Erlent

Ekkert lát er á flóðunum í Mið-Evrópu

Mynd/AP

Ekkert lát er á flóðum í Mið-Evrópu. Íbúar í Austurríki og Tékklandi hafa unnið myrkranna á milli til að reyna að koma í veg fyrir að flóðin valdi meira tjóni. Flóðin hófust í síðustu viku eftir miklar rigningar undanfarið. Yfirvöld í Tékklandi hafa varað við því að flóðin komi ekki til með að réna fyrr en í næstu viku. Þúsundur manna hafa þurft að flýja heimili sín og sjá því ekki fram á að komast til sín heima á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×