Innlent

Dómarar ósáttir um röðun umsækjenda

Mynd/Valli

Meirihluti Hæstaréttar telur að Páll Hreinsson prófessor sé hæfastur þeirra fjögurra, sem sóttu um stöðu Hæstaréttardómara, en dómarar eru ekki á eitt sáttir um að raða upp umsækjendum. Allir umsækjendurnir séu hæfir en næst komi Hjördís Hákonaróttir dómstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir, jafn hæfar, og loks Þorgeir Ingi Njálsson. Hæstaréttardómaraarnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sér álitum þar sem þeir vilja ekki raða umsækjendunum upp, en mikil umræða varð um skipan þeirra tveggja á sínum tíma. Jón Steinar vekur meðal annars athygli á því að árið 2001 hafi rétturinn gert greinarmun á Hjördísi og Sigríði, en meit þær jafn hæfar núna. Þá finst honum ekki átæða til a setja Þorgeir Inga í neðsta sæti. Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur fengið umsagnirnar og mun skipa í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði sig frá því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×