Fleiri fréttir Óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að háskólaráðum Bandalag íslenskra námsmanna segir óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að Háskólaráði samkvæmt frumvarpi til háskólalaga sem nú liggur fyrir á Alþingi. 4.4.2006 20:26 Myndum þurfa að veiða margfalt fleiri dýr Íslendingar myndu þurfa að veiða margfalt fleiri hrefnur en nú er gert til að draga úr stofnstærð hrefnunnar og hemja ágang hennar í fiskinn á Íslandsmiðum eins og sjávarútvegsráðherra leggur til. Einar K. Guðfinnsson segir að við myndum þurfa að veiða um 200 hrefnur á ári til að draga úr fjölgun hrefnunnar og enn fleiri ef ætlunin er að minnka stofninn. 4.4.2006 20:19 Frumvarp um Ríkisútvarpið tryggir ekki starfsfrið Stjórnarandstaðan segir frumvarp um Ríkisútvarpið ekki tryggja starfsfrið sem stofnuninni sé nauðsynlegur. Varhugavert sé að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en slíkt leiði oft til sölu fyrirtækja. 4.4.2006 20:13 Ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum Saddam Hussein hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð á íröskum Kúrdum á níunda áratugnum. Allt að hundrað og áttatíu þúsund manns eru taldir hafa týnt lífi í fjöldamorðunum. 4.4.2006 18:30 Fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 18:25 Funda á morgun með heilbrigðisráðherra Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. 4.4.2006 18:23 Mikil mengun vegna sinubruna Rykmengunin af sinubrunanum á Mýrum er jafnvel hundraðföld árleg rykmengun frá tvöhundruðþúsund tonna álveri. Magn ýmissa gróðurhúsalofttegunda, sem fór út í loftið meðan á brunanum stóð, getur slagað hátt í helming árlegrar losunar slíkra efna frá álveri. 4.4.2006 18:21 Úrvalsvísitala hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent það sem af er degi. Mest er lækkunin í Flögu en hlutabréf í Flögu hafa lækkað um rúm tuttugu prósent. Næst mest er lækkunin í Landsbankanum og KB-banka eða tæp sex prósent. 4.4.2006 18:19 Tveggja manna leitað Lögreglan í Reykjavík rannsakar frásögn ungrar stúlku sem segir tvo menn hafa rænt sér og annar þeirra hafi reynt að nauðga sér, skammt utan við borgina. 4.4.2006 18:13 Moody’s segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands Í skýrslu sem birtist í dag, kemst matsfyrirtækið Moody’s að þeirri niðurstöðu að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hefur gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. 4.4.2006 17:01 Þýska safnið komið til Hafnarfjarðar Bókasafn Hafnarfjarðar mun framveigis hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum á Íslandi. Um er að ræða bækur, geisladiska, hljóðsnældur og myndbönd á þýskri tungu, alls 6500 titla. 4.4.2006 17:00 Fundað með heilbrigðisráðherra vegna umönnunarstarfa Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. Starfsmennirnir hafa boðað setuverkfall í lok þessarar viku vegna óánægju með kjör sín, en þeir vilja sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. 4.4.2006 16:58 Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Og Vodafone Samkeppniseftirlitið hefur tekið undir sjónarmið Símans og hafnað kröfu Og Vodafone, dótturfélags fjölmiðlarisans Dagsbrúnar, í kvörtunarmáli gegn Símanum. Málavextir eru þeir að Og Vodafone kvartaði til Samkeppnisstofnunar yfir tilboði Símans til GSM áskrifenda á Akranesi. 4.4.2006 16:52 Fyrsta sérhæfða geðdeildin fyrir aldraða Geðdeild fyrir aldraða verður sett á laggirnar á Landakotsspítala, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er meðal aðgerða sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag sem ætlaðar eru til að bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða hér á landi. 