma saman í Alþingishúsinu á morgun klukkan eitt, til að afhenda fjármálaráðherra undirskriftarlista, þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við ástandinu á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. 5.4.2006 17:30 Prestur grunaður um misnotkun á 20 börnum Lögreglan á Ítalíu handtók í dag prest sem grunaður er um að hafa, í um áratug, misnotað yfir tuttugu börn úr sókninni hans. Saksóknarar hafa safnað vitnisburði um eitthundrað tilfelli frá um tuttugu drengjum. Þeir halda því fram að presturinn hafi misnotað þá kynferðislega á árunum 1993 - 2004. Verði presturinn, sem er 43 ára, fundinn sekur má hann búast við allt að 10 ára fangelsi. 5.4.2006 17:30 Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku og er það bókaútgáfan Nov Zlatorog sem gefur ljóðasafnið út. Nov Zlatorog tók til starfa 1990 og er eitt virtasta útgáfufyrirtæki Búlgaríu. Henni var upphaflega komið á fót á sovéttímanum sem neðanjarðarfyrirtæki Kiril Kadiiski sem er eitt fremsta skáld Búlgaríu en hann fékk nýlega frönsku Max Jacob verðlaunin fyrir höfundarverk sitt. 5.4.2006 17:15 Markaðurinn á fleygiferð Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp tvö prósent í dag eftir miklar lækkanir að undanförnu. Mest hækkuðu bréf Flögu eða um 24 prósent og er óhætt að segja að hlutabréfamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð að undanförnu, aðallega þó niður á við eftir neikvæða umræðu erlendra banka um íslenskt efnahagslíf. Í gær sendi matsfyrirtækið Moody's síðan frá sér tvær skýrslur þar sem lánshæfismat ríkisins annars vegar, og stóru bankanna þriggja hins vegar, er staðfest. 5.4.2006 17:00 Björgunarskip í viðbragðsstöðu Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði og á Patreksfirði voru sett í viðbragðsstöðu eftir hádegið í dag, að beiðni Vaktstöðvar siglinga, eftir að 3 bátar lentu í miklum sjó út af Arnarfirði. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Bátarnir komust í var inn á Dýrafjörð heilu og höldnu og beiðnin afturkölluð skömmu síðar. 5.4.2006 16:53 Málsókn gegn Norðmönnum eina leiðin Málsókn gegn Norðmönnum virðist eina leiðin til að binda endi á ofríki þeirra við Svalbarða sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Ekki er þó ljóst hvenær af málsókn verður. 5.4.2006 16:50 Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Ölfusi Samfylkingin og óháðir í Ölfusi hafa sent frá sér framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 27. maí næstkomandi. Fyrsta sætið skipar Dagbjört Hannesdóttir, viðskiptafræðingur, í öðru sæti er Hróðmar Bjarnason, framkvæmdarstjóri og í því þriðja er Elín Björg Jónsdóttir. 5.4.2006 16:34 Vilja endurskoðun á verkferlum á Kárahnjúkum Rafiðnaðarsamband Íslands, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Alþýðusamband Íslands segja aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mánuðum kalla á endurskoðun á öllum verkferlum hvað varðar framkvæmd eftirlits með öryggismálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem landsamböndin hafa sent frá sér. 5.4.2006 16:00 Hart deilt á utanríkisráðherra Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir. 5.4.2006 15:58 Bílvelta við Landakot Bíll valt við Landakotsspítalann í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Engi slys urðu á fólki en bílstjórinn var einn í bílnum. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki reyndist þörf á honum. Ekki er vitað hvernig slysið bar til, en bíllinn var á leið vestureftir Túngötu, þegar hann rakst utan í v egrið og valt á toppinn. Túngötunni var lokað um tíma á meðan lögregan rannsakaði vettvang. 5.4.2006 15:37 Óshlíðarvegur og Súðarvíkurvegur lokaðir Slæmt ferðaveður er víða um land. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir og éljagangur og það er strekkingsvindur á heiðinni. Þá er óveður á Fróðárheiði og á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. Búið er að loka veginum um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu en fólk er jafnframt beðið að vera ekki á ferð milli bæjarkjarnanna í Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar. 5.4.2006 15:22 Bílvelta við Landakot Bílvelta varð við Landakotstún nú rétt fyrir klukkan þrjú. Að sögn lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn og lögreglan er á vettvangi. Ekki er vitað að svo stöddu hvort slys urðu á fólki eða hver tildrög slyssins eru. Við segjum nánar slysinu síðar í dag. 5.4.2006 14:59 Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Stokkseyri Eldur kom upp í herbergi í íbúðarhúsi á Stokkseyri rétt fyrir klukkan tvö. Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn stuttu eftir útkall. Húsráðendur lokuðu herbergishuðinni þegar eldsins varð vart og komu þar með í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út áður en slökkvilið kom á staðinn. 5.4.2006 14:02 Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. 5.4.2006 14:00 Þjóðverjar áhugasamir um stangveiði Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær. Það byggir á því að skipstjórarnir sitja heima í stofu og horfa á þýska ferðamenn veiða fyrir sig og borga ferðamennirnir meira að segja fyrir það. 5.4.2006 12:45 Dómarar ósáttir um röðun umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara, en dómarar eru ekki á eitt sáttir um að raða upp umsækjendum. 5.4.2006 12:30 Hagnaður FL Group um 12 milljarðar króna FL Group hefur selt tæplega 17 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna. Félagið hagnast um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 12:15 Vandinn liggur í slakri upplýsingagjöf Vandi íslenskra fyrirtækja er miklu frekar fólginn í slakri upplýsingagjöf en slökum stjórnarháttum, segir fjármálastjóri Danske Bank. Hann segir þann vanda engum nema stjórnendum sjálfum að kenna. 5.4.2006 12:00 Lagt til að öryggi borgarbúa verði eflt Miðborgargæsla um helgar og efling öryggis í hverfum borgarinnar er meðal þess sem viðræðurhópur um löggæslumálefni í Reykjavík hefur lagt til. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði hópinn í ágúst árið 2003 sem hefur síðan þá verið samstarfsvettvangur dóms og krikjumálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda um löggæslumál í Reykjavík. 5.4.2006 11:20 Aðeins níu karlmenn skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum Aðeins níu karlmenn eru skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum en hvergi á landinu eru eins fáir karlmenn skráðir atvinnulausir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að í byrjun árs hafi 20 karlmenn verið skráðir en þeim hafi fækkað jafnt og þétt. 5.4.2006 10:43 Milosevic lést af náttúrulegum orsökum Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lést af náttúrulegum orsökum. Þetta er niðurstaða þýsks saksóknara sem rannsakaði lát Milosevic sem segir ekkert benda til þess að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti. 5.4.2006 10:27 Gistinóttum á hótelum fjölgar um 5,5% í febrúar Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgaði um 5,5% milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar yfir gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára eða um 68%. 5.4.2006 10:11 Gagnrýnd fyrir of háan reikning Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, sætir nú gagnrýni fyrir að hafa boðið nánustu samstarfsmönnum á jólahlaðborð á kostnað ríkisins stuttu eftir að hún var skipuð í embætti árið 2001. Politiken greinir frá því að danska ríkisendurskoðunin hafi gert athugasemdir við reikninginn en Espersen bauð samstarfsmönnum sínum á veitingastaðinn Ero Oro og hljóðaði reikningurinn upp á rúm 19.000 danskra króna eða sem samsvarar tæpum 230.000 íslenskra króna. 5.4.2006 09:56 Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Hálkublettir eru í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Þá er hálka og hálkublettir á Vestfjörðum. Á Norður,- Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 09:32 Leki kom að bát í Ólafsvíkurhöfn Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út að höfninni í Ólafsvík á áttunda tímaum í morgun en leki hafði komið að bát í höfninni. Báturinn var kominn því sem næst á hliðina þegar hafnarstarfsmenn tóku eftir honum við eftirlit og kölluðu á slökkvilið. 5.4.2006 09:13 Saddam aftur fyrir rétt Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, mætti aftur fyrir rétt í morgun. Hann sakaði innanríkisráðuneyti Íraks um að hafa myrt og pyntað þúsundir manna. Verið er að yfirheyra Saddam um morð á sjía-múslinum á níunda áratug síðustu aldar. 5.4.2006 09:00 Icelandair styrkir Listahátíð Reykjavíkur Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í gær 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. 