Innlent

Fl Group selur hlut sinn í easyJet

Mynd/Vísir

FL Group er að selja tæplega 17% hlut sinn i lággjaldaflugfélaginu easyJet fyrir um það bil þrjátíu milljarða króna og hagnast félagið um 12 milljarða miðað við kaupverð bréfanna á sínum tíma. Verð á bréfunum hefur lækkað nokkuð eftir að neikvæð umræða um íslenskt efnahagslíf hófst, en áður en það kom til höfðu talsmenn FL Gropup látið í veðri vaka að félagið hefði áhuga á að eignast meirihluta í easyJet. Söluhagnaður af þessum viðskiptum er einhver sá mesti í sögu íslenskra fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×