4.4.2006 16:51 Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. 4.4.2006 16:39 Konan ekki í lífshættu TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvoginum um klukkan eitt með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki í lífshættu. Hún er þó með mikla ákverka og hefur verið lögð inn á handlækningadeild. 4.4.2006 13:51 Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent. 4.4.2006 13:34 Saddam ákærður fyrir fjöldmorð á Kúrdum Talsmaður dómstólsins í Írak sem réttar yfir Saddam Hussein hefur lýst því yfir að einræðisherrann fyrrverandi verði brátt ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum á ofanverðum níunda áratugnum. 4.4.2006 13:32 Fella niður takmarkanir við för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 13:18 Varar Íslendinga við erfðatækninni Hættan sem mönnum getur stafað af erfðabreyttum matvælum og lyfjum hefur ekki verið útilokuð. Þetta segir fyrrverandi umhverfisráðherra Breta sem staddur er hér á landi. Hann varar Íslendinga við því að taka upp slíka tækni í landbúnaði og lyfjaframleiðslu. 4.4.2006 13:00 TF-SIF sótti slasaða konu TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar er nýlent við Landsspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. 4.4.2006 12:46 Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili. 4.4.2006 12:45 Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur lækkað um tæp 3% í morgun vegna umtalsverðrar lækkunar á hlutabréfum í þónokkrum fyrirtækjum. 4.4.2006 11:53 Tveggja manna leitað vegna árásar á 19 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem 19 ára stúlka segir að hafi ráðist á sig á Vesturlandsvegi í fyrrinótt og reynt að nauðga sér. 4.4.2006 11:50 Sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðislega misnotkun gagnvart stúlku. 4.4.2006 11:34 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor hófst í gær. Kosningarnar fara fram 27. maí næstkomandi 4.4.2006 10:34 Ísland kynnt sem ráðstefnuland Ísland var kynnt sem ráðstefnuland á Íslandskynningu í sendiráðsbústaðnum í Osló síðastliðinn fimmtudag. Það voru Rástefnuskrifstofa Ísland sem stóð fyrir kynningunni í samvinnu við Ferðamálastofu, Icelandair og Sendiráð Íslands í Osló. 4.4.2006 10:25 118 ferðamenn handteknir í Brasilíu Hundrað og átján ferðamenn voru handteknir á næturklúbbi í strandbænum Natal í Norður-Brasilíu nýverið. Ferðamennirnir eru flestir frá Portúgal, Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Noregi. Norski fréttavefurinn Aftenposten greinir svo frá en nokkrir Norðmenn voru handteknir. 4.4.2006 09:45 Taka þátt í kosningum ef Thaksin Shinawatra hættir í stjórnmálum Formenn stjórnarandstöðuflokkanna í Taílandi hafa lýst því yfir að þeir taki þátt í þingkosningum ef boðað verður aftur til þeirra í landinu, þetta er þó gegn því að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, landsins hætti afskiptum af stjórnmálum. 4.4.2006 09:43 Víðtækar mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar í Frakklandi Frakkar búa sig nú undir alsherjarverkföll og víðtækar mótmælaaðgerðir um allt landið í dag. Tilgangur aðgerðanna er að mótmæla nýjum lögum um vinnulöggjöf í landinu. Lögin hafa vakið miklar deilur en það auðveldar atvinnurekendum að reka ungt fólk úr vinnu. 4.4.2006 09:15 Fartölvu stolið í Keflavík Brotist var inn í fyrirtæki í Grófinni í Keflavík í nótt og þaðan stolið fartölvu. Vegfarandi sá til tveggja dökkklæddra manna á harða hlaupum í grennd við fyrirtækið og lét lögreglu vita, en þeir komust undan. Talið er að þeir hafi verið eldsnöggir á vettvangi. 