5.4.2006 08:45 Hiti yfir meðallagi fimmta mánuðinn í röð Meðalhiti í Reykjavík í mars mánuði var tæplega eitt stig, sem er tæpu hálfu stigi yfir meðallagi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar og var mars fimmti mánuðurinn í röð, sem hitinn var yfir meðallagi. Óvenju skörp veðraskil voru í mánuðinum, þar skiptust á kuldakaflar og óvenju hlýr hlákukafli, Í heild var mánuðurinn þurrviðrasamur. 5.4.2006 08:30 Efnt til hönnunarsamkeppni á þjónustumiðstöð Snæfellsbær og Umhverfisstofnun hafa ákveðið að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fer samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands. 5.4.2006 08:00 Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru víða á þjóðvegum í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Hálka og hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum. Á Norður-Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 08:00 Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu í Frakklandi Til harðra átaka kom milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Frakklandi í gær. Lögreglan telur að um ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum en verkalýðsforystan telur að sú tala sé nær þremur milljónum. Lögreglan handtók um fjögurhundruð manns. 5.4.2006 07:45 Kvóti nýttur til sjóstangaveiða Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær þegar níu Þjóðverjar réru til fiskjar á nokkrum hraðfiskibátum og veiddu af kvótum þeirra, en útgerðarmennirnir sátu heima í stofu og horðu á. 5.4.2006 07:30 Ekkert lát er á flóðunum í Mið-Evrópu Ekkert lát er á flóðum í Mið-Evrópu. Íbúar í Austurríki og Tékklandi hafa unnið myrkranna á milli til að reyna að koma í veg fyrir að flóðin valdi meira tjóni. Flóðin hófust í síðustu viku eftir miklar rigningar undanfarið. 5.4.2006 07:15 Fl Group selur hlut sinn í easyJet FL Group er að selja tæplega 17% hlut sinn i lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna og hagnast félagið um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 07:15 Páll talinn hæfastur umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara. Allir umsækjendurnir séu hæfir en næst komi Hjördís Hákonaróttir dómstjóri og sigríður Ingvarsdóttir og loks Þorgeir Ingi Njálsson. 5.4.2006 07:02 97 tillögur bárust um nafn á nýju sveitafélagi Alls bárust 97 tillögur um nafn á hið nýja sameinaða sveitafélag á Ólafsfirði og Siglufirði. Fréttavefurinn Dagur greinir frá því að nokkrar tillögur hafi verið að sama nafni svo það eru rúmlega 70 nöfn sem nafnanefndin þarf að taka afstöðu til. Nafnanefndin mun funda í dag og að þeim fundi loknum verða nafnatillögurnar upplýstar. 5.4.2006 06:39 Sjá næstu 50 fréttir
Síðasta vígið fallið Fuglaflensa af H5-stofni hefur greinst í dauðum svani í Fife í Austur-Skotlandi, að því er kemur fram í vefriti BBC. Nær allir íslenskir farfuglar koma við á Bretlandseyjum og sérstaklega á Skotlandi og hafa yfirvöld því ekki viljað fara á viðbúnaðarstig 2 fyrr en sjúkdómurinn greinist á Bretlandseyjum. Ef kemur í ljós að veiran er af H5N1-stofni sem berst í menn verður þess líklega ekki langt að bíða. 5.4.2006 20:47
Fyrsti dökki þingmaðurinn á Ítalíu? Hörundsdökkur þingmaður gæti í fyrsta sinn náð þingsæti á Ítalíu og það sem meira er, þingmannsefnið er líka kona. Auglýsingar Aminötu Fofana stinga nokkuð í stúf í öllu auglýsingafarganinu sem fylgir síðustu dögunum fyrir þingkosningarnar. Hún er konungborin og fæddist í Gíneu í Afríku. 5.4.2006 19:30
Hús rýmd í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu Verið er að rýma 8 hús í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu og á það að verða búið fyrir klukkan 21:00. Þessi hús standa við Dísarland og Traðarland, sem er það svæði á Bolungarvík sem er hvað oftast rýmt vegna snjóflóðahættu. Fólkið gistir flest hjá ættingjum og vinum. 5.4.2006 19:13
Fékk nærri fjórar milljónir til sjóntækjakaupa Átta ára drengur sem fæddist með gallaða augasteina og önnur börn í svipaðri stöðu sjá fram á betri tíma. Sjónstöð Íslands fékk í dag stjórgjöf til tækjakaupa eftir umfjöllun drenginn í fréttaskýringaþættinum Kompás. 5.4.2006 19:05
