Innlent

Óshlíðarvegur og Súðarvíkurvegur lokaðir

Slæmt ferðaveður er víða um land.  Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir og éljagangur og það er strekkingsvindur á heiðinni.

Þá er óveður á Fróðárheiði og á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. Búið er að loka veginum um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu en fólk er jafnframt beðið að vera ekki á ferð milli bæjarkjarnanna í Ísafjarðarbæ, þ.e. Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar. Versnandi veður er á Holtavörðuheiði en á  Norður-, Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar vetrarfærð og él eða skafrenningur.  Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×