4.4.2006 09:00 27 hafa farist í skýstrókum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Tuttugu og sjö hafa farist í miklum skýstrókum sem gengið hafa yfir miðvesturríki Bandaríkjanna undanfarna daga. Haglkorn á stærð við appelsínur hafa fallið af himnum og tré rifnað upp með rótum í veðurofsanum. 4.4.2006 08:30 Bílvelta á Hellisheiði Tveir sluppu ómeiddir og einn meiddist lítillega þegar bíll valt á Hellisheiði í gærkvöldi. Þar var krapi á veginum. Þá valt bíll við Ytri Bægisá í Hörgárdal í gærkvöldi. Ökumaður slapp ómeiddur en er grunaður um ölvun. 4.4.2006 08:15 Hálka og hálkublettir víða á þjóðvegum landsins Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka er víða á Suðurlandi og snjóþekja er á Hellisheiðinni og í Þrengslum. Þá er einning hálka og snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum, Nirðurlandi og á Austurlandi. Ófært er um Öxi. 4.4.2006 08:11 Prodi með forskot á Berlusconi Snörp orðaskipti einkenndur kappræður Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og Romano Prodi, forystumanns stjórnarandstöðunnar, sem fram fóru í gær. Aðeins er um ein vika í þingkosningarnar á Ítalíu og hefur fylgi Prodi mælst um fimm prósent meira í könnunum. 4.4.2006 08:00 Moussaoui úrskurðaður sakhæfur Kviðdómur í máli al-Qaeda liðans Zacaris Moussaoui úrskurðaði í gær að hann væri sakhæfur, en hann á nú dauðarefsingu yfir höfði sér. Þetta var einróma niðurstaða kviðdómsins í Virginíu í Bandaríkjunum. 4.4.2006 07:45 Réðust að stúlku og reyndu að nauðga henni Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem réðust á 19 ára stúlku á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, óku með hana í bíl hennar upp á Hafravatnsveg og reyndu þar að nauðga henni. Stúlkan braust um og endaði bíllinn utan vegar í átökunum, en við það lögðu mennirnir á flótta. 4.4.2006 07:19 Ákærur gefnar út í 19 af 32 ákæruliðum Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger sem nú er í fyrsta sinn ákærður fyrir aðild að málinu. 4.4.2006 07:17 Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. 3.4.2006 22:10 Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 3.4.2006 23:54 Ítrekaði að taka bæri upp atvinnuveiðar Sjávarútvegsráðherra ítrekaði í dag þá skoðun sína að taka bæri upp hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði Íslendinga í samkeppni við hrefnuna um nytjastofna við landið og að hvalveiðar væru forsenda þess að hægt væri að byggja upp stofnana. 3.4.2006 23:49 Bílvelta í Öxnadal Lögreglan á Akureyri er nú á leiðinni til að aðstoða ökumann sem missti bíl sinn út af veginum í Öxnadal. Ökumaður var einn í bílnum en segist ekki vera slasaður. Lögreglan segir að ís og hálku hafi tekið upp að mestu leyti í dag en að nú sé byrjað að frjósa á ný og hálkan komin aftur. 3.4.2006 23:30 Bíll út af á Hellisheiði Bíll fór út af veginum á Hellisheiði í kvöld. Fernt var í bílnum en þau slösuðust ekki alvarlega. Bíllinn er hins vegar óökufær. Hálka er nú á Heiðinni þegar vætan frá í dag frýs á veginum og eru ökumenn því beðnir um að fara varlega. 3.4.2006 23:25 Ofgnótt járns í heyi tengt riðu í sauðfé Sterkar vísbendingar eru um að magn járns og annarra snefilefna í heyi geti haft áhrif á riðu í sauðfé. Þetta kemur fram í rannsókn íslenskra vísindamanna undir stjórn Þorkels Jóhannessonar. 3.4.2006 23:02 Aðstandendur og vistmenn styðja aðgerðir Aðstandendafélag vistmanna á Hrafnistu auk vistmanna sem NFS ræddi við styðja heils hugar aðgerðir og kröfur ófaglærðra starfsmanna þrátt fyrir óhagræði sem það kunni að hafa í för með sér fyrir íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. 3.4.2006 22:54 Sjá næstu 50 fréttir
Óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að háskólaráðum Bandalag íslenskra námsmanna segir óeðlilegt að námsmönnum sé ekki ætlaður aðgangur að Háskólaráði samkvæmt frumvarpi til háskólalaga sem nú liggur fyrir á Alþingi. 4.4.2006 20:26
Myndum þurfa að veiða margfalt fleiri dýr Íslendingar myndu þurfa að veiða margfalt fleiri hrefnur en nú er gert til að draga úr stofnstærð hrefnunnar og hemja ágang hennar í fiskinn á Íslandsmiðum eins og sjávarútvegsráðherra leggur til. Einar K. Guðfinnsson segir að við myndum þurfa að veiða um 200 hrefnur á ári til að draga úr fjölgun hrefnunnar og enn fleiri ef ætlunin er að minnka stofninn. 4.4.2006 20:19
Frumvarp um Ríkisútvarpið tryggir ekki starfsfrið Stjórnarandstaðan segir frumvarp um Ríkisútvarpið ekki tryggja starfsfrið sem stofnuninni sé nauðsynlegur. Varhugavert sé að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en slíkt leiði oft til sölu fyrirtækja. 4.4.2006 20:13
Ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum Saddam Hussein hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð á íröskum Kúrdum á níunda áratugnum. Allt að hundrað og áttatíu þúsund manns eru taldir hafa týnt lífi í fjöldamorðunum. 4.4.2006 18:30
Fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 18:25
Funda á morgun með heilbrigðisráðherra Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. 4.4.2006 18:23
Mikil mengun vegna sinubruna Rykmengunin af sinubrunanum á Mýrum er jafnvel hundraðföld árleg rykmengun frá tvöhundruðþúsund tonna álveri. Magn ýmissa gróðurhúsalofttegunda, sem fór út í loftið meðan á brunanum stóð, getur slagað hátt í helming árlegrar losunar slíkra efna frá álveri. 4.4.2006 18:21
Úrvalsvísitala hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um rúmt fjögur og hálft prósent það sem af er degi. Mest er lækkunin í Flögu en hlutabréf í Flögu hafa lækkað um rúm tuttugu prósent. Næst mest er lækkunin í Landsbankanum og KB-banka eða tæp sex prósent. 4.4.2006 18:19
Tveggja manna leitað Lögreglan í Reykjavík rannsakar frásögn ungrar stúlku sem segir tvo menn hafa rænt sér og annar þeirra hafi reynt að nauðga sér, skammt utan við borgina. 4.4.2006 18:13
Moody’s segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands Í skýrslu sem birtist í dag, kemst matsfyrirtækið Moody’s að þeirri niðurstöðu að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hefur gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. 4.4.2006 17:01
Þýska safnið komið til Hafnarfjarðar Bókasafn Hafnarfjarðar mun framveigis hýsa þýska bóksafnið fyrir Goethe-Zentrum á Íslandi. Um er að ræða bækur, geisladiska, hljóðsnældur og myndbönd á þýskri tungu, alls 6500 titla. 4.4.2006 17:00
Fundað með heilbrigðisráðherra vegna umönnunarstarfa Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. Starfsmennirnir hafa boðað setuverkfall í lok þessarar viku vegna óánægju með kjör sín, en þeir vilja sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. 4.4.2006 16:58
Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Og Vodafone Samkeppniseftirlitið hefur tekið undir sjónarmið Símans og hafnað kröfu Og Vodafone, dótturfélags fjölmiðlarisans Dagsbrúnar, í kvörtunarmáli gegn Símanum. Málavextir eru þeir að Og Vodafone kvartaði til Samkeppnisstofnunar yfir tilboði Símans til GSM áskrifenda á Akranesi. 4.4.2006 16:52
Fyrsta sérhæfða geðdeildin fyrir aldraða Geðdeild fyrir aldraða verður sett á laggirnar á Landakotsspítala, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er meðal aðgerða sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag sem ætlaðar eru til að bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða hér á landi. 4.4.2006 16:51
Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. 4.4.2006 16:39