Bækur til varnar Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum í dag fjölda bóka um varnarmál. Sendiherra Bandaríkjanna vonar að bækurnar hjálpi Íslendingum að byggja upp sérþekkingu á varnarmálum sem utanríkisráðherra hefur sagt skorta hér á landi. Forstöðumaður meistaranáms HÍ í alþjóðasamskiptum segir gjöfina ekki sárabót fyrir brottför hersins. 5.4.2006 18:59
Vill vitnavernd í íslensk lög Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi. 5.4.2006 18:56
Bjuggu til fyrirtæki Bandaríska leyniþjónustan hefur kerfisbundið notfært sér tilbúin fyrirtæki sem ekkert er á bakvið til að halda leynd yfir fangaflugi. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsókna Amnesty International á fangafluginu. 5.4.2006 18:45
Mun kalla þekkta viðskiptamenn til vitnis í Baugsmálinu Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi. 5.4.2006 18:14
Snjóflóð féll á björgunarmenn Einn maður slasaðist nokkuð þegar hann klemmdist á milli bíla á Súðarvíkurvegi rétt eftir klukkan þrjú í dag. Maðurinn var við björgunarstörf á vegum Landsbjargar þegar slysið varð. Bílar höfðu lokast inni á milli tveggja snjóflóða sem fallið höfðu á Súðavíkurveg og var maðurinn ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum að bjarga fólki úr einum bílnum 5.4.2006 17:32
Fleiri taka þátt í setuverkfalli Starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, hafa bæst í hóp þeirra starfsmanna sem ætla að mótmæla lélegum kjörum með setuverkfalli á morgun og á föstudag. Hópur þessa starfsfólks mun koma saman í Alþingishúsinu á morgun klukkan eitt, til að afhenda fjármálaráðherra undirskriftarlista, þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við ástandinu á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. 5.4.2006 17:30
Prestur grunaður um misnotkun á 20 börnum Lögreglan á Ítalíu handtók í dag prest sem grunaður er um að hafa, í um áratug, misnotað yfir tuttugu börn úr sókninni hans. Saksóknarar hafa safnað vitnisburði um eitthundrað tilfelli frá um tuttugu drengjum. Þeir halda því fram að presturinn hafi misnotað þá kynferðislega á árunum 1993 - 2004. Verði presturinn, sem er 43 ára, fundinn sekur má hann búast við allt að 10 ára fangelsi. 5.4.2006 17:30
Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku og er það bókaútgáfan Nov Zlatorog sem gefur ljóðasafnið út. Nov Zlatorog tók til starfa 1990 og er eitt virtasta útgáfufyrirtæki Búlgaríu. Henni var upphaflega komið á fót á sovéttímanum sem neðanjarðarfyrirtæki Kiril Kadiiski sem er eitt fremsta skáld Búlgaríu en hann fékk nýlega frönsku Max Jacob verðlaunin fyrir höfundarverk sitt. 5.4.2006 17:15
Markaðurinn á fleygiferð Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp tvö prósent í dag eftir miklar lækkanir að undanförnu. Mest hækkuðu bréf Flögu eða um 24 prósent og er óhætt að segja að hlutabréfamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð að undanförnu, aðallega þó niður á við eftir neikvæða umræðu erlendra banka um íslenskt efnahagslíf. Í gær sendi matsfyrirtækið Moody's síðan frá sér tvær skýrslur þar sem lánshæfismat ríkisins annars vegar, og stóru bankanna þriggja hins vegar, er staðfest. 5.4.2006 17:00
Björgunarskip í viðbragðsstöðu Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði og á Patreksfirði voru sett í viðbragðsstöðu eftir hádegið í dag, að beiðni Vaktstöðvar siglinga, eftir að 3 bátar lentu í miklum sjó út af Arnarfirði. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Bátarnir komust í var inn á Dýrafjörð heilu og höldnu og beiðnin afturkölluð skömmu síðar. 5.4.2006 16:53
Málsókn gegn Norðmönnum eina leiðin Málsókn gegn Norðmönnum virðist eina leiðin til að binda endi á ofríki þeirra við Svalbarða sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Ekki er þó ljóst hvenær af málsókn verður. 5.4.2006 16:50
Framboðslisti Samfylkingar og óháðra í Ölfusi Samfylkingin og óháðir í Ölfusi hafa sent frá sér framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 27. maí næstkomandi. Fyrsta sætið skipar Dagbjört Hannesdóttir, viðskiptafræðingur, í öðru sæti er Hróðmar Bjarnason, framkvæmdarstjóri og í því þriðja er Elín Björg Jónsdóttir. 5.4.2006 16:34
Vilja endurskoðun á verkferlum á Kárahnjúkum Rafiðnaðarsamband Íslands, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Alþýðusamband Íslands segja aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mánuðum kalla á endurskoðun á öllum verkferlum hvað varðar framkvæmd eftirlits með öryggismálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem landsamböndin hafa sent frá sér. 5.4.2006 16:00
