Innlent

Lagt til að öryggi borgarbúa verði eflt

Mynd/Hari

Miðborgargæsla um helgar og efling öryggis í hverfum borgarinnar er meðal þess sem viðræðurhópur um löggæslumálefni í Reykjavík hefur lagt til. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði hópinn í ágúst árið 2003 sem hefur síðan þá verið samstarfsvettvangur dóms og krikjumálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda um löggæslumál í Reykjavík. Hópurinn hefur einnig lagt til að hvergalöggæsla verði þróuð áfram og samvinna borgaryfirvalda og lögreglu verði aukin, m.a með óeinkennisklæddu eftirliti lögreglu, sem og aukinni viðveru lögreglu í hverfum borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×