Konan ekki í lífshættu TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvoginum um klukkan eitt með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki í lífshættu. Hún er þó með mikla ákverka og hefur verið lögð inn á handlækningadeild. 4.4.2006 13:51
Velti nær fjórfalt meira en fyrir ári Hlutabréf seldust fyrir nær fjórum sinnum hærri upphæð í Kauphöll Íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Alls jókst veltan í Kauphöllinni um nær 160 prósent. 4.4.2006 13:34
Saddam ákærður fyrir fjöldmorð á Kúrdum Talsmaður dómstólsins í Írak sem réttar yfir Saddam Hussein hefur lýst því yfir að einræðisherrann fyrrverandi verði brátt ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum á ofanverðum níunda áratugnum. 4.4.2006 13:32
Fella niður takmarkanir við för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. 4.4.2006 13:18
Varar Íslendinga við erfðatækninni Hættan sem mönnum getur stafað af erfðabreyttum matvælum og lyfjum hefur ekki verið útilokuð. Þetta segir fyrrverandi umhverfisráðherra Breta sem staddur er hér á landi. Hann varar Íslendinga við því að taka upp slíka tækni í landbúnaði og lyfjaframleiðslu. 4.4.2006 13:00
TF-SIF sótti slasaða konu TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar er nýlent við Landsspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. 4.4.2006 12:46
Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili. 4.4.2006 12:45
Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur lækkað um tæp 3% í morgun vegna umtalsverðrar lækkunar á hlutabréfum í þónokkrum fyrirtækjum. 4.4.2006 11:53
Tveggja manna leitað vegna árásar á 19 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem 19 ára stúlka segir að hafi ráðist á sig á Vesturlandsvegi í fyrrinótt og reynt að nauðga sér. 4.4.2006 11:50
Sýknaður af ákæru um kynferðislega misnotkun Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðislega misnotkun gagnvart stúlku. 4.4.2006 11:34
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor hófst í gær. Kosningarnar fara fram 27. maí næstkomandi 4.4.2006 10:34
Ísland kynnt sem ráðstefnuland Ísland var kynnt sem ráðstefnuland á Íslandskynningu í sendiráðsbústaðnum í Osló síðastliðinn fimmtudag. Það voru Rástefnuskrifstofa Ísland sem stóð fyrir kynningunni í samvinnu við Ferðamálastofu, Icelandair og Sendiráð Íslands í Osló. 4.4.2006 10:25
118 ferðamenn handteknir í Brasilíu Hundrað og átján ferðamenn voru handteknir á næturklúbbi í strandbænum Natal í Norður-Brasilíu nýverið. Ferðamennirnir eru flestir frá Portúgal, Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Noregi. Norski fréttavefurinn Aftenposten greinir svo frá en nokkrir Norðmenn voru handteknir. 4.4.2006 09:45
Taka þátt í kosningum ef Thaksin Shinawatra hættir í stjórnmálum Formenn stjórnarandstöðuflokkanna í Taílandi hafa lýst því yfir að þeir taki þátt í þingkosningum ef boðað verður aftur til þeirra í landinu, þetta er þó gegn því að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, landsins hætti afskiptum af stjórnmálum. 4.4.2006 09:43
Víðtækar mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar í Frakklandi Frakkar búa sig nú undir alsherjarverkföll og víðtækar mótmælaaðgerðir um allt landið í dag. Tilgangur aðgerðanna er að mótmæla nýjum lögum um vinnulöggjöf í landinu. Lögin hafa vakið miklar deilur en það auðveldar atvinnurekendum að reka ungt fólk úr vinnu. 4.4.2006 09:15
Fartölvu stolið í Keflavík Brotist var inn í fyrirtæki í Grófinni í Keflavík í nótt og þaðan stolið fartölvu. Vegfarandi sá til tveggja dökkklæddra manna á harða hlaupum í grennd við fyrirtækið og lét lögreglu vita, en þeir komust undan. Talið er að þeir hafi verið eldsnöggir á vettvangi. 4.4.2006 09:00