Hart deilt á utanríkisráðherra Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir. 5.4.2006 15:58
Bílvelta við Landakot Bíll valt við Landakotsspítalann í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Engi slys urðu á fólki en bílstjórinn var einn í bílnum. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki reyndist þörf á honum. Ekki er vitað hvernig slysið bar til, en bíllinn var á leið vestureftir Túngötu, þegar hann rakst utan í v egrið og valt á toppinn. Túngötunni var lokað um tíma á meðan lögregan rannsakaði vettvang. 5.4.2006 15:37
Óshlíðarvegur og Súðarvíkurvegur lokaðir Slæmt ferðaveður er víða um land. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir og éljagangur og það er strekkingsvindur á heiðinni. Þá er óveður á Fróðárheiði og á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. Búið er að loka veginum um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu en fólk er jafnframt beðið að vera ekki á ferð milli bæjarkjarnanna í Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar. 5.4.2006 15:22
Bílvelta við Landakot Bílvelta varð við Landakotstún nú rétt fyrir klukkan þrjú. Að sögn lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn og lögreglan er á vettvangi. Ekki er vitað að svo stöddu hvort slys urðu á fólki eða hver tildrög slyssins eru. Við segjum nánar slysinu síðar í dag. 5.4.2006 14:59
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Stokkseyri Eldur kom upp í herbergi í íbúðarhúsi á Stokkseyri rétt fyrir klukkan tvö. Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Árnessýslu komu á staðinn stuttu eftir útkall. Húsráðendur lokuðu herbergishuðinni þegar eldsins varð vart og komu þar með í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út áður en slökkvilið kom á staðinn. 5.4.2006 14:02
Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. 5.4.2006 14:00
Þjóðverjar áhugasamir um stangveiði Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær. Það byggir á því að skipstjórarnir sitja heima í stofu og horfa á þýska ferðamenn veiða fyrir sig og borga ferðamennirnir meira að segja fyrir það. 5.4.2006 12:45
Dómarar ósáttir um röðun umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara, en dómarar eru ekki á eitt sáttir um að raða upp umsækjendum. 5.4.2006 12:30
Hagnaður FL Group um 12 milljarðar króna FL Group hefur selt tæplega 17 prósenta hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna. Félagið hagnast um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 12:15
Vandinn liggur í slakri upplýsingagjöf Vandi íslenskra fyrirtækja er miklu frekar fólginn í slakri upplýsingagjöf en slökum stjórnarháttum, segir fjármálastjóri Danske Bank. Hann segir þann vanda engum nema stjórnendum sjálfum að kenna. 5.4.2006 12:00
Lagt til að öryggi borgarbúa verði eflt Miðborgargæsla um helgar og efling öryggis í hverfum borgarinnar er meðal þess sem viðræðurhópur um löggæslumálefni í Reykjavík hefur lagt til. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði hópinn í ágúst árið 2003 sem hefur síðan þá verið samstarfsvettvangur dóms og krikjumálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda um löggæslumál í Reykjavík. 5.4.2006 11:20
Aðeins níu karlmenn skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum Aðeins níu karlmenn eru skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum en hvergi á landinu eru eins fáir karlmenn skráðir atvinnulausir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að í byrjun árs hafi 20 karlmenn verið skráðir en þeim hafi fækkað jafnt og þétt. 5.4.2006 10:43
Milosevic lést af náttúrulegum orsökum Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lést af náttúrulegum orsökum. Þetta er niðurstaða þýsks saksóknara sem rannsakaði lát Milosevic sem segir ekkert benda til þess að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti. 5.4.2006 10:27
Gistinóttum á hótelum fjölgar um 5,5% í febrúar Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgaði um 5,5% milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar yfir gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára eða um 68%. 5.4.2006 10:11
Gagnrýnd fyrir of háan reikning Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, sætir nú gagnrýni fyrir að hafa boðið nánustu samstarfsmönnum á jólahlaðborð á kostnað ríkisins stuttu eftir að hún var skipuð í embætti árið 2001. Politiken greinir frá því að danska ríkisendurskoðunin hafi gert athugasemdir við reikninginn en Espersen bauð samstarfsmönnum sínum á veitingastaðinn Ero Oro og hljóðaði reikningurinn upp á rúm 19.000 danskra króna eða sem samsvarar tæpum 230.000 íslenskra króna. 5.4.2006 09:56
Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Á Hellisheiði eru hálkublettir og éljagangur. Hálkublettir eru í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Þá er hálka og hálkublettir á Vestfjörðum. Á Norður,- Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 09:32
Leki kom að bát í Ólafsvíkurhöfn Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út að höfninni í Ólafsvík á áttunda tímaum í morgun en leki hafði komið að bát í höfninni. Báturinn var kominn því sem næst á hliðina þegar hafnarstarfsmenn tóku eftir honum við eftirlit og kölluðu á slökkvilið. 5.4.2006 09:13
Saddam aftur fyrir rétt Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, mætti aftur fyrir rétt í morgun. Hann sakaði innanríkisráðuneyti Íraks um að hafa myrt og pyntað þúsundir manna. Verið er að yfirheyra Saddam um morð á sjía-múslinum á níunda áratug síðustu aldar. 5.4.2006 09:00
Icelandair styrkir Listahátíð Reykjavíkur Forsvarsmenn Listahátíðar og Icelandair fögnuðu í gær 25 ára starfsafmæli með undirritun nýs samstarfssamnings. Stjórnandi Listahátíðar fullyrðir að hátíðin hefði ekki komist á laggirnar ef ekki væri fyrir samstarfið. 5.4.2006 08:45
Hiti yfir meðallagi fimmta mánuðinn í röð Meðalhiti í Reykjavík í mars mánuði var tæplega eitt stig, sem er tæpu hálfu stigi yfir meðallagi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar og var mars fimmti mánuðurinn í röð, sem hitinn var yfir meðallagi. Óvenju skörp veðraskil voru í mánuðinum, þar skiptust á kuldakaflar og óvenju hlýr hlákukafli, Í heild var mánuðurinn þurrviðrasamur. 5.4.2006 08:30
Efnt til hönnunarsamkeppni á þjónustumiðstöð Snæfellsbær og Umhverfisstofnun hafa ákveðið að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fer samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands. 5.4.2006 08:00
Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru víða á þjóðvegum í uppsveitum Árnessýslu og á stöku stað á Vesturlandi. Hálka og hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum. Á Norður-Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur. 5.4.2006 08:00
Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu í Frakklandi Til harðra átaka kom milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Frakklandi í gær. Lögreglan telur að um ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum en verkalýðsforystan telur að sú tala sé nær þremur milljónum. Lögreglan handtók um fjögurhundruð manns. 5.4.2006 07:45
Kvóti nýttur til sjóstangaveiða Nýtt útgerðarmynstur leit dagsins ljós á Tálknafirði í gær þegar níu Þjóðverjar réru til fiskjar á nokkrum hraðfiskibátum og veiddu af kvótum þeirra, en útgerðarmennirnir sátu heima í stofu og horðu á. 5.4.2006 07:30
Ekkert lát er á flóðunum í Mið-Evrópu Ekkert lát er á flóðum í Mið-Evrópu. Íbúar í Austurríki og Tékklandi hafa unnið myrkranna á milli til að reyna að koma í veg fyrir að flóðin valdi meira tjóni. Flóðin hófust í síðustu viku eftir miklar rigningar undanfarið. 5.4.2006 07:15
Fl Group selur hlut sinn í easyJet FL Group er að selja tæplega 17% hlut sinn i lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna og hagnast félagið um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. 5.4.2006 07:15
Páll talinn hæfastur umsækjenda Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara. Allir umsækjendurnir séu hæfir en næst komi Hjördís Hákonaróttir dómstjóri og sigríður Ingvarsdóttir og loks Þorgeir Ingi Njálsson. 5.4.2006 07:02
97 tillögur bárust um nafn á nýju sveitafélagi Alls bárust 97 tillögur um nafn á hið nýja sameinaða sveitafélag á Ólafsfirði og Siglufirði. Fréttavefurinn Dagur greinir frá því að nokkrar tillögur hafi verið að sama nafni svo það eru rúmlega 70 nöfn sem nafnanefndin þarf að taka afstöðu til. Nafnanefndin mun funda í dag og að þeim fundi loknum verða nafnatillögurnar upplýstar. 5.4.2006 06:39