27 hafa farist í skýstrókum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Tuttugu og sjö hafa farist í miklum skýstrókum sem gengið hafa yfir miðvesturríki Bandaríkjanna undanfarna daga. Haglkorn á stærð við appelsínur hafa fallið af himnum og tré rifnað upp með rótum í veðurofsanum. 4.4.2006 08:30
Bílvelta á Hellisheiði Tveir sluppu ómeiddir og einn meiddist lítillega þegar bíll valt á Hellisheiði í gærkvöldi. Þar var krapi á veginum. Þá valt bíll við Ytri Bægisá í Hörgárdal í gærkvöldi. Ökumaður slapp ómeiddur en er grunaður um ölvun. 4.4.2006 08:15
Hálka og hálkublettir víða á þjóðvegum landsins Hálka og hálkublettir eru víða á þjóðvegum landsins. Hálka er víða á Suðurlandi og snjóþekja er á Hellisheiðinni og í Þrengslum. Þá er einning hálka og snjóþekja víða á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum, Nirðurlandi og á Austurlandi. Ófært er um Öxi. 4.4.2006 08:11
Prodi með forskot á Berlusconi Snörp orðaskipti einkenndur kappræður Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og Romano Prodi, forystumanns stjórnarandstöðunnar, sem fram fóru í gær. Aðeins er um ein vika í þingkosningarnar á Ítalíu og hefur fylgi Prodi mælst um fimm prósent meira í könnunum. 4.4.2006 08:00
Moussaoui úrskurðaður sakhæfur Kviðdómur í máli al-Qaeda liðans Zacaris Moussaoui úrskurðaði í gær að hann væri sakhæfur, en hann á nú dauðarefsingu yfir höfði sér. Þetta var einróma niðurstaða kviðdómsins í Virginíu í Bandaríkjunum. 4.4.2006 07:45
Réðust að stúlku og reyndu að nauðga henni Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem réðust á 19 ára stúlku á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, óku með hana í bíl hennar upp á Hafravatnsveg og reyndu þar að nauðga henni. Stúlkan braust um og endaði bíllinn utan vegar í átökunum, en við það lögðu mennirnir á flótta. 4.4.2006 07:19
Ákærur gefnar út í 19 af 32 ákæruliðum Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger sem nú er í fyrsta sinn ákærður fyrir aðild að málinu. 4.4.2006 07:17
Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. 3.4.2006 22:10
Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 3.4.2006 23:54
Ítrekaði að taka bæri upp atvinnuveiðar Sjávarútvegsráðherra ítrekaði í dag þá skoðun sína að taka bæri upp hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði Íslendinga í samkeppni við hrefnuna um nytjastofna við landið og að hvalveiðar væru forsenda þess að hægt væri að byggja upp stofnana. 3.4.2006 23:49
Bílvelta í Öxnadal Lögreglan á Akureyri er nú á leiðinni til að aðstoða ökumann sem missti bíl sinn út af veginum í Öxnadal. Ökumaður var einn í bílnum en segist ekki vera slasaður. Lögreglan segir að ís og hálku hafi tekið upp að mestu leyti í dag en að nú sé byrjað að frjósa á ný og hálkan komin aftur. 3.4.2006 23:30
Bíll út af á Hellisheiði Bíll fór út af veginum á Hellisheiði í kvöld. Fernt var í bílnum en þau slösuðust ekki alvarlega. Bíllinn er hins vegar óökufær. Hálka er nú á Heiðinni þegar vætan frá í dag frýs á veginum og eru ökumenn því beðnir um að fara varlega. 3.4.2006 23:25
Ofgnótt járns í heyi tengt riðu í sauðfé Sterkar vísbendingar eru um að magn járns og annarra snefilefna í heyi geti haft áhrif á riðu í sauðfé. Þetta kemur fram í rannsókn íslenskra vísindamanna undir stjórn Þorkels Jóhannessonar. 3.4.2006 23:02
Aðstandendur og vistmenn styðja aðgerðir Aðstandendafélag vistmanna á Hrafnistu auk vistmanna sem NFS ræddi við styðja heils hugar aðgerðir og kröfur ófaglærðra starfsmanna þrátt fyrir óhagræði sem það kunni að hafa í för með sér fyrir íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. 3.4.2006 22:54